13. mars 2007

Háa skilur hnetti...

Það var dásamleg umfjöllun í Kastljósi í kvöld um Jórdana sem krækti sér í Akureyring. Málið er þetta:

Íslensk kona fer á kaffihús og hittir þar heimilislausan jórdanskan mann sem var, að því er virtist, á götunni eftir að hafa barnað aðra konu. Jórdaninn kolfellur svo fyrir konunni að hann gengur á eftir henni með grasið í skónum þar til hún lætur loks eftir. Hann sefur á sófanum hennar svo vikum eða mánuðum skiptir.


Ægifegurð Ásthildar helgreip heimilislausa Jórdanann


Gekk nú svo nokkurn tíma þar til Jórdaninn sá fram á að setuboð hans á Íslandi rynni út. Um það leyti vildi svo yndislega til að hann var orðinn svo fullkomlega ástfanginn af konunni, sem þó var mun eldri en hann, að hann færði í tal við hana hvort hún væri nokkuð í hjónabandshugleiðingum, og ef svo væri, hvort hann kæmi til álita. Var stúlkunni nokkuð brugðið en eftir að hafa hugsað sig um og litið í ástsjúk augu kærastans veitti hún honum jáyrði.

Boðað var til veislu og giftingin fór fram og Jórdaninn upplifði sinn hamingjuríkasta dag.


Hamingjan skín úr andlitum hjónanna


En Abdullah var ekki lengi í paradís.

Íslensk stjórnvöld höfðu orðið þess áskynja að vaxandi fór um heiminn vanhelgun hjónabandsins. Annarsvegar voru ungmenni neydd í hjónaband af frekum ættmennum og hinsvegar var um að ræða pragmatista sem tóku heitin mátulega alvarlega og prönguðu sjálfum sér inn á álkulegt fólk sem ekki hafði endilega búist við að ganga út, og giftust því - í þeim tilgangi einum að öðlast ríkisborgararétt í velmegandi landi. Nú vildi svo til að dómsmálaráðherra var hamhleypa til stífluþéttinga þegar kom að straumi óæskilegra til landsins og gripið var til þess ráðs að veita ekki ríkisborgararétt þeim sem gengu í hjónaband og voru yngri en 24.

Vöknuðu nú hjónakornin okkar upp við vondan draum því þótt hún væri löngu orðin nógu gömul, var hann enn of ungur og sá fram á brottrekstur. Sem og varð. Honum var tilkynnt um væntanlegan brottrekstur og hnepptur í bönd.

Konan kom miður sín á lögreglustöðina og gerði löggunum ljóst að hér væri verið að traðka á sjálfri ástinni. Sáu hinir einkennisklæddu menn aumur á hjónunum sem svo grimmilega voru slitin í sundur og ákváðu, upp á sitt einsdæmi, að leyfa henni að eyða síðustu mínútunum með spúsa sínum í klefanum. Væntanlega gengu þeir svo inn á kaffistofu, brostu sposkir, hækkuðu í útvarpinu og sögðu dreymnum rómi: „Ef maður væri ungur og ástfanginn.“ Þeim hefur vafalítið verið nokkuð brugðið þegar bankað var innan á klefadyrnar eftir aðeins örstutta stund og konan kom í ljós, búin að klæða sig í kápuna. Hennar ástfangni eiginmaður var svo aðframkominn af sorg að hann gat ekki hugsað sér að eyða síðustu andartökunum með henni í annað en að borða pitsu, og nú skyldi hún sækja hana.

Pitsumáltíðin reyndist þeirra síðasta stund á Íslandi í tvö heil ár. Eða þar til Umboðsmaður Alþingis skammaði yfirvöld fyrir ónærgætni í svona málum. Yfirvöld hefðu ekkert gert til að athuga hinn sólu særri ástarhug ungmennanna. Þau hefðu bara rýnt í töluna 24. Svona væri ekki góð stjórnsýsla. Yirvöld, skömmustuleg að sjálfsögðu, ákváðu að þau nenntu þessu ekki lengur og létu málið niður falla.

