26. mars 2007

Ó, Guð minn góður!

Af heimasíðu Forsetans:

1. gr. Þjóðsöngur Íslendinga er „Ó Guð vors lands“, ljóð eftir Matthías Jochumsson og lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar.

Matthías orti aldrei ljóð sem heitir Ó Guð vors lands. Hann orti hinsvegar ljóð sem heitir Lofsöngur og hefst á þeim orðum.

Nema Matti hafði að sjálfsögðu vit á því að setja kommu á undan ávarpslið ólíkt málhöltu og óupplýstu skrípunum sem sömdu lögin.

Áfram:

3. gr. Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni.


Lifi íhaldið! En bíðum nú við, hvað er hér?

Hér á eftir fer texti íslenska þjóðsöngsins og einnig þýðingar 1. erindis hans yfir á dönsku, þýsku, ensku, frönsku, norsku, finnsku og sænsku.

Suomentanut
M. Korpilahti
Oi Jumala sä Islannin!
Me sulle nyt laulamme kiitosta näin:
miespolvista aina miespolvihin
virret soi sua päin ylistäin.
Yksi päivä sun eessäsi
vuostuhat on,
ja vuostuhat päivä on vain.
Mut' keskellä kansojen kohtalon
sä suojelet Islannin ain.
Tuhat vuottakin yksi päivä on!
Mut' keskellä kansojen kohtalon
sä suojelet Islannin ain!


Fíflalög!

17 ummæli:

Nafnlaus sagði...

wtf?

Nafnlaus sagði...

Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Bloggað um fréttina

*
Valerie
Lögin brotin á alþjóðagrundvelli!
*
Hannes Sigurbjörn Jónsson
var þetta ekki bara allt í lagi
*
Jakob Smári
Lög um lag frá lagi til spaugs.
*
Nornin
Og svo urðum við skinhelg
*
Sigurpáll Ingibergsson
Sem tilbiður Alcan og deyr
*
Glanni
Spurning um virðingu
*
Helgi Jóhann Hauksson
Gildir þá stjórnarskráin ekki? - Erum við eins og aðrir talibanar?
*
Ey'Ló
Páskahneyksli
*
Snorri Bergz ohf.
Dæmum þá til hæstu refsingar!
*
Krummi
Sálmur er óhæfur sem þjóðsöngur
*
Grétar Amazeen
Burt með lög um þjóðsöng og fána
*
Jón Frímann Jónsson
Enn af væli hins argasta íhalds
*
Gissur Pálsson
SPÁMAÐUR EÐA SPAUGARI
*
Kjartan Vídó
Verð ég þá kærður líka?
*
Gudlaugur Hermannsson
Stöndum vörð um þjóðsönginn okkar.
*
TómasHa
Hvað nú?
*
Jónas Björgvin Antonsson
Kaldhæðni

Fleiri

Spaugstofumenn brutu lög á laugardag þegar þeir fluttu þjóðsönginn með breyttum texta í sjónvarpsþætti sínum en texti Spaugstofunnar fjallaði um Alcan og áliðnað. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Samkvæmt lögum um þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta hann í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota hann á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Rísi ágreiningur um notkun þjóðsöngsins sker forsætisráðherra úr um hann.

Nafnlaus sagði...

Spaugstofan fagnaði merkum áfanga í gær með sínum 300. þætti, sem er heilmikið afrek í sjálfu sér. Þátturinn varð enn merkari fyrir þær sakir að í honum voru landslög brotin og þjóðsöng Íslendinga breytt og settur við hann nýr texti í formi ádeilu á stóriðju og orkuver hér á landi. Spurningin er hverjar afleiðingarnar verða og hvort ríkissaksóknari muni í framhaldinu ákæra Spaugstofumenn og útvarpsstjóra, sem ábyrgðarmann efnisins?

