30. júní 2007

Harmdauði

Þrátt fyrir ýmis harðindi í Palestínu er því að fagna að margvísleg menning stendur þar í blóma. Einn litfagrasti blómhnappur þeirrar menningar var hin arabíski Mikki mús eða Farfour mús eins og hann hét á þeirra ástkæra og ylhýra. Já, ég segi hét, því músin hreinlynda er ekki á meðal vor lengur. Lymskulegur júði vildi kaupa af henni músarholuna hennar og þegar hún harðneitaði að selja uppskar hún slíkar barsmíðar að það lyktaði með dauða hennar. Palestínsku börnin sátu stjörf af skelfingu fyrir framan sjónvarpsskjáina og náðu vafalaust ekki gleði sinni á ný fyrr en í auglýsingatímanum þar sem mér er ekki til efs að hafi verið boðin til kaups sjálfsmorðssprengjubelti í barnastærðum.Við skulum minnast látinnar hetju með myndbroti af því þegar hún var í fullu fjöri. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ísland-Palestína.

29. júní 2007

KjánarAð mótmæla álverum með því að hjóla á (ál)hjólum um borgina og bjóða öllum sem taka þátt í mat, sem eldaður er í (ál)pottum er álíka gáfulegt og að mótmæla vændi með því að kaupa sér þjónustu vændiskonu og neita sér um fullnægingu.

Öppdeit: Vísir hefur birt leiðréttingu.

Take One Home for the Kiddies

On shallow straw, in shadeless glass,
Huddled by empty bowls, they sleep:
No dark, no dam, no earth, no grass -
Mam, get us one of them to keep.
 
Living toys are something novel,
But it soon wears off somehow.
Fetch the shoebox, fetch the shovel -
Mam, we're playing funerals now.

Philip Larkin

28. júní 2007

Um nafnleysi

Ég hef lengi verið að því komin að skrifa um nafnleysi á netinu. Málið er mér enda skylt. Ég þykist vita að flestir fari nærri um hin grófari blæbrigði í afstöðu minni. Ef um væri að ræða svart/hvítt mál, þá væri ég með nafnleysi. En málið er flókið.


Afstaða mín er þessi: Ég er á móti því að menn noti netið til glæpaverka. Þar á ég t.d. við tælingar á ófullveðja fólki, fjárkúgun, ofsóknir eða óverðskulduð mannorðsmorð. Þó á netið, eins og aðrir miðlar, að mínu mati að hýsa alla flóruna, allt frá frauðkenndu hjali til óvæginnar gagnrýni.


Íslendingar eru margir haldnir þeirri einkennilegu trú að mannasiðir séu ekki aðeins rótgróinn hluti siðferðis, heldur verði best mældir með almennum viðhorfum. Hvorttveggja er rangt.

Nafnleysi er ekki skilgreinandi þáttur í netglæpum. Vissulega er nafnleysið oft fylgifiskur þess að vega ómaklega úr launsátri. En það verður ekki sjálfkrafa vont vegna þess. Ekki frekar en að líkamleg áreynsla verði sem slík slæm vegna ofbeldismanna.

Það er mýta að nafnleysi geri allt manns tal marklaust. Að þeir sem ekki þori að koma fram undir fullu nafni séu heiglar eða gungur. Nafnleysi getur þvert á móti verið mjög gagnlegt. Nokkrar röksemdir eru t.a.m.:

  1. Nafnleysi getur leitt til þess að frekar sé horft á innihald umræðna en það hverjir ræðast við. Slíkt getur stuðlað að málefnalegri umræðu.

  1. Nafnleysi getur tryggt sjónarmið fólks í umræðum, sem stöðu sinnar eða aðstæðna vegna getur ekki (eða telur sig ekki geta) komið þeim á framfæri. Hér gæti t.d. verið um að ræða samkynhneigðan ungling í smáplássi, hátt settan aðila sem litið er á sem andlit fyrirtækis, þekkta manneskju sem vill rækta áhugamál sín í friði fyrir forvitnu fólki. Svona mætti lengi telja.

