26. febrúar 2007

Skari skrípó



Ég hef mikið gaman af kvikmyndum. Ég get meira að segja haft nokkuð gaman af hollívúddmyndum, set það ekkert sérstaklega fyrir mig að þær eru gjarnan andlaus froða að inntaki. Ég set þá grunnreglu að bíómynd sé ekki leiðinleg.

Af einhverjum ástæðum hafa nýlega flætt yfir mig hrútleiðinlegar og langdregnar myndir sem mjög hafa verið mærðar. Síðasti kóngur Skotlands um mannætuskömmuna Úganda-Idi er dæmi um svona mynd. Ógnarlangdregin og leiðinleg. Ágætlega leikin og allt það, en handritið alger ígerð. Sofnaði þrisvar yfir henni.

Babel er eins. (Ég veit að hún á ekki heima á listanum en...) Ofsalega leiðinleg og langdregin. Á enn eftir síðasta korterið eftir að hafa sest niður til að horfa á hana fimm sinnum. Ógeðslega leiðinleg mynd. Hápunktur myndarinnar er barnaklámatriðið þar sem smávaxinn smali rúnkar sér undir steini og dembir sér þvínæst í að skjóta túrista með riffli.

Drottningin var ágæt. Sá hana í einu lagi. Strásykursæti Tony Blair og úrkynjuðu kastalaviðrinin náðu að halda uppi stemmningunni með ágætum. Alveg sátt við hana.

Ég byrjaði á Lífi annarra (Das Leben der Anderen) í gær. Ekkert hressilegra en austur-þýsk njósnasæla. Hætti eftir hálftíma og horfði á Inspector Jack Frost í staðinn. Hún bíður dóms, en er langdregin (a.m.k. framanaf). Mig grunar að ég viti plottið. Það er sniðugt. Ef raunverulega plottið er verra en það ímyndaða á hún ekki von á góðu.

Draumastúlkurnar er drasl.

Áróðursmynd Al Gore er langþvífrá nógu góð, full af lélegum tölfræði- og rökbrellum.

Glaumiljar (Happy Feet) er átakanlegt rusl.

Að verðlauna ofangreindar tvær myndir er álíka vitlaust og að að veita Andra Snæ Magnasyni bókmenntaverðlaun.

Ungfrú Sólarglenna (Little Miss Sunshine) er hreint ekki eins góð og af er látið. Vel leikin, vissulega og margt sniðugt í handritinu en hana vantar frumleika. Hún er eins og bútasaumsteppi byggt á nokkrum vel þekktum myndum. Það er ekkert í henni sem ekki hefur sést annarsstaðar.

Völundarhús fánsins (El Laberinto del Fauno) er ekki merkileg saga en snotur kvikmynd. Dálítið ölvandi. Spænska er fallegt mál.

Spennumyndin hans Scorsese var ágæt, ekki meira en það. Hreint ekkert meistaraverk. Ófrumleg með afbrigðum. Ekkert nýtt.

Eða, með öðrum orðum, heldur rýrt úrval mynda sem Akademían sá ástæðu til að heiðra. Whittaker og Mirren + fánninn voru vel að vegsauka komin. Scorsese, Gore, mörgæsafjandarnir og bakröddin áttu ekkert skilið.

Rennur af stað...

Þegar ég les þetta minnist ég þess hve yndislegt það er hve margir vélhjólamenn látast í umferðinni.

Best finnst mér:

Kappakstur er hluti af okkar menningu og sporti, og munum við sem stöndum fyrir þessu bréfi stunda okkar kappakstur í sumar.. með eða án brautar !!
Þegar sagt er án brautar hvað er átt við? Jú, það eina sem er í boði á Íslandi í dag, götur og vegir landsins.

[...]

Hækkaðar sektir vegna hraðaksturs 1 desember 2006 munu hafa þau áhrif að við munum ekki sinna stöðvunarmerkjum lögreglu.
Við viljum fá aðstöðu fyrir okkar sport/áhugamál, og það STRAX.

[...]

Sjáumst (en náumst ekki) á stærstu kappakstursbraut í heimi í sumar.. (Götum íslands)



Nú ætla ég að beita mér fyrir stofnun félagasamtakanna Brynjanna. Markmið og tilgangur þeirra er að fjölga brynvörðum bílum á vegum landsins. Hver félagi skuldbindur sig til að keyra leiftursnöggt inn af gatnamótum út á sem flesta þjóðvegi ef hann hefur hugboð eða þekkingu um að leðurklætt himpagimpi sé væntanlegt.

Allir leggja 10.000 kr. í púkk og sá sem nær að smyrja flestum hnakkrottum í malbikið hirðir pottinn í lok sumars. Aukaverðlaun fyrir lengstu blóð- / innyflaslóðina.

Líþín hefði komið í veg fyrir þetta

Önnur eins tilfinning fyrir stemmningu hefur ekki sést síðan Harry prins mætti í nasistabúningi á grímuball.


Þau þurftu ekkert að gera nema þegja í níutíu daga. Og nú er það búið.

24. febrúar 2007

Ef guð er kona...

...er þá konan guð?

Það bendir ýmislegt til þess að sumir haldi það. Eitt af boðorðum biflíunnar, sem raunar liggur í þagnargildi (líklega vegna þrýstings frá samtökum endurreisnarlistmálara), er að af guði skuli engar myndir gjöra. Reyndar er bíflíuhöfundi meinilla við myndir af nokkru tæi:

Þriðja bók Móse 5:8

Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér, engar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eða því, sem er á jörðu niðri, eða því, sem er í vötnunum undir jörðinni.

Hinir skapheitu og hræsnislausu frændur vorir arabar hafa hingað til tekið þetta boðorð mun hátíðlegar en við og bregðast ókvæða við ef menn rissa myndir af guðdóminum. En það er önnur saga.

Hin sagan er nærtækari um þessar mundir að margar konur hafa gert bragð úr þessu ellefta boðorði og segja sem svo, að fyrst guð hefur ekkert við það að gera, þá er best að klína því á það sem stendur guði næst, nefnilega konur.

Í meðförum þeirra hljómar ellefta boðorðið svona: „Þú skalt ekki hlutgera konu með einum eða öðrum hætti.“ Rökin eru óljós en vísa til hinnar æðri náttúru kvenna framyfir dauða hluti almennt (og flesta lifandi) og að það séu drottinsvik að fjalla um eða varpa fram mynd af konu sem ekki lofsamar þessa dýrð. Konan sem dauður hlutur, eins og hver önnur stytta eða ljósmynd, er fölsun - hana á að banna.

Vandinn verður ljós þegar kona nýtir sér yfirburðaskynsemi sína og gáfur til að kjósa að varpa fram mynd af sér sem þvísemnæst dauðum hlut. Naktar konur í sellófani og frauðplastbakka að mótmæla holdáti eru dæmi um þetta. Þar er konan hlutgerð. Sex ára stúlka sem leikur Betlehemstjörnuna í helgileik í skólanum sínum er hlutgerð með sama hætti. Listakona sem tekur gifsmót af brjóstum sínum og hengir upp á vegg undir titlinum „móðir“ er að hlutgera sig með sama hætti. Allt er þetta samt í góðu lagi og í raun eðlilegur og æskilegur fylgifiskur þess að hafa abstrakt hugsun hins æðsta spendýrs. Engin önnur dýr hafa hæfileika til að líta á sig sem dauða hluti.

