30. júní 2009

Stefán Fr. þjófur og þjófsnautur hans Mogginn

Á íslandi hafa ítrekað fallið dómar yfir fólki sem deilir höfundaréttarvörðu efni án þess að hafa til þess heimild.

Einn stórtækasti þjófur Íslands heitir Stefán Friðrik Stefánsson og býr á Akureyri. Í nánu samstarfi við Moggann gerir Stefán þessi tónlist annarra aðgengilega hverjum sem vill, án endurjalds.

Stefán deilir um 450 eintökum af höfundaréttarvarinni tónlist. Þessi tónlist er aðgengileg hverjum einasta gesti sem á síðuna kemur. Mogginn leggur diskapláss undir tónlistina og viðmót svo gestir geti notið hennar.

Þegar þetta er skrifað hefur síða Stefáns verið opnuð 1113 sinnum af 891 IP-tölu í dag. Það má því gefa sér gróflega að 80% flettinga séu u.þ.b. fjöldi gesta, þ.e. aðila sem Stefán og Mogginn bjóða tónlistina.

Flettingar á síðuna eru frá upphafi 2.231.679.

Auðvitað hefur Stefán smám saman aukið úrval þýfisins. En við skulum leika okkur að hámarks- og lágmarkstölum yfir skaðann sem hann hefur valdið.

Á tónlist.is virðist hvert lag kosta um 200 krónur. Svo er eitthvað rusl á rétt innan við 100 kr. En Stefán er minnst í því. Gefum okkur því að meðalgreiðsla fyrir lag sé 150 kr.

Þannig gæti Stefán hafa boðið allt að 450 lög allt að 2.231.679 sinnum með aðstoð Moggans. Þar með væri verið að gefa verðmæti að upphæð 150.638.332.500 kr.

Að lágmarki er Stefán að bjóða sömu 1.000 einstaklingunum þýfið aftur og aftur. Þá ætti sekt hans að nema 67.500.000 kr.

Uppgefnar tekjur Stefáns samkvæmt úttekt DV eru 2.923 kr. á mánuði. Miðað við óbreyttar tekjur tæki það hann 4.294.627 ár að greiða hærri sektina en ekki nema 1.924 ár að greiða lágmarkssektina.

26. júní 2009

Jackson og stjarnan



Það er óefað að Michael Jackson var ári góður tónlistarmaður sem skaust í alvöru upp á stjörnuhimininn í hlutverki líks og hefur nú gert það aftur.

Það er hinsvegar óborganlega fyndið að aðdáendur goðsins hafi haldið líkvöku við gangstéttarstjörnu í Hollívúdd, kysst stjörnuna, beðið bænir og reynt að særa eigandann aftur til lífsins.

Og það er fyndið vegna þess að allt fór þetta fram við stjörnu Michaels Jackson útvarpsmanns, sem er í fullu fjöri.



Rétta stjarnan er undir teppi við frumsýningarstað Brüno.



Það er rétt að kveðja Jackson með þessu lagi sem hann söng með Freddie Mercury þegar til stóð að þeir sigruðu heiminn saman. Þetta er demo og textinn er ekki fullfrágenginn.



Það er samt forvitnilegt hvað Jackson syngur þegar Freddie segir honum að spinna (ad-lib). Freud myndi gera sér vettvangsferð úr því.

25. júní 2009

Galdrabrennur



Það er eitt sem gleymist yfirleitt þegar rætt er um galdrabrennur. Mikill meirihluti þeirra sem drepnir voru á báli voru – strangt til tekið – sekir. Fólk sem hélt sjálft að það væri rammgöldrótt og sat á sakamannabekknum og sendi galdramagnaðar eldingar með augunum á vitnin sem kjaftað höfðu frá. Eitthvað af þessu liði var náttúrlega klínískt geðveikt en þegar um er að ræða galdramenn og nornir þá hafa slíkar skilgreiningar voða lítið gildi.

