19. mars 2007

Meistarinn


Ég sá að eitt hinna meintu aukasjálfa minna er með færslu um Megas. Það varð til þess að ég ræsti upp iTunes og hlustaði á meistarann í allt gærkvöld. Þvílík sálubót! Megas hefur kastast á milli þess að vera van- og ofmetinn en alltaf hefur virðingin fyrir honum verið óttablandin. Að dást að Megasi er eins og að dást að fallegum vexti einhvers úti á götu og sjá svo að um er að ræða táning. Einhver skömmustuhrollur fylgir því. Þó breytir því ekkert að vald Megasar á tónum og orðum er svo ægilegt og stundum verður til lygilegur galdur.

Tökum sem dæmi Jólanáttburðinn.

Jólanáttburður

Vælir útí
Veðr' og vindum
Vetrarnætur-

Langt meðan
Ljótir kallar
Liggja mömmu

Og pabbi'í druslum
Dauð'r í kompu'
Úr drykkju liggur

Hlandbrunnið
Braggabarn
Í barnavagni
Megas

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, hann súmmar upp þetta sæta og ljóta.

Nafnlaus sagði...

bjút'fúlt.

gætirðu teikna Konn'og Nonna sögu með Megas sem gestaleikara?

Nafnlaus sagði...

lagið heitir "jólnanáttburður" og ef þú setur útá notkun mína á amrískum "gæsalöppum" þá kem ég og buffa þig til Frakklands

Breki Boddason