2. mars 2007

Á þetta að vera grín?

Fékk skrítinn tölvupóst áðan um það hvort Nýlenduvöruverzlun Mengellu væri grín eða ekki.

Sé verið að vísa til þess hvort mér þyki vöruframboðið (sem ég ætla mér að bæta við á næstu vikum) vera dálítið broslegt, þá er svarið kinnroðalaust já.

Sé verið að vísa til þess hvort þetta sé platverzlun með platvörum, þá er svarið hikstalaust nei.

Það er ekki nóg með að verzlunin virki, heldur lagði ég metnað minn í að finna bestu bolaprentun sem völ er á. Kaffipressan og raunar flestar vefprentanir eru algjört drasl. Spreadshirt er toppurinn í bransanum.

Hitt er svo annað mál að ég reikna ekki með að nokkur komi til með að hafa hugrekki til að klæðast Breiðavíkurbol í miðbænum, þótt hann sé feykifallegur:


6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert skepna, skepnan þín. Hvað er næst. Stuttbuxur ala séra Pétur?

Flottur bolur samt.

Nafnlaus sagði...

Snilldarbolur, Pant 1.

Ruddi #1

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta ekkert findið. Þú ert að gera grín að barnamisþyrmingum með þessum bol og ég vona að eigendur síðunnar taki hann úr umferð.

Nafnlaus sagði...

Stuttbuxur ala Séra Pétur:) hmm..maður hefði nú haldið að allar stuttbuxur væru ala Séra Pétur...
Eða kanski eru stuttbuxur bara "buxur ala Séra Pétur" :)
Nei það er ljótt að gera grín að svona löguðu..

´Kv,Gústi Svangi

Nafnlaus sagði...

hvað er málið?? Er ekki allt í lagi með fólk, að gera grín af svonalöguðu er ekkert grín! Þið vitið greinilega ekkert hvernig það var, og ættuð að kynna ykkur málið betur áður en þið farið að gera grín af svonalöguðu!

Nafnlaus sagði...

Þvílíkur og annar eins öskrandi eðall! Eins og bolirnir séu ekki nóg, þó er smekkurinn æðislegur.