23. júní 2009

Hið nýja þorskastríð



Síðustu þrjátíu ár hafa gert Íslendinga að skvapholda jakkafatainnyflum og mörhryggjuðum dragtdrottningum. Ég ætla rétt að vona að gamla fólkið, fólkið sem hefur þó enn örlítið kalk eftir í hryggnum, skammist sín fyrir afkvæmin og afkvæmi afkvæmanna.

Við háum núna nýtt þorskastríð. En í þetta skiptið er stríðið ekki háð um þorsk, það er háð af þorskum. Þurrkaða steinbítnum joð sigfússyni og varalitaða flúðasveppnum. Bæði eru þau huglausir kjarkgeldingar sem missa vatn í brækurnar um leið og sviðsljósið staðnæmist á þeim. Þau hafa enda enga stjórnunarreynslu. Eru litlu, pólitísku marflærnar sem leggja ekki í hafið – líður best í grunnu pollunum undir fjörugrjótinu.

Afkoma Íslands er í húfi. Alveg eins og í þorskastríðinu. Lögin liggja fram á bresku sveifina. Alveg eins og í þorskastríðinu. Hugrekki landsforeldranna til að takast á við ólögin er ekkert. Við munum tapa. Ólíkt þorskastríðinu.

Í þorskastríðinu hinu fyrra lögðum við hagsmuni bresks almennings á aðra vogarskálina og hagsmuni Íslendinga á hina. Við tókum að okkur að verja íslensku skálina. Bretar sáu um sína. Með staðfestu fengum við óréttlátum og úreltum lögum hnekkt.

Kostnaðurinn var gríðarlegur í Bretlandi og feysknar lappirnar gáfu sig endanlega undan fúnum fiskiþorpunum. Fjöldi fólks lenti í kröggum og tapaði lífsafkomunni. Töff sjitt sögðum við. Það er illt að reiða sig á blóðið sem kreist er úr steinum. Svoleiðis steinsugur mega búast við varaþurrk.

Núna höfum við fjármálaheim, byggðan á enn feysknari stultum en bresku sjávarþorpin á áttunda áratugnum. Hann er að hruni kominn. Eins og við er að búast hefst hrunið á jaðrinum. Stykkin falla eitt og eitt þar til ekkert er eftir nema miðjan, jafngildi merkimiðans á 33 snúninga plötunni. Þannig var þorskheimurinn líka að hrynja á sínum tíma.

Þá sögðum við stopp! Lögin eru siðlaus! Skítt með dómsstóla, ályktanir og reglugerðir. Nauðsyn brýtur lög. Ábyrgð okkar er gagnvart íslensku þjóðinni og framtíð hennar en ekki evrópskum lögum sem kveða á um líknardráp þjóðarinnar.

Við tókum slaginn. Og þótt við hefðum tapað hefðum við fallið í bardaga, fallið með sæmd. Endað í Valhöll.

Í dag er engin sæmd eftir. Ekkert hugrekki. Stjórnmálamennirnir lúffa og tala um evróputilskipun eins og hún sé eitt af boðorðunum tíu. Tala um hjálparsamtök og elliheimili sem tapa peningum á óseif. Tala. Ala í brjósti sér von um farsæla lausn. Vináttu við stórveldi með betri tíð og blóm í haga.

Það þarf að senda þetta fólk í sögu 101. Stórveldi eiga ekki vini. Bretar og Hollendingar eru örgustu afræningjar mannkynssögunnar. Deitreiparar frá blautu barnsbeini.

Steinbíturinn og flúðasveppurinn eru ekki vinir okkar heldur. Þau eru gamaldags nýlenduhyski. Dönskuslettandi mannleysur eins og þeir sem flöðruðu upp um stofuveggina á Bessastöðum öldum saman. Eyddu öllum tímanum í líffærafræði Millilandafrumvarpsins en höfðu enga hugsjón um frelsi. Enga hugsjón um varðstöðu fyrir þjóðina. Engan kjark.

