12. mars 2007

Glymur

Þvílík andstyggðarhörmung er þetta myndband með Eiríki Haukssyni.

Sú ímynd sem sköpuð er:

Miðaldra, leðurklæddur metamfetamínsali með litaðan lubba uppaf háum kollvikum stendur á klöpp í Hvalfirði, skekur sig og hreyfir varirnar með hallærislegum texta við steindauða lagasmíð, sem á ensku hljómar eins og hún komi úr smiðju Herberts Guðmundssonar.

Frumleiki finnst ekki ef frá skyldi telja einkennilega tilraun til að hafa allar nærmyndir á röngum hraða. Tiltækið allt tekur sjálft sig ofur hátíðlega og verður fyrir vikið vandræðalega hallærislegt.

Gráfiðraður, blautur draumur.

30 ummæli:

Hermann Stefánsson sagði...

Þú talar mikið um kollvik.

Mengella sagði...

Þú tekur óeðlilega mikið eftir orðinu „kollvik“. Hví?

Nafnlaus sagði...

Síðan hvænær snýst keppnin um frumleika? Ef bottom line er blautir draumar þá hefur þetta lukkast vel.

Mengella sagði...

Ef hugmyndin var sú að vinna keppnina verður þetta enn ámátlegra.

Við eigum ekki séns á að komast upp úr milliriðli. Til að setja þetta í samhengi þá er þetta áþekkt því að skrá afskorna forhúðina af Lordi til leiks.

Hermann Stefánsson sagði...

Þú tekur óeðlilega mikið eftir því hve fólk tekur mikið eftir... nei anars. Eiríkur er gegt flottur í þröngu leðri.

Mengella sagði...

Eiríkur er frábær. Um það efast enginn.

Nafnlaus sagði...

Ehm...varstu að búast við einhverju vitrænu út úr þessu? Aldraður rokkari að rifja upp glataðan feril með texta sem enginn skilur...einfalt og segir það sem segja þarf.

Nafnlaus sagði...

Af hverju eru menn alltaf að sleikja Eirík Hauksson upp?

Mengella sagði...

Af því hann fékk krabbamein.

Nafnlaus sagði...

Ég kommentera hér í fyrsta skipti og sem sérfræðingur um tónlistarmyndbönd, auk þess sem ég er einlægur Eurovision aðdáandi. Í skjóli nafnsleysis laumupúkast ég til að segja að vídeóið er æði. Hef búið í Englandi í 12 ár sem myndbandsgerðarkona (dulnefnið kannski ónýtt). Dirfist ekki að andmæla Mengelu enda dauðhrædd við hennar eiturtungu, samt verð að segja að Eiríkur Hauksson er sómi lands og videóið er alveg Eurovision perfect. Trust me, I do this for a living. Mingella, það er ekki holt að vera svona kaldhæðin, sparaðu eitrið aðeins. kossar x

Nafnlaus sagði...

Eðlilegt að vera sérfræðingur um tónlistarmyndbönd.

Nafnlaus sagði...

Hvað segir Nigella við þessu?

Nafnlaus sagði...

Mér var að detta í hug þetta mergjaða ljóð:

Víkingur bastarða!
Glymur
Að drepast úr hita
Yfirdrepsskapur og uppskafning
Lofsöngur (Scrabble Version)
Músin sem fór í sveitarferð
Sérstaklega steindauður
Sjá...

Le Horla
Marxistar í Köben
Rugludallur
Svar við fyrirspurn.

Meistaravörurnar
Þá er það komið á hreint.

Sönn saga úr daglega lífinu
Hinir viljugu
Konni og Nonni
Konni og Nonni
Ég er ekki þú, ég er annar.

Þetta eru mínir einkastaðir
Á þetta að vera grín?

Jæja.

Glæpaskáldið

Nafnlaus sagði...

Las allt blogið þitt í dag, í fyrsta skipti.
Mér þótti vænt um skrif þín um Werner Herzog. Hélt að hann væri öllum gleymdur.
Hitti Eirík Indæla í fyrradag með nýlitað hár. 46 ára gaur með magenta
hár í Eurovision. Krumpufés. Leður. Tónlist fyrir lobotomydeild gullfiska.

Nafnlaus sagði...

áfram Mingella!

