11. ágúst 2007

Er ég það sem ég er?

Í dag munu kyn(lífs)villingar streyma niður Laugaveg í árlegri gleðigöngu sinni. Teprulegir hommar og kúluvarparalegar lesbíur munu skekja sig og skæla framan í sykursjokkeruð börn og flóttaleita foreldra þeirra. Sjálfkynhneigðir hafa fyrir löngu uppgötvað að tvennt er öruggt með að trekkja að skríl. Ókeypis drasl og farandviðundrasýningar (sirkusar). Og þessar hneigðir togast á í fólki um helgina. Beturmegandi skrílshlutinn stenst ekki ómótstæðilegt aðdráttarafl ókeypis skreiðarsúpu á Dalvík og þeir, sem heima sitja, horfa á páfuglastél viðundra í miðborginni.

Samkynhneigðir eru líklega eini sjúklingahópurinn í sögu læknavísindanna, sem tekist hefur að láta afmá sig úr læknabókum með einelti. Hvar sem fleiri en þrír amerískir geðlæknar komu saman voru mættir gargandi páfuglar, sem hleyptu upp samkomunum. Þar kom, að geðlæknarnir gáfust upp. Tóku kynvillu af skrá yfir geðraskanir. Sá, sem fremstur fór í flokki þeirra lækna, sem vildu gera þá breytingu, dauðsér eftir því í dag. Segist miður sín yfir því að hafa látið eineltisseggi ráða för fremur en eigin sannfæringu og dómgreind.

En er samkynhneigð geðveiki? Flestir eru nógu hrifnir af eigin kyni til að stunda gegndarlaust kynlíf með sjálfum sér frá því fyrir fermingaraldur og svo lengi sem vöðvaafl leyfir. Er það vegna kynferðislegrar hrifningar af eigin líkama eða sprottið af hinum sjálfselska grunni, sem allt kynlíf sprettur í raun af? Ég hallast að hinu síðarnefnda.

Geðveiki er varla hægt að skilgreina öðruvísi en einhverskonar afbrigði mannlegs eðlis, sem hefur skaðlegar afleiðingar í för með sér. Slík skilgreining er auðvitað full af götum. Hvað með manneskjuna, sem er svo staðföst gagnvart yfirgangsseggjum, að hún lætur frekar lemja sig til bana en að brjóta gegn mikilvægum lífsreglum? Í einhverjum kringumstæðum væri slík manneskja greinilega geðveik (til dæmis ef hún léti drepa sig frekar en að láta af hendi lukkuhandklæðið sitt í ránstilraun) en í öðrum aðstæðum væri hún virðingarverð.

Samkynhneigðir segja oft að hneigðin sé heilbrigð (þótt hún sé afbrigðileg í einfaldri merkingu þess orðs) svo fremi að þeir, sem kynhneigðina bera, séu viðurkenndir meðlimir samfélagsins. Benda á, að flestar af neikvæðum afleiðingum kynhneigðarinnar, stafi af árekstrum við óbifanlegt samfélag. Á móti má auðvitað segja, að hægt væri að losna við mikið af neikvæðum verkunum oflætis eða geðklofa ef samfélagið færi að kóa með þeim geðsjúka. Þegar sjúklingurinn tryði lækninum sínum fyrir því að samsæri stæði fyrir dyrum og að verið væri að reyna að byrla sér ólyfjan, þá tæki læknirinn heilshugar undir og saman myndu þeir stofna litla leyniþjónustu. Geðsjúklingurinn fengi svo fyrirmæli frá forsetanum um ýmis verkefni, sem hægt og rólega myndu leiða til eins hamingjuríks lífs og kostur væri á. Það er nefnilega svo, að mjög margir geðsjúkdómar hljóta skaðsemi sína fyrst og fremst frá óþjálum snertipunktum þess sjúka og samfélagsins.

En við getum bætt skilgreininguna þannig, að það sé geðveiki, sem við getum í fullri einlægni sagt, að betra væri að vera án. Sjálfkynhneigðir gætu þar með hrópað hipphipphúrra og bent á, að þá langi óskaplega að fá að vera í friði með sínar skaufsugur og skæri. En slíkt væri ómarktækt. Í fyrsta lagi vantar samanburðinn. Í öðru lagi er það eðli manna að þeir læra að ala sorg sína. Fólk þakkar stundum fyrir þá gjöf, sem krabbamein, barnslát eða barsmíðar hafi reynst.