Fari þau fjandans til. Allt er betra en þetta.

Hendum jakkafötunum á haugana og tökum fram togvíraklippurnar.

Förum í stríð við andskotans Bretann. Tökum slaginn. Bretar hafa ekki unnið stríð áratugum saman. Við erum með óspjallaðan feril.

Frekar til Valhallar en Heljar, þótt leiðin þangað sé þyngri.

25. febrúar 2009

Á Davíð að birta gögnin?

Hvaða fábjánar eru þeirrar skoðunar að rannsóknargögn er varða hrunið eigi heima á vettvangi vanhæfra fjölmiðla sem myndu ekki finna nálykt þótt mús rotnaði í kóngsnefinu á þeim eða hjá sauðheimskum almenningi sem samanstendur af tuttugu boggandi göbbelsum og umlykjandi hjörð jórturdýra.

Gamla lessan á að drullast til að láta rannsaka málin hraðar og grafa allt upp í þeirri rannsókn. Hún a að geyma hreinsanir og aflátssmíð þar til þeirri vinnu er lokið.

Ríkisstjórnin er stofnuð til að ryðja úr vegi þeim sem þvælast fyrir frekari frama Imbu og kóna. Samfylkingin reynir sitt til að þyrla upp jóreyk á milli verka sinna í aðdraganda hruns og nútímans.

Voðlega er þjóðin heimsk.

12. febrúar 2009

„Ert'að tyggja mig?“

Ég er afar hugsi eftir lestur dómsins yfir geðveika manninum sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir að „tyggja“ dóttur sína.

Dómurinn er að mörgu leyti illa og einkennilega unninn.

Um er að ræða afar þroskahefta þriggja ára stelpu sem augljóslega hefur óeðlilega mikinn áhuga á kynlífi og talar statt og stöðugt um að hún raki þátt í kynferðislegum athöfnum. Þá stundar hún sjálfsfróun í miklum móð.

Dómurinn sýnir einkalífi grunaðra litla virðingu. Tekið er sérstaklega fram að amma barnsins eigi kynlífshjálpartæki (raunar er það líka tekið fram um föður hennar). Sjónir lögreglu beindust um hríð að ömmunni því barnið virtist telja að nokkrunveginn allir sem umgengust það í einhverjum mæli stunduðu „tyggingar“ á henni. Það er auðvitað fráleitt að taka það fram í dómi að kona, sem ekki er sökuð um eitt né neitt, eigi kynlífshjálaprtæki. Það er líka fráleitt að halda að eign slíkra tækja sé einhvernveginn til marks um öfuguggahátt. Það má vel vera að fáir dómarar eigi fiðrildi, egg og annað álíka – en eign síkra tækja er bæði almenn og eðlileg.

Þá er líka einkennilegt að telja sjálfsfróun hjá svona ungu barni óeðlilega. Slíkt er nokkuð algengt og getur stafað af ýmsum ástæðum. Fjöldinn allur af börnum á þessum aldri stundar sjálfsfróun. Það, hve óviðeigandi hún er í tilfelli stúlkunnar, getur ekki verið útilokað að stafi af því hve þroski hennar og framkoma er í öllu á skjön við normið. Það hefði sálfræðirannsókn hugsanlega leitt í ljós hefði einhver slík rannsókn farið fram. En rannsóknin fór forgörðum.

Stelpan margtók að pabbi sinn hefði „tuggið“ sig. En stelpan kallaði líka alla karlmenn í kringum sig „pabba“, þeirra á meðal lækninn sem skoðaði hana. Hún sagði líka að amma sín hefði tuggið og frændi hennar líka. Frændi, sem nóta bene, er dæmdur kynferðisglæpamaður. Téður frændi er ennfremur eini nafngreindi einstaklingurinn sem hún sakar um glæpinn.

