26. júní 2007

Viðundrasýning

Þau undur og stórmerki hafa gerst að stærsta bloggsamfélagið á Íslandi fór að snúast nær eingöngu um kynlíf og -langanir vangefinna.


Málið hófst í tölvuverum HÍ þar sem fíngerður mannfræðistúdent líkamnaðist í tvo sveitta og loðna ruma með þykka putta og lafandi brjóst. Kjötfjöllin tvö sátu langdvölum við tölvur skólans og tístu af kátínu yfir harðkjarnaklámi og allra handa viðbjóði. Einn góðan veðurdag harðneitar ein tölvan, sem þeir félagar höfðu þjösnast á, að fara í gang. Kallaður er til tölvuumsjónarmaður, sem uppgötvar sér til skelfingar að harði diskurinn er fullur af slíkum óþverra að brothætt sinni hans brestur. Skjálfandi, lítið strá skríður hann til samstarfsmanns síns og trúir fyrir raunum sínum. Samstarfsmaðurinn hefur samstundis umsát um jakana. Í stað þess að loka fyrir aðgang þeirra fyllir hann tölvurnar af njósnabúnaði og fylgist með hverri hreyfingu þeirra. Líður nú nokkur tími. Rumarnir brjóta öll lög sem lúta að klámi og á eftir þeim liðast sleipi kerfisstjórinn og brýtur öll lög um persónuvernd og ábyrgð í starfi. Það sem gerist næst er nokkuð óskýrt.


Kerfisstjórinn þykist hafa ákveðið að slá af starfsemi sinni sem sjálfskipðaður refsivöndur og ákveðið að innvinkla réttarkerfið í málið. Eitthvað var hann þvoglumæltur við lögguna, að minnsta kosti tókst honum ekki að vekja áhuga hennar á ósköpunum.


Leið nú og beið.


Mörtröllin fá leið á Háskólanum en fá þeim mun meiri áhuga á gæludýrum og eigendum þeirra. Það greindara þeirra fær að auki áhuga á heilalamaðri stúlku. Hann býður henni í rómantíska heimsókn sem lyktar með holdlegu samneyti. Þótti heldur halla á stúlkuna í þeim gjörningi. Eftir að hafa látið sprundið hesthúsa sperðilinn á sér og skakað sér þannig góða stund kjagar tröllið inn á salerni og lýkur sér af með handafli.


Stúlkan klagar hann fyrir löggunni en dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að hér hefði verið á ferðinni ofur hefðbundið, íslenskt kynlíf.


Bugaður af reynslu sinni flyst tarfurinn inn til vinkonu sinnar í Njarðvíkum. Að auki verður hann ástfanginn og kvænist. Mýkist hann allur upp í þessu góða yfirlæti og fer að blogga. Blogg hans öðlast miklar vinsældir og þakkar hann það meðal annars því að hann hafi stælt bloggátrúnaðargoð sitt, Kela. Bloggið (sem varð einhverskonar samsuða Kelabloggs og StebbaFrbloggs) verður einnig þekkt fyrir eldsnarpar stungur á feminista, sem tröllinu er heldur illa við.


Þá verður allt vitlaust. Aðstandendur þeirrar heilalömuðu fara að ofsækja vininn með athugasemdum og jafnvel bloggum honum til höfuðs. Benda á þá augljósu staðreynd að það að vera ákærður fyrir nauðgun jafngildi sekt. Rökin hljóma kunnuglega í eyrum Barnlendinga sem taka málið upp á sína arma og þar sem Barnaland var á þessum tíma að drepast niður í klofið á sér af leiðindum var tilvalið að hefja keppnisumræður um andstyggð piltsins. Hrúguðust því inn heimsóknir á búðinginn, sem færðist allur í aukana, og hélt að hnífbeittar stungur hans á feminista væru skýringin á auknum hamagangi. Gerist hann svo háfleygur að hann fer að yrkja níð um kerlingar. Að öðru leyti er blogg hans sauðmeinlaust og þess helsti ljóður að hann ákallar guð í tíma og ótíma.


