7. september 2008

Ljósmæður


Í kreppu þarf að skera burt alla sílspikaða milliliði og aðrar afætur. Ljósmæður eru þar fremstar í flokki.

Ljósmóðir er eins og stöðumælavörður sem ekki er treyst fyrir sektarmiðabók. Hún tekur á móti börnum sem koma sér í heiminn sjálf. Séu einhverjir misbrestir á því gólar hún á hjálp og inn kemur einhver sem kann til verka vopnaður sogklukkum og klemmum.

Meint mikilvægi ljósmæðra helgast af tvennu. Geistleg yfirvöld sögðu algjörlega ómissandi að ljósmóðir sæti yfir sköpum joðsjúkra kvenna. Það voru auðvitað fyrst og fremst fyrirbyggjandi aðgerðir. Fóstur eiga það til að þrýstast á og trufla starfsemi kirtla svo rækilega að hin nýbakaða móðir er ekki fyrr kominn á fætur en hana fer að langa að stinga orminum í skafl eða örbylgjuofn. Ljósmæður voru ekki taldar meira ómissandi en svo að þær voru reknar af stað í hvaða mannskaðaveðri sem er til þess eins að koma í veg fyrir nýburamorð.

Hin ástæða þess að ljósmæður eru hafðar í miklum metum er afbakað Stokkhólmsheilkenni. Fæðingin er orðin eins ónáttúrulegur viðburður og framast er unnt að gera hana. Fyrir það fyrsta eru karlmenn viðstaddir fæðingar. Nokkuð sem er í algjörri andstöðu við eðlilegan gang hlutanna. Það vill ekkert karldýr sjá fæðingu. Til þess gerir náttúran konuna sífellt minna aðlaðandi sem nær dregur fæðingunni. Bjúgur, skapsveiflur og ofát (að ekki sé minnst á absúrd líkamsbyggingu) er leið náttúrunnar til að fæla burt karldýrin áður en hápunktur óþverrans, sjálf fæðingin, ríður í garð. Konur eiga að eiga einar á sama hátt og þær kúka einar. Óeðlið hefur gert fæðinguna að áhorfendasporti, þar sem karlarnir eru í hlutverki klappstýruambátta.

Saman sulla foreldrarnir nauðugir í lyfja- og efnaboðamóki á meðan konan tekur út þá refsingu guðs að skila melónu út um bakdyrnar fyrir eplið sem fór inn um framdyrnar. Kona vill vera í friði og karlinn vill fara heim og reykja vindil. Þau fá það ekki. Þau eru gíslar. Ljósmóðirinn er dyravörðurinn.

Nám ljósmæðra er of langt og of metnaðarfullt fyrir starfið sjálft. Ljósmóðir er gagnvart lækni það sem öryggisvörður frá Securitas er gagnvart löggunni. Báðir hópar eru of vel launaðir þegar tekið er mið af því að borgunin er raunar aðeins fyrir það að halda sér vakandi og hrópa á hjálp um leið og eitthvað fer úrskeiðis. Báðir hópar trúa því samt statt og stöðugt að þeir skipti máli.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sjúka ógeð

Nafnlaus sagði...

Æji, mikið ertu fáfróð/ur... þetta er sorglegt viðhorf og lesning.. vona að þú lendir aldrei í því að eignast barn, barnsins vegna...

Nafnlaus sagði...

segi það sama og hinar. ljósmæður er mikilvæg stétt. og eiga að fá hærri laun en þær eru með.

Nafnlaus sagði...

Hahaha.
Besta lesning dagsins

Og þið sem röflið "djöfull ertu fáfróður, mikilvæg stétt, bla bla bla "

Takið niður femínismagleraugun.

Höfundur á hrós skilið fyrir þennan skemmtilega pistil.

Kv
Lesandi frá 666.is

Nafnlaus sagði...

Mér fannst þetta mjög skemmtileg lesning. Konur breytast í skrýmsli þegar þær eru ófrískar og geimverur þegar þær verða mömmur hehe.

Nafnlaus sagði...

Hehehhe, snilld! Voðalega er fólk eitthvað húmorslaust! Ljósmóðirin sem tók á móti hjá mér var hundleiðinleg og ekki var eiginmaður minn skárri, hann sat fölur og fár og fylgdist með og skildi svo við mig skömmu síðar. Skil hann alveg.

Nafnlaus sagði...

"Nám ljósmæðra er of langt og of metnaðarfullt fyrir starfið sjálft."

Þetta er alveg rétt. Til þess að verða ljósmóðir þarf að fara fyrst í gegnum hjúkrunarfræði. Eftir það tekur ljósmæðrahlutinn við og sú sem verður ljósmóðir mun þá aldrei nota það sem hún lærði í hjúkrunarfræðinni. Áður fyrr (og ekki fyrir svo löngu) var þetta kennt sem eins konar stúdentspróf og það er ekki þörf á meiri kennslu, því eins og sagt var réttilega, á ljósmóðir að kalla á lækni ef eitthvað bregður út af í fæðingunni. Þ.e. það eina sem þær gera er að taka á móti börnum við eðlilegar fæðingar!
Það að ljósmóðursnám séu 6 ár er bara djók, það er jafnlangt og læknisfræði!
Það verður að stytta þetta nám því annars heimta þær að sjálfsögðu laun í samræmi við lengd námsins en ekki erfiðleikastig starfsins