Ég skal játa fyrst allra að auðveldara er að koma auga á gallana í fari fólks en kostina. Flestir eru einhverskonar töggótt samsuða hvorstveggja. Þó vilja hlutföllin vera fólki undarlega óhagstæð.
Mér þykir ekkert skemmtilegra en að uppgötva fólk sem vit er í. Ég hreinlega nýt þess að lesa texta eftir skynsamt og orðheppið fólk. En af einhverjum ástæðum verður alltaf erfiðara að finna það.
Blogg opinberar persónuleikann á bak við það. Það þarf einstaka stílista til að hylja fínni drætti persónuleika síns og halda óræðri ásjónu í skrifum sínum.
Ég lék mér að því (þar sem ég er áhugamaður um persónusköpun) að greina nokkra þekkta persónuleika í bloggheimum:
Guðmundur Steingrímsson:
Guðmundur er fram úr hófi hégómlegur bloggari. Kallaðu upp síðuna hans og við þér blasa þrjár myndir af honum. Stór af glyrnunum í honum, portrettmynd af honum í afkáralegri hryggskekkjustellingu og skjáfryst sjónvarpskappræðumynd af honum í miðri ræðu, n.t.t. miðju sérhljóði með spaðann í valdmannslegri stöðu. Guðmundi þykir þetta vafalítið voðalega flott hjá sér, en er bara broslegur. Ef Ricky Gervais myndi gera þætti um getulítinn en hégómlegan stjórnmálamann myndi hann tækla persónuna eins og Guðmundur tæklar sjálfan sig. Efnislega virðist sem svo að Guðmundur telji sig einhverskonar frónskan David Cameron. Reynir voða mikið að virðast blanda af gáfumenni, húmorista og atorkumanni. Gallinn er að Guðmundur hefur álíka miklar gáfur og þokka í öllum líkamanum eins og Cameron hefur í nefinu einu - en það er að vísu stórt nef. Loks heldur hvimleitt mállýtið aftur af Guðmundi.
Brynja Björk:
Mér líður núna eins og ég sé að fara að tala illa um þroskahefta. Það er erfitt að vita hvar maður byrjar á Brynju Björk. Hún setur stemmninguna fyrir síðuna með yfirskriftinni: „Aldrei hefja rifrildi við einhvern sem kaupir blek í tunnum.“ Ég hef reynt að forðast heldur bloggið hennar, en rambað inn á það af rælni nokkrum sinnum. Ég meira að segja skrifaði athugasemd við eina af færslunum hennar.
Afsakið?
Gleymdi einhver að segja mér að ég væri með minni heila en karlmenn? Af hverju þurfa konur að keppa í sérflokki í skák???
Ég benti henni vinsamlegast á að hún ætti líklega kollgátuna því, eins og flestir sem lokið hafa grunnskóla vita, hafa konur einmitt minni heila en karlmenn. Og ég bætti við vinalegum grunsemdum mínum um að hennar væri líklega í minna lagi. Þetta var að sjálfsögðu áður en ég tók eftir hótun hennar um blekbaðið og ég prísa mig sæla yfir því að svo virðist sem það hafi einmitt verið blektunnuberinn sem átti að koma til hennar upplýsingum um heilastærð þegar hann skottaðist til hennar með blektunnuna. Því hvorugt virtist hafa skilað sér. Hinsvegar er enginn hörgull á strokleðri í hennar búi. Brynja er þessi dæmigerða smástelpa sem lætur sig dreyma um að vera heimsborgari. Miðað við myndirnar á síðunni uppfyllir hún öll skilyrði þess. Spúsi hennar er annað hvort með öldrunarsjúkdóm eða var byrjaður að drekka og sofa hjá þegar Brynja lá með sitt myndarlega nef ofan í Enid Blyton. Síðan hefur ekkert gerst annað en það að Enid innprentaði í Brynju þá ranghugmynd að heimurinn yrði einhvers bættari við skrif hennar og spúsinn varð fyrir því óláni að hrumleikinn prentaði á hann mynd manns með strokukollu, þ.e. hár sem augljóslega er að reyna að flýja afturfyrir hvirfilinn, niður á bakið. Sambönd gerast ekki gæfulegri. Aldurhnigið útlit hans og fagurgali um að hann hrífist af greind hennar sannfærir hana um að hún sé í raun og veru einhvers gildandi í heimi fullorðinna. Og hann fær að ríða síðgelgjukroppi.
Sigmar Guðmundsson:
Sigmar Guðmundsson er eins og hálffrosið kaffimeðlæti hjá gamalli, ringlaðri frænku. Sú gamla heldur að það sé ómissandi en allir hennar gestir hálf kvíða því þegar þeir heyra hana bjástra við bakkann frammi í eldhúsi. Enginn hefur hjarta í sér að hryggja þá gömlu með sannleikanum um bakkelsið. Af óskiljanlegum ástæðum hefur einhver innan Rúv kosið að sparsla upp í hverja einustu dagskrárglufu með Sigmari. Hann er hvergi neitt sérstakur. Hann kemst nokkuð skammlaust frá flestu en hefur enga útgeislun. Af honum stafar ekkert náðarvald. Hann er eins bloggari. Meðan hann bloggar um nauðaómerkilega hluti eins og fótbolta og yfirborðskennt þvaður um daginn og veginn er hann sæmilegur. Um leið og hann þykist gáfaður eða einlægur missir maður áhugann. Yfir öllu er einhver óþolandi Morfísbragur sem loðir við hann eins og lyktin við betlarann. Sigmar er öldruð útgáfa af vinum Eyvindar Karlssonar.
Vélstýran:
Áhuginn á Vélstýrunni blossaði upp með Moggablogginu. Í fyrstu var um að ræða venjulegan áhuga margmennis á viðundrum. Það vildu allir sjá þessa konu hvers typpi lagði í landvinninga upp í kviðarholið og gerðist í leiðinni brautryðjandi á leið annarra typpa upp í sama hol. Svo kom bara í ljós að Vélstýran var svo miklu meira en innfallið typpi. Hún er ágætis penni. Hún er ekki smáfríð og á að baki æði grugguga fortíð með vændiskonum og leðurfésum en hún fellur í kram tveggja hópa fólks. Annarsvegar þeirra sem hafa áhuga á fréttum líðandi stundar, hinsvegar hinum ógeðslega hópi vinasafnara á Moggablogginu. Þessi stærsti leshringur landsins tryggir Vélstýrunni stöðugan straum lesenda. Við hin þolum það alveg að sjá af nokkrum mínútum á viku í að lesa bloggið hennar.