3. mars 2007

Þetta eru mínir einkastaðir

Það er ekkert nýtt að berorð vísukorn séu notuð til að vara börn við pedófílum. Hér er dásamleg tilraun til fræðslu:



Í myndbandinu er bráðskemmtilegt lag, að vísu vantar eitt erindi úr frumgerðinni (um brjóst). Nú stendur upp á einhvern sem á gítar, litskrúðug föt - og umfram allt smekkbuxur að syngja þetta á íslensku. Spila það svo á undan Stundinni okkar. Ég snaraði textanum hér fyrir neðan, að vísu mjög hroðvirknislega, en ég held það komi ekki að sök.

Réttu orðin

Typpi - allir strákar hafa eitt.
Typpi - stundum mjótt og stundum feitt.
Allir strákar skarta typpi, og reynd' að muna að
orðið „typpi“, er hið rétta orð.

Píka - kallast rifan undir þér.
Píka - horfðu niður, hún er hér.
Allar stelpur hafa píku, og reynd' að muna að
orðið „píka“, er hið rétta orð

Rassgat - er þarfaþingið mest.
Rassgat - er á klósettið þú sest.
Við öll höfum rassgöt, og reynd' að muna að
orðið „rassgat“, er hið rétta orð.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki komin út bók í hagkaup með litlum vísum fyrir lítil börn?

Það gæti verið gullnáma.