8. september 2008

Sneglu-Halli

Þegar Breiðavíkurdrengurinn sagði forsætisráðherra að troða bótunum upp í rassgatið á sér flaug mér Sneglu-Halli í hug, n.t.t.:


„[V]orkunn þykir mér yður að þér viljið svo selja sem þér keyptuð.“

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fáir hafa samt bent á að móðgun þessi virðist hafa verið kennd í mælskuskólum í Rómaveldi meira en árþúsundi fyrir ritunartíma Sneglu-Halla þáttar. Tvær ræður sem virðast á yfirborðinu vera orðasenna á milli rómversku öldungardeildarþingmannanna og rithöfundanna Sallusts og Cicero en eru í dag taldar vera eftir 1. aldar mælskukennarann Marcus Porcius Latro innihalda sömu móðgun:

"Postea quam immensae gulae impudicissimi corporis quaestus sufficere non potuit et aetas tua iam ad ea patienda, quae alteri facere collibuisset, exoleverat, cupiditatibus infinitis efferebaris, ut quae ipse corpori tuo turpia non duxisses in aliis expereris. Ita non est facile exputare, patres conscripti, utrum inhonestioribus corporis partibus rem quaeserit an amiserit."

Einar Steinn sagði...

Ég játa að ég er eilítið ryðgaður í latínunni frá því ég nam hana í Lærða skólanum. Ef þú myndir nenna að snara þessu, Elías, þá væri það vel þegið.

Nafnlaus sagði...

"Eftir að arðurinn af þínum sauruga líkama gat ekki lengur satt þinn botnlausa gúl og aldur þinn hafði veikt hann svo að hann gat ekki lengur svalað fýsnum annarra, fylltist þú óendanlegri fýsn til að reyna á öðrum það sem þú hafðir ekki talið vanhelgun á eigin líkama. Því er ekki auðvelt að greina, hæstvirtu þingmenn, hvort hann hafi aflað síns fjár eða sóað með lítilmótlegri líffærum."

Nafnlaus sagði...

Æi, geturðu kannski breytt "sauruga líkama" í "sauruga búk" og "óendanlegri fýsn" í "óendanlegri girnd"? Takk.