Frændinn var aldrei yfirheyrður. Hann býr í Tælandi. Lögregla lét takmörkuð samskipti hans við stúlkuna hreinsa hann algjörlega af grun.

Þær ítarlegu upplýsingar sem koma fram um frændann duga mörgum til að grafa upp nafn stúlkunnar og föðurins. Vegna þessara upplýsinga er hinn dæmdi maður orðinn óvinur þjóðarinnar númer eitt.

Það er regla í dómum yfir nafnlausum mönnum að forðast það að setja persónugreinanlegar upplýsingar í textann. Ekki aðeins kjaftar dómurinn frá frændanum heldur „gleymir“ hann líka að dylja þá staðreynd að brotamaðurinn er alinn upp á Suðurnesjum og flutti þangað aftur fyrir stuttu.

Það kemur fram að stúlkan svari gjarnan spurningum með því að nota hluta spurningarinnar sem svar. Það er sumsé afar einfalt að leiða hana áfram. Ég læt ykkur eftir að meta hversu mikið af efnislegum upplýsingum um misnotkunina kemur fram í þungamiðju dómsins, yfirheyrslunni yfir barninu.

Það kemur fram í dómnum að stúlkan fékk sveppasýkingu á kynfærin og pabbi hennar smurði kremi á þau vegna þess. Í yfirheyrslu segir hún að dúkku sé illt í pjöllunni og smyr kremi á dúkkuna.

Í dómnum er sérstaklega tekið fram að barnarverndaryfirvöld hafi reynt að fá barnið tekið af föðurnum en það hafi ekki tekist. Það fer ekki á milli mála að fjölmiðlar hafa notað dóminn nú sem röksemd fyrir því að dómstólar hafi komist að rangri niðurstöðu í fyrra skiptið.

Það er augljóst að eitthvað er að hjá stúlkunni. En það er líka ýmislegt að hjá dómnum. Það er ekkert tillit tekið til þess að faðirinn sjálfur leitaði hjálpar vegna annarlegrar hegðunar stúlkunnar. Hlutur frændans, hins dæmda kynferðisglæpamanns, er illa rannsakaður og hann ekki einu sinni yfirheyrður – þótt stúlkan nafngreini hann sem geranda. Ekkert er fjallað um möguleg áhrif þess að faðirinn smurði kynfæri stelpunnar langa lengi með kremi. Ekkert er fjallað um það hvaða áhrif óvenjulegur persónuleiki stúlkunnar kann að hafa á hina óvenjulegu hegðun. Sálfræðingar sem rannsaka stúlkuna komast að þeirri niðurstöðu einni að þeim hafi mistekist að rannsaka hana svo nokkru nemi.

Í viðbót við þetta er talin ástæða til að ræða um hjálpartækjaeign þeirra sem rannsakaðir voru og gefnar allnákvæmar persónugreinanlegar upplýsingar um málsaðila.

Faðirinn er skar. Andlega takmarkaður af alvarlegum geðsjúkdómi. Bakland hans er litlu skárra.

Hann er fullkomið dæmi um þá sem í mestri hættu eru á að verða fyrir blindum valtara réttarkerfisins. Hann hefur engar forsendur til varna.

Í málum slíks fólks hlýtur ófrávíkjanleg krafa um einstaka vandvirkni að vera sanngjörn.

9. febrúar 2009

Hænsnheimska þjóð!

Einu sinni birti ég hér ungæðislega þýðingu mína á Kanínunum sem ollu öllum vandræðunum. Sagan fjallar um úlfa sem hafa það margvíslega skítt og beita skarpskyggni æðri spendýra til skilnings á því að hverjum skít fylgir óhjákvæmilega og undantekningarlaust rassgat.

„Á skal að ósi stemma“ sagði Þrumuguðinn um leið og hann, hálfdrukknaður í hlandinu, kastaði grjóti í píkuna á skessunni.

