8. september 2008

Guðfræði


Páll Skúlason lét í ljós þá frómu ósk að Háskólinn mætti líkjast persónu Sigurbjarnar Einarssonar. Var hann þá hvorki að vísa til fúkka og steypuskemmda né ævafornra innréttinga. Honum þótti eitthvað í fari gamla mannsins lýsandi fyrir góða stofnun.

Nú er Páll Skúlason auðvitað álíka byltingarkenndur og bolli af Bragakaffi og því ekki að furða að honum þyki akkur í því að Háskólinn angi af mölkúlum og gömlum göldrum. Það væri þó ekki vanþörf á því að einhver Herkúles tæki að sér að veita drullulækjunum í Vatnsmýrinni í gegn um Aðalbygginguna. Þaðan þarf að sópa gömlum draugum – sér í lagi guðfræðideildinni í heild sinni.

Guðfræði er óverjandi háskólanám. Hún stangast á við allt það sem æðri menntun stendur fyrir. Guðfræði er ekki rannsókn á trú heldur rannsókn í trú. Kapellan í Háskólanum er fúll gullgerðarpottur fornra tíma. Í guðfræði gutla kjánar í göldrum.

Bjarteygir aular með Biflíu undir koddanum eru íslensk hliðstæða kínverskra stúlkna með reyrða fætur eða umskorinna arabíukvennda. Allt háskólanám um Guð sem útskrifar fólk jafn trúað og það var í upphafi er glundur. Ómerkilegt drasl. Sammannleg geðveiki í sparifötum.

Það hefði mátt grafa guðfræðina með gamla manninum.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fokið er í flest skjól, þegar ráðist er að guðfræðideild HÍ, st. Sigurbirni og Páli Skúlasyni í einni og sömu andrá.

Meira að segja Teiti Atlasyni stendur vart á sama.

Og, höfundur hækkar á lista Stefáns Einars, yfir þá menn sem hann virðir ekki viðlits. "Því ber að fagna," svo vitnað sé í skrifblinda gáfumanninn TA.

Nafnlaus sagði...

Halló! Hvað ertu að ráðast á Sigubjörn Biskup.
Sigurbjörn var góður og gegn nasisti líkt og Þóra Hallgrímsdóttir.