Guðspjall kvennakirkjunnar, sem tignar konuna sem guð, er afar hugmyndafræðilega veikburða. Ég leyfi mér að segja vanhugsað. Röklega gisið og götótt. En það er allt í lagi því að mati margra presta kirkjunnar eru rökræður karllægur eiginleiki. Konur hefja sig yfir rök með tilfinningum. Konur finna á sér hvað er rétt og hvað er rangt og þurfa því ekki á rökum að halda.

Kynlíf má til dæmis ekki tengja ofbeldi, misþyrmingum eða niðurlægingu. Allt slíkt samhengi er tabú.

En í raun er það ekki þessi tenging sem er bönnuð, aðeins það horf við þessari tengingu að hún sé æsandi eða eftirsótt. Enginn kvenkirkjuprestur er á móti því að nauðgun sé skrifuð í bækur eða kvikmyndahandrit í listrænum tilgangi. Enginn er á móti því að fréttaskýrendur segi frá slíkum tengingum. Það er bara bannað að njóta þess. Það er bannað að fá kikk út úr því þegar Brandó talar um að láta svín nauðga rekkjunaut sínum í Síðasta tangó í París. Það er bannað að eiga sér leyndar fantasíur um ofbeldisfullt kynlíf.

Samt er heimurinn fullur af fólki sem fær kikk út úr klámi, bæði körlum og konum. Heimurinn er fullur af listamönnum sem njóta þess að varpa öllu því ljótasta upp á svið mannlífsins. Leikkonum sem eiga sér þann draum að leika erfið hlutverk kvenna sem eru niðurlægðar, barðar og kúgaðar. Lesendum sem vilja lesa sem nákvæmastar lýsingar á kúgun og ofbeldi. Kvikmyndahúsagestum sem vilja sjá það sama.

Hver er munurinn á leikkonunni sem leikur átakanlega erfitt hlutverk og leikkonunni í klámmyndum?

Báðar leggja á sig niðurlægingu - önnur fyrir listina, hin fyrir peninga. Báðar kannski fyrir einhverja blöndu hvorstveggja.

Ef við notum skilgreiningu hörðustu feminista á klámi þá var endurminningarbók systranna í Hafnarfirði klám. Kynlífi var blandað við ofbeldi. Nautn tugþúsunda karla og kvenna við að lesa bókina var að sama skapi klámnautn. Fólk laðast að klámi. Fólk laðast að hinum myrku hliðum mannlífsins. Það nýtur þess að lesa um morð, limlestingar, nauðganir og niðurlægingu. Yfirleitt er um að ræða hrollsælu, en hún er siðferðilega ekki hætishót merkilegri en lostasæla. Fjöldi kvenna sér ekkert athugavert við að hlutgera karlmenn með því að gamna sér með rafhlöðuknúnum limafsteypum. Fjöldi kvenna sér ekkert athugavert við að fantasera um ofbeldisfullt eða niðurlægjandi kynlíf.

Fæst fólk trúir í raun á ellefta boðorðið. Það trúir því ekki að það sé í raun rangt að hlutgera fólk. Það trúir ekki á dogmað. Að leikin niðurlæging sé alltaf siðferðilega röng. Það nýtur hennar úr öruggri fjarlægð. Það finnur til hluttekningar með raunverulegum harmi og óskar í raun engum þess að lenda í slíku en nýtur þess samt að lesa um eða horfa á harm annara. Þetta er hluti af kveneðlinu. Allar tilraunir til að móta samfélag sem neitar fólki um að vera það sjálft eru dæmdar til þess að valda skaða.

Konur eru ekki hafnar yfir rök. Konur hafa ekki hæfileika til að finna hvað er rétt. Konur, eins og karlar, eru haugar af misvísandi skilaboðum. Hættan skapast þegar þær hætta að hlusta á sum skilaboðanna.

23. febrúar 2007

Hulunni svipt

Ég játa það hér með. Kötturinn er kominn úr pokanum. Mengella heitir réttu nafni Eiríkur Örn Norðdalh. Mengella er stílæfing hins ástsæla höfundar Eiturs fyrir byrjendur.

Þess skal gætt að rugla mér ekki við Eirík Örn Norðdahl (með hái á undan elli í endann). Hann er ekki höfundur Eitursins og ekki nærri því eins góður penni og ég.

Mikið er mér létt.

Blautir draumar og gráar fjaðrir

Ég hef staðið í dálitlum samanburðarrannsóknum upp á síðkastið. Ég hef verið að lesa saman tvær glæpasögur. Valkyrjur eftir Þráin Bertelsson og Grafarþögn eftir Arnald Indriðason.

Almennt hef ég ímugust á glæpasögum. Þær spruttu fram á sjónarsviðinu í tylftum þegar grái fiðringurinn heltók '68 kynslóðina. Blautir draumar fólks sem á milli tektar og tvítugs steypti mót Agötu, Desmonds, Makklíns og kumpána þeirra í óharðnaða skel sálarlífs síns. Þessi mynd situr föst í innsta kjarna tilveru fólksins og nýtur þess að í skipulagi heilans er ekki nema órætt steinsnar á milli draghólfa þess sem er gamalt og hins, sem er sígilt.

En, ég braut sum sé odd af oflæti mínu, og pældi mig í gegnum Valkyrjurnar. Byrjaði svo strax á Grafarþögn. Það sem blasti strax við, skar sig úr eins og skuggalegur og sveittur bakpokapakistani í enskri neðanjarðarlest, var hve Þráinn er miklu, og ég meina miklu, betri penni en Arnaldur. Arnaldur er átakanlega lélegur stílisti. Þráinn skrifar afturámóti læsilegan og þægilegan stíl.

Persónur Þráins eru líka betri, þótt þær séu dálítið einsleitar.

Helsti gallinn við Valkyrjurnar er um leið einn stærsti kosturinn við bókina. Þráinn gengur svo langt í að spegla samfélagið sem við búum í, að það verður á stundum vandræðalega nákvæmt. En án þessarar speglunar er bókin ekki neitt. Ekkert nema nokkrar rakar lífsreynslunaríur hangandi á bláþræði þvert yfir sólbakað húsasund. Plottið er fyrirsjáanlegt, sagan lágreist, kynlífssenur og -tilvísandir heldur vandræðalegar, en allt heldur lipurlega skrifað.

Ég var ekki búin með margar síður af Grafarþögn þegar mér fór að líða mjög illa. Það var eitthvað andstyggilegt við stílbrögðin. Mér þóttu persónurnar flatar og leiðinlegar. Einhverfi stærðfræðisnillingurinn sagðist sjá liti í tölum. Ég fór að sjá rauðar yfirstrikanir þvers og kruss um blaðsíðurnar. Oftast var um að ræða klaufalega orðaða hluti. Veitið því athygli ef þið lesið Arnald, hve oft eitthvað á borð við: „Hann rétti henni töskuna með töngunum“ kemur fyrir. Vaðandi tvíræðni til lýtis út um allt. Setningarhlutar hangandi sem hortittir utan í málsgreinum sem eiga ekkert erindi við þá. Illa smíðaður og grófgerður texti - klæming, skrímsli Frankensteins.

