13. nóvember 2007

Ögn um mengelsku

Það vakti furðu mína hve kumpánalegir Egill Helgason og ÁBS voru í Kiljunni um daginn, mér þóttu þeir heldur ólíklegir félagar. Að vísu báðir miðaldra menn með mikinn og einlægan áhuga á skoðanainnrætingu barna sinna. Báðir svolítið utangarðs í menningarheimi tröllriðnum af menntamönnum. En þar hélt ég að skildi sundur með þeim. Þar til ég sá þá í Kiljunni staðfesta hina snargáfuðu skoðun Wildes að kappsfullar samræður eru eina víman sem vit er í.


Mér þykir því óendanlega einkennilegt núna að sjá Egil enduróma svotil allan grunninn í skoðunum ÁBS á sjálfri mér. Og aftur þetta raus um að það sé afrek að láta banna sig frá Barnalandi – eins og eina mögulega ástæða þess að hægt væri að lenda í banni þar væri sú að vera enn slakari skítakarakter en flestir þeir sem vaða þar uppi. Það vill nú svo til að langflestir árekstrar mínir við Barnalandskonur voru vegna þess að ég rakst á horn þeirra skítsála sem þar krauma inn á milli og Barnaland er rekið eftir uppskrift úr Flugnahöfðingjanum. Það getur hver sem er „kært“ hvern sem er og ef það gerist nógu oft fer maður í bann. Ég verð að segja að ég er töluvert upp með mér af ævilanga banninu á BL.

En nóg um það.

Egill segir svosem ekkert um mig. Gefur svona létt í skyn að ég sé geðsjúklingur vegna ummæla minna um menn í skjóli nafnleyndar. Nú ætla ég ekki að dæma um eigið geðheilbrigði en það er frekar reynsla mín eftir nokkuð gaumgæfilega athugun á íslenskum netheimum að geðveika fólkið er yfirleitt fyrst til að koma fram undi nafni. Og það er enginn skortur á því. Ég nenni ekki út í enn eina umræðuna um nafnleynd en ætla að ræða oggupons um mengelsku.


Það er nokkuð ljóst að skrif mín hafa vakið einhverja athygli. Mér skilst að Mogginn hafi hlaupið á sig (og dregið ÁBS með sér) og birt smáfrétt um opinberun mína. Sem er fáheyrt. Ég reyndi að ljá opinberuninni slíkan farsasvip með tuði um leðurklædd svipukvendi að það væri ekki hægt, sæmilega greindu fólki, að trúa henni. Þá setti ég inn nöfn tveggja einstaklinga sem ég þóttist vita að myndu afneita þessu strax og þannig myndi spilaborg Hildar, Jóns og Bastarðsins falla um sjálfa sig. Ekkert af þessum þremenningum hefur nokkuð með það að gera hvaða nöfn ég valdi í þessi tvö auðu sæti. Fullyrðingar ÁBS um annað sanna enn einu sinni það sem ég hef áður sagt en hann ekki hlustað á. Hann er ekki nógu vandvirkur miðað við hvað hann er illa læs. Það er pínlegt fyrir ÁBS að lenda ítrekað í því að stökkva af stað með eigin túlkun á hinu og þessu sem ekki stenst skoðun.

ÁBS telur að auki fáránlegt að líkja saman skrifum mínum um viðkvæm efni og hans. Munurinn felst, að því er virðist, í nefnaranum sem sameinaði þessar tvær týndu og ómenntuðu sálir ÁBS og EH, þ.e. kilju. Það er engin kilja hornrétt á minn texta og þar af leiðir að ég má ekki skrifa eins og hann. Þetta er rugl. Tímavilla.

