5. mars 2007

Þá er það komið á hreint.

Salvör hefur leyst gátuna. Munurinn á klámi og erótík er orðinn ljós.

Klám er efni sem tengir kynlíf og/eða kynfæri við misnotkun eða vanvirðingu á hátt sem virðist styðja, afsaka eða ýta undir þess konar hegðun. Erótík er hins vegar kynferðislega örvandi efni sem er laust við kynjamismunun, kynþáttarfordóma og fordóma gegn samkynhneigðum og sýnir virðingu fyrir öllum manneskjum og dýrum sem þar birtast.


Benda má á þessa skemmtilegu mynd sem einmitt fangar hugmyndina erótík dásamlega.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætli Salvör eigi hund?

Nafnlaus sagði...

Greinilega sannkallaður dýravinur þarna á sundi.

Nafnlaus sagði...

Dýrum...?

Nafnlaus sagði...

þetta var mjög kynferðislega örvandi mynd.
viss um að dýrið var alveg að fíla þetta líka. virðulegur með tólið í action.

Nafnlaus sagði...

Eins og svo oft áður er skilgreiningin sniðin að þeim hlut sem mótmæla skal. Það gerir skilgreininguna svo sannarlega ekki rétta, en hentar vel þeim tilgangi réttlæta mótmælin.

Svosum ekki við meiru af Salvöru að búast, en þetta er engu að síður sama rökleysan og biblíu-hyski notar til að andmæla réttindum samkynhneigðra þar vestra. Þ.e.a.s., samkynhneigð er slæm því það stendur í biblíunni; biblían er sönn því hún kemur frá Guði, sem er satt því það stendur í biblíunni að hún komi frá Guði.

Auðvitað er þetta rugl, en gerist engu að síður þegar lægstu samnefnarar samfélags hópa sig saman um málstað. Málstaðurinn sjálfur er aukaatriði.