Eitur fyrir byrjendur
Ég las, merkilegt nokk, Eitur fyrir byrjendur eftir EÖN í fyrsta skipti á dögunum. Mér var gefin bókin með því skilyrði að ég bloggaði um hana það sem mér fyndist.
Byrjum á göllunum.
Bókin var ekki nógu vel prófarkarlesin. Í ekki lengri bók var hvimleitt að rekast á stafsetningarvillur, a.m.k. eina beygingarvillu og klifandi orðalag.
Pappírinn í kápunni er óvandaður og illa þefjandi. Kannski er hann endurunninn og því voða fínn en hann tærist á eggjunum og það er stækja af honum, hálfgerð ælulykt.
Tempóið í bókinni er brokkgengt. Stundum er höfundur í gríðarlegum ham og tekst stórkostlega vel upp. Sumir kaflar lesast hreinlega eins og heitum hníf sé brugðið á smjör. En stundum dettur takturinn niður og verður þunglamalegri og stirðari. Án þess að það þjóni bókinni. Þessu skylt er dálítið sérstakt hvernig stíllinn er breytilegur frá kafla til kafla. T.d. koma slettur úr öðrum málum gjarnan í holskeflum og sjást ekkert þess á milli.
Þá eru það kostirnir.
Það eru kaflar sem eru frábærlega vel samdir. Langbesti kafli bókarinnar er sá, þar sem Högni serður Dísu:
Högni sarð Dísu með styrk górillunnar, fimi kattarins og slægð höggormsins. Dísa lét bara taka sig. Hún lét einfaldlega ginna sig út í raðfullnægingu eftir raðfullnægingu, stundi bara og gapti eins og hún hefði aldrei upplifað annað eins. Öruggar hendur Högna fleygðu henni til og frá, lyftu henni upp og niður, drógu hana fram og aftur, struku henni út og suður og norður og niður. Högni hélt aftur af sáðláti sínu með tantrískum tiktúrum, hann var stæltur af daglegum sundsprettum - stöku sinnum, kannski einu sinni í viku, synti Högni meira að segja í sjálfum sjónum - og þegar eiginleikinn til að halda eilífri reisn mætti stórkostlegu þreki sköpuðust aðstæður til geypilegs líkamlegs unaðar. Högni var bæði anabólískur og karnal. Hann dáðist að eigin getu án þess að grobba sig af henni, og í hvert skipti sem Dísa hóf að titra og skjálfa, þegar roðinn í kinnum hennar sortnaði og augnlokin lögðust skjálfandi aftur, þegar Högni fann vöðvakippina leika óstöðugt, kraftmikið og taktvillt upp bakið á henni, fylltist hann gífurlegri sjálfsánægju og hamraði typpinu á sér tvöfalt hraðar inn og út úr Dísu, gróf sig dýpra og dýpra í blóðhlaupin sköp hennar. Dísa gat ekki annað en æpt, öskraði af unaði, og þegar henni fannst hún ekki geta meir fann hún hvernig önnur holskefla fullnæginga skall á henni.Þá má telja bókinni til tekna að hún fléttast utan um snyrtilega, litla pælingu. Það er skemmtilegur og satt að segja dálítið óvæntur þráður í gegnum hana sem er svosem ekkert sérlega frumlegur eða burðugur en stendur fyllilega undir sér. Allar lýsingar í bókinni eru góðar. Framvindan á það til að vera síðri.
Bókin er eins og hönnuð til kvikmyndunar og ég vildi óska að hún yrði kvikmynduð á íslensku. Það vantar svona mynd í okkar flóru.
Í raun er fátt annað um bókina að segja. Hún er ekkert sérstakt tímamótaverk en hún er um margt mjög góð. Mjög þægileg. Vel skrifuð, ágætlega pæld.
Það er helst að mér finnist, eftiráaðhyggja, að titillinn sé villandi. Í fyrsta lagi tekur forsagan alltofmikið pláss til að eiturvinkillinn nái að réttlæta nafn sögunnar og í öðru lagi þá er hlutverk eitursins í sögunni annað en titillinn gefur í skyn, a.m.k. eins og ég skil söguna.
En þetta er góð bók og ég er þegar búin að lána hana frá mér einu sinni (ekki síst til að losna við fnykinn).
11 ummæli:
bíddu nú við. það má rífa í sig hvern sem er en þessi móralíserandi skrifblindi erkibjáni fær silkihanskameðferð. þessi bók er í besta falli leiðinleg. ég trúi þessum rassakyssingum ekki upp á hugsandi konu eins og þig.
Þegar mér var gefin bókin lofaði ég að segja sannleikann um álit mitt. Þetta er það sem mér finnst. Þið tveir verðið að gera út um ykkar mál í ... tja, má ég stinga upp á leðjuglímu.
Ekki hef ég lesið bókina en umfjöllunin ber skýran vott um aumingjagæsku, sem á jú að heita nokkurs konar dygð, eða hvað?
Það er líka ælulykt af bók Hauks Más.
Ætli nýhilistar geri þetta viljandi?
Hvernig stigbreytir maður orðið "aumingjagóður"?
How pathetic can you get beyond pantaðir ritdómar frá vinum og kunningjum?
Mengalla situr uppi með afleita lesendur eins og margir bloggarar. Eitur fyrir byrjendur er fín lesning og hressileg.
"How pathetic can you get beyond pantaðir ritdómar frá vinum og kunningjum?"
Tja... að fá greitt fyrir það? En... sjitt, kallast það ekki vinna? How pathetic is that skohmm? Alveg mongó paðettik, omg!
Annars er þetta fínasti ritdómur og ég gæti ímyndað mér í framtíðinni að glugga í þessa bók.
Þó ég verð að koma því að, þó það komi málinu óbeint, en samt ekkert, við, tók ég eftir því að Jón Viðar Jónsson er byrjaður á ný sem leikhúsgagnrýnandi! Hressileg lesning hjá kjeppziteppz í DV um daginn. Aldeilis.
Ágúst, sumt af því sem hér er látið flakka er meiðandi fyrir nafngreinda einstaklinga, gott ef ekki þig sjálfan á köflum, stundum jafnvel fyrir börn fólks, eins og Gauta hér að ofan. Afleitir lesendur væru þeir sem létu ógert að gagnrýna síðuna, sem er annars um flest dæmigerð bloggsíða.
Eru ekki afleitir lesendur betri en engir lesendur? En það er rétt, komment ÁBS draga þetta dáldið niður. Mengella er engu að síður rjóminn af blogginu. Hér er ekki verið að pranga neinu inná fólk nema lesvænum pælingum og skondinni grafík á skemmtilega útfærðri síðu.
oZzy moved away ever before, I miss his cock, and I'm always hungry for making love.
FUCK MY PUSSY!
My web site hcg injections
Skrifa ummæli