Eyþór Arnalds bendir á lögbrotið á vef sínum og segir:

Kannski vissu Spaugstofumenn ekki betur, en við skulum ekki gleyma því að þetta er Ríkisútvarpið (þótt ohf. sé) sem stendur bæði að þáttagerðinni og útsendingunni.

3. grein laga frá árinu 1983 um þjóðsöng Íslendinga segir:

,,Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. "

Ég ætla ekki að endurrita skrumskælinguna, en hún varðaði bæði auglýsingar og viðskipti um álver í Hafnarfirði. Þáttinn er enn hægt að sjá um allan heim hér.

Hér virðist ekki neinn vafi á ferðinni. Og skiptir engu máli þótt okkur finnist að Spaugstofan sé frábær og fyndin, það breytir ekki því að þeir hljóta að lúta sömu landslögum og aðrir.

Hins vegar er rétt að óska þeim félögum til hamingju með þennan merka áfanga. Í fjölmörgum viðtölum af þessu tilefni sögðust þeir félagar vera í rauninni eina alvöru stjórnarandstaðan í landinu. Dyggir áhorfendur þáttarins voru að vísu búnir að átta sig á því fyrir talsvert löngu, en það var verra að þjóðsöngurinn okkar þyrfti að blandast inn í pólitískar deilur og áróður fyrir tilteknum málstað.

Hann ætti helst að vera yfir allt slíkt hafinn, eins og skýrt er kveðið á um í lögum.

Nafnlaus sagði...

Ólög. Frekar en fíflalög. Fífl.

Nafnlaus sagði...

Ólög. Frekar en fíflalög. Fífl.

Nafnlaus sagði...

Fíflalög. Frekar en Ólög. Ó.

Nafnlaus sagði...

Volaða land,
horsælu hérvistar slóðir
húsgangsins trúfasta móðir,
volaða land!

Hraunelda land,
hrákasmíð hrynjandi skánar,
hordregið örverpi Ránar,
hraunelda land!

Vandræða land,
skakt eins og skothendu kvæði
skapaði Guð þig í bræði,
vandræða land!

Drepandi land,
búið með kjark vorn og kjarna,
kúgandi merg þinna barna,
drepandi land!

Dagamunur á kallinum ....

Nafnlaus sagði...

Það færi betur á því að skilja fyrstu tvær línurnar (finnsk þýðing M. Korpilahti) frá textanum sjálfum.

Nafnlaus sagði...

Djöfuls fífl ertu. Þetta er rétt samkvæmt 1. gr. laga nr. 7/1983. Lestu bara greinargerðina með frumvarpinu: http://www.althingi.is/altext/105/s/pdf/0099.pdf

Það er Mengella sem er óupplýst skrípi, ekki frumvarpshöfundar.

Nafnlaus sagði...

Ég reikna með að þeir sem stjórni á RÚV hafi bara ekki nennt að horfa á Spaugstofuna frekar en ég.

Valtýr/Elvis2

Nafnlaus sagði...

Anusmús skrifaði: """Djöfuls fífl ertu. Þetta er rétt samkvæmt 1. gr. laga nr. 7/1983. Lestu bara greinargerðina með frumvarpinu: http://www.althingi.is/altext/105/s/pdf/0099.pdf

Það er Mengella sem er óupplýst skrípi, ekki frumvarpshöfundar"""""


Er hvað rétt?? Finnska þýðingin? Ertu alveg hreinræktaður fáviti ? Það er ekki nokkur leið að skilja hvert þú ert að fara með þessum skrifum þínum....
Kv,Gústi Svangi

Vangaveltur Herberts sagði...

Eins og fram hefur komið hef ég þungar áhyggjur af þróun umræðna hérna. Mér finnst að menn eigi að einbeita sér að almennu skítkasti og hneykslun í bland en hætta að rökræða eins og á moggablogginu.

Nafnlaus sagði...

"Djöfuls fífl ertu. Þetta er rétt samkvæmt 1. gr. laga nr. 7/1983. Lestu bara greinargerðina með frumvarpinu: http://www.althingi.is/altext/105/s/pdf/0099.pdf

Það er Mengella sem er óupplýst skrípi, ekki frumvarpshöfundar."

