Nýja-Ísland
Jenný Anna Baldursdóttir: „Á nýja Íslandi sem verður gegnsætt, laust við foringjadýrkun og undirlægjuhátt...“
Steingrímur J. Sigfússon: „Hið nýja Ísland, sem við reisum, verður opið og lýðræðislegt, samábyrgt norrænt velferðarsamfélag í anda þess allra besta sem við þekkjum úr þeirri átt. Þar verður blandað hagkerfi: hið opinbera stendur fyrir og ábyrgist almannaþjónustu og tryggir öfluga innviði samfélagsins, samgöngur og fjarskipti, heilbrigðisþjónustu og menntun og öflugt velferðarkerfi. Leiðsögnin í atvinnuuppbyggingu og sambúð við landið verða leikreglur sjálfbærrar þróunar. Í hinu nýja Íslandi taka konur fullan þátt á öllum sviðum til jafns við karla. Því verður ekki stjórnað af fámennum hópi jakkafataklæddra karla. “
Calvín: „Á Nýja Íslandi bú nýir Íslendingar. Á nýja Íslandi verður orðið græðgi bannað. Einnig orðin einkavæðing, einkavinavæðing, samræðustjórnmál, sægreifar, kvóti og útrás. Á Nýja Íslandi verður enginn forseti enda hefur þjóðin ekki efni á slíkum munaði. Auðlindirnar verða sameign þjóðarinnar. Alþingi verður lagt niður enda hafa þar 63 þingmenn sofið á verðinum eða stundað áskriftarferðir til útlanda. Þeir sem eru ennþá í útlöndum skulu vera þar áfram sem fulltrúar gamla Íslands. Stjórnmálaflokkarnir verða bannaðir og allir karlaklúbbar sem hafa makkað um völd og fjármuni í reykfylltum bakherbergjum.“
Birgir Rúnar Sæmundsson: „Ísland hið nýja: Í Jesús Kristi við sjáum ljós,/Ljósið sem eilíft mun skína./Hann elskar þig Ísland,/þú ástfagra land,/og alla íbúa þína.“
Þorsteinn Pálsson: „Getum við byrjað að reka Nýja-Ísland með gamla gjaldmiðlinum?"
Hólmdís Hjartardóttir: „Heimsmyndin verður gjörbreytt eftir að þessari kreppu líkur. Valdahlutföll eiga eftir að breytast í heiminum. Og Nýja Ísland verður öðruvísi en það sem við þekkjum núna. Mörg uppgjör eiga eftir að fara fram. Og einhverjir verða að axla ábyrgð. Kannski er loksins kominn tími jafnréttis? Ég held að tími kvenna sé að koma á ÍSLANDI. Verðmætamatið á eftir að gjörbreytast sem ég held að verði gott.“
Ásthildur Cecil Þórðardóttir: „Því við mælum einum munni. Við viljum breytingar, við viljum réttlæti og við viljum sjá nýtt Ísland rísa. Allir góðir vættir blessi ykkur og verndi. Heill þér nýja Ísland!“
Engin ummæli:
Skrifa ummæli