  1. Nafnleysi getur auðveldað framsetningu efnis sem mikilvægt er að komi fram. Athugasemdakassar í félagsmiðstöðvum, fyrirtækjum o.s.frv. eru hugsaðir til að nýta kosti nafnleysis að þessu leyti.

Það er oft sáralítill munur á nafnleysi og að skrifa undir eigin nafni. Lesandi, sem les þetta blogg, veit meira um Mengellu en lesandi margra einlínumoggabloggara veit um þá. Við erum ekki bara nöfn.

Antipat á nafnleysi er stundum ekkert annað en sambland af forvitni og ringlaðri réttlætiskennd í anda þess að vera sú eina sem mætir í búningi á vinnustaðinn á öskudaginn.

Réttmæt rök gegn nafnleysi eru m.a. þau að ef allir þyrftu að skrifa undir nafni væri minna um meiðandi skrif og rugl. Það er alveg rétt. Hitt er þó sólu særra að þessi blessaða þjóð hefur aldrei átt í erfiðleikum með að þegja um hluti, og má einu gilda hvort það eru hlutir sem þegja ætti um. Þögnin hefur verið versti skaðvaldurinn í gegnum tíðina. Og þetta tvískinnta kerfi, að við tölum um fátt opinberlega en pukrum um allt í leynd, er fáránlegt. Allt sem nafnbirtingar gætu þaggað niður er sagt hvorteðer. Það fer aðeins aðra leið.

Mig langar að enda á því að fjalla örstutt um rök, sem ítrekað hefur verið beint að mér. Sagt er að ég sé Mengella til að geta sagt x, sem ég gæti annars ekki sagt. Þessi hugsun er á haus. Ég segi x til að geta verið Mengella.

Hefjum kvíslar á loft...

Og ég sem hélt að íslenska netsamfélagið væri að þroskast.


Nú eru hinir ýmsu netkimar búnir að gefa út veiðileyfi á þennan stjarfeygða ræfil á myndinni. Hann heitir Helgi Rafn og er iðjuleysingi úti á Seltjarnarnesi þar sem hann er áleifur foreldra sinna.

Helgi var ásamt hnakkrottum og pústpjökkum á Bíladögum á Akureyri og lagði þar ríflega sitt af mörkum við að dempa greindarfarið í Eyjafirði. Og samkvæmt kvísl- og kyndilberum rakst hann þar á nauðljótt hundkvikyndi sem hafði strokið frá eiganda sínum.
Eigandinn er síðan búinn að auglýsa í sífellu eftir hundinum. Þar til í kvöld, að einn af pústpjökkunum sagði að það þyrfti ekki að leita hundsins frekar. Var það ekki skýrt frekar en innan skamms komu fram upplýsingarnar. Helgi átti að hafa fundið hundinn og eignað sér hann. Troðið honum ofan í íþróttatösku og notað sem ýlfrandi sparkknött. Hann á ekki að hafa linnt látum fyrr en ræksnið var dautt eða dauðvona. Allt í beinni útsendingu fyrir eftirlitsmyndavélar.

Ef satt reynist er hér um að ræða einhverja auvirðilegustu manngerð sem hrærist á þessari storð. Menn sem pynta dýr (þótt ljót séu) sér til skemmtunar eru andstyggileg viðrini. Það á ekki að taka slíka menn neinum vettlingatökum.

- - -

Þó er hins að gæta að hin óumflýjanlega múgæsing sem hófst í kvöld og mun halda áfram er engum til gagns og allar aðgerðir knúnar af henni eru ekki til marks um tilhlýðilegt réttlæti. Skríll er skríll og þótt sök drengræfilsins sé líklega bæði mikil og afgerandi, þá er hún aðeins átylla. Múgsálir aðhafast fyrst af hvöt, næst af ástæðum.

Gæludýraskríll er sumpart verri en annar skríll. Það er gjarnan fólk sem hefur gírstöng í tilfinningalífinu. Það hefur öðlast hæfileika til að kúpla tilfinningunum úr hinni hefðbundnu stöðu og tengja við ýmis minniháttar hrif og upplifanir. Öðlast þá þessar upplifanir mun róttækari sess í sinni þessa fólks. Gamla bomban Bardot er dæmi um þetta.

