16. mars 2007

MI:3

Sú sem þetta skrifar er ekki:

Hildur, Pennyfeather, Ólafur Sindir, Shuttleworthy, Bastarður Víkinga (a.k.a. Doddi[?]), Stefán Máni, Auður Haralds, Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Davíð Þór Jónsson, Hnakkus, Glæpaskáldið, Gerður Kristný, Stebbifr, Keli, Eiríkur Örn, Steinar Bragi, Þórarinn Leifsson, Hugleikur, Hallgrímur, Óttar Martin, Kristinn Már „Ég kann að hugsa“ Ársælsson, Sporrong, Birkir Jón Jónsson, Dakota Fanning.

Er ég að gleyma einhverjum?

17 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eru þessir aðilar sem sé tilnefndir til Mengelluverðlaunanna 2007?

Mengella sagði...

Þú átt kollgátuna

Nafnlaus sagði...

Heldur hver? Komdu nú að nefnast á vinur ef þú þorir.

Það er margt sem bendir til þess að einn eða fleiri þessara einstaklinga sé þú. Hafa ýmsir hæfileikar þínir verið tíndir til í því sambandi og dregnar ályktanir af þeim um hver þú ert.
Margir sem nefndir hafa verið eru auðvitað sjálfkrafa úr leik vegna vitsmunalegra undirburða, en aðrir eru vel hugsanlegir.

Þér er aðeins ein leið til að sýna fram á að þetta fólk sé ekki þú. Persónulega vona ég að þú grípir aldrei til þess að gefa út hver leynist bak við grímuna

Það er ekki endalaus sæld að vera dulnefndur.

Fólk sem kennir þig við Kela/Stebbafr er annaðhvort að gera lítið úr þér, eða eigin vitsmunum.
Undir því verður þú að sitja, og umbera hlátrasköll okkar hinna.

Annars held ég að flestum okkar sé sama hver þú ert. Það að þú skulir finna hjá þér þörf til að afneita öllu þessu fólki bendir kannski til þess að meðal þeirra leynist þitt rétta kenninafn. Sá hinn sami er þá greinilega svona lítill í sér að hann reynir að hvítþvo sjálfan sig af þér.

Sér hann ekki að þetta eru meinlausar ágiskanir?

Mengella sagði...

Þetta er mikil speki.

Ástæða þess að ég þvæ hendur mínar er einfaldlega sú að það er ærinn starfi til lengdar að lesa í gegnum tugi og jafnvel hundruð sendinga í hverri viku með ágiskunum, frýjunarorðum og ásökunum um að vera þessi eða hinn.

Ég greini ekki á milli þess hverjir séu þess verðugir eða óverðugir að vera nefndir í sömu andránni og ég.

Og ég lýg ekki.

Þetta fólk er ekki ég. Þeir sem það halda geta snúið sér að öðru eða a.m.k. fundið ný skotmörk.

Nafnlaus sagði...

Þannig að þetta er meira til þess að hreinsa commentakerfið af sömu uppljóstrununum dag eftir dag - þá skil ég þetta vel.

Athyglisvert að þú segist ekki ljúga. Ekki hingað til eða aldrei? Þorir Mengella að lofa því að ljúga ekki þegar (eða ef) sannleikurinn kemur í ljós?

Slíkt loforð yrði auðvitað jafn innantómt og allar þessar fullyrðingar um hver þú ert og hver ekki.

Ég vona að það komi ekki til þess, held að það mynd valda mér vonbrigðum. Eins og það var ömurlegt að fá að vita hverjir stóðu á bak við Baggalút.
Þú ert skemmtilegri en Baggalútur þannig að fallið yrði enn hærra.

Við skulum heldur ekki gleyma að þetta er the Internet. Where men are men, women are men, and underage teens are FBI agents.


Það væri hins vegar gaman ef sú, sá, þau eða það sem kallar sig Mengellu myndi gleðja okkur með meiri Nonna & Konna.

Nafnlaus sagði...

Ásthildur Cesil? Já mengella er hún.

Mengella sagði...

Ég lýg aldrei.

Nafnlaus sagði...

Já,hverjir standa á bak við Baggalút?? Ég hef aldrei pælt í því...Veit bara að það er til hljómsveit með því nafni,en hún hefur kanski engin tengsl við vefsíðuna?? Nú spyr maður eflaust eins og kjáni..en spyr sá sem ekki veit....Hverjir standa á bak við Baggalút??

Kv...Gústi Svangi..

Nafnlaus sagði...

Reyfarakaup!Die Sonnette an Orpheus fyrir fimmhundruð kall i hinni illa lyktandi Safnarabúð. Insel Verlag úfgáfan frá 1923.

Mengella sagði...

„Sonette“ hefði ég haldið.

Nafnlaus sagði...

Anonymus er ekki á listanum!
Vér mótmælum!

Nafnlaus sagði...

Anonymus ekki á listanum? er ekki venjan að stafsetja það "Anonymous"!!?
Mig langar samt að vita hverjir standa á bak við Baggalút..

Kv..Gústi Svangi

Nafnlaus sagði...

Mér er sama hvort fólk í myrkri fái á andlitið vasaljós-geisla. Ég leyfi bara ráðgátunni að lifa. Finnst þetta annars skemmtilegt blogg, hlæ oft og hnussa. Þakkir.

Arnór sagði...

Á bak við baggalutur.is eru m.a. þeir Bragi Valdimar Skúlason (mætti heita forsprakki) og Karl Sigurðsson. Þeir eru báðir í hljómsveitinni eins og hinir tveir á bak við síðuna að því að ég best veit.

Dulunni var svipt af fyrsta Baggalútsmanninum í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum síðan, í óþökk viðmælandans. Glöggir hefðu þó snemma getað flett upp á eigendum lénsins sem eitt sinn var baggalutur.com, eins og undirritaður gerði á upphafsárum Baggalúts.

Nafnlaus sagði...

Mengella er Jón Örn Loðmfjörð.

Hildur Lilliendahl sagði...

Sem er áhugavert í ljósi þess að Jón Örn Loðmfjörð spurði mig einu sinni undir fjögur augu hvort ég væri þessi Mengella sem væri að hjakkast á Vídalín á netinu.

Nafnlaus sagði...

Mengella er Páll Hilmarsson. Það er augljóst.