Stærsta þrætueplið hvað varðar samkynhneigð er það, hvort um sé að ræða meðfætt, óbreytanlegt ástand. Hommar og lesbíur halda því statt og stöðugt fram. Með því móti þurfa þau ekki að standa með vali sínu eða réttlæta fyrir neinum. Mótmælendur halda því fram að hægt sé að innræta samkynhneigð, þjálfa hana upp eða koma henni í tísku. Ég held, að hvorttveggja sé rétt. Ég efast ekki um það eitt augnablik að hið félagslega yfirborð gay-samfélagsins, þar sem allir eru elskaðir og velkomnir (og ég segi yfirborð, því mig grunar að hýrleikinn kárni þegar betur er skoðað) laði að sér tvær manngerðir. Félagslegt undirmálsfólk, sem sér færi á endurfæðingu, og forvitnar sálir. En það er óumdeilt að til eru hommar og lesbíur, sem eiga ekkert val.

Er það fólk geðveikt?

Við gætum skipt orðinu samkynhneigð út í allri þessari umræðu fyrir orð eins og drykkjusýki eða þunglyndi. Flest myndi passa. En þetta snýst um skaðsemina fyrst og fremst. Eða hvað? Samkynhneigð fylgja eins og gráir kettir ýmis vandamál, þunglyndi, sjálfsvíg, lauslæti, sjúkdómar o.s.frv. Fyrir einhverjum eru þau sönnunargögn nóg til að flokka hneigðina sem andlegan krankleika. Samkynhneigðir hafa þá aðeins eina vörn og hún er sú að flytja sökina yfir á aðra. Ég held það sé ekki alltaf hægt. En, og þetta held ég sé lykilatriði, það þarf ekki að komast að þeirri niðurstöðu að vandamálin séu til marks um sjúkleika. Það eru til skrilljón dæmi um yfirburðafólk, sem ekki gat snúið sér hálfhring án þess að rekast á lamandi, andlegt vandamál. Það er jafnvel oft talið að yfirburðunum hafi vandamálin fylgt. Það er samt útilokað að afskrifa slíkt fólk sem skaðlegt fyrir samfélög. Öðru er nær. Einkennilega oft var samkynhneigð eitt þessara vandamála.

Tilvist (og viðurkenning) samkynhneigðra gæti hæglega, og ég held að það sé augljóst sæmilega greindu fólki, verið til bóta fyrir samfélög, frekar en vansa. Okkur stendur áfram stuggur af samkynhneigðum fíflum en hættan kemur til af fíflskunni, samkynhneigðin breytir aðeins birtingarmynd hennar og er aukaatriði málsins.

Umræða um samkynhneigð mætti þó vera miklum mun frjálslegri og opnari. Samkynhneigðir ættu að vera miklu viljugri til sjálfsskoðunar og gagnrýni. Það hefur verið sérhlífinn plagsiður þeirra hin síðari ár að stunda opinberunarbaráttu. Þar sem hin opinberuðu sannindi réttlæta öll meðöl. Að hóta fólki málsókn trekk í trekk og neita að fallast á annað en eina (heldur vafasama) skýringu – er til vansa.

Samkynhneigðir minna um margt á gyðinga. Í fyrsta lagi eru þeir séðir í að koma ár sinni fyrir borð (hafa t.d. töluvert háar meðaltekjur í siðuðum löndum), aðhyllast dogma og lifa í lokuðum samfélögum, sem snúa mjög einföldu andliti að almenningi.

Það á að rífa upp og opna samfélag samkynhneigðra. Hætta að forðast sum umræðuefnin, skoða ýmsa misbresti og ýkjur óttalaust. Opin umræða mun á endanum skila gáfulegustu niðurstöðunum.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi röksemdafærsla er röng.

Til að byrja með er andheiti orðsins "afbrigðilegt" orðið "venjulegt" ekki "óheilbrigt".

Það sem skiptir meira máli er andlegir sjúkdómar eru í eðli sínu ólíkir líkamlegum sjúkdómum. Líkaminn er kerfi með nokkuð augljósann tilgang. Hugurinn er það ekki.

Skilgreiningar læknisfræðinnar á geðsjúkdómum ráðast af ýmsum þáttum, bæði í menningarheimi lækninsins og sem tengjast praktískum hlutum. Geðlæknisfræðin hefur sitt notagildi en það er miskilningur að taka skilgreiningum hennar á sjúklegri og heilbrigðri hegðun sem einhverskonar "vísindalegum staðreyndum".

