3. nóvember 2007

Ritskoðun

Það felst hreintútsagt ótrúleg einfeldni í því að segja að ritskoðun felist í því einu hvort eitthvað sé bannað. Það er kannski orðið sem er villandi. Ritskoðun er miklu víðtækari en svo. Það er t.d. ritskoðun að setja aðvörunarmiða á vörur, t.d. um blót, nekt eða æskilegan aldur neytenda. Það er ekki minni ritskoðun að færa bók úr barnadeildinni í hina væntanlega agnarsmáu deild pólitískra áróðursrita. Nú eða bara stilla barnabók þannig upp í barnadeildinni að börn geti ekki með neinu eðlilegu móti séð þær (eins og Eymundsson í Austurstræti hefur gert við Negrastrákana). Það er líka ritskoðun að krefjast þess að tilteknar bækur séu ekki lesnar (eða sungnar) í tilteknum leikskólum. Ritskoðun er svo miklu meira en bara bann við útgáfu.

Deilan um 10 litla negrastráka er fyrst og fremst deila um ritskoðun. Framanaf voru háværar raddir sem heimtuðu allrahanda ritskoðun. Það átti að banna lestur á bókinni, söng á vísunum eða færa bókina til. Það var svosem enginn (með viti) sem vildi banna útgáfuna en óskin um ritskoðun var rótsterk fyrir því. Og er enn.

Vinstri sinnaðir og ungæðingslegir menningarbesservisserar hlupu á sig. Og eru búnir að fatta það, a.m.k. sumir. Menn féllu í þá gildru að koma fram við aldraða bók eins og aldraða manneskju, þ.e. af næstum takmarkalausri lítilsvirðingu. Af því að bókin var gömul mátti lemja á henni með nútímalegum gildismatskylfum. Hæðast að henni og lítilsvirða hugmyndir hennar. Meðan raunin er sú að ef verið væri að gefa tíu litla negrastráka út í fyrsta sinn núna væri hún líklega nógu framandi til að teljast stingandi, ljóðræn snilld og sama liðið og núna fordæmir hana myndi slá um hana skjaldborg. Ástæða þess að fólk (þ.e. læsar vitsmunaverur, ekki heimskir blendingsverndarar) ræðst heiftúðlega að bókinni er sú að í sinni þeirra tekur bókin sig alvarlega. Ef hún væri framsett sem ísmeygilegt háð væri hún varin og virt.

Málið er að bókin er hvorugt. Hún er hálfkæringsleg og óalvarleg barnabók og það eina ljóta sem negrum er gert í henni er að láta þá spila rullu íslenskra bænda (einn þóttist stór og fékk á hann, annar drakk sig undir borðin, þriðji át á sig gat, fjórði var stangaður af belju). Það var öll syndin. Hinn hroðalegi rasíski undirtónn vísunnar var sá að við líktum negrunum við okkur sjálf.

Það er ekki langt síðan ungskáld íslensk pönkuðust í geðveikum íslenskukennara vegna þess að henni þótti einn vinur þeirra vera lélegt skáld og í raun ekkert annað en pínulítill naggur að gera sig stóran með klámkjafti (sem ég held að sé ekki útilokað), það er aðeins lengra síðan maður pissaði upp (niður) í sjálfan sig í sunnudagskastljósinu, töluvert lengra er síðan Zappa þurfti að takast á við hálfan heiminn vegna þess að textarnir hans voru svo dónalegir og lengst er síðan Þórbergur var dæmdur fyrir að lítilsvirða hið mikla menningarríki þýskra nasista.

Ritskoðun er kjánaleg og óþörf. Það á ekki að ráðast á bókmenntir (eða nokkuð annað ef því er að skipta) með velsæmið að vopni. Velsæmið sér um sig sjálft. Það þarf ekki vitiborna talsmenn í viðbót við þá vitlausu.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, þetta meikar svolítinn sens en ekkert of mikinn. Ritskoðun á barnaklámi er t.d. ekkert kjánaleg og óþörf, eða finnst þér það? Er ritskoðun á snuff myndum eitthvað sem þú myndir afgreiða með jafn einföldum hætti? Er þetta (útbreidda) viðhorf þitt ástæða þess að þú ritskoðar ekki sjálfa þig meira?

Mengella sagði...

Barnaklám, morð og slík óáran er ekki útskúfað í nafni velsæmis – heldur vegna þeirra glæpa sem standa á bak við.

Á myndum þar sem barnaklám, morð, nauðganir o.s.frv. er sett fram í listrænum (hvort sem hann er smekklegur eður ei) tilgangi án þess að framleiðslan snerti slíka glæpi á ekki að taka í nafni velsæmis.

Nafnlaus sagði...

Ég hrósa fyrir fagran texta, hann stendur feti framar en aðrar bloggfærslur, svo engu líkara er en breyttur maður skrifi.

Nafnlaus sagði...

Það má vera rétt. En hvað er listrænn tilgangur? Hver segir að snuff myndir séu ekki settar fram í þeim sama tilgangi og látinn helga meðalið? Margt fleira er ritskoðað á hverjum degi um allan heim, myndbirtingar eru stoppaðar, nasistaáróðri hafnað, meiðyrði ritskoðuð. Í nafni "velsæmis" ef þú vilt kalla það því nafni. Gætu ekki bara allir borið við listrænum tilgangi?

Nafnlaus sagði...

Það er ekki ritskoðun ef það er ekki hið opinbera sem er að því.

Nafnlaus sagði...

Með eindæmum kjánalegur pistill sem lýsir yfirgripsmikilli vanþekkingu, og er það vel að höfundur opinberi ekki eigin fíflaskap með því að koma undir nafni. Er það nú allt í einu orðin RITSKOÐUN að gagnrýna bækur? Fólk er einfaldlega að gagnrýna rasíska bandaríska bók frá síðust öld sem á ekkert sameiginlegt með íslenskri menningu og á ekkert erindi á þessari öld. Íslenskir bændur koma hér ekkert við sögu. Skoðaðu til dæmis hollensku útgáfuna á þessum fúla rasistapésa hérna
http://www.sarafina.nl/HORROR.html
Hún er nákvæmlega eins og hið íslenska snilldarverk sem þú virðist ekki halda vatni yfir. Væntanlega höfðu hollendingarnir sem pésann stíluðu afdalabændur á Íslandi í huga?
Svo spretta upp hér nafnlausir furðufuglar og fara að tala um málfrelsi? Þórbergur var dæmdur fyrir að gagnrýna nasisma. Hann var líka fyrstur fyrstur manna til að gagnrýna rasisma við öll tækifæri. Ef hann væri nú á lífi er ég viss um að þú hefðir tekið þinn fúla penna úr eigin rassi og skokkað út á ritvöllinn til að girða niðrum sjálfan þig og kalla meistara Þórberg tilfinnangarúnkhæns, eða hvaða fúla orðfæri það nú er sem hér virðist tíðkast í skjóli nafnleyndar. Og hvaða blaður er þetta um að vinstrimenn séu að gagnrýna þessa bók? Ég veit ekki betur en þessi hallærislega vinstrimannamennta bókmenntaelíta, Skudda og Skuggur, Egill Helga og Kolbrún Bergþórs, með það fúla hirðfífl sem heldur á penna á þessari síðu í broddi fylkingar, hafi ráðist með offorsi á einhverja vesalings konu því hún baðst undan því að þetta stæka rasistarit rit væri lesið fyrir barnið sitt í leikskóla. Þið menntaelíta Íslands höfðu þjóðina alla æpandi og ýlfrandi í liði með ykkur í einhvers konar einhvers konar lynchmob á þeim forsendum að þið hefðuð nú sjálf lesið bókina, og ekki séð neitt rasískt, feitt miðalda sóffakommaliðið, uppfullt af sjálfsréttlætingu, yfirlæti og yfirdrepuskap. Má þessi unga kona ekki biðja um að rasistabókmenntir séu ekki lesnar fyrir barnið sitt á leikskóla? Hvaða fáránlega umræða eiginlega? Og hvaða endemis bjáni heldur eiginlega út þessari síðu?

Nafnlaus sagði...

"Ding ding ding"... Þessi bardagi er búin. Menngellus er andlega dauðrotaður og ætti samkvæmt læknisráði ekki að fara oftar í þennan umræðuhring.

TKO by 10 litlir negrastrákar feat. ónafngreindur

Nafnlaus sagði...

Jebb, algert burst.

Nafnlaus sagði...

Fyndið hvað hægrimönnum finnst "menntun" vera ljótt orð, sérstaklega þegar það á við einhvern sem aðhyllist aðrar skoðanir en þeir.
Ennþá fyndara er að þeir sem gagnrýna Mengellu hvað mest fyrir að koma ekki fram undir réttu nafni eru nánast alltaf "nafnlausir".
Alveg hreint mega krúttlegt.

Nafnlaus sagði...

Sá langorði var varla hægrimaður, of stækir fordómar gagnvart feitu og miðaldra fólki til þess.

Nafnlaus sagði...

"Elvar" (ekki hægt að finna út hver þú ert í raun út frá því). Þessir nafnlausu menn sem eru að gagnrýna Mengellu eru alveg jafn nafnlausir og mengella sjálf! Ef mengella væri hér að koma fram undir eigin nafni þá væri hægt að rökstyðja að nafnlausar "árásir" eða gagnrýni séu gunguskapur. En þar sem mengella byrjar sjálf nafnlaus samskipti þá finnst mér alveg sjálfsagt að svara henni nafnlaust!

Nafnlaus sagði...

Eða undir einhverju krúttlegu gælunafni...

Nafnlaus sagði...

Bíddu, ef það er svona forkastanleg ritskoðun að Eymundsson setji bókina þar sem börnin finna hana ekki, hvað þá með kvikmyndaskoðun, sem dæmi? Eigum við að afnema aldurstakmarkanir á kvikmyndir? Leyfa litlum börnum að horfa á Hostel þegar Sveppi er búinn á laugardagsmorgnum? Í mínum huga er þetta það sama. Þarna erum við að tala um tilbúna staðla - kvikmyndaskoðun tekur ákvarðanir um að ákveðið efni henti ekki ákveðnum aldurshópum og ritskoðar samkvæmt því. Eins getur Kvikmyndaskoðun sett ákveðnar myndir í hóp með klámi, og það fer alls ekki í almenna dreifingu. Að sama skapi hefur Eymundsson greinilega sína staðla, sem eru að fullorðið fólk eigi að kaupa Negrastrákana, en hún eigi ekki að liggja fyrir augunum á börnum. Það verður alltaf ritskoðun. Hún er óhjákvæmileg.

Eyvindur ekki-nafnlausi

Mengella sagði...

Hér að ofan er eitt gáfulegt komment. Það kemur frá Eyvindi stórvini mínum Karlssyni sem bendir á punkt sem óhjákvæmilegt var að nefna. Ég nenni ekki að bogra hér í kommentakerfinu svo ég hendi inn færslu.

Nafnlaus sagði...

Mál og Menning er með negrastrákabókina á sér borði fremst og fyrir allra augum, enda er þetta metsölubók hjá þeim í augnablikinu, allt þetta fjaðrafok út af bók sem sennilega hefði ekki selst í neinu teljandi magni er búið að gera þessa bók að mest seldu bók á landinu í augnablikinu, magnað helvíti barasta.

Valtýr/Elvis2