Er hvað rétt?

Ljóð Matthíasar heitir ekki Ó, Gu...

Það heitir Lofsöngur. Skoðaðu listann með heitum kvæða hans í Ljóðum. Frumvarpshöfundar kalla það lofsönginn Ó Guð...

og sleppa kommunni á undan ávarpslið eins og Mengella bendir á.

Lastu greinargerðina sjálfur?

Nafnlaus sagði...

Vá. Þetta eru geðveikt mikil fífl sko.

Nafnlaus sagði...

Gott ef þjóðsöngurinn heitir ekki bara hvort tveggja og hefur verið kallaður ýmist "Ó, Guð vors lands" eða "Lofsöngur". Sumir kalla þetta meira að segja bara "Þjóðsönginn" eða jafnvel "Þjóðsöng Íslendinga". Allt ætti að skiljast, rétt eins og það skilst þó kommum sé sleppt á undan ávarpslið. (Og talandi um það, eru kommur á undan ávarpslið mikilvægari en aðrar kommur, því Mengella virðist ekki endilega fara eftir reglum um greinarmerki að öðru leyti.) Að býsnast yfir þessu er asnalegt. Eins og reyndar margar aðrar færslur á þessu bloggi. En hey! Blogg eru asnaleg.

Nafnlaus sagði...

,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,.

Notist eftir þörfum.

Nafnlaus sagði...

Þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Þetta er nær alltaf svo alvarlegt að hinn sjúki getur ekki lifað eðlilegu lífi og þarf því að dveljast á geðdeild í mislangan tíma.

En hvað er geðveiki? Mikið hefur verið um það deilt hvernig skýra beri geðveiki og margar hugmyndir eru til. Ekki verður reynt að fjalla um allar þessar hugmyndir, heldur er áherslan lögð á tvö ólík sjónarmið: Annars vegar að geðveiki sé sjúkdómur og hins vegar að geðveiki sé ekkert annað en orð sem notað er yfir þá sem brjóta óskráðar reglur þjóðfélagsins.

Sjúkdómur eða samfélagsdómur?
Sú hugmynd að geðtruflanir séu sjúkdómar fékk byr undir báða vængi þegar menn komust að því að þær geta verið af líffræðilegum orsökum. Þótt hugmyndin njóti hylli enn í dag eru líka margir ósáttir við hana og halda því fram að geðtruflanir séu ekki sjúkdómar í sama skilningi og líkamlegir sjúkdómar. Almenn gagnrýni á sjúkdómslíkanið er að það sé ekki hægt að sanna að um sjúkdóm sé að ræða þegar afbrigðileg hegðun er athuguð.

Í læknisfræðinni er oftast hægt að greina bæði sjúkdómseinkennin og þá þætti sem valda þeim. Það er til dæmis hægt að ákvarða að einstaklingur hafi 39 stiga hita og að hann orsakist af tilteknum sýkli. Þegar sjúkdómslíkaninu er beitt á afbrigðilega hegðun er yfirleitt ekki hægt að meta bæði sjúkdómseinkennin og orsakir þeirra. Ákveðin hegðunarmynstur eða sjúkdómseinkenni eru flokkuð sem afbrigðileg og nefnd einhverju ákveðnu nafni. Þetta nafn er síðan notað sem skýring á því hvað olli sjúkdómseinkennunum. Þannig eru einkenni einstaklings sem haldinn er ofskynjunum og forðast öll félagsleg samskipti greind eða gefið nafnið geðklofi. Þegar spurt er hvers vegna einstaklingurinn sé haldinn ofskynjunum og forðist félagsleg samskipti er svarið oft: „Vegna þess að hann er geðklofi“. Þannig er nafnið geðklofi ekki bara notað til að lýsa ákveðnu hegðunarmynstri eða sjúkdómseinkennum heldur einnig talið orsök þeirra. Þetta er vitaskuld skýring sem bætir engu við þekkingu okkar á orsökum geðtruflana.


