Stefán Fr. þjófur og þjófsnautur hans Mogginn
Á íslandi hafa ítrekað fallið dómar yfir fólki sem deilir höfundaréttarvörðu efni án þess að hafa til þess heimild.
Einn stórtækasti þjófur Íslands heitir Stefán Friðrik Stefánsson og býr á Akureyri. Í nánu samstarfi við Moggann gerir Stefán þessi tónlist annarra aðgengilega hverjum sem vill, án endurjalds.
Stefán deilir um 450 eintökum af höfundaréttarvarinni tónlist. Þessi tónlist er aðgengileg hverjum einasta gesti sem á síðuna kemur. Mogginn leggur diskapláss undir tónlistina og viðmót svo gestir geti notið hennar.
Þegar þetta er skrifað hefur síða Stefáns verið opnuð 1113 sinnum af 891 IP-tölu í dag. Það má því gefa sér gróflega að 80% flettinga séu u.þ.b. fjöldi gesta, þ.e. aðila sem Stefán og Mogginn bjóða tónlistina.
Flettingar á síðuna eru frá upphafi 2.231.679.
Auðvitað hefur Stefán smám saman aukið úrval þýfisins. En við skulum leika okkur að hámarks- og lágmarkstölum yfir skaðann sem hann hefur valdið.
Á tónlist.is virðist hvert lag kosta um 200 krónur. Svo er eitthvað rusl á rétt innan við 100 kr. En Stefán er minnst í því. Gefum okkur því að meðalgreiðsla fyrir lag sé 150 kr.
Þannig gæti Stefán hafa boðið allt að 450 lög allt að 2.231.679 sinnum með aðstoð Moggans. Þar með væri verið að gefa verðmæti að upphæð 150.638.332.500 kr.
Að lágmarki er Stefán að bjóða sömu 1.000 einstaklingunum þýfið aftur og aftur. Þá ætti sekt hans að nema 67.500.000 kr.
Uppgefnar tekjur Stefáns samkvæmt úttekt DV eru 2.923 kr. á mánuði. Miðað við óbreyttar tekjur tæki það hann 4.294.627 ár að greiða hærri sektina en ekki nema 1.924 ár að greiða lágmarkssektina.