Það sem mér þætti gaman að vita er hvernig lauslæti annars fólks kemur þér eiginlega við.

Biðst á stafsetningarvillum. Hér er engin villupúki.

Mengella sagði...

Þú ert á algjörum villigötum. Afbrigðilegt er hér notað í merkingunni sjaldgæft eða óalmennt. Það er ekki augljós eðlismunur á andlegum og líkamlegum krankleika og ég dreg enga dul á hve erfitt er að skilgreina geðveiki.

Þá er lauslæti prýðilegt dæmi um það, sem gæti bent á hugarkvilla. Eins og það er t.a.m. stundum til marks um kynferðislegt ofbeldi. Það þarf ekki að vera það, en á fyllilega heima á listanum.

Með fullri virðingu, þú skildir ekki röksemdafærsluna og veist því ekkert um það hvort hún er röng.

Nafnlaus sagði...

Mengella mín, það er eitt að segja einhverja vitleysu, annað að þora ekki að standa við hana:

"Samkynhneigðir segja oft að hneigðin sé heilbrigð (þótt hún sé afbrigðileg í einfaldri merkingu þess orðs) svo fremi að þeir, sem kynhneigðina bera, séu viðurkenndir meðlimir samfélagsins".

"Samkynhneigðir eru líklega eini sjúklingahópurinn í sögu læknavísindanna, sem tekist hefur að láta afmá sig úr læknabókum með einelti (....) Sá, sem fremstur fór í flokki þeirra lækna, sem vildu gera þá breytingu, dauðsér eftir því í dag. Segist miður sín yfir því að hafa látið eineltisseggi ráða för fremur en eigin sannfæringu og dómgreind".

Í öllu falli skil ég röksemdafærluna þannig að geti samkynhneygð talist til vansa fyrir þann samkynhneygða og "samfélagið" eigi hún eithvað tilkall til þess að kallast geðsjúkdómur.

Ég sé bara ekki hvernig það skiptir einhverju máli hvort hún er kölluð geðsjúkdómur, miskilningur, tómstundagaman eða eitthvað annað.

Í öllu falli virðist(textinn er ekki sérlega skýr) ákall þitt um umræðu byggjast á því að einhverskonar skaðsemi sé til staðar og að þessi skaðsemi komi þér á einhvern hátt við.

"Geðveiki" er mikið notuð til að réttlæta afskiptasemi nú til dags. Mér sýnist röksemdafærslan byggja á því að sé samkynhneygð nægilega lík geðveiki sé það eitt ástæða til þess að mál samkynhneygðra komi almenningi við.

Útskýrðu að minnsta kosti fyrir mér hvað réttlæti þessa (væntanlega mikilvægu)umræðu þína ef það eru ekki líkindi við geðveiki.

Mengella sagði...

Þú teymir með þér vitið í litlum hnakktöskum.

Hversvegna þyrfti samkynhneigð að vera geðveiki til að réttlæta opna umræðu um hana?

Samkynhneigð var álitin geðveila og er það enn af sumum, þ.á.m. einhverjum þeirra geðlækna, sem hreinsuðu hneigðina undan þeim stimpli til að byrja með. Ég bendi á að það eru röksemdir, sem hægt er að benda á, slíkri skoðun til stuðnings. En bendi ennfremur á, að slík skoðun bæri vott um grunnhyggni, enda gagnið af samkynhneigð líkast til meira en ógagnið.

Nafnlaus sagði...

"Umræða um samkynhneigð mætti þó vera miklum mun frjálslegri og opnari".

Hversvegna? Verður þú fyrir einhverjum óþægindum sem þú getur rakið til lokaðrar umræðu um samkynhneygð?

Ég held að við höfum bæði fallist á það að hvort samkynhneygð líkist eða líkist ekki geðveiki skiptir ekki máli. Þá er helmingurinn af færslunni svo gott sem komin í ruslið.

Það eina sem er eftir af því er óljóst tal um skaðsemi án þess að það komi fram hver skaðast og hversvegna það skipti aðra máli en hann sjálfann (eða hvers vegna þarf eiginlega að stunda þessa umræðu?).