Myndir eftir listamanninn Louis Wain. Wain málaði köttinn lengst til vinstri þegar geðklofaeinkenni hans voru í lægð. Kettirnir til hægri lýsa ágætlega hugsana- og skynbrenglun listamannsins.

Þeir sem aðhyllast sjúkdómslíkanið andmæla þessari gagnrýni og halda því fram að þótt við vitum ekki hverjar orsakir margra geðsjúkdóma séu þá eigi framtíðin eftir að leiða þær í ljós. Sem dæmi má nefna geðtruflunina almennt slýni. Fyrir 1905 var ekki vitað hvað orsakaði sjúkdómseinkenni slýnis, sem eru meðal annars ranghugmyndir og skynvillur, en eftir 1905 uppgötvaðist að sárasóttarsýkillinn olli þeim.

Önnur rök á móti því að nota sjúkdómslíkanið til að skýra geðrænar truflanir eru að einkenni líkamlegra sjúkdóma eru allt annars eðlis en einkenni geðsjúkdóma. Einkenni líkamlegra sjúkdóma eru óháð lögum og reglum þjóðfélagsins. Lungnabólga og sárasótt lýsa sér á sama hátt í New York, París og Nýju-Kaledóníu. Öðru máli gegnir um einkenni geðsjúkdóma sem eru háð þjóðfélagsviðmiðum. Öll þjóðfélög hafa ákveðnar reglur og brot á þessum reglum eru kölluð ákveðnum nöfnum. Í gamla daga voru nöfn eins og nornir og djöfulóður notuð til að lýsa einstaklingum sem brutu reglurnar. Í dag er orð eins og geðveiki notað til að lýsa þeim. Geðveiki er því ekkert annað en orð sem notað er til að lýsa fólki sem hegðar sér á annan hátt en reglur þjóðfélagsins kveða á um að rétt sé.

Þegar einstaklingur hefur verið dæmdur eða um sinn verið kallaður geðveikur er nær vonlaust að losna við það nafn; það er eins konar stimpill. Hinn svokallaði geðveiki maður er settur inn á stofnun þar sem þess er vænst að hann hegði sér afbrigðilega. Hann byrjar að sjá sjálfan sig sem geðveikan og sjálfsmynd og sjálfsálit koðna niður. Þetta verður svo aftur til þess að hann hegðar sér á afbrigðilegan hátt til þess að uppfylla þær væntingar sem hann hefur um sjálfan sig og þær væntingar sem stofnunin hefur til hans. Ekki tekur betra við ef viðkomandi á þess kost að útskrifast af stofnuninni. Utan hennar þarf hann að takast á við fólk sem býst við hinu versta af honum, er hrætt við hann og vill koma honum aftur inn á stofnunina sem fyrst. Þessi þrýstingur verður oft þess valdandi að hann er lagður inn á ný.

Þeir sem aðhyllast þá kenningu að geðveiki sé ekkert annað en dómur þjóðfélagsins neita því ekki að þeir sem þjást af svokölluðum geðsjúkdómum líði illa eða í sumum tilvikum að þeim líði ótrúlega vel. Það sem þeir leggja áherslu á er að þekking fræðimanna og almennings byggist á því hvernig einstaklingurinn hagar sér, en ekki á vitneskju um það sem gerist innra með honum. Þegar maður hleypur nakinn og öskrandi um götur bæjarins er sú ályktun dregin að eitthvað sé að innra með honum, að hann sé sjúkur, jafnvel þó þetta innra sjúka ástand hafi ekki verið athugað.

