Miklir hugsuðir
Flestir Íslendingar þekkja ekki gáfulega hugsun þótt þeir séu löðrungaðir með henni.
Tveir vitringar hafa verið í sviðsljósinu nýlega. Annar með stærri tungu en heila. Hjá hinum er því öfugt farið.
Sigurbjörn biskup er loksins dáinn. Gamall maður síðan hann var svarthvítur. Hámenntaður og lét sig ekki muna um að romsa upp úr sér löngum (og leiðinlegum) einræðum. Auðvitað löngu orðinn kalkaður á öllum andans vaxtarlínum. Steingervingur með liðuga tungu. Flutti sömu ræðuna í ótal útgáfum áratugum saman. Hann saknaði nítjándu aldarinnar og nítjánda öldin saknaði hans. Nú er hann kominn heim.
Ólafur fyrirliði hefur stærri heila en tungu. Málhaltur Gunnar Dal. Náttugla að reyna að kveikja á kerti með logum stjarnanna. Engar hugsana hans nálgast það að vera merkilegar en hroðvirknisleg framsetningin ljær þeim falska dýpt. Í þoku geta þúfur virst fjöll.
Báðir hugsuðirnir töldu sig hafa fundið glufur í vefnaði veruleikans. Nærsýni þeirra kom í veg fyrir að þeir sæju fínustu þræðina.
Þegar andleg áreynsla þjóðar hefur öldum saman beinst að því að finna betri leiðir til að ræsa fram land, rúnka griðungum og finna rímorð, þá er ekki nema von að jafnvel hænur teljist fleygar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli