27. júní 2007

Byltingin étur...

Ég er afar tvístigandi um það hvort ég eigi að nenna að setja mig inn í rifrildi Níhils/EÖN og Þrastar/Hermanns/Davíðs.

Snýst málið um eitthvað annað en eftirfarandi?

1. Níhilistar (einn eða fleiri) hæða gæði ljóða í Lesbókinni (sem þeir þó í aðra röndina virða mikils, þótt ekki sé nema sem stall undir eigin brjóstmyndir/kjötketil).

2. Ritstjóri Lesbókar og vinur hans hæðast að Níhil á móti (á þann einkennandi kæruleysislega/yfirlætisfulla hátt sem einkennir þá sem hafa hefðina sín megin en sjá tímann í liði með hinum).

3. Níhilistar bregðast ókvæða við.

4. Skáld, örlítið eldra en Níhilistarnir (eða a.m.k. utangátta í þeirra hópi), sem komið er með nóg af því að framlag sitt til ljóðagerðar sé afgreitt sem lognið á undan storminum, sér lag og kemur með snarpa stungu á páfa Níhils.

5. Páfinn er nú kominn í vont skap og rífur kjaft.

Ef hér er eitthvað fleira á seyði, sem ég hef misst af við fyrstu yfirferð, endilega látið mig vita.

Mikið vona ég að þetta snúist um meira en snautleg samskipti særðra egóa.

Hvað sem öðru líður þá er þetta til marks um það að það eru of margir karlmenn í ljóðaumræðu hérlendis og of fáar konur.

Kannski er það bara ég en mér finnst þetta passa skemmtilega við hina þekktu og snyrtilegu afgreiðslu á efni Íslendingasagnanna:

Bændur flugust á

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er frasinn ekki: "Bændur flugust á"? - kv. Friðrik Mannekla

Mengella sagði...

jú, hárrétt. thx.

Nafnlaus sagði...

Bíddu, var frasinn ekki: „Mér gæti bókstaflega ekki verið meira sama hver Mengella er …

Fyrir mér er þetta allt Hermann Stefánsson. Nema þeir sem þykjast vera Hermann, það eru kviksögukrakkarnir.“

Einar Steinn sagði...

Ég hef nokkuð öruggar heimildir fyrir sjálfi Mengellis og þigg hvers konar mútur. Eða eins og Velvet Jones orðaði það: "Be somebody. Be a ho'."

Nafnlaus sagði...

Ekki er gott að vera tvístigandi.