Þessi punktur er eftir:

"Stærsta þrætueplið hvað varðar samkynhneigð er það, hvort um sé að ræða meðfætt, óbreytanlegt ástand. Hommar og lesbíur halda því statt og stöðugt fram. Með því móti þurfa þau ekki að standa með vali sínu eða réttlæta fyrir neinum. Mótmælendur halda því fram að hægt sé að innræta samkynhneigð, þjálfa hana upp eða koma henni í tísku. Ég held, að hvorttveggja sé rétt. Ég efast ekki um það eitt augnablik að hið félagslega yfirborð gay-samfélagsins, þar sem allir eru elskaðir og velkomnir (og ég segi yfirborð, því mig grunar að hýrleikinn kárni þegar betur er skoðað) laði að sér tvær manngerðir. Félagslegt undirmálsfólk, sem sér færi á endurfæðingu, og forvitnar sálir. En það er óumdeilt að til eru hommar og lesbíur, sem eiga ekkert val".

Þetta er í sjálfu sér bara það sem þú heldur. Ég held það reyndar líka en get ekki sannað það eða lagt fram neitt vitrænt í því máli og mér sýnist þú ekki geta það heldur (enda er mjög erfitt að rökræða um það sem gerist í kollinum á öðru fólki).

Svo er þetta:

"Samkynhneigðir minna um margt á gyðinga. Í fyrsta lagi eru þeir séðir í að koma ár sinni fyrir borð (hafa t.d. töluvert háar meðaltekjur í siðuðum löndum), aðhyllast dogma og lifa í lokuðum samfélögum, sem snúa mjög einföldu andliti að almenningi".

Það má vel vera en hver er skaðsemin? Og fyrir hvern? Ef skaðsemin er einungis fyrir samkynhneigða sjálfa, af hverju læturðu þá ekki um að hafa áhyggjur af því?

Mér sýnist þú vera að gaspra um innanbúðarmáli annars hóps.

Í öllu falli sé ég engin merki um mikla þekkingu á samfélagi eða málefnum samkynhneygðra í þessum skrifum þínum (ég sé ekki einu sinni skilgreiningar á því nákvæmlega hver á í hlut þegar "samkynhneygðir" koma fram sem gerendur í pistlinum). Ef þessi "opna umræða" þarf að fara fram þá þarf hún líka að vera upplýst. Þú verður ekki sjálfkrafa fær um að leggja mikið fram fyrir það eitt að geta skrifað ágætan texta og hafa smá innsæi.

Það myndi e.t.v skýra málið ef þú útskýrðir nákvæmlega um hvað þessi umræða á að snúast.

Nafnlaus sagði...

Í kvöld hélt ég glaður og reifur útá lífið. Eins og vænta mátti hitti ég rétttrúnaðarfólk um ágæti þess að samkynhneigðir mættu flagga kenndum sínum. Út af göngunni.

Og mér var bent á að margur homminn hefði verið að ítreka ágæti sinna áhugamála. Til að sannfæra mig um réttmæti þeirrar kröfugöngu hommans, var mér tjáð að þarna væri m.a. að finna leðurhomma á pallbíl, níræðan að aldri.

Líkt og ég hafi á einhvern hátt misst af ítrustu kröfum mannréttinda til handa fólkinu.

Ég leyfði mér að benda á að það væri lítt skemmtileg raun, að útskýra ágæti þess að vera sérviskuleg samanreirð elliær homma-leðurrúsina, fyrir 10 ára gömlum syni mínum.

Af því hann á betra skilið, 10 ára sonur minn, en slíkar vangaveltur.

Líkt og þegar ég sit við matarborðið og í fréttum glymur að einhver fáviti hafi verið dæmdur fyrir að neyða 8 ára stúlku til að sjúga skaufann á sér. Ég vil ekki þurfa að útskyra það fyrir syni mínum, eða öðrum við borðið.

Og vissulega er nóg komið með réttindabaráttu samkynhneigðra, hún felst ekki í því að aðrir þurfi að útskýra eða réttlæta fyrir sér, áráttukenda kynóra fárra manna eða kvenna.

Ekki vegna þess að þessir kynórar séu ekki áhugaverðir, heldur vegna hins að það er svo ótal margt áhugaverðara í lífinu, áður en kemur að þessum dyntum.

Og ekki setja okkur í þá stöðu að útlista ágæti níræðra leðurhomma skakandi sér á pallbíli fyrir börnum okkar.

Nafnlaus sagði...

Níræðir leðurhommar? Úff hvað ég er feginn að ég missti af þessu, ég er klár á því að leðurrúsínan hefði fundið sér leið inn í martraðirnar mínar og verið þar eftirleiðis í félagsskap Diddúar og Steingríms Hermannssonar.