Bókmenntir í dag þurfa enga kilju – hvort sem hún er með litlu eða stóru kái. ÁBS og EH eru báðir steyptir fastir í gangstéttina þar sem þeir námu staðar í sínum bókmenntalega þroska. Fyrir framan útstillingarglugga á gamaldags bókabúð. Það eru til góðar og vondar bækur og það eru til vel og illa skrifaðar bækur. Þetta er tvennt ólíkt. Hið sama á við um persónur. Áðurfyrr höfðu höfundar frá tveimur og upp í hundrað klukkutíma til að hafa þau áhrif á lesandann sem þeir óskuðu. Það fór einfaldlega eftir því hve hraðlæs lesandinn var (í tilfelli fyrrum rektorsins á Bifröst voru þetta um tuttugu mínútur). Á þessu tímabili varð höfundurinn að koma öllu því efni sem persónur hans áttu að mótast úr.

Annað hvort er Mengella uppdiktuð persóna sem lifir sjálfstæðu lífi og það er þá hlutverk höfundar að halda henni lifandi svo lengi sem hann telur sig eiga eitthvað ógert eða að hann telji t.d. að hann hafi tækifæri til að draga fleiri aukapersónur inn í „bókina“ eða Mengella er gríma sem höfundur felur sig á bak við til að geta orðað skoðanir sem hann/hún þorir ekki eða getur ekki staðið við sjálf/-ur.

Ég hef þegar sagt hvort heldur er.

En ef skoðanir Mengellu eru þannig að henni beri útskúfun og fordæming eins og EH virðist vilja meina þá er eðlilegt að hluti þeirra sem vita betur hafi svo útþanda velsæmistilfinningu að þeir telji hunsun eina sæmilega svarið. En það er þá einnig eðlileg krafa að einhverir þeirra sem telji sig vita betur bendi á veilurnar í málflutningnum.

Það er fjandakornið komið heldur illa fyrir okkur ef skoðanir okkar eru hafðar yfir rök og skoðanir annarra hafðar undir rök. Hverskonar skoðanir sitjum við þá uppi með? Hverskonar umræðu fóstrum við við slíkar aðstæður?

Jú, við sitjum uppi með grútmáttlausa umræðu þar sem hver þátttakandi galar ofan af sínum hól, engir tveir eru að tala um það sama og eina samhverfan sem búast má við er þegar einstaka mál er þannig vaxið að enginn þorir að hafa nema eina skoðun á því. [Líkindi í þessari málsgrein við Silfur Egils eru tilkomin af tilviljun].

Hættið þessari helvítis skinhelgi. Þið klæðið ykkur í pelsa og dillið ykkur í takt við Megas (sem syngur glaðhlakkalegur um barnanauðganir), þið hjúfrið ykkur undir sæng og lesið bækur um hættulega menn og horfið á hroðalegar myndir. En svo hamist þið við að gljáfægja veruleikann sem þið búið í með endalausum kurteisisseremóníum og samskiptareglum. Trúarsetning ykkar er: aðeins snillingar mega gára vatnið okkar. Og þess vegna er ykkur bumbult mín vegna. Þið eruð ekki vissir um hvort ég er snillingur. Hvort ég sé gjörningur einhvers kumpána ykkar og þið bara svo vitlausir að fatta ekki djókinn. Þannig að þið tautið fyrir munni ykkar skammaryrði en gætið þess að krydda ögn með lofi.

Það mega fleiri en snillingar gára vatnið. Það má yrkja ljóð um blautar píkur og birta í mogganum, það má pissa upp í sig í kastljósinu, það má hafa skoðun á því hvað megi. Og, það sem mikilvægast er, það má tjá sig eftir leiðum sem eru aðrar en þær sem þið eruð vanir. Þið eruð ekkert nema stofustelpur hefðarinnar, úrkynjaða franska hirðin. Öll ykkar uppreisn er plaggat upp á vegg, ykkar byltingarleiðtogar hafa gigt og þvagleka.

Þið eruð staðnaðir.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jú, jú, mikil ósköp. "Snilldin"/geðveilan leynir sér ekki í skrifum þínum. Mér finnst hann Egill komast nokkuð nærri sannleikanum þegar hann líkir þér við skrílinn á skapara.com.

Þú ættir kannski að kynna þér skrifin þar og segja okkur hver er munurinn á þér og þeim.

Þegar ég las t.d. yfir listann yfir óvini Íslands þá varð mér fljótt hugsað til líkindana á þeim texta við hina augljósu mannfyrirlitningu og minnimáttarkennd í skrifum þínum.

