8. október 2008

Kvenlæg kreppugildi


Feministar hafa vaknað til lífsins eftir að hafa greint skræka rödd foringja síns, Steingríms Joðs, innan úr híði sínu. Nú er lag fyrir þá. Lag að því tæi þegar vonlausir vonbiðlar ganga með grasið í skónum á eftir öllum sem hlotið hafa tilfinningalegt skipbrot.

Nú kalla feministarnir eftir því að fjármálalífið hafi hliðsjón af kvenlægari gildum en hingað til.

Horfum framhjá því að það er erfiðara að máta slíka hugmynd við afneitunina um karl- og kveneðli en að fá bankamann til að skipta slétt á krónu og evru. Látum nægja að horfa á þá einföldu staðreynd að feministarnir nenna ekki einu sinni að lyfta appelsínuhúðinni af sessunum til að breyta einhverju hingað til.

Aðferð feminista í viðskiptum hefur verið tvískipt, og ræðst skiptingin af testósterónmagni viðkomandi. Hörkufeministar stunda viðskipti á nákvæmlega sama hátt og karlar. Hinir stunda viðskipti eins og bænalíf.

Feministar vilja helst geta merkt nafnið sitt með bleiku dollaramerki í símaskránni. Þeir vilja svo að eigendur stórfyrirtækja hringi í þá og bjóði þeim að koma og vinna fyrir stórfé.

Þeim finnst að sitjandi krákur eigi að fá jafn marga orma og þær sem fljúga vegna þess að krákur hafi nú rass ekki síður en vængi - og því hljóti að eiga að verðlauna þá sem nota þær guðsgjafir ekki síður en hinar.

Á sama hátt finnst ljótu fólki sjálfsagt bæði sanngjarnt og eðlilegt að það njóti kynhylli til jafns við okkur hin.

En heimur feminista og ljótra (sem furðu oft er einn og sami heimurinn) lyktar af öllu öðru en kaffi. Heimur þeirra er þokuveröld. Uppástungur þeirra hafa álíka mikið vægi fyrir annað fólk eins og uppástungur frjálslyndra, hvítasunnumanna og annarra fasista.

Þótt feministar telji beitingu ofbeldis gjarnan karllæga dygð, þá hefur ofbeldi ætíð verið þeirra eina leið að árangri.

Lykillinn að öllu starfi þeirra hefur verið að komast í þá aðstöðu að geta neytt aðra til betrunar. Hvort sem þeir vilja það eða ekki.

Áður en feministum er hleypt af stað með umkvartanir og umbótatillögur er rétt að krefja þá svars við einni einfaldri spurningu:

Ef samfélagið hefði verið stórlega bætt með kvenlægari viðskiptaháttum, bæði mælt í efnislegum og óefnislegum árangri, hvaða afsökun hafa feministar þá fyrir því að hafa ekki lyft litlaputta til að stuðla að þessum bótum?

Fyrr en gott svar kemur við þessu ber þeim að halda kjafti.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hang on

Eru ekki kvenleg gildi rýkjandi núna? Það eru allir að væla og grenja, gæti ekki verið kvenlægara.

Nafnlaus sagði...

ÆÆ. Nú langar mig að drepa þig.
-þ.

Nafnlaus sagði...

Ertu að tala um einhverja ákveðna feminista, altsvo þessir sem sitja alltaf?
Hvernig veit ég hvort ég er feministi sem er sitjandi alltaf eða standandi, það er soldið on-off hjá mér, stundum ligg ég líka. Mig langar mikið að vita hvorn hópinn ég fell inní.
Ýkt mikilvægt sko núna, ég vona svo ógó mikið að ég falli inn í standandi feminista hópinn af því að þær eru sætar. Hinar eru ljótar og með appelsínuhúð og nenna ekki að standa upp í kreppunni, oj barasta

Svo er mikilvægt að vita strax, eru karlar í fjármálum sætari en aðrir karlar?
Ég er geggjað sæt en samt hefur enginn beðið mig um neina hjálp - geðveikt óþolandi að þessi kallar komist alltaf í allar stjórnir af því að þeir eru svo sætir og njóta kynhyllis