26. mars 2007

Hnakkrottuheift

Skrif mín um heimsku og ljótu hnakkrottuna Skúla hafa vakið nokkra athygli. Nokkrir hafa verið svo vænir að skrifa mér línu um málið. Vil ég þakka þar sérstaklega fyrir líflátshótanir — sem ég er óneitanlega nokkuð hreykin af. Þá eru skemmtileg bréf frá brúnkukremsbrenndum bimbóum sem vitna um stimamýkt Skúla og gæðalegt augnaráð. Einkenni á drengnum sem kemur hvorki á óvart í ljósi þess að hann er að öllum líkindum hreinn sveinn og hinsvegar að hann sýnir eindregin merki uppsafnaðrar spennu um leið og hann sest á leður.

En allt þetta fólk sem skrifar á skilið að fá nokkrar línur til baka.

Mér hugnast ágætlega hnakkrottublóðbað á götum úti. Þar er ég þó ekki að meina neina sniglaveislu. Sniglarnir hafa af veikum mætti reynt að verja heiður vélhjólamanna gagnvart andlegum amöbum eins og Skúla, ryðheilunum í Ruddunum og duftsniffandi kókhausum sem af einhverjum ástæðum telja að mótorhjól bæti þeim upp skaðann af því að hafa stöðvast í þroska við skriðdýrsheila. Þetta lið má farga sér fyrir mér, því þetta hyski, sé það ekki þegar dautt, er ekkert annað en mislukkaðir tilræðismenn. Morðvargar sem sveima um í manndrápshug.

Í ljós hefur komið að morðhundar koma við sögu í meirihluta banaslysa á íslenskum vegum. Annað hvort sjálfsmorðingjar (sem er þá gott að losna við) eða reglulegir morðingjar. Fólk sem ekur eins og brjálæðingar, ýmist að gamni sínu eða vegna þess að það kýs að aka undir áhrifum. Nú þykir ekki við hæfi að ásaka þetta fólk. Ýmist er um að ræða nái eða sakbitna aumingja. Skiptir þá engu hvort um er að ræða flón sem dúndrar bíl sínum útaf veginum við Jónasarlund eða dusilmenni sem smyrja vinum sínum utan í ölgerð.

Það fólk, sem augljóslega er ekki hafið yfir skammir (og er ég alls ekki að segja að ekki ætti að skammast í þeim dauðu og þeim sem drápu) eru heimskingjar eins og Skúli. Skúli læsti vefsíðu sinni þegar málið blés upp. Einhverjir fóru því á mis við lesninguna. Ég var þó búin að lesa Skúla fram og aftur áður en ég felldi þann málefnalega dóm að hann væri heimskasti maður Íslands. Ekki aðeins setti hann inn þetta myndband og kallaði forsmekkinn að sumrinu heldur er ofsaakstur ekki neitt nýtt fyrir honum. Hann mun hafa hreykt sér af því að hafa verið tekinn á rúmlega tvöföldum hámarkshraða, á bíl vel að merkja, sem skemmir þá tilgátu hans að hann sé meinlaus því eðlisfræðilega sé útilokað að drepa fleiri en sjálfa sig á vélhjóli (Skúli myndi að sjálfsögðu ekki þekkja hugtakið skriðþunga þótt formúlan væri flúruð á ennið á honum). Þá tekur hann undir með hinum hnakkrottunum og segir að tilræðisiðjunni muni ekki ljúka fyrr en skattborgarar kaupi undir hann, og hjólið hans, leikvöll.

Þá er staðreynd að miðað við höfðatölu eru Keflvíkingar óeðlilega gallað fólk. Ég veit ekki ástæðuna en kannski hefur það eitthvað með það að gera að varla er hægt að reikna með miklum siðferðisstyrk þeirra sníkla sem kjósa að lifa við endaþarmsop Sáms frænda. Kannski er þetta grunnvatnsmengun. Hver veit?

Skúli er of heimskur til að sjá hættuna sem hann skapar öðrum. Fólk af hans sauðahúsi gerir sér enga grein fyrir því að það er að deyja og það er að drepa. Skúli sýndi enga iðrun, kom aðeins með heimskulegt yfirklór um að ekkert væri hægt að sanna — ekki frekar en ef hann kærði mig fyrir róg og IP talan væri rakin til mín að hægt væri að sanna að nákvæmlega mín tölva hefði verið tengd eða ég að skrifa. Standi valið um að Skúli drepi eða drepist — kýs ég að hann drepist. Komi illa stíluð minningargrein um gæðablóðið nefstóra í Mogganum mun ég ekki missa neinn svefn. Það er miklu frekar að mér þyki tilhugsunin um hann þarna úti í fullu fjöri ógeðfelld.