Þá er Erlendur klisja, margþvæld meira að segja.

Ég játa að ég hef ekkert út á plottið hjá Arnaldi að setja. Ég nenni ekki að klára bókina. Hún er of léleg. Ég veit hreinlega ekki hvort ég muni lesa fleiri íslenskar glæpasögur.

Nú þarf ég að finna eitthvað til að brúa bilið þar til ég kemst í stóru bókina hans ÁBS. Ég hef á tilfinningunni að annað hvort verði hún snilld eða stórkostleg vonbrigði.

22. febrúar 2007

Sweet Home...

Þá hefur framsóknarmaðurinn komið upp í Bændahallarkóngunum og þeir fjúka eins og gisin lauf í vindi blásnum úr reykmettum lungum hugprúðs hvíts biflíubeltis feministahyskis. Við hverju er að búast hjá þjóð sem tignar trúbadúrinn, og fyrrum drykkju- og dópmógúlinn, Bubba? Er nokkuð Alabamalegra en það? Fólk sem flykkist í sveit á haustin, snarar rolluskjátur og dregur í dilka. Grípur svo andann á lofti þegar fólk kemur í bæinn sem ekki aðhyllist sama hræsnisfulla vammleysið - og hrekur það á brott. Kyndlar og heykvíslar ætti að vera nýtt lógó Bændahallarinnar.

Það er skömm að því að vera Íslendingur þegar skoðanakúgarar fá að vaða uppi. Þetta er sama helvítis smásálarviðhorfið og vildi banna svertingja á landinu, banna stuðandi listgjörninga, banna bjórdrykkju og banna bara allt, nema lífstíl sifjaspelltra biflíugasprara sem naga hnakkaspikið af hálshöggnum hrútum. Þetta er fólkið sem hataðist við Warhol og Dalí þangað til það varð móðins að telja þá einhvers verða. Sjóndeildarhringur þessa fólks er rauð skotskífa á hvirfli náungans. Andans ofbeldisseggir, kúgarar og versta þý.

Læt fylgja hér framsóknargræna mynd sem annað hvort er klám eða list. Það spaugilega er að það er engin leið fyrir klámfanatísku feministana að vita hvort er.

21. febrúar 2007

Kvalir

Ég ætlaði ekki að snerta á klámráðstefnumálinu en það er bara svo einstakt, svo upplýsandi, svo snilldarlega dæmigert - að ég get ekki annað.

Málið snýst um það að nokkrir uppblásnir belgfiskar þurfa endilega að veifa gildismati sínu framan í heiminn. Alveg eins og fiskar af skyldum tegundum þurfa reglulega að veifa sínu gildismati framan í okkur. Við köllum slíkt fólk einfeldninga. Ekki vegna þess að það hafi alrangt fyrir sér. Heldur vegna þess að hugur þess fyllist þoku og það hættir að sjá landamerki þegar móðurinn rennur á það.

Vísindin benda á með nokkuð sannfærandi hætti að hvalir hafi af því nokkurn ama að vera eltir uppi og drepnir. Að áþján þeirra sé öflugri og að þeir líði á stundum meiri kvalir en til að mynda kettlingahópur sem er gufusoðinn í stórum potti.

Fæstir sjá því húmorinn í því þegar við dulbúum hvaveiðiskip sem hvalaskoðunarskip og laumumst út á sjó með brauðmola handa hrefnunum. Svo þegar þær líta upp úr hafinu til að blikka lítið takk fyrir greiðann, dúndrum við sprengioddi í augað á þeim.

Hvalavinir um allan heim fordæma Íslendinga sem blóðþyrsta villimenn og kannibala. Í hugum þeirra erum við viðbjóðslegt grútarhyski sem myrðir saklaus og gæf dýr vegna blöndu af meinfýsni og forvitni.

Og Íslendingar rísa upp og þreyta lýðinn með smáatriðum og staðreyndarunum sem engan sannfæra um neitt, nema þá okkur sjálf um það að hvalavinir séu illa upplýstir.

En svo er hanskinn settur á hina hendina. Til Íslands koma klámkóngar. Og þjóðin lætur sig ekki muna um að setja upp vandlætingasvip og fordæmingarviðlagið fer að óma. Börnum er nauðgað. Það heitir klám. Konur eru seldar mansali og látnar leika í klámi. Hingað er að koma fólk með tengsl við klám. Það er því augljóst að börn og þrælar koma á einhvern hátt við sögu.

Og þótt svo væri ekki, er fyrir neðan virðingu almennilegrar manneskju að svo mikið sem skáskjóta öðru auganu í átt að klámmynd.

Einstaka rödd kemur þó til varnar kláminu. Það er helst fólk eins og ÁBS, stórnotandi á klámi sjálfur og sá maður íslenskur sem hefur framkallað flest sáðlát einmana öryrkja með textum sínum.

Ég vil gera eftirfarandi tillögu: Ég vil senda íslensku klámandstæðingana út í heim og banna þeim að snúa aftur fyrr en þeir hafa frelsað síðustu, tannlausu krakkhóruna sem hangir fyrir utan McDonalds úr viðjum kynlífsiðnaðarins. Í staðinn fáum við hvala- og dýravini af öllum stærðum og gerðum til Íslands.

Belgfiskarnir útlensku mega svo andskotast hér á landi eins og þeir vilja. Og við Íslendingar getum andað léttar, vitandi það að við græddum á skiptunum.


20. febrúar 2007

Hugarheimur smáfuglanna

Í athugasemdum fáum við óvænta innsýn í hugarheim smáfuglanna. ÁBS hefur lónað við mynni síðunnar eftir að ég gerði honum þann heiður að nefna hann á nafn. Nú fer fyrir brjóstið á honum að ég leggi Vídalín í einelti. Vídalín sjálfur sleikir sár sín og elur sorg sína í einrúmi. Lætur nægja að tauta eitthvað um tilfinnanlega réttlát málalok við vildarvini sína, þá er þeir hittast.

Enn halda áfram tilraunir við að fletta ofan af mér. Ég get fullyrt að það eru nákvæmlega 4 manneskjur í heiminum sem vita hver Mengella er. Engin þeirra er líkleg til að fletta ofan af mér hér. Allt annað er myrkrafálm.

Loks hef ég ákveðið að vekja til lífsins nýja tegund bloggs. Örblogg. Það fer þannig fram að ég blogga um eitthvað tilfallandi málefni og læt svo færsluna hverfa innan stundar og aldrei sjást aftur. Panta rei! Nú þegar hafa 2 færslur farið þá leið. Megi þær verða fleiri.

Að lokum.

Til að fá enn frekari útrás listrænna hæfileika minna hef ég ákveðið að hanna myndefni. Hið fyrsta á verkskránni er þessi fíni T-bolur:


Opinber starfsmannabúningur
Breiðavíkurstarfsfólks.

17. febrúar 2007

14. febrúar 2007

Kenny vs. Spenny (201)

Ég hef nú um nokkra hríð pælt mig í gegnum þrjár þáttaraðir af Kenny vs. Spenny. Þegar mér var í fyrsta skipti sagt frá þáttunum, lauslegum söguþræði þeirra og uppbyggingu, lét ég þess getið að frekar myndi ég naga glóandi heitt napalm en að leggja slíka lágkúru fyrir sjónir mínar. Ég verð þó að játa, svona eftirá að hyggja, að forvitnin var vakin.