Dýr fá í hugum þessa fólks goðumkennt hlutverk. Þau verða einhverskonar yfirverundir, markmið í sjálfu sér.

Nákvæmlega sama á sér stað hjá sumu fólki varðandi okfrumur. Verur, sem fyrir flestum eru augljóslega ófullkomnar, verða heilagar. Og fólk gerist krossfarar þeim til verndar, oft með þeim rökum að verja þurfi þá sem ekki geta varið sig sjálfir.

- - -

Allt eðlilegt fólk finnur til samúðar með hundinum og þeim sem tengdust honum tilfinningarböndum. Allt eðlilegt fólk vill að kauði verði sóttur til saka. Sumt eðlilegt fólk hugsar honum þegjandi þörfina. En fólk, sem tekur þátt í aðgerðum gegn gerandanum, hvort sem það eru hótanir eða eitthvað beinskeyttara, það fólk er ekki eðlilegt og er ekki hótinu skárra en fólið. Það fólk líður fyrir djúpstæðan karakterbrest og það hefur á engan hátt siðferðilega yfirburði umfram skotmarkið. Það er af nákvæmlega sama sauðahúsinu. Það eina sem skilur ræfilinn á sakabekknum og það af, eru tilfallandi aðstæður.


Endum með orðum þeirra bjána sem leggja til hans á blogginu:

28. júní 2007 klukkan 01:57
Í þínum sporum skaltu kála þér sjálfur hið snarasta!
Betra að þú gerir það áður en við komumst í þig!!!!!28. júní 2007 klukkan 00:30
Rétt er að benda áhugasömum á að símanúmerið hjá þessum manni, sem heitir fullu nafni Hilmar Rafn Xxxxxxxx, er 867-xxxx.


28. júní 2007 klukkan 01:23
Verðum við strákanir ekki að kíkja á Seltjarnarnes........það er svo fallegt þar.....án þín
það er kominn á keppni um hver nær þér!!
28. júní 2007 klukkan 01:34
ég hef ákveðið þar sem þú er viðbjóðslegur aumingi að láta doberman sem ég á éta á þér kynfærin ég næ þér helvítis aumingi þinn


ég geng með hníf í vasanum hér eftir, og ég VEIT hvernig þú lítur út... og ég hika ekki við að myrða þig! ég VEIT hvar þú árr heima !

27. júní 2007

Byltingin étur...

Ég er afar tvístigandi um það hvort ég eigi að nenna að setja mig inn í rifrildi Níhils/EÖN og Þrastar/Hermanns/Davíðs.

Snýst málið um eitthvað annað en eftirfarandi?

1. Níhilistar (einn eða fleiri) hæða gæði ljóða í Lesbókinni (sem þeir þó í aðra röndina virða mikils, þótt ekki sé nema sem stall undir eigin brjóstmyndir/kjötketil).

2. Ritstjóri Lesbókar og vinur hans hæðast að Níhil á móti (á þann einkennandi kæruleysislega/yfirlætisfulla hátt sem einkennir þá sem hafa hefðina sín megin en sjá tímann í liði með hinum).

3. Níhilistar bregðast ókvæða við.

4. Skáld, örlítið eldra en Níhilistarnir (eða a.m.k. utangátta í þeirra hópi), sem komið er með nóg af því að framlag sitt til ljóðagerðar sé afgreitt sem lognið á undan storminum, sér lag og kemur með snarpa stungu á páfa Níhils.

5. Páfinn er nú kominn í vont skap og rífur kjaft.

Ef hér er eitthvað fleira á seyði, sem ég hef misst af við fyrstu yfirferð, endilega látið mig vita.

Mikið vona ég að þetta snúist um meira en snautleg samskipti særðra egóa.

Hvað sem öðru líður þá er þetta til marks um það að það eru of margir karlmenn í ljóðaumræðu hérlendis og of fáar konur.