Nafnlaus sagði...

Fram til sigurs Blinda belja!

Halli sagði...

tékkar ætla að sigra í frumraun sinni í júgursýnkeppninni.
þeir spila þar úr sinni eigin útgáfu af Eiríki Haukssyni. þessi er með krabbamein í raddböndunum.

jútjúp myndband

mannbelja?

Mengella sagði...

Ég ætla nú ekki að þræta við sérfræðinginn og eurovisonaðdáandann Svönu, en...

...það má vel vera að notaðar hafi verið fullkomnar vélar og góðar græjur við gerð myndbandsins. Það breytir ekki því að algjört andleysi skín í gegnum það, það er ekkert að gerast. Einhverjir dúddar á rúnti upp í Hvalfjörð þar sem einn þeirra fer út að pissa og hoppar út á klöpp á meðan hinir spígspora um malbikið í kringum bílinn.

Myndbandið unnið með þessum hefðbundna gráupplitaða blæ sem einkennir íslenskar auglýsingar og á að vera voða flottur. Eiki sjálfur upplitaður. Stóri-Rauður ekki lengur rauður heldur valhnetubrúnn.

Lagið flatt og kraftlaust ef frá er skilin ein kjánaleg hækkun sem er svo úr takti við ládeyðuna að maður hrekkur við.

Illa gert myndband við dapurlegt lag.

Nafnlaus sagði...

Ég vildi bara að Mengellan væri eins málefnaleg og hann Kiddi er þessa daganna: http://amorfati.blogspot.com

Þarna er maður sem hefur eitthvað annað fram að færa en þessi niðurrifsskrif Mengellu.

Nafnlaus sagði...

daganna með 2?

Nafnlaus sagði...

Það vantar alla auðmýkt í mengella. Hver skapar slíkt skrímsli? Breiðavík? Dressmann?

Nafnlaus sagði...

Ef Mengella hefði nú auðmýkt amorsfata.

Nafnlaus sagði...

Hvað skóp Soffíu frænku í Kardemommubænum? Veit ekki til þess að neinn hafi reynt að rýna í hennar innantóma sálarlíf hingað til. Hennar rokur og rimmur við þá bræður Kasper, Jesper og Jónatan. En eitt eiga þær sameiginlegt. Mengella og Soffía. Þær eru alltaf svo reiðar.

Nafnlaus sagði...

Menn verða að byrja á þeim jarðvegi sem Mengella er sprottin uppúr.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst lagið með Eika ágætt en guð minn almáttugur hvað enski textinn er vondur.

Valtýr/Elvis2

Nafnlaus sagði...

er ekki hægt að panta níð hjá þér?

ef svo er þá væri gaman ef þú tækir Kela fyrir (aftur), og í þetta sinn með samheitabókina þína góðu að vopni.

kv.

Nafnlaus sagði...

Lagið er flott, flytjandinn er flottur og syngur vel, hef fullkomna stjórn á þessu öllu, en hjálpi mér allir heilagir yfir myndbandinu, það var horrór.

Eiríkur er rauðhærður (það hefur ekki farið fram hjá neinum), það sem hefði verið flott í þessu myndbandi hefði verið að leyfa hárinu á honum að njóta sína og til að fullkomna þetta þá hefði mátt hafa himininn rauðleitan (eins og logandi kvöldsólin væri við völd).
Það hefði gengið upp, ekki þessi grámygla út í gegn og ég er alveg jafn mikið vön/vanur í þessum bransa eins og hver annar.

Þór Steinarsson sagði...

Sko, hverjir eru þessir menn í bílnum (EH og co), hvaðan eru þeir að koma og hvert eru þeir að fara? Það vantar alla sögu í þetta og samhengi sem styður við textann (sem er skelfilegur). Auk þess er umhverfið og öll ásýnd myndbandsins niðurdrepandi. Þarna vantar allt textalæsi.

Hringið á bókmenntafræðing! segi ég.

Nafnlaus sagði...

Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að leikstjóranum hafi þótt þetta úr-sync-i vera „rokk“. Textinn er tær snilld, flott að blanda drekum inn í þetta.

Nafnlaus sagði...

Ekki tala illa um rauðhærða rokkboltann og dauðarokkstöffarann EH.