Og þá er það opinbert
Æviferill Mengellu hefur verið kostulegur á ýmsan hátt. Hún fæddist í koddahjali tveggja barnalandskvenna. Hildur Lilliendahl var önnur og var á þeim tíma að jafna sig á erfiðum sambandsslitum, m.a. með þreifingum á sínu eigin kyni. Eftir velheppnaðan kynlífshlutverkaleik þar sem Hildur var í hlutverki Mengellu (sem var leðurkvendi mikið) kom upp hugmyndin um að vekja karakterinn til lífsins utan svefnherbergisins. Hún steig fram á sjónarsviðið á BL og ávann sér hægt og rólega sess sem mikið og óvægið meinhorn. Helstu áhugamál hennar voru útúrsnúningar, gæludýradráp og athugasemdir um stíl og málfar.
Smám saman vaknaði löngunin til að glæða gelluna meiri raunveruleika. Og eitt sumblandi kvöld á öldurhúsi var stofnuð ritstjórn um Mengellu, áætlunin var sú að Hildur léti reka Mengellu af Barnalandi og hún myndi byrja að blogga í kjölfarið. Þórarinn Björn var tekinn inn í hópinn og ónefnda Barnalandskonan datt út fyrir fullt og allt enda hafði kárnað gamanið á milli hennar og Hildar. Þá fékk Hildur Jón Örn með í kompaníið auk tveggja annarra.
The rest is history.
Nú er ritstjórn Mengellu opinberuð í heild sinni í fyrsta skipti.
1. Hildur Lilliendahl
2. Jón Örn Loðmfjörð
3. Ásgeir H. Ingólfsson
4. Þórarinn Björn Sigurjónsson
5. Þórdís Björnsdóttir
Við þökkum fyrir okkur!
29 ummæli:
Magnað.
Annars fannst mér frekar augljóst að Mengella væri fleiri en ein persóna. Ritstíllinn kom upp um það.
Eru skoðanir Mengellu uppgerðar eða skoðanir þessarar ritstjórnar? Skrifar Hildur þá undir viðhorf eins og þau sem birtast í Breiðavíkupistlunum? Og hvar er allt femíníska vælið hennar? - Ef skoðanirnar voru uppgerðar hver var þá tilgangurinn með þeim? Ef þær voru það ekki þá geti meðlimir þessarar ritstjórnar ekki annað en gengist við þeim.
Bæti því við að pistlarnir voru vel skrifaðir en þetta fólk allt góðir pennar. Og ég var sammála mörgum þeirra.
Þetta er ekkert úthald.
Hversu marga bloggara þarf til að búa til bloggútgáfuna af bekkjartrúðnum sem elskar að girða niður um stráka í frímínútum og hlaupa um með húfur af stelpum?
Svar: fimm.
Ég vona að þetta þýði ekki að þið séuð að hætta. Það var rétt að verða orðið gaman að sniðganga ykkur. :)
Þá mun Hildur hafa skrifað megnið af færslunum. Ég leiði líkur að því að hinir strumparnir (sem hún telur þarna upp) séu henni eingöngu til stuðnings enda ekki vanþörf á.
Hvar fittar Óli Sindri inn í þetta allt saman?
BANG! Við gleymdum Óla Sindra. Samt ekki, annað hvort Jón eða Doddi sagði eitthvað um hann í játningafærslunni sinni. Já, vissuð þið það ekki krakkar? Við erum að vinna í því að gangast við Mengellu á okkar eigin síðum. Og á Facebook. Tékkið endilega á því!
Ást!
Hildur, Lommi, Doddi og co.
Og ÁBS! Nei, það er grundvallarmisskilningur að við þurfum að gangast við einu eða neinu. Ekki frekar en við þurfum að afhjúpa (frekar en við viljum) hvað hvert okkar skrifaði, í hvaða tilgangi eða hvort við trúðum á einn málstað eða annan. Þvert á móti gerum við nákvæmlega það sem okkur sýnist.
Ef þið skrifuðuð Mengellu hver er þá höfundur ÁBS?
Steinar Bragi og Hermann Stefánsson eru á bakvið ÁBS.
Sýndarmennskan svíkur aldrei.
Bárður R. Jónsson
Ég tók aldrei eftir Þórdísi, hún hefur verið eftir minn tíma við lyklaborðið. Ásgeir treður sér hinsvegar í allar nefndir og ritstjórnir sem hann getur.
Ég hef ekki hitt Þórdísi heldur. Þórdís Gísladóttir gleymdist hinsvegar í þessari upptalningu, hún hefur verið mér innan handar með ýmislegt smálegt og ætti klárlega að eiga sæti í formlegri ritstjórn.
Djöfulsins lygi, ég þoli ekki nefndir. Ritstjórnir eru hins vegar oftast fínar, þótt oftast sé mér troðið í þær alsaklausum ...
Merkilegt að nokkur hafi kjark í það að játa svona óskapnað á sig.
Það er eiginlega eina hrósið sem hægt er að gefa ykkur eftir erfiði síðasta árs.
...hm!? Þvílíkt antiklímax, svo þið voruð bara mennsk?
Og ÁBS engu nærri?
Er ÁBS í alvöru Steinar Bragi og Hermann??
Vá... LOL!
En mér finnst hann frekar líkur Ármanni Jakobs í dulargervi. En sei sei! Svo eru þetta þeir vinirnir, Steinar sæti og Hermann snillingur, eftir allt saman!!! Ég sem er búin að gráta og gráta yfir því að fá ekki neina bók frá hvorugum þeirra þessi jólin...!
Skrif ÁBS eru einmitt eins og hvít fjöður sem svífur svo létt um þunga skammdegisins.
Ég elska hvað lífið getur komið manni á óvart! Elska ykkur takk, og fokk jú samt líka.
Brrrrrr issó B(ragi) Jó hann es son
Og hvað ætlaði nú að fara að gera? Eitthvað leiðinlegt eins og að semja ljóð?
En takk fyrir skemmtunina. Nú má loka internetinu...
Vertu ekki svona vitlaus, Hildur. Ef þið standið öll á bak við þetta þá standið þið við þær skoðanir sem hér hafa verið boðaðar. - Ef þetta er einhver lygi þá er það bara óttalegur barnaskapur.
Hvað með Walterego?
walterego er Ozzy.
ég helld að vefstjórnenndur barnalannds séu á bakvyð þetta alt. þetta er a.m.k. ein bessta kinning firir bl sem ég man eftir. eða vesta kanski. allavega kinning.
Þórdís Björnsdóttir?! Er það ég??? Margt bendir til þess þar sem ég þekki hin nöfnin... og ef svo er, viljið þið þá fjarlægja nafnið mitt strax! Ég hef aldrei samþykkt að vera í nokkurri ritstjórn fyrir eitt eða neitt.
Eftir að hafa lesið hin kommentin virðist mér sem þetta sé misskilningur, og að Þórdís Gísladóttir eigi 5. sætið, en ekki ég. Eruð þið ekki til í að laga þetta?
...sem fyrst!
Úpss. Mátti þetta þá ekki sjást?
http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1302562
Hildur hefur ítrekað þvertekið fyrir að vita hver Mengella sé. Ég get vel skilið að hafa gaman af því að eiga nafnlaust alteregó á netinu en að halda leiknum áfram eftir að kemst upp um þig það er nú bara óttalega hallærislegt verð ég að segja.
Eftir að kemst upp um mig? Er það líka ég sem þú ert að tala um þarna í seinni hlutanum? Crazy.
Skrifa ummæli