11. september 2008

Breiðavík. Ó, Breiðavík!


Nú eru Breiðavíkurdrengirnir lítið hressir. Þeir ætla ekki að þiggja svo litlar bætur að þær rúmist í rassi (og hafa verður í huga að Breiðavíkurdrengir eru af skiljanlegum ástæðum með heldur víða rassa). Þeir vilja millur, tugmillur. Þeir vilja yfirgefa þennan heim eftir að hafa verið kóngar einn dag.

Það á að borga þeim sem teknir voru í rass og það á að borga þeim sem tóku í rass. Það á að borga öllum. Rökin: Hið opinbera setti þá á vondan stað og fylgdist ekki nógu vel með.

Rökin halda. Þessir menn eiga siðferðilegan rétt á bótum. Hið opinbera er ábyrgt.

Það átti að fylgjast betur með.

Einhverjir Breiðavíkurdrengjanna tvístíga nú í gættinni og heimta aurinn sinn. Þeir finna seðlalykt.

Ríkinu ber skylda til að rannsaka misgjörðirnar. Og rannsaka þær vel. Líka það sem er óþægilegt.

Sumir gera mikið úr því hve margir Breiðavíkurmanna hafa kálað sér. Vilja jafnvel meina að þar hafi saklausir menn verið teknir af lífi. Það má vera rétt.

Ógæfufólk er samt að kála sér í hverri viku. Líka unglingar. Að sækja jarðarfarir er hluti af starfi allra sem taka að sér hópa af illa settum unglingum eða öðru fólki. Enginn er svo óforskammaður að heimta af þeim bætur.

Á ekkert að tala um ábyrgð foreldranna? Hve margir tugir af fólki tóku á móti lúbörðum og útriðnum börnum eftir vist - og gerðu ekki neitt. Sögðu ekki neitt.

Hvað væri þessi kynslóð án Breiðavíkur?

Það var mýta að á Íslandi gætu allir komist til manns. Nema auðvitað áfengið eða geðveikin lægju í leyni. Nú á Breiðavík að vera ein af óvinunum. Undantekningin.

Nú eru ekki lengur harðhentir stýrimenn og kynvilltir hásetar hjá Féló. Nú eru það estrógendvergar og prjónakerlingar. Það er hin nýja nálgun. Nálgun sem á meira skylt við sinnuleysi en úrræði.

Og nú verða glæpemennirnir fyrst til. Glæpahringir ungra, vanræktra manna sem þekkja aðra unga og vanrækta útlendinga.

Þeir hefðu kannski haft gott af eins og ári á Breiðavík?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

afhverju er ekki hægt að skrifa athugasemdir við Árna J færsluna ?

Nafnlaus sagði...

Já, afhverju? og afhverju er heimspeki handboltaólafs búin að ritskoða annars ágæt skrif? ég er að verða fyrir athlægi vinahópsins fyrir að vísa í þetta.