Síðan eru liðin mörg ár og margt grjótið hefur flogið í átt að mörgum píkum.

Nú ætla ég ekki að fjölyrða um gæðalegan samanburð á því að drukkna í skít eða hlandi – mér nægir að benda á samsvörunina í lausnum Þrumuguðsins og rebbanna. Klipptu á kúkarann ef þú svamlar í saur; múraðu fyrir mígholuna ef hlandið er vandinn.

Í augum flestra er Davíð Oddsson, eða Davíð Oddson eins og hann er betur þekktur, kúkari. Sumir halda jafnvel að hann sé Kúkarinn, með stórum staf og greini.

Mér segir svo hugur að það séu litlir lortar, hálfgerð spörð, sem Davíð skýtur úr slöngvu sinni á raunverulega og ímyndaða óvini þessi misserin. Hann sé kanína en ekki skessa.

Við komumst sáralítið áfram í uppgjöri við fortíðina og þokumst ekki hætishót til framtíðar meðan þeir sem ráða landinu hugsa eins og fábjánarnir á moggablogginu, blogggátt fíflanna.

Ráðamaður sem deilir skoðunum með moggabloggara er eins og labrador sem lætur tjúa ríða sér. Það vantar ekki ákefð en tólin hreinlega duga ekki.

Ég veit ekki einu sinni hvort ég nenni að benda á allar veilurnar í málflutningi og hugsun stjórnvalda upp á síðkastið. Þið eruð flest of vitlaus til að gera nokkuð með það hvort eð er.

PS. Hvurn andskotann á það að fyrirstilla að blogggáttin hefur fjarlægt Mengellunafnið af listanum hjá sér. Varla taka þeir svona mikið mark á konungi fíflanna. Drullist til að setja það á sinn stað eða taka bloggið af listanum.

21. janúar 2009

Imba hætt

Aldrei þessu jafnt rataði kjöftugum rétt orð á munn. Imba er hætt með hausinn fullan af splúnkunýjum æxlum. Æðri máttarvöld gerðu henni ljóst það sem þjóðin ekki gat. Hún er ekki ómissandi. Geir reynir að bjarga því sem bjargað verður.

En þjóðin vill frekar blóð en vinnu. A.m.k. í augnablikinu. Mögulegt bakslag í kreppubjörgun er áhættunar virði.

Mistökin þau að heimta ekkert varanlegra en kosningar. Kosningar bæta ekkert. Það er ekkert skárra þótt rídjektin frá síðustu kosningum komist að.

En okkur líður aðeins betur rétt á meðan.

Svo kemur reikningurinn.

Í draumi reiðrar þjóðar er fall hennar falið.

17. janúar 2009

Innflytjendur eru til óþurftar

Þarf að segja meira

Myndband af brotlendingunni og björguninni

Svakalega voru skipin snögg á staðinn. (Hún brotenti kl. 15:31)

4. janúar 2009

Bendið mér á eina vopnaða byltingu sem stóðst væntingar...

Segir Lennon við unglingsstrák.

Glæsilega framsett.

3. janúar 2009

Klapplið athyglissjúks smábarns


Mótmælin náðu nýjum hægðum í dag þegar Dökkblá Spóla steig á stokk og danglaði þar í naflastrengjum foreldra sinna múgnum til fróunar.

Þvílíkur viðbjóður að beita söngvaseiðsrídéktum fyrir sig í pólitískum tilgangi. Kórónar þann sannleik að margir mótmælenda telja skilning og sjálfsrýni hreint ekki sérstakar forsendur ákafa.

Ógeðslegt hyski!

Óli Klemm og Kryddsíld

Lýsing sviðsstjórans á innrásinni á Hótel Borg er fágæt gersemi. Hún er heiðarleg og sjálfsrýnin. Og þótt mótmælendur geti státað sig af einlægni þá skortir þá alla rýni á athafnir sínar og verk. Prófið að lesa lýsingar mótmælenda á atburðunum og sviðsstjórans og spyrjið ykkur svo: ef ég hefði verið stödd þarna fyrir tilviljun, hvorum hefði ég hjálpað?