Hér er dómur minn um 1. þátt 2. seríu, Kenny vs. Spenny: Who Can Drink More Beer.

Eins og allir þættir í þáttaröðinni fjallar hann um keppni á milli bestu vinanna Kenny Hotz og Spencer Rice. Sá sem sigrar má láta taparann undirgangast hverja þá niðurlægingu sem honum þóknast. Í þessum þætti er sum sé keppt í bjórdrykkju.



Spenny er taugaveiklaður og bókhneigður einfeldningur með sterka siðferðiskennd. Hann er einn af þessum fágætu einstaklingum sem eru samviska alls heimsins.


Ef Spenny er samviska heimsins, er Kenny samviskubit þess sama heims. Hann er greindari en Spenny og algerlega siðblindur. Sé þess nokkur kostur að hafa rangt við nýtir hann sér það, gangi það ekki leitar hann leiða til að misnota aldraða, börn, dýr eða fatlaða til að hafa sigur.

Smám saman hefur hin rangláta keppni tekið sinn toll af Spenny, hann er í lok fyrstu seríu orðinn alvarlega vænissjúkur. Kenny reynir á sama hátt að toppa sjálfan sig í viðurstyggð með hverjum nýjum þætti.

Í bjórdrykkjuþættinum byrjar Kenny á því að skipta á keppnisbjórnum og óáfengum bjór (aðeins fyrir sig auðvitað). Til að minnka grunsemdir Spennys japlar hann á kínversu heilsudufti inn á milli bjóra. Með því útskýrir hann skyndilegt og áður óþekkt úthald sitt í drykkju.

Reglur keppninnar eru einfaldar. Sá vinnur sem drekkur fleiri bjóra en hinn á 3 sólarhringum. Þó tapar sá sjálfkrafa sem ælir.



Kenny fer umsvifalaust í það að virka fullur, óþolandi og leiðinlegur. Hann tvístígur tímunum saman og spilar á rauðan plastskemmtara og syngur í lítinn plasthljóðnema. Það er því ekki nema von að Spenny herði drykkjuna til að umbera ólætin. Þá stingur Kenny upp á drykkjuleik með fölskun teningum. Kenny hefur ekki drukkið nema nokkrar flöskur af bjórlíkinu þegar hann ákveður að stefna á sigur með því að framkalla uppsölur hjá Spenny. Gengur þannig fyrsta daginn, að Spenny heldur út í gegndarlausri drykkju.

8:05 næsta morgun vaknar Spenny við það að við rúm hans sitja tveir fulltrúar frá AA og eru að framkvæma inngrip. Spenny neitar því að eiga við áfengisvandamál að stríða en AA fulltrúarnir eru mátulega trúaðir á útskýringar hans.


Að lokum tekst Spenny að fæla AA fólkið í burtu og hefst þá drykkjan fyrir alvöru. Gengur hún á með slíkum ósköpum að Spenny verður einkar ofbeldishneigður, sérstaklega þegar hann rumskar við það að Kenny er að byrla honum andstyggilegt uppsölulyf. Má Kenny hlaupa í felur meðan mestu lætin ganga yfir.



En allt kemur fyrir ekki. Spenny neitað að æla og drekkur sem aldrei fyrr.

Nú er farið að líta illa út fyrir Kenny. Þriðja daginn vekur hann Spenny með lúðrasveit og trommum og hellir ótæpilega í hann bjór en snertir varla pilsnerinn sinn. Spenny verður ómennskari með hverri stundinni sem líður og hefði örugglega unnið keppnina hefði meðvitund hans ekki gefið sig rétt fyrir lokafrestinn. Tæknilega séð ætti hann samt að vinna keppnina þótt hann hafi liðið útaf. En þar sem hann liggur rænulaus sér Kenny sér leik á borði.

Hann bregður sér í eldhúsið, japlar á einkamúslíinu hans Spenny góða stund og svolgrar því niður með bjór. Er glaðhlakkalegur allan tímann, raulandi göngustef Péturs eftir Prokofiev. Gengur hann síðan að staðnum þar sem Spenny liggur lamaður á gólfinu og...



Þegar Spenny vaknar og sér einkamúslíæluna við hlið sér áttar hann sig strax á því að hann hefur tapað. Eftir að hafa leitað ráða hjá viðeigandi heilbrigðisstéttum gengur hann eins og karlmenni til niðurlægingarinnar. Niðurlægingin felst í því að éta kekk úr eigin ælu.

Ómissandi þættir fyrir aðdáendur grískra harmleikja.




3 og hálfur kettlingur af 5

13. febrúar 2007

Að koma með fjallið til Múhameðs

Fyrir nokkrum árum var ég að koma úr sundi í Laugardalslaug. Eftir sundið kom ég við í pylsuvagninum þar fyrir utan, keypti mér franska pylsu og Trópí, settist inn í bíl og kveikti á útvarpinu. Eftir nokkuð flakk nam ég staðar á Útvarpi Sögu.

Ég lenti inn í samtali Arnþrúðar og einhverrar kerlingar. Samtalið var svona um daginn og veginn en heldur var á kerlingu að skilja að heimur versnandi færi. Skyndilega ljóstrar kerlingin upp um að heilmargt sé nú rotið á Fróni, t.d. hafi hún fyrir löngu leyst í kolli sínum fölbreytilegustu sakamál, þar á meðal morðmál, en lögreglan og alþingismenn tekið upplýsingunum með ótilhlýðilega léttúðugum tóni.

Samtalinu lauk þarna en Arnþrúður bað kerlu að staldra í símanum.

Máltíðir eru auðvitað bestar með „sjói“ og hef ég lengi haldið upp á þennan málsverð - topp tíu án minnsta vafa.

Nema hvað.

Í ljós kemur nú að kerlingin sem rætt var við hét Guðrún Magnea Helgadóttir. Guðrún, sem er fyrir lifandi löngu búin að leysa Geirfinnsmálið, hefur hafið herferð til að fá samfélagið til að samþykkja lausn sína. Hún, eða einhver á hennar vegum, hefur sett upp vefslóðina Mál 214.

Lausn Guðrúnar er í senn svo snilldarlega einföld og sannfærandi að sérhver hugsandi maður á bágt með að stilla sig um að sannfærast á stundinni. Það er lögreglunni og alþingismönnum til mikils vansa að hafa ekki tekið málið upp hið snarasta.

Svona leysti Guðrún Geirfinnsmálið:

1997 var hún í heimsókn hjá manni og tældi hann til að horfa á fréttirnar með sér. Á skjáinn kom umfjöllun um Geirfinnsmálið. Stundi þá Guðrún stundarhátt, leit ísmeygilega á manninn og mælti: „Mikið væri rosalega gaman ef þetta mál kæmist upp.“ Í sömu svifum svelgdist manninum heiftarlega á og rauk hann út úr stofunni. Guðrún veitti eftirför og varð þess áskynja að karl virtist líða nokkrar kvalir. Hárbeittar spurningar hennar um þekkingu hans á Geirfinnsmálinu virtust ekki lina kvalirnar heldur þvert á móti auka þær.