Gleði Jórdanans var að vonum mikil er hann frétti af lyktum málsins


Eða eins og segir í ljóðinu:

Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.



Og hjónin mættust á ný í bríma eigin ástúðar og munu vafalaust eiga fyrir höndum langt og farsælt hjónaband og verða margra barna auðið.

Eftir að hafa séð hjónakornin í göngutúr með rottuhundinn sinn, séð hve hamingjusöm þau eru, hve kynþokkinn hreinlega lekur af þeim, hve tær ást þeirra er, get ég ekki annað en furðað mig á mætti þessa heimsins uppbyggingarafls og þakkað um leið fyrir að Íslendingar eru hættir að vísa fólki úr landi vegna augnsjúkdóma eins og í stríðinu hvíta.

30 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ástin getur birst í svo óteljandi myndum
Engin leið að segja hver sú eina sanna er
Stundum er hún heilög, stundum full af syndum
Stundum eins og gimsteinn eða bara gler

Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu
Ástin fæst hvorki keypt né seld
Hún kallar og þú með geði glöðu
Kastar þínu hjarta á ástarinnar eld

Ástin kann að hrópa og ástin kann að læðast
Hún kemur allt í einu eða hægt og hljótt
Ein ást getur dáið meðan önnur er að fæðast
og ekki má gleyma þeirri sem kom allt of fljótt

Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu
Ástin fæst hvorki keypt né seld
Hún kallar, og þú með geði glöðu
Kastar þínu hjarta á ástarinnar eld

Ástin er í myndasögum, ástin er í meinum
Menn elska konur og konur elska menn
Sumir eru sjálfselskir en segir fátt af einum
Allir elska náungann, að minnsta kosti enn

Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu
Ástin fæst hvorki keypt né seld
Hún kallar, og þú með geði glöðu
Kastar þínu hjarta á ástarinnar eld

Nafnlaus sagði...

Eboní and ævorí
live túgeðer in pörfekt
harmóní
sæd bæ sæd on mæ pjanó kíbord
ólord
wæ dónt ví..

Valtýr/Elvis2

Nafnlaus sagði...

Hefurðu ekki séð rocky I þar sem Silly Stallone tekur gleraugun af stelpunni og breytir henni í fegurðardrottningu?

Nafnlaus sagði...

æ ég verð nú eiginlega að taka undir þetta allt saman hjá þér - fyrsta sem mér datt í hug eftir að hafa séð þennan pistil var einmitt að þarna væri maðkur í mysunni og lái ég dómsmálaráðherra ekki þarna þó að hann megi nú oft á tíðum gera betur eins og t.d. það að "gleyma" því hve illa er komið fram við þegna þessa lands eins og öryrkja og eldra fólk.

Nafnlaus sagði...

piff...illa komið fram við öryrkja my ass!!!!:)
Ég horfði nú á þetta kastljós og verð að játa að ég finn ekki vitund til með þessari jórdönsku pizzuætu og fanst þetta hálf-broslegt bara. Mér finnst þessi lýsing Mengellu afskaplega viðeigandi og endurspeglar akkúrat það sem ég var að hugsa...bara alveg nákvæmlega..
Kv,Gústi Svangi...

Hermann Stefánsson sagði...

Þetta er heimskulegur pistill byggður á íhaldsamri vasakenningu um lögmálið um óheilindi náungans.

Mengella sagði...

Þetta er ekki pípa.

Nafnlaus sagði...

Er ekki kominn tími til að pönkast á bókmenntaelítunni? Það er kannski viðkvæmt mál fyrir utangarðsmanneskjuna mengella? Betra að bauna á litla manninn.

Hermann Stefánsson sagði...

Segi það, finna eitthvað erfitt að pönkast í, leiða til dæmis afgreiðslukonu í Bónus fyrir sjónir með bravúr hvað hún sé heimsk og lítilmótleg.

Nafnlaus sagði...

