29. júní 2007

Kjánar



Að mótmæla álverum með því að hjóla á (ál)hjólum um borgina og bjóða öllum sem taka þátt í mat, sem eldaður er í (ál)pottum er álíka gáfulegt og að mótmæla vændi með því að kaupa sér þjónustu vændiskonu og neita sér um fullnægingu.

Öppdeit: Vísir hefur birt leiðréttingu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það eru líka kjánar sem trúa því sem þeir lesa á visir.is...

Eiríkur Örn Norðdahl sagði...

Jeminn. Hverju tekur fólk upp á næst? Kannski þau mótmæli mengun með því að anda að sér andrúmsloftinu?

Doddi sagði...

Þessi frétt á vísi punktur is er röng og vitlaus og vita vonlaus.

1) Þetta var á vegum reiðhjólaklúbbsins Ræbbblarnir og annað áhugafólk um reiðhjól,
2)Þetta voru ekki mótmæli gegn neinu,
3)Þetta er byggt á uppákomu er ber heitið Critical Mass sem felst í því að reiðhjólafólk hittist á tilteknum stað á síðasta föstudegi hvers mánaðar og hjóla til að hjóla.

Þetta er skýrt dæmi um afar lélega fréttamennsku. Þó að sumir í hópnum voru ef til vill klæddir einsog ónytjungar og iðjuleysingar er ekki hægt að álykta út frá því að um mótmæli séu að ræða og að uppákoman hafi verið á vegum savingiceland.org.