Mengella sagði...

Ég á aðeins tvennt sameiginlegt með þeim Eyjafjallabræðrum á Skapar.

#1 Ekkert okkar er geðveikt.
#2 Við viljum víðara málfrelsi

Hvað við viljum síðan gera við málfrelsið er tvennt ólíkt. Ég vil tepruleysi í umræðum, að við hættum að tala á einn veg á kaffihúsum og annan þar sem fleiri heyra til samhliða kröfu um röksemdir fyrir skoðunum og þjálfun í að greina kjarnann frá hisminu.

Það getur enginn sem hefur lesið og skilið það sem ég hef sagt kallað mig rasista eða hatursmangara. Það er einfaldlega misskilningur.

Nafnlaus sagði...

"Það getur enginn sem hefur lesið og skilið það sem ég hef sagt"

Aumingja þú að vera svona afburðargáfuð að fólk misskilur snilli þína í sífellu.

Hvernig væri að nýta þessa snilli þína í að setja saman texta þar sem fólk þarf ekki að vera haldið geðklofa til að skilja hann á sama hátt og þú sérð hann fyrir þér?

Þú einfaldlega stundar ekki sjálf það sem þú predikar og því skiljanlegt að engin taki mark á þér.

Það að fólk smyrji á málflutning sinn eftir því hvar það er statt er bara þeirra eigin "mengelska".

Tepruleysið er ekki meira en það hjá þér að þú hefur ekki þorað að skrifa undir nafni, frá fyrsta degi.

Mengella sagði...

#1 Það að illa gefið fólk misskilji mig í sífellu er ástand sem ég hef gert mér grein fyrir frá fyrsta degi (ekki gleyma uppruna mínum á BL) – það hindrar mig ekki í að reyna að þoka skilningnum áleiðis. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það er búið að sneiða hjá skilningnum í orðræðunni. Þú færð hugmyndirnar fullmeltar og þarft ekki að hafa fyrir því að þreifa þig áfram. Það kemur mér því ekkert á óvart að þú, eins og fleiri, hafir ekki burði til að draga niðurstöður af texta af sjálfsdáðum.

#2 Óskaplega er þetta skot á geðsjúka ómerkilegt og lélegt.

#3 Bentu á mótsagnirnar og ég skal glöð vera ómerkingur.

#4 Ég hef komið fram undir nafni frá fyrsta degi. Nafni Mengellu. Þetta lokakomment sýnir enn og aftur að þú skilur ekki það sem ég skrifaði. Fáðu nú einhvern þér skarpari til að leiða þig til skilnings.

Nafnlaus sagði...

Ef þú talaðir aðeins af tepruleysi þá væri vandamálið lítið en skrif þín einkennast af augljósri þörf þinni fyrir það að níða fólk, að hata djúpt mannlegan breyskleika og að þú reynir að upphefja sjálfa þig á veikleikum annarra því að þú veist það að sjálf ertu harla ómerkilegur pappír sem getur ekki notið virðingar fyrir eigið virði.

Og þú veist ekki einu sinni sjálf almennilega hver tilgangur þessa alls er, hvort þetta er allt einn stór brandari eða tilraun til byltingar.

Skemmtilegt að sjá þig vera með sárindarök gegn því að ég orði eitthvað hreint út. Fólk haldið geðklofa sér oft tengingar í hlutum sem aðrir sjá ekki. Það les aðra merkingu út úr mörgu heldur en meðalmaðurinn. Ekkert ómerkilegt eða lélegt við það, einungis staðreynd sem fólk haldið þessu þarf að lifa við.

Þú berð öll augljós merki manneskju í alvarlegri tilvistarkreppu. Gerðu nú sjálfri þér greiða og geymdu öll frekari skrif þar til þú nærð þér upp úr henni svo þú hafir minna að skammast þín fyrir þegar þú nærð áttum.

Ef þú heldur þessu skrifum áfram þá gæti það hæglega orðið til þess að halda þér í úlfakreppu geðrænna vandamála og sjálfsblekkingar um mörg ókomin ár.