Valtýr/Elvis2

Nafnlaus sagði...

Röksemdir Mengellu eru nokkuð samhljóma þeim sem koma fram í viðtali við Dr. Rick Fitzgibbons, sem má sjá hér:

http://www.personal.psu.edu/glm7/m160.htm

Og upplýsingar um Dr. Fitzgibbon eru hér:

http://www.maritalhealing.com/practice/staff/staffprofiles.php

Nafnlaus sagði...

Gimbi - Börnin, börnin, ætlar engin að hugsa um börnin? Erða ekki örugglega hvítasunnumessa kl. 11?

Nafnlaus sagði...

Illt er að vera argur bakvið luktar dyr.

Nafnlaus sagði...

Eins og áður að íslenskum hætti, fjallar umræðan um losta á kostnað vilja.

Flest vijum við , en fæst veitum við okkur þann munað að láta undan óskum og órum nema í staðin komi frelsi, ellegar auður .
Það er sannarlega vont ef vitræn umræða endar í standpínu og vitrænum grettum.
Ef það er nauðsynlegt skynsömu fólki að flokka,
eða yfirhöfuð nefna það sem er áhugavert.!
Þá mælist ég til þess að sama fólk fagni heiminum
eins og hann er.
Og þann heim þekkið þið best.

Gimbi : heimurinn getur aldrei verið miðaður við það sem og skynsamlega væri hægt að lýsa honum fyrir barni.
Ef þannig væri gætum við eins gert þá kröfu að barnið væri skynsamara og færara en foreldrið.
Ef svo væri, er nauðsynlegt að tefjast við frekari
málalengingar.
Metum áheyrandan og metum nauðsyn þess að
hafa vit fyrir honum. Í flestum tilfellum er best að þeigja

Nafnlaus sagði...

...og ég sem hélt að pistillinn væri um: "There is something rotten in the state of Denmark".

Ekki svo að ég væri að leita ásjár Hvítasunnusafnaðarins fyrir börnin mín, né hitt að vilja miða umræðuna við börn.

Ég var að benda á skaðsemi, sem er raunveruleg, þegar kemur að einum þætti í samfélagi okkar, börnum. Og líklega hafa þau nokkuð vægi.

Umræðan heldur væntanlega og vonandi áfram sína leið án þess að ég hafi markað henni farveg, vegna þess að það er alltof mikið að kjaftæði í umhverfinu til að réttlæta þögnina.

Og því er ekki best í flestum tilvikum; ...að þegja.

Þó hjá fari heimurinn, í skrúðgöngu eða í tötrum.

d sagði...

Gimbi fer hér þá leiðu leið að skýla eigin skoðunum á bak við börn. Þessi leið er margtuggin, að aumingjans börnin megi ekki sjá, hvernig eigi að útskýra fyrir börnum svona öfuguggahátt í allri sinni dýrð?

Málið er bara að það er ekkert vandamál að útskýra samkynhneigð fyrir börnum. Mín sjö ára dóttir hefur til dæmis farið með mér að fylgjast með gleðigöngunni síðastliðin fimm ár og er alveg með það á hreinu hvað er á seiði þar. Finnst það ósköp eðliliegt að fólk fagni því einn dag á ári að mega elska þann sem það langar til, óháð því af hvaða kyni viðkomandi er. Henni finnst sérstaklega skemmtilegt að sjá Felix Bergson árlega uppdressaðan í göngunni og leitar sérstaklega að honum og manninum hans. Níræða leðurrúsínan sem sumir hér óttast svo mjög er fyrir henni bara maður sem elskar aðra menn og er í búning í tilefni dagsins. Það er ekki þörf á neinum útskýringum á leðurfetishi eða öðrum kynlífstengdum athöfnum. Það er mikill misskilningur.

Málið er nefnilega þetta: Börnin og skoðanir þeirra mótast af sínu nánasta umhverfi. Ef foreldrarnir heykjast við að útskýra hluti eins og samkynhneigð vegna eigin skoðana, þá eru líkur til að börnin skilji ekki bofs og telji málefnið vera vafasamt einnig.
Það er engin þörf á því að óttast áhrif samkynhneigðra eða gleðigöngu þeirra á börnin. Það er miklu meiri ástæða til að hafa áhyggjur af foreldrunum og hvaða viðhorfum þeir eru að skila til barna sinna vitandi eða óafvitandi.