Þegar Guðrún svo uppgötvaði hjá móður mannsins að fjölskyldinni væri tamt að fara heldur frjálslega með lykla sannfærði það hana umsvifalaust um að hér væri um einhverskonar glæpahring að ræða. Lokasönnunin í málinu var síðan sú að í garði við hús mannsins er stór klettur, sem þangað var fluttur með nokkrum erfiðismunum og útgjöldum. Þetta grjót, á að giska 50 tonn, hafði hinn bráðseki maður augljóslega flutt í garð sinn með það fyrir augum að hylja undir því lík.


En það varð þessum glæpamógúl að falli að Guðrún Blómkvist las hann eins og opna bók. Það, og sú staðreynd, að hann sá ástæðu til að flytja 50 tonna grjót um langar vegalengdir til að fela lík í garðinum heima hjá sér, frekar en að flytja líkið upp í fjöll og grafa það þar.

12. febrúar 2007

Mogginn dreifir barnaklámi




Þessar myndir, sem birtust á fréttavef mbl.is á dögunum, eru af hinum 17 ára Daníel Radcliffe. Undir einni þeirra stóð hin klámsmeðjulega setning: „Harry Potter er ekki lítill lengur.“

Nú er óumdeilt að hinn 17 ára Daníel er í skilningi laga barn. Einnig að myndirnar eru einkar kynferðislegar. Myndirnar sýna því barn á kynferðislegan hátt. Það heitir barnaklám.

11. febrúar 2007

Af verkunum skuluð þér þekkja þá

Ég tel nokkuð ljóst að manneskjan sem sér um að sparsla helgrímurnar framan í fréttamenn Stöðvar 2 er sú sama og var hér að verki:



Þórðargleði Samfylkingar

Ein af ástæðum þess að Ingibjörg Sólrún nýtur ekki lýðhylli er sú að hún hefur opinberað sig sem sígjammandi hælbít. Um leið og hún opnar skoltinn vita allir hvað hún ætlar að fordæma og hvernig hún mun halda því fram að það sé stjórnarflokkunum að kenna.

Össur hefur verið ögn rórri, enda hornkerling, en þegar hann kemst í ham - eins og nú í kynferðisbrotamálunum - er ákafinn svo mikil að hann verður ásýndar eins og mýrlendi í jarðskjálfta.

Klæðskerasaumað kynsvelti

Mannkynið væri líklega allt orðið að karlægum kretíndvergum ef ekki kæmi til sú nánast eðlislæga tilhneiging að gefa skít í forfeðurna, reglur þeirra og höft. Jónas Hallgrímsson réðst svo harkalega að Sigurði Breiðfjörð og Sunnanpóstinum á sínum tíma að aðeins má jafna við ofsóknir DV á hendur hinum einhenta, en þeim mun handóðari, kennara á Ísafirði. Sigurður dó í sárri eymd eins og alkunna er.


Eftir heimstyrjaldirnar tvær fékk unga fólkið á 20. öld nóg. Það fékk ógeð á sparnaðinum, kreppuhugsjónunum ráð- og siðvendninni. Stútfullt af hormónasafa liðaðist unga fólkið um jarðir, reykti og riðlaðist og var eins og blómi í eggi.


Þær þjóðir hverra íbúar eru ekki átakanlega ófríðir hófu líkamsdýrkun í nýjar hæðir. Nekt varð almenn og aðgengileg. Erótík og klám blómstraði. Þetta voru skemmtilegir tímar.


Úr Morgunblaðinu í mars 1976

Þessi kynslóð eignaðist (eðlilega) ósköpin öll af börnum. Og með hverju barni sem skoppaði úr skauti skvettist slatti af safanum. Á nokkrum áratugum varð 68 kynslóðin að skorpnum holmennum, krumpuðum hylkjum utan um þurrausnar, andlausar sálir. Hún nennti ekki lengur að reykja og ríða.


Hún tók því upp siði forfeðranna. Ættleiddi dyggðir ráð- og siðvendninnar. Mátti hvurgi vamm sitt vita.


Gekk umbreytingin einkar vel meðan afkvæmin voru ung og safalaus. Skræpótt fór úr tísku og grátt og svart kom í staðinn. Vesturlönd fylltust af oföldum kreppulýð.


En þá hófst safaframleiðslan í börnunum. Ungar stúlkur fóru að líta vellagaðan mjóhrygg skólabróður girndarauga. Smásveinar fóru að fitla við sig undir sæng með rúnkminnið hlaðið myndum af stinnum tindum á peysum bekkjarsystranna.


Safinn leitar sér alltaf útrásar.


En nú var samfélagið ekki ætlað safaríkum. Á klínískan hátt var að vísu opinberlega fullyrt að allir stunduðu sjálfsfróun (en vei þeim sem bendlaði sjálfan sig berlega við slíka iðju, hvað þá aðra. Er eitthvað dónalegra en að fullyrða (sem þó er næstum örugglega rétt) að Geir Haarde hafi einhverntíma í síðustu viku gasprandi brundað á bumbuna á sér?), smám saman hættu ber hné að sjást á götum úti, kynlíf varð eins og vítamínát og meira að segja nekt barna var gerð torkennileg.



Afleiðingarnar voru fyrirsjáanlegar. Vorið hlaut að vakna. Þeir einu sem sváfu voru foreldrarnir.


Líf táninga hefur alltaf verið litað af kynferðislegri spennu. Við lásum Sjafnaryndi, Stelpnafræðarann og Sjáðu sæta naflann minn. Vel lagaðar axlir eða bunga á buxum gátu okkur lifandi ært. Við misstum meydóminn, aftur og aftur, miklu fyrr en við myndum óska börnunum okkar. Samt sjáum við ekkert eftir því.


Í grásvarthvíta heiminum sem við erum nú búin að skapa eru börnin áttavillt. Á þeim dynja látlaust skilaboð um afkáralegar og afbrigðilegar kynlanganir, þeirra eigin framkoma á að taka mið af þeim sjúkustu í samfélaginu, ekki því heilbrigðasta. Foreldrarnir ræða kynferðismál við börn sín á þann klíníska og andlausa hátt sem samfélagið nú krefst. Nýjar bækur sem kenna börnum hvaðan þau koma hylja aðalatriðið undir sæng.


Mín kynslóð finnur þetta best. Við finnum hvernig frjálsræðið sem við erum alin upp við (meðan einhver saft var eftir í foreldrum okkar) er að hverfa. Hvernig nekt, hvort sem er barna eða fullorðinna, er í dag undantekningalaust tengd við kynlíf. Hvernig við erum öll smám saman að sogast inn í heim holmennanna.


Á meðan eru það öfuguggarnir sem hafa sig í frammi. Og meðan allir aðrir þegja virðist rödd afstyrmanna í senn hljómmeiri og víðfemari en hún í raun er.


Ég vil sjá nýja frelsisbyltingu. Nú þegar konur þora ekki lengur að vera loðnar á sköflungunum nema í einrúmi er orðið tímabært að taka slaginn. Varpa okinu af okkur og afkomendum okkar. Hætta að halda brenglun og bilun að börnum.


Leyfum safanum að njóta sín.

7. febrúar 2007

Breiðavík

Hvað gerist ef þú sópar saman í eyðivog öllu versta strákahyski landsins á sama tíma? Setur á vörð yfir það skapríka sjómenn.