Það er ekki spurning hvorum Óli Klemm og hvítliðarnir hefðu hjálpað.

Það sem er hinsvegar orðið dálítið skondið við þessi mótmæli öll er að búið er að krassa í veggjakrotið. Það er búið að hækka pottinn og nú eru menn farnir að heimta að sjá spilin.

Það er búið að bróta rúður hjá mótmælendum alveg eins og þeir brutu rúður. Það kemur ekki á óvart að mótmælendum þykir það alveg hroðalegt. Óli Klemm gekk um ógnandi og fitubollan reif kjaft. Skömmu áður hentu mótmælendur grjóti í andlit lögreglumanns og munnsöfnuðurinn var töluvert svæsnari en fitubollan gerði sig seka um.

Enginn meðal stuðningsmanna mótmælenda talar um nauðsyn þess að kjafta frá því hver kastaði grjótinu. Samt sá það fullt af fólki.

Margir tala um nauðsyn þess að reka Óla Klemm.

Hver er annars tilgangur þessara mótmæla? Til hvers að rífa Síldina úr sambandi? Þegar það hefði verið þúsund sinnum meira viðeigandi að láta Síldina fara fram undir stöðugum mótmælahrópum. Það var að virka. Stjórnmálamönnunum leið illa. Og svo hætti allt.

Ég gef ekkert fyrir það að Síldin hafi ekki átt rétt á sér miðað við aðstæður. Það hafi verið ótækt að stjórnmálamenn sætu prúðbúnir við borð og smjöttuðu á kræsingum meðan múgurinn mótmælti úti. Ég gef ekkert fyrir slíkt tal frá fólki sem sjálft settist prúðbúið að háborði skömmu seinna og át kræsingar og konfekt fram eftir nóttu.

Ríkisstjórnin smjattandi á síld og sötrandi vín var ekki úr takti við þjóð sína, hún var holdtekja þjóðarinnar. Fulli kallinn, Óli Klemm, sem ráfaði um og þóttist harður – en þorði svo ekki að vera harður við neinn nema stelpur og nörda – hann var enn dæmigerðari fyrir þjóðina. Hann var bara tólf klukkutímum á undan samtíma sínum.

2. janúar 2009

Næsta skref í rúðubrotum

Löggustöðin -> Nornabúðin -> Keilugrandi 10 (Hjá Ólafi Erni hagfræðingi og sjálfsvarnarsérfræðingi).

Aðdáendur Imbu

Í hvert sinn sem Ingibjörg Sólrún reynir ný fangbrögð á hráskinninu æpir hópur fólks í aðdáun. Sami hópur þegir þegar hún missir takið.

Ingibjörg opinberaði sig enn og aftur á gamlársdag sem hrokafulla og ósmekklega. Viðbrögð hennar við því eru að senda samstarfsflokknum eitraða pillu. Og fólkið hrópar vá. Alveg eins og það hrópaði vá síðast þegar Imba sá sig tilneydda til að senda slíka pillu. Hvenær var það? Það var eftir að Imba sagði fólkinu í Háskólabíói að það væri ekki þjóðin.

Sum sé, í hvert skipti sem Imba segir eitthvað heimskulegt sem líklegt er til að draga dilk á eftir sér – þá lemur hún á forsætisráðherra.

Heilalausu samfylkingarfíflin hrópa af fryggð. Þvílík dirfska! Þvílíkt þor! Þvílkur nagli!

Dirfskan er þó ekki meiri en svo að jafngildi því að narta í eistað á nauðgara sínum milli þess sem maður stynur af ánægju yfir að fá að totta hann.

Samfylkingin er dauð takist henni ekki að losna við Imbu og viðhlæjendur hennar.