Le Horla
Le Horla er ein af þessum dásamlegu bókmenntaperlum sem ég reyni að lesa með fárra missera fresti. Ég hef leitað logandi ljósi að íslenskri þýðingu hennar, en aldrei fundið. Það er skammarlegt. Sé þýðingin til er glámskyggni mín skammarleg, sé hún ekki til er bókmenntasmekkur þjóðarinnar skammarlegur.
Le Horla er eftir Frakkann Guy de Maupassant. Maupassant, eins og t.d. Jón Sómi Sigurðsson og Nietzsche, brynnti fola sínum í einhverri portforarvilpunni og dró út aftur þungaðan af sárasótt. Sárasóttin skreið um kroppa þeirra alla og knúði loks dyra í heilanum. Í tilfelli Jóns með þeim hætti að hann fékk loks útrás fyrir allar innilokuðu tilfinningarnar sem hann hafði bælt innra með sér síðan hann var sifjaspelltur og ginntur í trúlofun af siðlausri drykkjuhrútsdótturinni Imbu, frænku sinni, sem hann var þá búinn að forðast eins og lífhræddur héri árum saman. Jón fór, í fyrsta skipti síðan niður gengu á honum eistun, að rífa kjaft. Nietzsche faðmaði hest og fór að skrifa undir bréfin sín sem Guð. Maupassant skrifaði geggjun sína í Le Horla.
Nú ætla ég ekki að draga úr gildi þess að rífast við embættismenn og faðma hesta, en ég held að að öllum ólöstuðum - þá gerði Maupassant sér skemmtilegastan leik úr kynsjúkdómnum. Vafalítið dró heldur úr dampinum fyrir hann þegar hann var læstur inni á hæli eftir að hafa dregið brýnda egg gegnum hálsinn á sér og dó þar við illan leik skömmu síðar.
Í stuttu máli fjallar Horla um ungan, efnaðan iðjuleysingja sem situr í leti sinni í skugga trjákrónu og dásamar lífið þegar honum verður litið út á Signu, sem streymir meðfram landareign hans, og sér fallegt, hvítmálað, þrímastra skip. Hann kætist eins og lítill krakki og leyfir sér að hrópa kveðju að skipinu. Skipið skilur kveðjuna að sjálfsögðu ekki en Horla skilur hana mætavel. Horla er ógeðslegt skrímsli sem hefur gaman af því að valda hægfara dauða hjá sofandi fólki. Þegar Horlan sér þennan hvítklædda uppa veifa ofan af grasflötinni stekkur hún frá borði og skríður, ósýnileg, uppeftir til hans.
Skyndilega hverfur öll kátína og gleði mannsins og drungaleg og grá ónotakennd umlykur hann. Hann sekkur dýpra og dýpra ofan í óþægilegar tilfinningar og hugsanir og þegar hann hefur sokkið nógu djúpt fer Horlan að stelast til að drekka af vatninu hans á nóttunni. Verður það herranum til yfirnáttúrulegs hryllings og í vantrú sinni á hina ósýnilegu möru leggur hann fyrir Horluna ýmiskonar gildrur. En Horlan misskilur tilfæringar hans sem tilboð um að æsa leikinn og byrjar að murka úr honum lífið á nóttunni. Klifra í myrkrinu upp á sængina hans og vefja hrækalda, óefnislega lúkuna um hálsinn á honum. Kreista svo, laust í fyrstu, en herða svo tökin þar til maðurinn vaknar mitt á milli heims og helju og berst fyrir lífi sínu. Þá dregur hún sig í hlé. Í bili...
Karlkvölin reynir allt sér til heilsubótar. Fer í ferðalög og göngutúra en ekkert dugar nema skamma stund í einu [Þeir sem ekki vilja vita hvernig sagan endar ættu að hætta núna að lesa]. Horlan laumast alltaf uppað honum aftur. Ofsækjandi, lamandi, myrðandi gengur hún sífellt nær bráð sinni. Uns svo er komið að hann þolir ekki meira. Hann ákveður að leika hættulegan leik. Reyna að snúa á Horluna. Hann leyfir henni að nálgast sig, finnur hana koma, finnur ógnina sem steðjar frá henni. En um leið og hann er handviss um að hún sé í þann mund að hremma sig stingur hann sér út um dyrnar og lokar á eftir sér, hleypur út úr húsinu en kveikir í því fyrst. Skellir rækilega í lás svo Horlunni sé enginn flótti mögulegur.
Við skulum enda með orðum Maupassants sjálfs:
Ég leit á húsið og beið. Hví tók þetta svona langan tíma?! Ég var farinn að halda að eldurinn hefði kulnað, eða hún [Le Horla er eins og nafnið gefur til kynna „hann“ en mér finnst „hún“ betra] slökkt hann. En í þann mund splundraðist rúða í glugga á neðri hæð hússins undan ægiþunga eldsins og mjóslegin rauð eldtunga sleikti sig upp eftir veggnum alla leið að þakbrúninni.