Hjó eftir því að maðurinn minntist aldrei á barnið sitt í þessari umfjöllun. Alltaf með hugann við rassgatið á sjálfum sér. Þá var missagt að konan sé rúmlega þrítug. Hún er tæplega fertug.

Nafnlaus sagði...

Þetta er frábært hjá Mengellunni.

kv. Böðvar Steingríms.

Nafnlaus sagði...

Mengella eða Mann-gellan heitir líklega Þórarinn Björn og er Reykjavíkurpiltur á þrítugsaldri. Ef ekki, er önnur kenning hér neðar.

Til þess að sjá um þessa síðu þarf viðkomandi að vera vel skrifandi, kunna að forrita, teikna, photosjoppa o.f.l.

Þórarinn Björn kann þetta allt saman og á nokkra hluti sameiginlega með Mengellu. Bæði hafa þau áhuga á kvikmyndum, eru ansi fær í að teikna allskonar fígúrúr og búa til teiknimyndasögur, þau eiga bæði Macca og brúka Linux stýrikerfi. Þórarinn les heimspeki, skrifar ljóð og á nokkur slík á ljod.is. Það mundi leika í höndunum á honum að smíða eitt stk ljóðaforrit. Mengella hefur gaman af að yrkja og hefur kynnt okkur djúpa heimspeki, eins og Músina. Margt er líkt í stíl Mengellu og ÞB.

Við þetta má bæta að þau hafa bæði sagt okkur strætósögur, ansi skemmtilegar og vel skrifaðar. Það má sjá margt líkt með teikningum þeirra, Skari Skrípó svipar meira að segja óþægilega til ÞB.

Það er út í hött að ætla að halda því fram að Stefán Máni, Steinar Bragi, Hildur eða Eiríkur séu Mengella. Þau hafa þegar aflað sér virðingar og þurfa ekki á Mengellu að halda og sé ekki í hendi mér að þau myndu nenna að hanga á Barnalandi til þess að rífa kjaft.

Kenning tvö er samt sú að Eiríkur sjái um að skrifa og Þórarinn að teikna. Þeir hafa unnið saman áður. En miðað við skrif Þórarins er hann fullfær um að skrifa fyrir þessa skemmtilegu sköpuðu persónu sjálfur, sem svipar að mörguleyti til Maddox maddox.xmission.com, og gæti í raun verið bróðir Mangellu.

Aðrir sem kæmu til greina væru Þórarinn Leifsson, Hallgrímur eða Hugleikur en eru þeir ekki taldir líklegir til þess að vera undir grímu Mengellu.

Sönnunargögnin liggja fyrir.

Þórarinn Björn er Reykjavíkurpiltur á þrítugsaldri. Hann býr í Breiðholtinu en dreymir um miðbæinn. Bastarður Víkinga þolir ekki Kópavoginn, en þar vinnur hann hjá ört vaxandi fjarskiptafyrirtæki. Bastarður Víkinga vill álíta sig netfræðing, en er þjónustufulltrúi — gaurinn sem svarar í símann þegar þú heldur að verið sé að ofrukka þig.
Bastarður Víkinga lauk námi við Kvennaskóla Reykjavíkur vorið 2005. Hann er samt ekki stelpa. Eftir Kvennó fór hann í Heimspeki og kláraði eina önn en hætti svo. Hann heldur því fram að ástæðan sé ekki sú að honum hafi leiðst heimspekin, frekar að hann hafi viljað rífa sig úr skólarútínunni. Það trúir honum enginn.
Þórarinn Björn má oftar en ekki finna á kaffihúsinu [ Mokka ], en þar eyðir hann drjúgum stundum. Þar les hann heimspekirit og ljóðabækur í von um að fólk sjái hann og finnist hann kúl. Það hefur gefið vel af sér.
Þórarinn Björn áttar sig á því að mörgun eigi eftir að finnast þessi síða mjög tilgerðarleg og artýfartý. Þórarni Birni finnst þeir einstaklingar geti hoppað upp í rassgatið á sér og drepist úr sárasótt.
Þórarinn Björn er mjög upptekinn af eigin sjálfi.

