3. nóvember 2008

Nýja Ísland á Austurvelli

Brá mér á mótmælin á Austurvelli í gær. Að sjálfsögðu var myndbandsvélin með í för.



6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég komst ekki á mótmælin því mér var illt í hárinu en þetta er alveg það sama og ég sá í fréttunum.

Valtýr/Elvis2

Oskar Petur sagði...

Hva, mín bara byrjuð að Reductio-Ad-Hitlerum-ast?

Nafnlaus sagði...

hahahahahahahahahahahaha!

Nafnlaus sagði...

Nær stemningunni bara vel þessi kamera.

Nafnlaus sagði...

þrjú slúður á dag sem breytast í fréttir eins og í dag; 3 á dag á hverjum degi næstu viku og við verðum svona mörg sem á þessum fundi.

VIÐ VILJUM EKKI MAÐKAÐ MJÖL LENGUR

Nafnlaus sagði...

Þetta er ógeðslega fyndin Hitlersræða. Ég er búinn að hlæja mig máttlausan eftir að ég sá þetta :)

En ræðan var einhvernveginn svona:

“Kreppan kemur og kreppan fer eða var hún kannski alltaf hér?”

Einhvernveginn svona mundi ég spyrja mig... væri ég skáld.
En ég er ekki skáld heldur sjúkraliði. Ég er starfsmaður á plani í heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga.

Við sem vinnum í heilbrigðiskerfinu höfum alltaf vitað að góðærið var aldrei ætlað okkur. Við höfum lifað við kreppuástand og skort árum saman.
Niðurskurður, fækkun sjúkrarúma, lokun deilda, yfirvinnubann, mannekla, skortur á tækjum og tólum og afleit launakjör hefur verið gegnum gangandi í heilbrigðiskerfinu í öll þau ár sem ríkisstjórnin hefur reynt að sannfæra okkur um að góðæri ríki.

Á tímum velsældar og góðæris hefur heilbrigðiskerfið fengið að fölna í skugga mikilmennskubrjálæðis og algeru ofmati íslenskra ráðamanna á eigin mikilvægi á alþjóðavettvangi.

Þegar hinn almenni starfsmaður heilbrigðiskerfisins spyr um ástæður þess af hverju dregið sé úr starfseminni og af hverju einföldustu atriðum sé ekki kippt í liðinn þá er svarið undantekningarlaust:
”Það er ekki til fjárveiting. Kerfið er nú þegar svo dýrt að við höfum ekki efni á öðru en að skera það niður”

En er þetta rétt?
Getur það verið að á meðan mesta velsældartímabil íslenska hagkerfissins stóð yfir,,, að þá hafi ekki verið til peningar til að sinna frumskyldum Ríkissjóðs?

Fyrir rúmu ári síðan var 15 rúma gæsludeild slysa og bráðasviðs lokað fyrir fullt og allt vegna peningaleysis.
Á sama tíma eyddi ríkisstjórnin 380 milljónum til að auglýsa sjálfa sig á erlendum vettvangi í von um að komast í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna.
Úr hvaða vasa komu þeir peningar? Komu þeir úr sama vasanum og var tómur þegar þurfti að hjúkra veikum Íslendingum?
Það er skrítinn vasi.

Þegar ég vann á Gæsludeildinni sálugu þá kom það fyrir að óma þurfti þvagblöðrur sjúklinga með þar til gerðu ómtæki.
Ómtækið fékk ég lánað á taugadeildinni hinumeginn á ganginum.

Í dag vinn ég á slysa og bráðadeildinni þar sem daglega þarf að óma þvagblöðrur skjólstæðinganna. Og til að sinna því verki þarf ég að ferðast rúman hálfan kílómetra til að fá tækið lánað á áðurnefndir taugadeild.
Og ástæðan: Jú það er ekki til fjárveiting til að kaupa annað ómtæki.

Í september síðastliðnum bauð Ríkisstjórn Íslands erlendum hersveitum landið til þjálfunar og greiddi 100 milljónir úr vasa almennings í fæði og uppihald fyrir vígasveitirnar.
Fyrir þann pening hefði verið hægt að kaupa blöðruómtæki á hverja einustu deild heilbrigðiskerfissins og átt afgang í þokkabót. 700þúsund króna blöðruómtæki var ríkissjóði ofviða á meðan útlendingar æfðu sig í að drepa óvini sína á Miðnesheiðinni í boði sama ríkissjóðs.

Þegar ég hóf störf á Slysa og bráðadeildinni þá stóðu yfir miklar framkvæmdir.
Vírar, leiðslur og kaplar héngu niður úr loftinu yfir sjúklingum sem lágu á ganginum vegna plássleysis.
Nú, 14 mánuðum síðar, hanga vírarnir, leiðslurnar og kaplarnir enn niður úr loftinu.

Og ástæðan: Jú, það er ekki til fjárveiting til að klára verkið...sem er skrítið í ljósi þess að á sama tíma og verkið hófst eyddi Ríkisstjórn Íslands 300 milljónum í vopnaða sveit slökkviliðsmanna í Afganistan.


”Grunnstoðirnar eru styrkar þó svo yfirbyggingin sé farin að leka” ........sagði forsætisráðherrann í síðasta mánuði.

