2. ágúst 2007

Afhjúpun (revisited)

Þeir, sem þetta lesa að staðaldri, þekkja auðvitað hinar fjölmörgu tilraunir til að fletta nafnleysinu ofan af mér. Í öllum þeim tilraunum hefur verið farið fram af meira kappi en forsjá. Menn hafa hengt sig á allskonar sönnunargögn og jafnvel fundið ástæðu til að deila sannfæringu sinni með öðrum. Stundum ansi ríka ástæðu.

Ég tók þá ákvörðun þegar ég byrjaði að blogga aftur, að ég nennti ekki að standa í Hver er Mengella? leiknum. Ekki það, að nafnleysi mitt sé eitthvað krosstré, sem ég þori ekki að setja bresti í af ótta við að byggingin hrynji til grunna. Ég er ekkert feimnari í eigin persónu en sem Mengella. Ef einhver telur sig eiga sökótt við mig, t.d. í dómssölum, þá mun ég ekki skorast undan ábyrgð. Ég er ekki hrædd við neitt sem viðkemur nafnleysi.

Það er reginmisskilningur að nafnleysi sé ætíð sprottið af ótta við afhjúpun. Fólk sem setur brennimerkt samasemmerki á milli þessa er að opna glugga inn í einkennilega vanmáttugt andlegt líf.

Málið er einfaldlega það, að það er drepleiðinlegt að fást við ástríðufulla karlmenn, titrandi af geðshræringu, sem þreytast ekki á að básúna opinberanir sínar af fjallstindi. Þetta blogg getur ekki annað en versnað við það.

Það að ég sé Ólafur Sindri, er hvorki ný saga né frumleg. Hið mikla skúbb vitringabróðurins er gömul vísa. Hér kveður þó nýrra við. Bróðirinn segist hafa rafræn sönnunargögn. Hann segist sum sé hafa fengið grun um vissa IP-kennitölu og fengið því flett upp hver notandi hennar sé.

Ég gef ekki fimmeyring meira fyrir þessa nálgun að hamflettingu minni en þær fyrri. Þetta er sami grauturinn í nýrri skál. Hinsvegar þætti mér áhugavert að vita hver viðbrögð þess ákærða verða. Mér vitanlega þarf dómsúrskurð til að tengja nafn við IP-kennitölu með þessum hætti. Miðað við fyrstu viðbrögð er honum þó nokk sama.

En þetta gerir bróðirinn auðvitað hræsnislaust. Hann er í lítilli míkrókosmoskrossferð fyrir bættum samskiptum á netinu og í því heilaga stríði eru auðvitað flest meðöl leyfileg. Nema það sé DV-kenndur skúbbhrollurinn sem hann er að fiska eftir. Það skyldi þó ekki vera. Brandarinn um hermiblogg farinn að volgna og því dregin fram Stóra bomban.

Þið megið fantasera um hver ég er eins og ykkur lystir. Mér er slétt sama. En, til að hindra annað flautublásarakjaftæði, ætla ég ekki að leggja síðuna mína undir þær hugleiðingar frekar. Skrifið það sem þið viljið í athugasemdir en látið ykkar eigin vettvang duga undir opinberanir.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég stórefast um það þurfi dómsúrskurð til að tengja saman IP-tölu og nafn á opinberum vettvangi. Síma- og netfyrirtæki lúta margvíslegum ströngum reglum um persónuupplýsingar sem þau búa yfir, þar á meðal mega þau ekki gefa óviðkomandi upplýsingar um eiganda IP-tölu nema að gengnum dómsúrskurði. En það eru til fjöldamargar aðrar leiðir til að sjá hver eigandi IP tölu sé.

Ef að téður Ólafur Sindri kommentar til að mynda undir eigin nafni í kommentakerfi hjá einhverjum, og skilur eftir sig IP tölu sem af einhverjum ástæðum er sú sama og Mengella notar eru engin lög sem banna honum að gera það opinbert.

Nafnlaus sagði...