Þú vilt tepruleysi, þetta er það sem flestir eru að hugsa um þig en enginn þorir að segja upphátt, alveg eftir þinni forskrift.

Nafnlaus sagði...

ekki opinbera þig!

aðdáandi

Mengella sagði...

Ég veit ekki hvort þú ert að reyna að hnoða saman einhverri hálfkaraðrir afstæðishyggju um sannleikann. Það má vera. En hún er hvorki þrauthugsuð né sérlega merkileg.

Hitt er annað mál að grunnurinn undir málflutningi þinnum er löngu brostinn. Til að byrja með gerirðu tilraun til að einangra mig og stilla mér upp við hlið hinna gagnmerku geðklofasjúklinga. Að skrif mín séu með annarlegum tengingum og torskilin venjulegu fólki.

Um leið þykist þú sjá fullt af merkjum í máli mínu til stuðnings afar hæpinni sálfræðigreiningu. Að öll algengustu merki geðrænna vandamála, tilvistarkreppu og minnimáttarkenndar blasi við.

Ég hlýt því að spyrja.

Ef mál mitt er fullt af annarlegum tengingum, sem í huga venjulegra manna tákna allt annað en hjá mér – hvers vegna gildir þá ekki hið sama um þessi geðveilumerki? Hvað gerir þau júniversal?

Nafnlaus sagði...

.. það er kjánalegt að koma fram nafnlaus á bloggi einstaklings/karakters, benda á gerðræna kvilla sem nafnlaus telur sig sjá. Ef sá/sú nafnlausa hefði í alvörunni áhyggjur af geðheilsu Mengellu-ritara væri betra að fara fínlegri leiðir að því - þetta hjálpar varla einstaklingi með geðræn vandamál. Ef líkja á Mengellu við skapara.com skilur fólk hvorki alvarleikann og viðbjóðinn á skapara.com það sem ungabörn eru kölluð skítaseiði og almennt hatur á fólki er sett fram, né heldur skilja þeir sem tengja Mengellu og skaparann saman hvað Mengellan á við. Mitt dæmi: Á svo gott sem hverjum degi ber Morgunblaðið út áróður um leiðtoga annarra stjórnmálaafla en X-D undir nafninu staksteinar, oft á tíðum svo rætinn að venjulegu fólki blöskrar, að mínu mati er Mengella staksteinar einstaklings.

Nafnlaus sagði...

Ég er á því að málfrelsið sé nógu sterkt til þess að þola alla, líka vitleysinga.

ÞÖA

Nafnlaus sagði...

Ég sé að þú hrósar þér fyrir málefnaleika hjá honum Agli.

Ég hélt ég yrði ekki eldri, þú ert nákvæmlega sami sauðurinn og Egill. Þið haldið báðir að þið séuð svo klárir að þið getið gasprað um hvað sem er hvenær sem er án þess að kynna ykkur málið. Hvorugur ykkar hefur hugmynd um það hvað málefnaleiki er.

Það er nákvæmlega svona sem geggjuðu trúarleiðtogarnir byrja.

Nafnlaus sagði...

Hó hó hó,
víseí: hei hei hei.

shg

Nafnlaus sagði...

"...there is a sucker born every day"

Það er gaman þegar aldraðir unglingar skríða uppí fangið á siðgæðisvörðum meðalmennskunnar, sem veifa refsivendinum.

"rotþró bloggsins" !!! Það er þó gott að Egill finnur sitt mundangshóf miðað við öfgarnar.

Til hamingju með "öfgarnar" Mengella!

Megi Agli auðnast að átta sig á því að þegar hann furðar sig á því hver þú ert, þá er hann að reyna að átta sig á því hvað þú ert.

(ég líka)

"May the show go on"

Nafnlaus sagði...

Og sýninginn mun halda áfram. Stórkostlegt.

En ég óska blábjánum sérstaklega til hamingju. En þó sjálfsrúnkaranum sérstaklega Krulla kverúlant og öllum hinum moggabloggskynvillingunum!

-Ég
250979-5099 (skiptir það máli?)

Nafnlaus sagði...

og kannski þvagsýrugigt?