9. september 2008

Eitraður túrban

Woodward heldur að Bandaríkin séu svo gott sem búin að vinna stríðið í Írak með nýju herbragði. Hryðjuverkamenn stráfalla þegar leynivopninu er beitt. Það má ekki segja hvert vopnið er, því þá gæti það hætt að virka.

Aðrir segja þetta argasta bull.

Ég held ég viti hvert vopnið er. Í öllu falli veit ég hvað það ætti að vera. Það ætti að vera eitt af neðantöldu.

Klaufagas

Flugvél er flogið yfir Bagdad og baneitruðu taugagasi úðað yfir íbúana. Einu móteitrin eru svínakjöt og Big Red tyggjó.

Hrikalega Indælar Völskur

Eyðnismitaðar rottur eru dáleiddar til að bíta fólk ef þær sjá stafina K, Ó, R, A og N.

Sniper

Ungar múslimastúlkur eru teknar úr flóttamannabúðum og settar í leynilegan uppskurð. Þeim er svo varpað í fallhlíf inn á svæði uppreisnarseggja. Þegar skorinn er af þeim snípurinn gusast út sveppagas.

Stjörnur og strípur

Amerískir fánar eru vættir í eitri sem verður að gastegund ef fáninn er brenndur.

FónýSony

Það verður kaldur dagur í helvíti þegar múslimar læra að gera sínar eigin upptökuvélar. Þess vegna og þess að terroristar hafa sérstakt dálæti af að taka upp árásir og einræður þá hafa allar upptökuvélar síðan 2003 verið sérútbúnar. Þegar kveikt er á upptökuvél sendir hún örbylgjur frá sér. Sé amerískur her nærri getur hann horft á allt það, sem vélinni er beint að, í beinni útsendingu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Las einhvern tíma pistil hjá þér, gott ef það var ekki úttekt á krummaskuðum. Eitthvað pláss á Austfjörðum toppaði þann lista að mig minnir. Hefurðu prófað Raufarhöfn?