Jú, strákadruslurnar berja og misþyrma hver annarri án afláts og eru svo hrottalega óþolandi að erfitt verður fyrir sjómennina að stilla sig um að berja þá.


Fátt fréttnæmt við það.


Eftir dvölina fara strákarnir sinn veg og eru að stærstum hluta enn hið versta hyski. Glæpamenn og ódámar upp til hópa.


Hvað gerist svo ef strákunum er lofað 3 milljónum af ríkisfé ef þeir eru tilbúnir að segja að einhver hafi verið ofsalega vondur við þá?


Já, hvað skyldi gerast næst?

6. febrúar 2007

Morfís

Viktor í Morfís lætur svo lítið sem að svara gagnrýni minni á keppnina. Til að koma í veg fyrir athugasemdahala set ég orð hans hér:


Nújæja, ég túlkaði þetta sem gagnrýni á áhangendur þar sem aðstandendur Morfís eru iðulega í salnum að horfa á og þar með úr hópi hinna æfðu mælskumanna- og kvenna. En gott og vel, þú gagnrýndir keppendur fyrir að hafa ekki gripið fram í. Ég sé engan mun þar á, satt að segja.

Þessi linkur sýnir þér fram á að þó að keppendur grípi ekki fram í fyrir heimskum (að einhverra mati) oddadómararæðum þá horfa þeir ekki lotningarfullt á hina holdteknu ímynd valdsins rúnka eigin egói. Þeir kvarta ef þeim þykir brotið á þeim. Þeir beita sinni djúpu íhygli og rökhugsun til að gagnrýna það sem oddadómarinn (í þessu tilfelli) sagði.

Þetta svar þykir mér sýna fram á hversu lítið þú veist um Morfís og hversu handahófskennd þessi gagnrýni þín er.

Lið draga nefninlega ekki afstöðu upp úr hatti, fyrsti dagur undirbúningsvikunnar fer í langa og stranga samninga milli liða um eitthvað sem þeir vilja keppa um og eru bæði sátt við. Svo að þeir rökræða bara víst málefni sem þeir hafa mismunandi skoðun á.

Afgangurinn af svari þínu er eiginlega innihaldslaust skítkast sem fellur með þeirri einföldu staðreyndavillu þinni.

Ég þarf ekki að senda þér tölvupóst, ég skal bara segja þér það hér og þú mátt alveg birta það í bloggi þínu:

Í fyrsta lagi hef ég viðurkennt að sumir ræðumenn misbeita keppninni til að koma með innihaldslaus rök í fallegum búning, það fer í taugarnar á mér og fleiri Morfísfólki þegar það er gert, en auðvitað getur keppnin sjálf ekki bannað það, málfrelsi er ein af mikilvægari undirstöðum Morfís og þeir ráða hvernig þeir haga sínum málflutningi.

Hinsvegar er reynt að tryggja almennilega rökræðu í keppninni, t.d. með dómblaðinu sem dómararnir dæma eftir.

Þó skal því ekki neitað að mælskulistin og hæfileikinn að fá fólk á sitt band er hluti af ræðumennsku og ef einhver er mjög góður í því á hann hrós skilið.

En Morfís, í þeirri mynd sem það er í dag, bætir samfélagið m.a. svo:

1. Æfir mann mjög vel í að koma fram. Síðan ég fór í ræðumennsku hefur t.d. reynst mér ekkert mál að koma óundirbúinn fyrir framan fullt af fólki og segja eitthvað, áður en ég fór í ræðukeppnir var það mjög stressandi tilhugsun.

Þetta þykir almennt mjög mikilvægur eiginleiki í samfélaginu og áfangar í framhaldsskóla ganga stundum út á að þróa þennan hæfileika með fólki. Morfís gerir það vel.

2. Kennir fólki gagnrýna hugsun. Við að taka þátt í rökræðukeppni lærir maður að líta á allar hliðar og sjá hvað er bogið við málflutning annarra. Ef maður er t.d. með óvenjulegan pól lærir maður að það eru, jú, til rök með og á móti næstum öllu.

3. Æfir keppendur í rökræðum. Hvað svo sem þú kannt að halda eiga sér stað rökræður í ræðukeppnum, þar sem t.d eru skrifuð mótrök við málflutningi andstæðinganna á staðnum. Fyrir utan þann óheyrilega tíma sem fer í að búa til ræður fyrirfram. Heilinn er vöðvi, Morfísrökræður þjálfa keppendur í alvöru rökrænni hugsun.

4. Maður æfist mjög mikið í að skrifa texta. Óumdeilanleg framför verður á getu þeirra sem skrifa ræður til að skrifa hverskyns texta, orðaforði eykst, málfar helst í góðri æfingu, uppbygging lærist og fólk lærir að skrifa áhrifaríkan texta þegar með þarf, þetta er mjög gagnlegur hæfileiki í lífinu.

5. Hvað svo sem þér kann að finnast um það eru margir skemmtikraftar, sjónvarpsmenn/konur og stjórnmálamenn/konur komin úr Morfís. Það er vegna þess að þau kunna að koma fram, kunna að færa rök fyrir máli sínu og kunna að koma vel fyrir. Ekki vegna innihaldsleysi og spillingar.

6. Morfís er skemmtilegt, veitir ótalmörgum framhaldsskólanemendum, keppendum, áhorfendum og öðrum aðstandendum ómælda ánægju.

Ég held þessu fram: Morfís þjálfar ekki það sem einhvers er vert. Keppnin þjálfar skrílslæti, múgæsingu og notkun hentiraka málflutningi sínum til stuðnings. Það er fráleitt að keppendur séu að ræða sín hjartans mál, færa rök fyrir einarðri skoðun sinni. Eina ástæða þess að menn semja um málefni fyrir keppni er að menn vilja augljóslega af praktískum ástæðum hafa eitthvað um það að segja hvað ræða á. Gangi samningaþófið ekki er mönnum úthlutað málefnum til að hafa skoðun á. Þetta útilokar að sjálfsögðu ekki tilvist hugdjarfra einfeldninga sem eru ekki dýpri en svo að það sannfæringin er auðsveipur rakki nærtækustu viðfangsefnanna. Þeir eru vafalaust í Morfís af fullri sannfæringu, en aðeins vegna þess að þeir hafa bilaða sannfæringu, eru jaðarþroskaheftir.


Viktor setur samasemmerki á milli þess að sitja undir einhverju og að grípa ekki fram í. Að dómarafíflið Kristinn hafi einfaldlega notið góðs af mannasiðum, fengið að rasa sína þvælu því viðstaddir kunnu ekki við að trufla hann. Þetta gengur ekki upp. Það sagði enginn neitt, hvorki á meðan, né eftir ræðu hans. Það sagði enginn neitt vegna þess að það sem hann sagði var ekki lengur innan ramma keppninnar, menn höfðu gasprað fylli sína. Stundum heldur karpið áfram en þá aðeins vegna þess að einhverjir eru ósáttir við tapið og vilja sigurinn - ekki af umhyggju gagnvart málefninu.