En þetta eru engin ný sannindi!
Yfirbyggingin hefur lekið árum saman...og það í bókstaflegri merkingu.
Öll góðærisárin hefur ítrekað þurft að loka skoðunarstofum á slysa og bráðadeildinni vegna leka.
”Það er ekki til fjárveiting til að gera við gluggana á efri hæðinni” segja þeir á sama tíma og þeir eyða 70 milljónum af skattpeningum þjóðarinnar til að þjálfa Íraskar öryggissveitir og ferja vopn á átakasvæði.

Fyrir ári síðan voru skornar niður fjárveitingar til neyðarbílanna. Það þykir víst of dýrt að hafa lækni um borð í sjúkrabílum.
Sama ár er Ríkisstjórnin tilbúin að verja 1350 milljónum af skattpeningum okkar til varnarmála þar sem enn er ekki búið að skilgreina í hverju vörnin er fólgin eða fyrir hverjum við þurfum að verja okkur.

Þráhyggja Ríkisstjórnarinnar eftir falskri öryggistilfinningu hefur á undanförnum árum kostað gífurlega skerðingu á öryggi hins almenna borgara heima fyrir.
Á meðan Ríkisstjórnin eyðir almannafé til að standa við skuldbindingar sínar við erlendar hersveitir þá vanrækir hún frumskyldur sínar við Íslensku þjóðina.

Ef ríkisstjórnin væri maki þjóðarinnar þá væri hún vondur maki.
Í góðærinu hefur afskiptaleysi og framhjáhald einkennt samskiptamunstur ríkisstjórnarinnar við þjóðina.
Samt kemur hún skríðandi heim á fjögura ára fresti með skottið á milli lappanna og lofar bót og betrun.

Korteri fyrir kosningar fyllast sjúkrahúsin og elliheimilin af sakbitnum stjórnmálamönnum sem endurtaka sama söngin og fjórum árum áður:

”Þú veist ég elska þig íslenska þjóð. Viltu fyrirgefa mér?
Þó ég hafi misstigið mig upp í rúm með öðrum þá var ég samt alltaf að hugsa um þig..... og þú veist að þú finnur ekki betri maka en mig.”

Og þjóðin lætur blekkjast af hjalinu og svarar bak við tjöldin með tveimur pennastrikum. X fyrir: ”Já,, þér er fyrirgefið”
Daginn eftir fer makinn svo á lóðarí með öllum öðrum nema þjóðinni og sést ekki aftur fyrr en að fjórum árum liðnum til að sannfæra okkur um að skrifa ekki undir skilnaðarpappírana.

”Þeir lenda harðast sem fjúga hæst” sagði forsætisráðherra í ávarpi sínu til þjóðarinnar.
En það er ekki rétt!!
Það eru hinir ófleigu sem verða harðast úti!
Það eru aldraðir,, og öryrkjar,, sem líða hvað mest fyrir afglöp og óráðsíu stjórnmálamannanna.
Það eru öreigarnir, og, óvinnufærir sem bera mestan skaða af gjörðum ríkisstjórnar síðustu ára.
Vanrækta fólkið sem aldrei sá góðærið,,, var ekki boðið í veisluna,,, en þarf nú að borga fullt verð fyrir allsnægtir fárra útvalinna.

Góðir Íslendingar.

Á undanförnum vikum hafa stjórnarherrar þessa lands opinberað máttleysi sitt og mótsagnir svo um munar.
Í vonlausri baráttu sinni í að firra sig ábyrgð hafa þeir bennt á ALLA aðra en sjálfa sig.
Þetta var undirmálslánum í Bandaríkjunum að kenna.
Þetta var bönkunum að kenna.
Þetta var útrásarvíkingunum að kenna.
Þetta var EES-samningnum að kenna.
Þetta var Breskum hryðjuverkalögum að kenna.
Þetta var neysluæði Íslensku þjóðarinar að kenna og þeim sem misnotuðu frelsið.

Þetta var öllum öðrum að kenna nema þeim sjálfum.

En hverjir voru það sem einkavinavæddu bankanna?
Hverjir voru það sem skrifuðu undir EES samninginn?
Hverjir voru það sem sömdu regluverkið og áttu að sinna eftirlitshlutverkinu?
Hverjir gáfu áhöfninni frelsið til að misnota það?

Jú það voru þeir sömu og stýrðu skútunni í strand.
Það er á ábyrgð skipstjórans að leggja úr höfn á lekum bát og styðjast við gölluð sjókort.

En nú stendur hann berrassaður í brúnni og segir samtímis að þetta hafi verið algerlega ófyrirsjáanlegt en hann hafi nú samt verið búinn að vara við þessu.
Það stendur ekki steinn fyrir steini í málfluttningi ráðamanna!!!

Blindur skipstjóri sem veldur ekki eigin bát á umsvifalaust að víkja.

Það er krafa Íslensku þjóðarinnar að þeir sem bera ábyrgð á óförum okkar undanfarinna ára segi af sér hið snarasta.
Ef þeir gera það ekki þá mun hernaðurinn gegn heilbrigðiskerfinu og öðrum grunnstoðum samfélagsins halda áfram nú þegar kreppan blasir við,, stærri og óhugnarlegri en nokkurtíma áður.

Íslendingar!!!
Látum ekki lengur bjóða okkur maðkað mjöl og kjósum okkur nýjan skipstjóra.
Samstaða er afl sem ekkert fær staðist.