Græn banalega
Ég held, að ef gerð væri óformleg skoðanakönnun, þá kæmi í ljós að almenningi væri svona heldur í nöp við skrattann, mannætur og barnamorðingja. Sumt er bara þannig vaxið að rétt þykir að vera á móti því.
Kvótakerfið er þannig fyrirbæri. Á Vestfjörðum býr fátækt fólk undir hættulegum fjöllum í námunda við hættulega ála - og einhvernveginn, á óljósan hátt - er þetta allt kvótakerfinu að kenna.
Karlægur og dauðvona rétti því Framsóknarflokkurinn fram gulgræna kjúku og tautaði hásri röddu sín andlátsorð: „Kvótakerfið... ekki... skamm.“ Féll svo aftur í rúmið og bjóst til að andvarpa sálinni út í eterinn. Skepnunni fór að elna sóttin. En aðeins um stund. Eftir auðheyrilegt brölt innyflanna og brak í stökkum rifbeinum þegar lungnablöðrurnar reyndu að dæla gasinu í þykknað blóðið, fór skyndilega að færast roði í fölar kinnar. Grómtekinn kroppurinn fór að bæra á sér og andardrátturinn varð taktfastari. Næturnar, sem áður höfðu fyllt hlustir flokksins af hringli beinagrinda og vitin af moldarlykt, voru nú bjartar sem aðfangadagskvöld þar sem stúlkan með lampann vakti yfir honum.
Framsóknarflokkurinn átti aftur séns. Og það, þótt hinir flokkarnir gengu fram og reyndu að sannfæra lýðinn um að þetta væri allt saman misskilningur. Dauðvona píslin hefði hreint ekki sagt neitt um kvótakerfið. Þeir hefðu allir verið viðstaddir banaleguna og ýmist heyrt: „ljóta kertið“ eða „nóttin erfið“, alls ekki neitt um kvótakerfið - enda vissu allir um hlýjan hug þess dauðvona til þeirrar ótuktar. Ef svo ómögulega hefði viljað til að að ekki væri um rangheyrn að ræða, væri skýringin óráðshjál.
Andúð á kvótakerfinu er heilt yfir ekkert annað en ráðvillt aumingjagæska í bland við marxíska minnimáttarkennd. Hatur á því er knúið áfram af samskonar hvötum og réðu hatri okkar á kónginum. Við töldum okkur trú um að Íslendingar hefðu verið kúguð þjóð, hneppt í ofríkisbönd af illgjörnum aðli. Raunverulega ástæða þess að við gengum kóngi á hönd var sú, að við vorum á góðri leið með að tortíma okkur sjálfum.
Kvótakerfið var sett á vegna þess að sjávarbyggðirnar voru komnar með byssukjaftinn upp að gagnauganu og áttu ekkert eftir nema að kippa í gikkinn. Fiskurinn var að hverfa. Það varð að fækka þeim sem fiskuðu. Til að svo mætti verða þurfti að leyfa einhverjum að fiska en öðrum ekki.
Sett var á kvótakerfi sem miðaði við veiðireynslu. Það má vel vera að það hafi ekki verið mjög sanngjarnt hvernig úthlutað var í upphafi en þetta var fyrir meira en tuttugu árum síðan. Að hanga á því að einhverjir hefðu átt að fá kvóta sem ekki fengu er arfaheimsk iðja í ætt við palestínska flóttamannakergju.
Framsalskerfið og eign á kvóta gegnir þeim eina tilgangi að sömu viðskiptalögmál gildi um sjávarútveg og t.d. verslun og iðnað. Á Bíldudal eru ekki lengur framleiddar grænar baunir og á Akureyri eru ekki framleiddar gærur, hví skyldi sjávarútvegurinn einn standa óbreyttur? Hví skyldi frysta þorp og bæi eins og þeir voru á tilteknum tíma? Margir þessara bæja spruttu upp af þeirri einni ástæðu að menn gengu villimannslega nærri auðlindinni og veiddu langt umfram það sem hægt var að bera. Það voru útgerðarmennirnir sem fólkið elti á staðinn, hví skyldi það ekki elta þá þaðan aftur?