Talandi um umhyggju gagnvart málefninu. Hún er ekki til hjá Morfís. Hún er andstæð þeirra hugmyndafræði. Morfís er þjálfun í að finna rök með eða á móti gefnum málstað, ekki keppni í að finna og verja markverðan málstað. Tölusettir liðir Viktors vísa því til þjálfunar ákveðinnar tegundar af fólki. Fólks eins og Sigurðar Kára, Gísla Marteins, Helga Hjörvars o.fl. Fólk sem með fagurgala eða grimmum vaðli gjammar í allar áttir rækilega hlekkjað við hugsjónahúsbóndann. Það að Morfís hafi á einhvern hátt glætt slíkt fólk, hvatt það til að hafa sig í frammi er því ekki til hróss, heldur kyrfilega til hnjóðs. Að Morfís sé sleggjan sem mölvar skelina utan af óframfærnum menntaskólanemendum er enn ein ástæðan til að leggja fyrirbærið niður. Hræðslan við að koma fram er undantekningalítið tilkomin vegna þess að menn hafa einfaldlega ekkert fram að færa. Þegi þeir frekar! Morfís, hinsvegar, villir um fyrir þessu fólki. Lætur það halda að það eigi erindi á pall með þekkinguna í hripum. Morfís ræktar fíflin sem Russell talar um.


Viktor sver af sér bullustokkana í Morfís. Aulana sem beita reyk og speglum og hafa aðeins það sem betur hljómar. Hann segir að það sé nú málfrelsi á Íslandi (lesist: nema þegar oddadómari talar). Morfís er keppni. Að skrifa heilalausu göbbelsku fíflin á frjálsan vilja er fráleitt. Að dæma hina raunverulegu framkvæmd Morfís á tilfallandi ódæla keppendur er enn fráleitara. Svona álíka og KSÍ bæri af sér nokkra ábyrgð á fólki sem hefði bara svo óskaplega gaman af því að handleika fótboltann á miðjum vellinum.


Morfís er viðurstyggilegt, andlaust þvaður. Framhaldsskólanemendur eru einhverjir þeir andstyggilegustu múgar sem finnast á Íslandi. Þurfi einhver frekari sönnun þess er nóg að horfa á þetta myndband og spyrja sig „Þurfum við meira eða minna af svona fólki?“ (Áhorfendur ekki undanskildir):



Það er guðs blessun að flestir vaxa upp úr Morfís, a.m.k. þeir sem innihalda það sem kalla má vitsmunalíf. Stórkostlega hættan er þegar viðrini eins og Sigurður Kári gerir það ekki og kemst til áhrifa.

5. febrúar 2007

Að gefnu tilefni

Ég er ekki Stefán Máni.


Ég er ekki Hildur Lilliendahl.


Ég er ekki Pennyfeather.


Ég er ekki Shuttleworthy.


Ég er ekki Auður Haralds.


Ég þekki Stefán ekki neitt, kannast við Hildi frá Barnalandi, hef aldrei hitt Auði en er hrifin af sumu sem hún hefur skrifað og á það eitt sameiginlegt (fyrir utan það að vera hötuð af Stefáni Pálssyni) með Pennyfeather og Shuttleworthy að lesa Poe. Hef raunar dálæti á sögunni sem þeir mátar koma fyrir í (þótt ég muni ekki betur en „Pennifeather“ sé rétt stafsetning). Mæli með að allir lesi hana í íslenskri þýðingu hér:



Samsæriskenningasmiðir hafa sérstaklega gott af því að lesa söguna Thou art the Man eða Þú ert sá seki. Og nú er þess bara að bíða að þeir muni eftir einhverjum fleirum sem ég pottþétt er. En þeir geta í það minnsta hætt að riðlast á kommentakerfinu og tölvupóstinum með ofangreindar tillögur.

Evróvisjón

Hugur minn í garð Evróvisjón hlýnaði um kvartgráðu við að hlýða á framlag Dr. Gunna og Heiðu. Ekki síst vegna þess að þarna var komið fram lag með texta sem Kristján Hreinsson átti hreinlega ekkert í - en hann er eins og allir vita ásælnasta og mest uppáþrengjandi Júróvisjónplágan (ásamt Roland Hartwell).


Þar sem lagið Heilinn minn mun vinna þessa keppni, ef eitthvað „réttlæti“ er til, mun Dr. Gunni þurfa enskan texta við lagið. Ég snaraði honum því yfir á ensku fyrir hann. Hann má eiga hann skuldlaust og nota úti í Finnlandi.


Lagið heitir Endorphin (með röngum, íslenskum framburði: „endorfín“).


Endorphin

My momma told me everything
Why daddy gave her a diamond ring
It was the endorphin
That made him feel so keen

You cannot really buy happiness
It wasn't money that made her say 'Yes'
It was the endorphin
Splashing through her spleen

And I know
That once the juice starts filling up my mind
I will find
Myself on top of the world
Oh, my jugular is throbbing
Oh, I don't believe in sobbing

My heart is just a big lump of meat
Red and shiny, in all, rather neat
It is the endorphin
Without it I turn mean.

When I see you my face fills with blood
I start to look just like a rosebud
It's the endorphin
Happiness machine

And I know
That once the juice starts filling up my mind
I will find
Myself on top of the world
Oh, my jugular is throbbing
Oh, I don't believe in sobbing

(guitar solo)

And I know
That once the juice starts filling up my mind
I will find
Myself on top of the world
Oh, my jugular is throbbing
Oh, I don't believe in sobbing

3. febrúar 2007

Lektionen in Finsternis

Myrkvuð kennslustund (Lektionen in Finsternis) er heimildamynd frá 1992 eftir Werner Herzog. Hún fjallar um baráttu slökkviliðsmanna við olíueldana í Kúvæt eftir fyrra Flóastríð.


Og þó. Hún er eiginlega bara stór, dáleiðandi stílæfing. Einhverskonar svefnrofalömun í litum.





Ef hægt er að yrkja með kvikmyndavél, er það gert einhvernveginn svona. Eða með orðum Rítalíns (sem komu sjálfkrafa upp þegar þessi færsla fór inn):


harmengjum
kolkþungan eld
ó, skáldið yfir mér!
blekdauðinn


4 kettlingar af 5.

Morfís og fíflið

Fátt er andstyggilegra til í heiminum en Morfís. Undir gunnfána þess sameinast reglulega lægstu lífsform íslensks menntakerfis. Morfís er klæðskerasaumað utan um einhverfa, kjaftfora hálfbjána. Hyski, sem heldur virkilega að gagnrýnin hugsun þeirra sé á hraðri uppleið við iðkun málæðisins.


Einu sinni þekkti ég tvo framhaldsskólanemendur, annan á Suðurnesjum - hinn á Akureyri. Þessir kunningjar mínir mættu báðir á Morfískeppni milli FS og MA í Keflavík. Umræðuefnið var, skjöplist mér ekki, þjóðernishyggja.


Ég man ekki hvernig keppninni lauk, en vafalítið hafa froðusnakkarnir í liðunum farið mikinn. Hitt man ég að báðum vitnunum bar saman um, að eftir keppnina hafi dómari stigið á stokk og haldið tölu yfir mannskapnum. Dómarinn hét Kristinn Már Ársælsson og var (og er líklega enn) fífl.


Þarna var sum sé samankominn hópur af þrautþjálfuðum mælskuþjörkum og rökhugsuðum. Dómaraóbermið gekk fram fyrir allan þennan lýð og hélt ræðu, hverrar inntak var þetta:


Ég heiti Kristinn. Ég er að læra heimspeki í Háskólanum. Í heimspeki hef ég lært hvernig á að hugsa. Hér hefur verið rætt um þjóðerniskennd á Íslandi. Aðalatriði málsins hefur farið framhjá ykkur öllum. Það er bullandi þjóðerniskennd á Íslandi!