þe. banna eiganda téðs kommentakerfis að gera það opinbert.

Nafnlaus sagði...

Elsku Rottubarn, eigum við ekki að ganga frá þessu tennismáli?

Nafnlaus sagði...

En það er þó alltaf gott að þekkja kennara á Akureyri og hafa gefið út bók saman, ekki satt?

Nafnlaus sagði...

svansson.net
það er takmörkuð nálgun að tengja menn svona saman í gegnum IP tölur (þó það virki auðvita stundum). Síminn og internetfyrirtækin útdeila þannig random tölum þegar menn tengjast þeirra netum. Þannig gæti Síminn sagt til um hvaða notandi hefði haft tiltekna IP tölu á ákveðnum tíma, ef til málshöfðunar kemur, en að tveir aðilar sem kommenta undir ólíku nafni séu með sömu IP tölu segir ekki meira en að þeir séu líklegast hjá sama þjónustuveitanda.

Svo getur nafnleysi vitanlega átt rétt á sér, það veltur fyrst og fremst á efninu sem hinn nafnlausi færir fram.

nafnlaus

Nafnlaus sagði...

ágæti nafnlaus, það er nokkuð langt síðan þjónustuaðilarnir hættu að útdeila random tölum.

Varðandi nafnleysi, þá myndi ég segja það væri mjög heppilegt ef maður þykist ætla að slá um sig með allmjög nokkuð úreltum upplýsingum.

Nafnlaus sagði...

Reyndar útdeilir Síminn nýrri ip-tölu í hvert skipti er adsl notandi tengist (og sumir (t.d. ég) þurfa að tengjast reglulega) en viðskiptavinir Vodafone eru með fastar ip-tölur og hafa verið með í mörg ár. Til að fá fasta ip-tölu hjá Símanum þarf að greiða aukalega.

Ég veit ekki hvernig þetta er hjá Hive.

Ég veit ekki hvort er verra, úreltar upplýsingar eða rangar ;-)

Unknown sagði...

Þetta minnir mig allt saman á þá gömlu mynd Pump up the Volume með Christian Slater heitnum(þó hann sé ekki dáinn).

Ég meina....ertu ekki bara einhver lúði?

Nafnlaus sagði...

Yfirsjón skoðist viðurkennd. Ég taldi mig reyndar vita það frá mér fróðara fólki að allir væru hættir þessu fyrir löngu, en það eru víst allir nema Síminn. Hive og Hringiðan eru bæði með fastar IP-tölur.

Ég hef ekki verið í viðskiptum við Símann í mörg ár, og þetta er þá sjálfsagt ein ástæðan í viðbót.

Annars Matti, ég heyrði að yfirlýstur vinur Mengellu hafi staðfest við þig rétt nafn hans/hennar á lokuðum spjallvef Vantrúar, frammi fyrir öllum félagsmönnum, eftir að þú tengdir IP töluna. Þetta eru úreltar upplýsingar, en eru þær rangar? ;)

Nafnlaus sagði...

Svansson. Þú ert heimskari en þú gerir þér grein fyrir. Haltu þig á skerinu þínu.

Nafnlaus sagði...

Hmm. Ertu viss um að þetta hafi ekki átt að vera "heimskari en þú lítur út fyrir að vera" ...

Nafnlaus sagði...

Svansson, þetta er flokkað sem barnalegar upplýsingar.

Nafnlaus sagði...

Nei Svansson, þú ert einmitt álíka heimskur og þú lítur út fyrir að vera. Sem er reyndar töluverður kostur í fari fólks.

Nafnlaus sagði...

Hvað er eiginlega málið með þessa "Afhjúpun" til að byrja með? Ég skil ekki þetta lið sem er endalaust að eltast við að afhjúpa Mengelluna í stað þess að njóta skrifta hennar. Getur þetta skítapakk ekki bara lesið DV eða slefað yfir heiladauðum þáttum eins og Insider sem bora í uppí rassgatið á persónulífi annars fólks? :P