Svanur Guðmundsson sagði...

Það ætti að safna öllum þessum sandnegrum og skáeygða liði saman og henda úr landi, einsog tengdamamma segir.
Skítt með þó einhverjar yngismeyjar og fegurðardrottningar verði í sorg. þær geta bara gengið í samtökin "Halím heim".
Kíp on blogging Mengelle.

Nafnlaus sagði...

Fyrr um morguninn hafði Glæpaskáldið verið að hugsa út í kenninguna um menn með há kollvik. Hann stóð fyrir framan spegilinn og mundaði stækkunarglerið. Hann hafði líka tekið eftir því að heimspekikunnátta Mengellu virtist aðeins lauslega gripin úr námskeiðum fyrstu annar Háskólans. Af hverju skyldu menn, ómerkilegri en hann sjálfur, ganga út á torg og fagna útgáfu eigin bóka líkt og ekkert væri sjálfsagðara? Hann skyldi ekki láta sitt eftir liggja. Hann skyldi stofna bloggsíðu og láta leirskáldin fá það óþvegið!

Nafnlaus sagði...

Er ekki augljóst að Mengella sé þessi þarna Óttar Martin Norðfjörð? Nei ég segi svona.

Nafnlaus sagði...

Ef Óttar Martin á Macca, notar Linux, er góður að teikna, skrifa, forrita, photosjoppa, tekur strætó, þá kannski

Nafnlaus sagði...

Strætisvagninn er greinilega þungamiðjan í þessu dæmi öllu. Hvaða leið - segja spekingarnir - til að þrengja hringinn frekar?

Nafnlaus sagði...

Þetta er allavega fín síða. Nafnleysið eykur bara skemmtanagildið.

En spurningin er hvort sá eða þeir sem skrifa þori að koma fram undir nafni með þessi skrif.

Ég þori ekki einu sinni að koma fram undir nafni.

Mengella sagði...

„Þórarinn Björn er mjög upptekinn af eigin sjálfi.“

Það virðast nú fleiri vera uppteknir af honum en hann sjálfur.

Nafnlaus sagði...

Sumir segja að Kristinn Már Ársælsson stjórni þessari síðu ásamt Sporrong vini sínum.

Nafnlaus sagði...

Og hann þá kannski upptekinn við eitthvað annað

Nafnlaus sagði...

Mengella er lítið félagsmálafræ sem ekki hefur fallið í frjóan svörð hingað til. Hún hefur meinhorn í síðu félagsmálafíkla sem eru á heimavelli í Morfís og Gettu betur.

Nafnlaus sagði...

Kristinn Már Ársælsson og þessi Sporrong bera ekki ábyrgð á þessari síðu. Hvorug síðan ber með sér að þar skrifi menn sem hafi snefil af þekkingu á forritun, að teikna, hvað þá að photosjoppa. Besta kenningin og sú líklegasta er sett fram hér að ofan. Eru líklega fyrrum síamstvíburar.

Nafnlaus sagði...

Það vex eitt blóm fyrir vestan ...

Nafnlaus sagði...

Kórvilla á Vestfjörðum ...

Nafnlaus sagði...

Ég held að Mengella sé Birkir Jón Jónsson, hinn knái þingmaður Framsóknarflokksins.

Hann er svo sniðugur.

Nafnlaus sagði...

Hmm...Birkir..asnalegt nafn..

Birkir Jón er plebbi...hann getur ekki einu sinni haft skoðun á því hvort hann eigi að labba afturábak eða áfram..trúi því tæplega að hann standi á bak við þessa síðu.

Kv..Gústi Svangi

Nafnlaus sagði...

Doddi, hvað varð um færsluna um Ingibjörgu, hassið og hasshausana?

Nafnlaus sagði...

Þú hefur verið skakkur og ímyndað þér hana. Verið svo góðir við stelpuna svo hún geti verið skemmtileg.

Nafnlaus sagði...

Stelpuna, þú meinar Dodda erþakki?