Imba hætt
Aldrei þessu jafnt rataði kjöftugum rétt orð á munn. Imba er hætt með hausinn fullan af splúnkunýjum æxlum. Æðri máttarvöld gerðu henni ljóst það sem þjóðin ekki gat. Hún er ekki ómissandi. Geir reynir að bjarga því sem bjargað verður.
En þjóðin vill frekar blóð en vinnu. A.m.k. í augnablikinu. Mögulegt bakslag í kreppubjörgun er áhættunar virði.
Mistökin þau að heimta ekkert varanlegra en kosningar. Kosningar bæta ekkert. Það er ekkert skárra þótt rídjektin frá síðustu kosningum komist að.
En okkur líður aðeins betur rétt á meðan.
Svo kemur reikningurinn.
Í draumi reiðrar þjóðar er fall hennar falið.
5 ummæli:
Þetta er snjöll færsla. Þú skrifar ekkert verr þó að fáir lesi núorðið. Þú sem varst eftirlæti allra í góðærinu.
Jæja Aulgúst, nú eigið þið eitthvað sameiginlegt þá.
Mengella ferlega 2008 og þú eitthvað svo 23:45
Þakka umhyggjuna, Ágúst minn.
Það er raunar merkilegur andskoti hve margir lesa þetta blogg enn, jafnvel á hverjum degi óháð skrifum. Þegar ég skrifa er lesturinn undantekningalítið eins og hann var bestur í góðærinu.
Kommentin eru færri, enda allt fútt úr „Hver er Mengella?“ leiknum. Guði sé lof fyrir það. Þvílíku fíflin sem sóttu mig alltaf heim.
Það er hinsvegar ekki eins gaman að vera meinhorn þegar þjóðin er öll gengin til liðs við myrkrið.
Spurning um að stofna Pollíönnublogg?
varstu búinn að sjá þetta? http://www.dv.is/frettir/2009/2/5/kominn-til-ad-buffa-menn/
Hnakkrottan hefur bersýnilega lítið lært síðan hann var orðaður í spað af mengellunni um árið.
Round 2 if u ask me !?
Pollíanna eða Mengella... skiptir litlu máli. Hef sjaldan hlegið jafn mikið eftir hrun og að tussufrusk-málinu öllu saman.
Ég sakna skrifanna... er ekki hægt að bæta úr því? Ég er kominn með upp í kok af því að flakka um innihaldssnauðar færslur moggabloggara sem halda ekki saur yfir einu né neinu...
Skrifa ummæli