Þá skríður fram úr tréverkinu öfundsjúkur ormur. Hver annar en siðblindi lagabrjóturinn, vinur vor úr háskólanum. Hann miklast yfir vinsældum snáða og rifjar upp það andstyggilegasta sem hann kann um hann.


Samkeppnisaðili bloggveitunnar sér þar leik á borði. Stærsla bloggsamfélag Íslands er ekkert nema klámið. Klámhöfundar, klámhatarar og klámöfuguggar fylla öll efstu sætin yfir heimsóknarfjölda. Boðað er til veislu í fréttatímum samkeppnisaðilans og hamast á málinu. Horft er framhjá lögbrotum vitnisins og ósamkvæmni í framburði þess. Horft er framhjá múgæsingunni sem hlaupin er í málið. Horft er framhjá því að búið er að svo gott sem nafngreina mennina (með því að rifja upp misheppnuðu munnmökin sem enduðu fyrir dómstólum), horft er framhjá því að hér á í hlut vangefið fólk. Horft er framhjá öllu nema hasarnum í málinu.


Og þá fór málið fyrst á flug.


Nú voru stjórnendur bloggveitunnar í stökustu vandræðum. Bloggið var orðið að viðundrasýningu. Brandara. Rotturnar voru farnar að yfirgefa hið sökkvandi skip. Fréttatenging blogga, sem átti að vera svo sniðug, hafði skapað skrímsli. Bloggið var orðið eins og tíu ára barn í sykursjokki í afmæli. Það gerir eitthvað afkáralegt og uppsker fliss nærstaddra og kann sér svo ekki hóf í athyglissýkinni.


Valíumbryðjandi stjórnendur sáu sér þann kost vænstan að fórna peði í tapaðri stöðu. Þeir lokuðu á tarfinn og lugu því uppá hann að hann hefði ítrekað brotið notendaskilmála bloggsins. Nokkuð sem var svo fjarri lagi, því blogg viðkomandi hafði einmitt verið eitthvað það andlausasta í gervöllum bloggheimum (sbr. líkinguna við Kela og StebbaFr).


En með þessari lokun lauk á vissan hátt þeim farsa sem íslenskt blogg hefur orðið í vaxandi mæli í vor og sumar. Vaxtaverkirinir eru orðnir öllum ljósir. Illgresið er byrjað að sölna og brátt munu bara lífvænlegustu sprotarnir lifa. Og Mengella fékk aftur lyst á að blogga.

9 ummæli:

Unknown sagði...

vúhú!

Nafnlaus sagði...

frábært

Nafnlaus sagði...

Frábært blogg, vekur upp vonina um að enn séu góðir bloggarar þarna úti, en hún hafði gjörsamlega slokknað síðustu daga og mánuði.

Nafnlaus sagði...

Hreint út sagt glæsilegt.

Oskar Petur sagði...

Algjörlega magnað þjóðþrifaverk að fá þig aftur!

Flott kommbakk, sérstaklega langur og ítarlegur aðdragandi að því, sem ég tilnefni bloggsetningu - og gleðitíðindi - ársins:

"Og Mengella fékk aftur lyst á að blogga."

Nafnlaus sagði...

Velkomin/n aftur! Var alvarlega farin að hugsa um að auglýsa eftir bloggi frá þér í kjölfar þessa skrípaleiks sem átti sér stað á moggablogginu, minnti óheyrilega mikið á barnalandssamkomu.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að snúa aftur. Loksins hefur lífið einhvern tilgang.

Nafnlaus sagði...

ó unaður! ég þarf ekki að skoða klám á meðan þú ert við líði! ég las þessa færslu fyrir mömmu mína og við titruðum. Mamma hefur aldrei heyrt jafn mikla snilld. Þú mátt aldrei fara svona aftur - takk takk takk.

Nafnlaus sagði...

Þvílík og endalaus frussandi hamingja að fá mengellusnillingana aftur í gírinn! GLEÐI!