5. mars 2007

Meistaravörurnar

Nýlenduvöruverzlun Mengellu fagnar starfsafmæli sínu með því að bjóða í fyrsta skipti á Íslandi (er það ekki furðulegt?!) Meistaravörurnar:

Hver vill ekki ylja sér á nöpru síðkvöldi með bolla af rjúkandi heitu mokkakaffi, setjast síðan fyrir framan tölvuna og sækja innblástur í ásjónu Meistarans. Loksins er það hægt og nú færð þú ritstíflueyðinn og kaffigeyminn, Meistarabollann, á vægast sagt hlægilegu verði.

Þess má geta að bollinn er framleiddur í Þýskalandi.


Eins og alþjóð veit hafa fumlausar og opinskáar kynlífslýsingar Meistarans aukið kvenhylli hans hröðum skrefum. Er svo komið að eftirspurn eftir Meistarabolum fyrir konur er í sögulegu hámarki. Tilvalinn fyrir grasekkjur eða piparjónkur. Nú þurfa þær ekki lengur að fara einar í rúmið.

Bolurinn er að sjálfsögðu framleiddur í Þýskalandi.



Athugið að Meistaravörurnar verða aðeins fáanlegar í afar takmarkaðan tíma. Eða þar til eitt af þrennu gerist: Meistarinn lýsir sig andvígan slíkri persónudýrkun, vörurnar klárast eða Meistarinn (guð forði því) dettur úr tísku.

15 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Það vantar ekki hefndarþorstann.

Mengella sagði...

Fullkominn misskilningur.

Hefnd fyrir hvað?

En ef um hefndarþorsta væri að ræða myndi ég vilja slökkva hann með veigum úr rjúkandi Meistarabolla.

Nafnlaus sagði...

Já þetta er svona alveg á þeirri hárfínu línu sem liggur milli eineltis og ofsókna.

Nafnlaus sagði...

klukk??? ertu geeeðveikur??

kv, Gústi Svangi

Nafnlaus sagði...

Það vantar ekki rugludallana.

Ágúst Borgþór sagði...

Mér finnst þetta frekar fyndið og hönnunin sniðug, ég verð að viðurkenna það. En mér finnst Mengella, jafnvel skrifandi og hann/hún er, reyna að sleppa ansi billega frá því að henni var úthýst af mesta plebbavefsvæði sem um getur, því hún leggst svo djúpt í lágkúruna að hún er ekki einu sinni húsum hæf meðal þeirra allra lægst settu.

Nafnlaus sagði...

Lægst settu? Ertu að tala um húsmæður?

Mengella sagði...

Dásamlegt!

Meistarinn hefur aftur fundið hrokann! Ég sem hélt að úr þér væri allur vindur. Nú þarftu aðeins að rífa upp ögn af sjálfstrausti og hver veit, þú gætir jafnvel orðið svo kokhraustur að það væri brottrekstrarsök á Barnalandi.

Koma svo! Burt með gráu smáborgaravofuna sem hefur svifið um of lengi í vammlausum bríma í þeirri von að hún verði uppgötvuð af Sjálfstæðisflokknum og kippt á lista. Kúkaðu á kerfið. Kallaðu Barnalandskonur plebba og lágstéttarlýð.

Þú ert svo miklu skemmtilegri þegar þú hefur trú á sjálfum þér en enga á náunganum.

Nafnlaus sagði...

Mér, anonymousi, finnst þetta frekar skemmtilegt líka. Mér finnst þú ættir að panta þér eitt stykki, Ágúst. Þótt það komi Mengellu auðvitað ekki rassgat við hverjum augum meistarinn lítur sjálfan sig eða hefst að yfirleitt. Hvaða ljóð er þetta eiginlega? Einhver soldið að missa sig sýnist manni. Og fyrir hvað í fjandanum varstu rekin(n) af Barnalandi, ef ég má spyrja frúna?

Nafnlaus sagði...

Ég hef aldrei kíkt inn á Barnaland, er þetta ekki einhver spjallrás fyrir bitrar einstæðar mæður?

Valtýr/Elvis2

Nafnlaus sagði...

Frábær hugmynd! Kannski mætti prenta með textabrot úr "Fatmaster", áður óbirtri smásögu ÁBS:

- Er ég feitur?
- Nei, þú ert ekki feitur.
- Er ég mjór?
- Nei, þú ert ekki of mjór.
- Er ég grannur?
- Þú ert alveg eins og þú átt að
vera
- Hvernig þá?
- Passlegur! Mér finnst þú fínn
eins og þú ert.
- En ég er ekki grannur?
- Mér er alvega sama hvort þú er
grannur eða feitur!
- Þér er sem sagt alveg sama.
- Nei, mér er ekki alveg sama, en
það skiptir mig engu þó þú sért
107 kíló.
- Takk. Kærar þakkir, segi ég nú
bara.

Nafnlaus sagði...

Er bollinn með mynd af Ágústi á báðum hliðum? Ef ekki, þá er það verulegur galli að hankinn er vitlausu megin (nema fyrir örvhenta).

Svona mega menn ekki klikka á.

Mengella sagði...

Þetta er músubolli. Að sjálfsögðu viltu að mynd Meistarans vísi að þér þegar þú drekkur. Bollinn er ekki fyrir grunnhyggna uppskafninga sem eru að sýnast fyrir öðrum.

Hefði haldið þetta augljóst.

Mengella sagði...

Ég var rekin fyrir þetta:

http://mengella.blogspot.com/2007/01/bless-bless-barnaland.html

Nafnlaus sagði...

hm, ég skil.