Meistarinn
Ég sá að eitt hinna meintu aukasjálfa minna er með færslu um Megas. Það varð til þess að ég ræsti upp iTunes og hlustaði á meistarann í allt gærkvöld. Þvílík sálubót! Megas hefur kastast á milli þess að vera van- og ofmetinn en alltaf hefur virðingin fyrir honum verið óttablandin. Að dást að Megasi er eins og að dást að fallegum vexti einhvers úti á götu og sjá svo að um er að ræða táning. Einhver skömmustuhrollur fylgir því. Þó breytir því ekkert að vald Megasar á tónum og orðum er svo ægilegt og stundum verður til lygilegur galdur.
Tökum sem dæmi Jólanáttburðinn.
Jólanáttburður
Vælir útí
Veðr' og vindum
Vetrarnætur-
Langt meðan
Ljótir kallar
Liggja mömmu
Og pabbi'í druslum
Dauð'r í kompu'
Úr drykkju liggur
Hlandbrunnið
Braggabarn
Í barnavagni
Megas
3 ummæli:
Já, hann súmmar upp þetta sæta og ljóta.
bjút'fúlt.
gætirðu teikna Konn'og Nonna sögu með Megas sem gestaleikara?
lagið heitir "jólnanáttburður" og ef þú setur útá notkun mína á amrískum "gæsalöppum" þá kem ég og buffa þig til Frakklands
Breki Boddason
Skrifa ummæli