Og enn hef ég ekkert minnst á það að þetta mannræksni er eitt þeirra sem kaus að stunda hnefaleika, láta lemja sig í hausinn (af öllum stöðum) og lemja aðra. Ef þetta verðskuldar ekki titilinn þá verðskuldar hann enginn.

28 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fínt. Þú ert á réttri leið en lipur penni eins og þú ætti ekki að láta góma sig með pínlegar villur í pistlum sínum á borð við "það fólk eru heimskingjar". Þú hefur greinilega tekið þig á í greinamerkjasetningunni en betur má ef duga skal.
Næst eru það þankastrikin víðfrægu.

Nafnlaus sagði...

Gleymir að minnast á hryðjuverkamenn í umferðarmenningunni.

Nafnlaus sagði...

Þetta er besti pistill í heimi.

Nafnlaus sagði...

"Fínt. Þú ert á réttri leið en lipur penni eins og þú ætti ekki að láta góma sig með pínlegar villur í pistlum sínum á borð við "það fólk eru heimskingjar". Þú hefur greinilega tekið þig á í greinamerkjasetningunni en betur má ef duga skal.
Næst eru það þankastrikin víðfrægu."

Lastu ekki málsgreinina til enda? "er" vísar til heimskingja í seinna skiptið en fólks í fyrra og er rétt á báðum stöðum.

Mr McOo

Nafnlaus sagði...

Obbosí. Þetta er augljóslega ekki rétt.
Orðið fólk er hér frumlag og í bæði skiptin sem sögnin að vera kemur fyrir vísar hún til þess en í hvorugt skiptið til orðsins heimskingjar sem er frumlæg sagnfylling. Kannski stafar þessi ruglingur af því að Mengella klúðrar innskotssetningu á klaufalegan hátt með því að gleyma að loka henni með kommu. Eins og henni er nú annt kommur.

Nafnlaus sagði...

Auðvitað er henni annt um kommur en ekki annt kommur.

Nafnlaus sagði...

Það fólk sem ekki er hafið yfir skammir eru hálfvitar eins og Skúli.

-

Það fólk sem er gjaldgengt er Frakkar, Grikkir og Spánverjar.

Það fólk sem er gjaldgengt eru Frakkar, Grikkir og Spánverjar.

Nafnlaus sagði...

Það er löngu vitað að Mengella notar gamla kommusetningu. Það var algengt að komma kæmi á undan "sem" óháð innskotssetningum.

Það er líka rétt hjá þeim fyrir ofan mig að það er ekkert að þessu: "Það fólk, sem ekki er hafið yfir skammir eru hálfvitar eins og Skúli."

Mosi

Nafnlaus sagði...

Það fólk, sem augljóslega er ekki hafið yfir skammir eru heimskingjar eins og Skúli.

Hvort er hér kommu vant eða ofaukið?

Nafnlaus sagði...

Það er löngu vitað að Mengella notar ranga kommusetningu.

Nafnlaus sagði...

Þetta er gamaldags kommusetning sem alla tíð hefur verið áberandi hjá Mengellu. Lestu hvaðeina frá fyrrihluta síðustu aldar.

Ég skrifa ekki svona en ég er heldur ekki að belgja mig út og þykjast hafa fundið einhverja elementarí villu og með útblásna ritrýni án þess að þekkja nóg til íslensks máls.

Nafnlaus sagði...

En nú er Mengella ekki frá fyrrihluta síðustu aldar, eða hvað?
Ætti henni ekki að vera ljóst að settar hafa verið reglur um kommusetningu síðan þá og fara eftir þeim eða í það minnsta láta vera að kalla aðra málhölt og óupplýst skrípi úr því hún áskilur sér rétt til þess að hundsa téðar reglur sjálf?

Nafnlaus sagði...

Óskaplegt mjálm er þetta. Allir snillingar, og Mengella er snillingur, rísa upp yfir reglurnar. Það er með reglurnar eins og vatnsyfirborðið, það skiptir öllu máli úr hvorri áttinni þú nálgast það.

Hættið svo þessu mjálmi um ekki neitt.

Nafnlaus sagði...

Bla, bla, bla, bla, bla, komma, bla, rop, þankastrik.

Ég tek undir með fallega innréttaðri Mengellu, að Skúli er viðurstyggingur og óbjóður.
Svona, vertu kyrr Skúli meðan ég lem þig með IP tölunni minni. Bzzzzzzzz.

Snaujaðu Skúli, snaujaðu segi ég. Farið hefur fé betra.

Aðdáandi #1

Nafnlaus sagði...

Mengella er ekki snillingur. Hinsvegar langar hana afar mikið að vera snillingur eða í það minnsta að aðrir haldi að hún sé slíkur. Til að ná því fram velur hún sér auðveld skotmörk eins og hnakka, barnlendinga eða byggðastefnu stjórnvalda og skýtur þau í tætlur með mjög svo yfirdrifnu orðaskaki. Árangurinn er svipaður og hjá spassa í Mikado. Mikið show en lítil uppskera.