Þeir sem halda því fram að geðveiki sé sjúkdómur andmæla þessari gagnrýni harðlega. Þeir benda á að þessi kenning fjalli nær eingöngu um það sem gerist eftir að einstaklingurinn hefur verið stimplaður geðveikur en takist ekki á við tvær grundvallarspurningar: Hvers vegna brýtur fólk óskráðar reglur þjóðfélagsins og hvers vegna eru það bara sumir, af öllum þeim fjölda fólks sem gerir slíkt, sem eru taldir geðveikir en aðrir ekki? Því er haldið fram að það sé of mikil einföldun, jafnvel rangt, að geðveiki sé ekkert annað en orð sem fólk notar yfir þá sem brjóta reglur þjóðfélagsins.

Máli sínu til stuðnings benda þeir á rannsóknir á geðklofa. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á fólki með geðklofa benda sterklega til þess að geðklofi sé arfgengur, eins og lesa má um í svari Geðheilsu ehf. við spurningunni Af hverju stafar geðklofi? Fylgjendur sjúkdómslíkansins spyrja því: Ef geðklofi er ekkert annað en dómur yfir þeim sem brjóta skrifaðar eða óskrifaðar reglur þjóðfélagsins – hvernig í ósköpunum er þá hægt að skýra að þessi dómur virðist erfast?

Samspil
Hvar stöndum við þá? Er geðveiki sjúkdómur eða ekki? Líklegast er að bæði sjónarhornin hafi nokkuð til síns máls. Geðsjúkdómar eru flóknir og eiga sér líklega margþættar orsakir. Vitað er að margir geðsjúkdómar eiga sér líffræðilega orsök, en það er ekki þar með sagt að aðrir þættir hafi ekki áhrif. Það er til dæmis ótrúlegt að erfðir einar sér valdi geðklofa. Upplag annars vegar og streita vegna umhverfisþátta hins vegar orsaka vafalaust þessa veiki í einhvers konar víxlverkun. Viðbrögð annarra gagnvart fólki sem á við geðræn vandamál að etja hafa líka sitt að segja. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hugmyndir fólks um geðveiki einkennast af fáfræði. Almenningur virðist hafa þá skoðun að þeir sem þjást af geðtruflunum séu hættulegir, óhreinir og heimskir. Það hjálpar áreiðanlega engum sem á við geðræn vandamál að etja að ná sér ef hann finnur þessi viðhorf gagnvart sér.

Af ofangreindu er ljóst að það er ekkert einfalt svar við spurningunni um hvað geðveiki sé. Geðveiki, eins og svo margir sjúkdómar, á sér margar orsakir. Erfðafræðilega getur einstaklingur átt það á hættu að verða geðveikur, en aðrir þættir eins og uppeldi, umhverfi og persónuleiki geta ráðið úrslitum um það hvort hann verði það eða ekki. Það má því segja að geðveiki sé flókið samspil erfða og umhverfis.
Þetta svar er stytt útgáfa greinar á vefsetrinu Persóna.is og birtist á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess. Með því að smella hér er hægt að nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.
Frekara lesefni á Vísindavefnum og myndir

* Eru geðsjúkdómar ættgengir? eftir Gylfa Ásmundsson.
* Hjá hvoru kyninu er geðveila meira ríkjandi? eftir Jón G. Stefánsson.
* Hver eru einkenni geðklofa? eftir Steinvöru Þöll Árnadóttur og Þórð Sigmundsson.
* Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur.
* Hvernig verkar geðlyfið Haldol? eftir Doktor.is.
* Mynd af manni í spennitreyju er af Mocking mental illness: A universal stigma? Tolerance in the news.
* Myndir af köttum er af New clues: Could viruses or myelin, the fatty insulation surrounding nerves, play a role in schizophrenia? Genome News Network. Myndin var upphaflega af The Huxley Institute for Biosocial Research.



Efnisorð geðsjúkdómar geðveiki geðraskanir lífvísindi: læknisfræði


Tilvísun Heiðdís Valdimarsdóttir. „Hvað er geðveiki? “. Vísindavefurinn 11.12.2005. http://visindavefur.hi.is/?id=5476. (Skoðað 28.3.2007).


Heiðdís Valdimarsdóttir,
sálfræðingur