Að kenna kvótakerfinu um dauða byggðanna er einkenni hins fákunnandi huga, enda sjáum við vel hverskonar hugmyndir eru bræður og systur kvótaandstöðunnar í kollum þingmanna. Hvernig fólk er þetta sem kyndir ofna kvótahaturs? Ódýrasta sort af hugsjónamellum. Frjálslyndir hatursmangarar og hálfvitar. Það er ekki tilviljun.
Landsbyggðin var helsjúk, svo sjúk að henni hefur ekki batnað enn. Kvótakerfið var tilraun til lækningar. Það verður í versta falli misheppnuð læknisaðgerð, en aldrei sjúkdómurinn sjálfur.
11 ummæli:
Þetta er annað hvort stebbifr eða Keli.
vel til fundið. jafnvel þótt gerð væri formleg skoðanakönnun.
rétt eins og þetta kerfi sem við erum með í Alþingiskosningum, þá er kvótakerfið komið til af sárri nauðsyn.
við komum okkur ekkki saman um neitt sem myndi virkað betur.
en þú ert samt með þroskaröskun...
þeir hundaskítar?
þetta var nú ekki einu sinni fyndið.
talandi um helsýki og sjúkdóma. blögh!
Góð færsla. Sama hver skrifar.
Tek undir það. Mengella er góð að venju. Það er óþarfi að velta fyrir sér hver skrifar fyrir hana. Þórarinn Björn, vikingbastard.com, skrifar fyrir hönd stúlkunnar. Hann hefur tök á öllu sem þarf til þess að reka þessa síðu og gott betur. Hann er vefsnillingur, forritari, myndlistarmaður, vel skrifandi eins og báðar þessar síður bera með sér og eiga hann og Mengella margt annað sameiginlegt.
Stíllinn er einnig sláandi líkur og staðfestir þetta.
En það skiptir svo sem ekki máli. Maður heldur bara áfram að skemmta sér yfir þessu.
mengella heitir ólafur sindir og er með þessa síðu líka olisindri.blogspot.com
Skemmtilegt eftirnafn, Sindir. En Mengella heitir ekki Ólafur Sindri. Uppsetningin er ekki svo ósvipuð, rautt þema, skrifað stundum inn í gráa ramma. Ég, Einar Steinn, hélt að ég hefði haft rangt fyrir mér. En það tók nákvæmlega tíu sekúndur að afskrifa syndir Ólafs. Ólafur hefur ekki gert gæsalappir í 3 ár. Mengella notar þær talsvert og upp á isl máta. Plús að ég hef aldrei séð Mengellu byrja tvær setningar í röð á OG eins OG er í fyrstu færslu Ólafs.
Gæsalappir Mengellu eru réttar. Á þeim var t.d. hægt að útiloka Eirík Örn. En Bastarður Víkinga, hann fann upp gæsalappaforrit fyrir Makka og hans gæsalappir eru auðvitað réttar, nema hvað.
Ólafur er fróður og klár ungur maður, með svipuð áhugamál og Bastarður- teiknar, forritar, á macca- ofl en síðan hans er eins og fatlaður frændi Mengellu.
Stíllinn er klikkaður og sjúklega gaman að lesa pistlana sem fyrr!
Þingmenn sem staglast á móti kvótakerfinu búa við andnauð og hugsjónaörbyggð. Hvernig væri að hjálpa frekar fólkinu að flytja í burtu. það væri nær. Landsbyggðin er annars ekki sjúk. Hún er á mörgum stöðum dauð. Svo eru margir staðir í góðum málum.
ps. Anonymous er sjúklega hugfanginn af hver Mengella er en er sjálfur Anonymous (Nafnlaus). Hvernig væri segja til nafns og sleppa að benda á aðra. Láttu grjótið vera ræfill.
Eins og ég hef alltaf sagt, Íslendingar þurfa að finna sér eitthvað annað að gera en að veiða fisk.
Ég vil biðja "Anonymous" að hætta að þykjast vera ég. Ef ég kýs að skrifa eitthvað, geri ég það undir nafni.
Einar Baldvin strikes again?
Hann er fyrsti maðurinn sem kennir sig við brúna dráttaruxann sem raunverulega á möguleika á að teljast heimskari en fyrirmyndin.
Hver notar hildurtyson hjá hotmail.com á MSN?
Skrifa ummæli