Tilgerðin er í aðalhlutverki og húmorinn víkur oftast fyrir leiðinlegum pirringi og kvikindisskap.

Ágúst Borgþór sagði...

Það er ekki rétt að Mengella ráðist alltaf á garðinn þar sem hann er lægstur - hún kom með mjög þokukennda gagnrýni á mig og það var virðingarvert. Hún ætti að gera meira af slíku - að ráðast á jafningja sína. Hins vegar er mjög sterkur málefnanlegur þráður í þessum skrifum um ofsaakstur sem réttlætir þau fyllilega. Það er hins vegar barnaskapur að ráðast á Morfís, ungskáld og ófríðar, nýgiftar konur.

Nafnlaus sagði...

Ég sé nú ekki barnaskapinn í því að ráðast á Morfís..ef þeir sem skíta í koppinn á þeim bænum geta ekki svarað fyrir sig, þá ættu þeir kanski að snúa sér að einhverju öðru en Morfís...eða hvað??

Mér finnst ákaflega ábótavant að fólk reyni að rýna aðeins í það um hvað þessi pistill er raunverulega. Þetta er nokkuð þörf lesning þó menn séu ekki sammála um framsetninguna á efninu.
Nú er ég ekki að bera í bætifláka fyrir Mengellu,hún er líklega fullfær um það sjálf. En mér finnst einhvern veginn eins og það séu ákveðin skilaboð falin í þessum pistli og framsetningin vakti vissulega eftirtekt... Er markmiðinu kanski náð??
En í guðana bænum takiði þessa helvítis sdavsétníngarumr,æð-u og farið með hana eitthvað annað. Það nennir enginn að lesa þessa dauðans þvælu og þó svo að ég sé drykkfelldur,einstæður og skítugur öryrki,þá er ég ekki nærri því eins illa settur og skoffínin sem nenna að spá í svona kjaftæði. Kaupið ykkur yfirstrikunnarpenna og dundiði við að finna villurnar í Mogganum og Fréttablaðinu og leyfið okkur hreinræktuðu geðsjúklingunum að svala nautn okkar hér í friði...
Kv,Gústi Svangi

Nafnlaus sagði...

"Ég vona að þú látir þetta ekki á þig fá og haldir áfram að keyra hratt."

Skiljanlegt að jafningi Mengellu telji þetta "málefna(n)leg" skrif um ofsaakstur.

Nafnlaus sagði...

USSS !!!!!þú átt ekki að tjá þig ef þú ert kelling eða rauðhærð og hvað þá rauðsokka,feministi áttu bara að þegja.
Ekki taka því illa mér finnst bara að þú bara dæmi þess að kellingar eigi ekki að tjá sig, keyra og þess þó heldur að hafa kosningarrétt :*

Nafnlaus sagði...

Hvað er að gerast? Ætlar fólk bara að hætta að ræða um kommurnar hennar? Það er engin þörf á að ræða um innihald textans, þar sem það dæmir sig sjálft, en stafsetningarumræður gætu hins vegar vel komið netverjum til góða...

Nafnlaus sagði...

Lastaranum líkar ei neitt
lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt
fordæmir hann skóginn.

Kommi.

Nafnlaus sagði...

Ja Hérna!

Þvílíkar kveðjur sem við vélhjólafólk fáum frá þér! Hvernig getur þú vogað þér að setja alla vélhjólaeigendur undir sama hatt?

Gerir þú þér grein fyrir því að með slíkum skrifum er hægt að lögsækja þig?

Miðað við skrif þín má auðveldlega álykta að þú tilheyrir hópi fólks sem rakar gjarnan af sér hárið, klæðist rauðum svastiku-borða á upphandlegg og telur sig til æðri stofns mannkyns.

Mér finnst þú ættir ekki að ydda blýantinn þinn svona "vel", þín vegna.

Farðu vel með þig.

S.

Nafnlaus sagði...

Hæl!

Unknown sagði...

Lögmál Godwins hefur svo sannarlega mikið forspárgildi.

Nafnlaus sagði...

Það er greinilega mikið um lögfrótt fólk hérna.

Nafnlaus sagði...

Fræðingur. Hún kallar sig Mengellu. Capice?

Nafnlaus sagði...

ég hata nú mengellu smá en þetta er snilld. Sammála hverju orði í færslunni. Aldrei hef ég fengið líflátshótanir, snökt

Nafnlaus sagði...

Mengella er kynvillingur, sem er í nöp við Suðurnejamenn vegna þess að kynvillingar eru eki vel séðir hér suður með sjó.