16. október 2007

Notað og nýtt

Það hafa streymt inn athugasemdir til mín um það hverskonar prump Júróvisjón er. Og dásamlegar samsæriskenningar um það hvernig öll lögin (nema Ísinn auðvitað) eru þjófstolin.

Auðvitað minna lög hvert á annað. Það er ekkert óeðlilegt við það og Ísinn er þar ekkert undanskilinn. En þó er afar sérstakt (eins og mér hefur nú verið bent á) þegar svona gerist:






1989 - Austurríki
2005 - Ísrael
2008 - Ísland?

Tommi Tomm keypti sömu hljómsveitarrútuna þrisvar. Nú er spurning hvort sama viðlagið keppir í þriðja skipti í Júróvisjón.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hææ herðu ég er að forvitnast. mig langar svo að prufa að semja lagið en mig vantar textann. Þannig að ég var að pæla hvort þú vilt vera svo væn/n að semja fyrir mig texta um síma?? það yrði æðislegur heyður ef þú gætir gert það fyrir mig ;)

Nafnlaus sagði...

hææ herðu ég er að forvitnast. mig langar svo að prufa að semja lagið en mig vantar textann. Þannig að ég var að pæla hvort þú vilt vera svo væn/n að semja fyrir mig texta um síma?? það yrði æðislegur heyður ef þú gætir gert það fyrir mig ;)

Mengella sagði...

Gjössovel!

Hangið á Línunni (handa Línu)

Elín hefur hangið á línunni
síðan fyrir klukkan tvö
Það var þá
sem hún sá
manninn sinn í atlotum
við siggu á númer sjö

hún starði á þau í afmynduðu sjokki
en loks á heimleið döpur lagði
þetta' er ljóta glíman
svo hún teygði sig í símann
og snúru snöggt um hálsinn á sér vafði

og nú hefur hún hangið á línunni
síðan fyrir klukkan tvö
og hangir þar enn
þótt komi hann senn
spúsinn heim frá siggu á númer sjö.

Nafnlaus sagði...

ertu ennþá að væla yfir þessu. Af hverju sættir þú þig ekk ibara við það að lagið þitt var um ÍS. Íslendingar eru ekki það heimskir