Birtan baðaði trén, greinarnar, laufin og jafnvel þau skulfu af ótta eins og ég. Fuglarnir vöknuðu, hundarnir ýlfruðu og mér virtist sem dagrenning væri runnin upp. Á svipstundu mölvaði eldurinn tvo aðra glugga mélinu smærra og öll neðri hæð hússins stóð í ljósum logum. Öskur, hroðalegt öskur, angistaróp sem skar inn að beini, kvenmannsöskur ómaði gegnum nóttina og tveir kvistgluggar opnuðust. Ég hafði gleymt þjónustufólkinu! Ég sá andlit þeirra skelfingu lostin þar sem þau böðuðu út handleggjunum í fullkominni örvæntingu!...
Þá, yfirkominn af skelfingu, tók ég á rás í átt að þorpinu og hrópaði: „Hjálp! Hjálp! Eldur! Eldur!“ Ég mætti fólki sem hafði orðið eldsins vart og snéri aftur með því að húsinu.
Þegar við komum til baka mætti okkur aðeins skelfilegur og mikilfenglegur valköstur sem lýsti upp allt héraðið, legstaður brennandi fólks - og þar brann hún líka. Hún, hún, fanginn minn, hin nýtilkomna vera, hinn nýtilkomni drottnari, Horlan! Skyndilega féll þakið niður á milli veggjanna og eldtungurnar gusu upp. Í gegnum gluggana sá ég logana skjótast um og ég hugsaði um að þarna væri hún, í þessum afli, dauð.
Dauð? Hver veit? ... Var lík? Var hægt að granda hinum ósýnilega líkama með þeim vopnum sem bitu okkur, dauðlega?
En ef hún var ekki dauð? ... Kannski fær aðeins tíminn grandað þessari ósýnilegu og ógnvekjandi skepnu. Hvers vegna væri hún annars í þessum gegnsæja, óáþreifanlega vofulíkama ef hún þyrfti að óttast sjúkdóma, veikleika og ótímabæran dauða?
Ótímabær dauði. Hann er rót allrar skelfingar mannsins! Maðurinn kom á undan, Horlan í kjölfarið. Fylgdi á eftir honum, sem gat dáið á hverjum degi, á hverri stundu, á hverju augnabliki, í hvaða slysi sem var, hún kom, sú sem aðeins myndi deyja þegar hinn rétta stund rynni upp því hún var þegar komin að endimörkum eigin tilvistar!
Nei... nei... það þarf ekki að efast lengur... hún er ekki dáin... Ég... ég... hef engan annan kost en að drepa mig!...
13 ummæli:
Af hverju Gílead?
http://mengella.blogspot.com/2007/01/hrafninn.html
Flott saga, flott umfjöllun.
Jú, jú. Mjög flott. En ég skil ekki rassgat.
Gerður Kristný? En Margrét Þ. Jóelsdóttir?
Love
Anonymous
En ég bara elska þetta blogg hjá þeim.
Love
Anonymous
Mæli með Bonfire of the Vanities. Mengella gæti líka pikkað upp nokkur treiding tips í leiðinni. Er hægt að hugsa sér skelfilegri örlög en pimpa lógóum með ÁBS?
Eruð þið ekki að grínast í þessari hörmungarþvælu?
Hvað er verið að pranga þessu upp á okkur grunlausa lesendur?
Skammist ykkar merkikerti, þið eruð eitthvað hindruð á rænunni, skammist ykkar!
Megi þessi óskapnaður mygla og hverfa djöfli sínum! Ég hefði getað verið að horfa á Nágrannamaraþon á Stöð2 eða DrPhil í stað þess að eyða tíma mínum í þessa orðadrullu andskotans. Þvílíkur nýrnasteinn fyrir skilningsvitin.
Helvítis. Hvað er að þegar fólk er farið að tilbiðja "bókmenntaverk" fyrir það að vera óskiljanleg og leiðineg, öðruvísi heimskuleg og um ekki neitt?
Óskaplega leiðist mér heimskt fólk eins og þú.
Þessi saga er heimskuþvættingur. Áhugi á því sem er illskiljanlegt og öðruvísi er léleg afsökun fyrir því að sleikja upp svona marklaust rugl.
Það að þið teljið það fínt að fíla svona skrif sýnir bara að þið eruð að rembast of mikið. Lægið í ykkur rostann merkisklerkar!
„Áhugi á því sem er illskiljanlegt og öðruvísi er léleg afsökun fyrir því að sleikja upp svona marklaust rugl.“
Og ég sem var að fara að sleikja þig upp!
En þetta er komið á framfæri. Þú skilur ekki þessa einföldu sögu og heldur þessvegna að allir sem segjast skilja hana, hvað þá kunna vel við hana, séu að þykjast.
Ástæðan er svo barnslega einföld. Þú ert heimskingi.
Ég segi hana illskiljanlega en ekki óskiljanlega. Satt að segja er mest illskiljanlegt að einhver nenni að lesa hana.
Ekki er hún það strembinn að í því sé skemmtigildi hennar falið, svo mikið er ljóst.
Fyrst og fremst er þetta auðvitað þreytandi og drepleiðinlegt skvaldur.
Þið eruð bjánakollar fyrir að þráast við og finnast sagan tilkomumikil. Þið þurfið ekkert að þykjast fyrir þann stimpil.
Hættið að skíta í eigin hreiður með því að breiða út þetta mongólitarusl. Fávísu þrákálfar!
Hún er hreint ekkert illskiljanleg, nema fyrir börn og blábjána.
Nema hvorttveggja sé.
Skrifa ummæli