Og undir þessu sátu hinir æfðu mælskumenn og -konur og sögðu ekki múkk. Horfðu einungis lotningarfullt á hina holdteknu mynd valdsins sem þarna stóð í pontu og rúnkaði eigin egói.


Fólk sem tekur þátt í Morfís er enda gjörsneitt allri raunverulegri rökhugsun, í þeim blundar engin réttlætiskennd, þau bera ekkert skynbragð á gildi orðræðu. Þau blaðra bara út í blámann. Þau hlusta á hljóm orðanna en ekki inntak. Andleg örverpi upp til hópa. Það er því ekki von nema keppnin sé vinsæl hjá ungliðum stjórnmálaflokkanna.

2. febrúar 2007

Bijitâ Q

Japanski leikstjórinn Takashi Miike hefur sent frá sér bíómyndir oftar en Elísabet önnur hefur skeint sér með silki. Bijitâ Q (Gesturinn Q) var ein af nokkrum myndum hans sem kom út árið 2001. Hún hefur síðan seytlað um heiminn og vakið sömu tilfinningar allsstaðar, blöndu af andstyggð og aðdáun.



Myndin fjallar um undarlega fjölskyldu. Móðirin er langtleiddur heróínsjúklingur sem selur líkama sinn til að þurfa ekki að taka af mjólkurpeningunum (síðar kemur reyndar í ljós að sú ráðdeild er óþörf). Hún er gift japanskri samhverfu Jóhannesar í Kompási. Spúsi hennar er sívakandi yfir nýjum viðfangsefnum og ætíð tilbúinn að fletta fleiðrinu ofan af kaunum samfélagsins. Hann uppgötvaði splunkunýja leið til þess þegar hann rannsakaði óþjóðalýð í götugengjum og var raðnauðgað af viðfangsefnum sínum.


Honum hefur eðlilega reynst heldur erfitt að toppa þá frétt, sem send var út í fullum myndgæðum - honum til nokkurs frama en umfram allt mikillar háðungar. Í upphafi Bijitâ Q telur pabbinn að lausnin sé fundin með því að gera frétt sem meðal annars felur það í sér að hann samrekki dóttur sinni, sem þegar er orðin móður sinni fremri í vændinu.


En pápa gamla reynist ekki aðeins erfitt að toppa fréttina, hann á líka erfitt með að ná holdlegri reisn og halda henni nægilega lengi til að gagnast öðrum. Eftir að hafa verið sektaður um tossagjald vegna úthaldsleysis hjá portstúlkunni dóttur hans er þess ekki langt að bíða að samstarfskona hans og viðhald segi honum upp á sömu forsendum.


Nú, þegar sá gamli er á annað borð farinn að líta sér nær varðandi viðfangsefni, beinir hann linsunni að syni sínum. Sonurinn er reglulega tekinn í karphúsið af skólafélögunum, barinn og ataður aur (í orðsins fyllstu merkingu). Þetta þykir föðurnum afbragðsmyndefni og felur sig gjarnan bak við næsta leiti og súmmar inn á misþyrmingarnar á syninum.


Syninum falla barsmíðarnar heldur þungt og gerir móður sinni það ljóst með því að lumbra svo hressilega á henni að hún má hafa sig alla við að tryggja að andlitið, tekjulind hennar, haldist óhnjaskað.


Þá er komið að þætti Q. Erfitt er að segja hvaðan hann kemur og hvert hann er að fara. Það sem við vitum hinsvegar er að hann tryggir sér fæði og húsnæði hjá fjölskyldunni með því að þráberja föðurinn í hausinn með stórum steini. Í ringlandinni sem fylgir höggunum finnst pabbanum ekkert eðlilegra en að undarlegur maður sé fluttur inn. Enginn annar spyr nokkurs.


Ekki er Q þó fyrr mættur á svæðið en um ýmis höft fer að losna hjá þessari mjög svo misvirku fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn fær nóg af háðsyrðum hjákonunnar og ákveður að sýna henni í tvo heimana. Með frygðarglampa í augum og standpínu undan skyrtu tæklar hann hana við vegabrún. Átökin eru með slíkum endemum að hann sýnir henni bókstaflega í tvo heimana.


Við það bregður honum nokkuð og hann fer með líkið heim í gróðurhús og býst til þess að gera að því þar. Hann markar skurðarfleti á nöktum kroppnum með lit. Í millitíðinni er Q að losa um höftin hjá ektakvinnu hans. Það gerir hann með því að kreista úr henni fleiri lítratugi af brjóstamjólk. Eru átökin slík að forláta regnhlíf kemur við sögu þessa blautasta kafla myndnarinnar.


Er nú allt í lukkunnar velstandi. Raunar meira en svo, því karl verður fyrir einkennilegum gróðurhúsaáhrifum þar sem hann bograr fyrir líkinu með kuta í hönd. Hann gerist náriðill.


En hann er ævintýragjarn náriðill og prófar því margvíslegar stellingar og fjölbreyttan takt. Líkið slembist til og frá í látunum.


Skyndilega fær maðurinn sönnun þess hve ótrúlega magnaður elskhugi hann er. Hjákonan (nákonan), sem nú er farið að slá í, verður skyndilega rennandi sleip í botnlúgunni. Fullur af nýfundnu stolti þreifar maðurinn fyrir sér og lýsir afrekinu hróðugur í myndavél sína (en hann hefur þegar ákveðið að gera heimildamynd um sjálfan sig, hvernig það sé að eiga eineltan son og hvað það geti leitt menn út í). En hamingjan er skammvin. Bleytan skýrist af því að takturinn og stellingin hafði, ásamt hringvöðvaslaka, tæmt líkið af skít.


Ekki lætur húsbóndi þetta þó aftra sér frá frekari afrekum en segjast verður að rómantíkin nær ekki sömu hæðum eftir þetta. Enn sýnir hann þó lygilegt úthald í rekkjubrögðum. Fullmikið úthald, því innan tíðar fer karl að kenna þrengsli. Nástjarfinn hefur hreiðrað um sig - og limur mannsins festist í líkinu.


Honum er sú ein leið fær að hrópa á frúna sér til bjargar.


Nýmjólkaðri frúnni þykir verkið létt og löðurmannlegt. Hún hjálpar karli sínum inn í baðkarið og með ótæpilegu magni ediks tekst henni um síðir að losa líkið af limnum. Frá sér numin af gleði rífa hjónin fram eggvopn og byrja að sarga stúlkuna í sundur.


Nú gerast hlutirnir hratt. Nythá mamman og úthaldsgóður en pungsveittur pabbinn sjá að verið er að ráðast að syninum úti í garði. Þau gera því bragð úr ellefta boðorðinu og myrða hrekkjusvínin með köldu blóði. Loks nær myndin hámarki í því að týnda dóttirin snýr heim og sameinast föður sínum úti í gróðurhúsi á spenum móðurinnar.


Út er súmmað. Tónlist ómar. Og eftir situr steinrunninn áhorfandi.


Hrein og tær snilld!




3 og hálfur kettlingur af 5.