Þjóðin, það er ég!
G. Pétur telur að lítisvirðing sýnd sér sé lítilsvirðing í garð þjóðarinnar. Haarde telur að lélegar og áróðurskenndar spurningar fréttamanns séu lítilsvirðing í sinn garð og embættisins.
Annar gengst upp í því embætti sem hann gegnir. Hinn telur sig þjóðina sjálfa.
Hvor er sá hrokafulli?
5 ummæli:
skil ekki hvernig fréttamenn ætla að fá fólk í viðtöl hjá sér eftir allt þetta crap
"heyrðu ertu til í að koma í viðtal? það sem þú segir gæti reyndar verið notað eftir nokkur ár til að gera lítið úr þér"
En ef fólkið sem fer í viðtöl (og þá sérstaklega kjörnir fulltrúar) sýndu þá virðingu að svara spurningum fréttamanna og hætta útúrsnúningi og hroka? Væri það ekki vænlegra til árangurs Katrín?
Þetta voru andskotakornið ekki viðtöl. Þetta voru einhliða frásagnir drottninga. Kranafréttamennska: ráðamenn skrúfuðu frá túlanum og fréttamenn tóku við og birtu.
Og niðurstaðan er þessi: allt fór til fjandans og ekkert hróflaði við stjórnvaldinu. Fjórða valdið átti að upplýsa almenning og veita þannig aðhald. Fréttamenn eru ónýtir áratugum saman, því þeir lærðu að grjóthalda kjafti.
Katrín er fulltrúi almennings sem trúir fjölmiðlum, er alin upp við lygi og blekkingu og trúir í blindni.
allir nafnlausir hér, er ég komin inná silfur egils eða?
Ef það er eitthvað heimskulegra en moggabloggarar þá er það fólk sem kemur með klassíkina: "þú getur ekki einu sinni skrifað undir nafni".
Skrifa ummæli