Kannski er það bara ég en mér finnst þetta passa skemmtilega við hina þekktu og snyrtilegu afgreiðslu á efni Íslendingasagnanna:

Bændur flugust á

Litla-Ísland

Ég minnist þess að hafa að minnsta kosti nokkrum sinnum heyrt Íslendinga hreykja sér af því hve opið samfélag hið íslenska sé. Óvíða í heiminum megi búast við að rekast á „fræga fólkið á förnum vegi. Og vissulega er nándin nokkuð sérstök. Á allra síðustu dögum hef ég t.a.m. verið í þuklfæri við ýmist gagnmerkt fólk. Þar má nefna ekki ómerkari aðila en Sæma rokk, Hildi Lilliendahl, Andreu Gylfadóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur, Stefán Pálsson, Hrafn Jökulsson, Megas, Björn Jörund Friðbjörnsson og svona gæti ég haldið áfram.

Mig grunar þó að hin rómantíska nálgun að hinu opna Íslandi sé misskilningur. Ég held að það sé hreint ekki furða að skáld, ráðherrar, tónlistarmenn og önnur fyrirmenni geti komið fram eins og almúgafólk. Það skrítna er að grámuggulegt almúgafólk skuli yfirhöfuð gerast fyrirmenni.

Íslenskt samfélag er risastór hlutverkaleikur með enskum eða dönskum leiðbeiningum. Fylla þarf fullt af skringilegum hlutverkum. Og oftar en ekki kemur fólkið til hlutverkanna, en hlutverkin ekki til fólksins. Það muna væntanlega flestir eftir því hve fyndið var að fylgjast með fyrstu vikum Séð og heyrt. Tímaritið reyndi hvað af tók að glansa upp hversdagslegan veruleika og hefðbundið fólk. Árangurinn var yfirleitt hlægilegur. Í dag eru margir hættir að hlæja.

Því miður hafa fjölmiðlar tilhneigingu til að ráðast á opinberar persónur með sandpappír og pússa af þeim hornin þar til ekkert stendur eftir nema staðalmyndirnar. Það er slæmt. Fólk á að vera fólk fyrst, steríótýpur svo.


Dæmi um dásamleg fyrirmenni voru hjónin Kristján Eldjárn og Halldóra Ingólfsdóttir. Forsetinn, sem stal skónum af vaxbrúðunni því hann átti ekki viðhafnarskó og forsetafrúin, sem kærði sig kollótta þótt fínar borgarfrúr hneyksluðust á útgangnum á henni. Það er eitthvað fallegt við það.

26. júní 2007

Viðundrasýning

Þau undur og stórmerki hafa gerst að stærsta bloggsamfélagið á Íslandi fór að snúast nær eingöngu um kynlíf og -langanir vangefinna.


Málið hófst í tölvuverum HÍ þar sem fíngerður mannfræðistúdent líkamnaðist í tvo sveitta og loðna ruma með þykka putta og lafandi brjóst. Kjötfjöllin tvö sátu langdvölum við tölvur skólans og tístu af kátínu yfir harðkjarnaklámi og allra handa viðbjóði. Einn góðan veðurdag harðneitar ein tölvan, sem þeir félagar höfðu þjösnast á, að fara í gang. Kallaður er til tölvuumsjónarmaður, sem uppgötvar sér til skelfingar að harði diskurinn er fullur af slíkum óþverra að brothætt sinni hans brestur. Skjálfandi, lítið strá skríður hann til samstarfsmanns síns og trúir fyrir raunum sínum. Samstarfsmaðurinn hefur samstundis umsát um jakana. Í stað þess að loka fyrir aðgang þeirra fyllir hann tölvurnar af njósnabúnaði og fylgist með hverri hreyfingu þeirra. Líður nú nokkur tími. Rumarnir brjóta öll lög sem lúta að klámi og á eftir þeim liðast sleipi kerfisstjórinn og brýtur öll lög um persónuvernd og ábyrgð í starfi. Það sem gerist næst er nokkuð óskýrt.


Kerfisstjórinn þykist hafa ákveðið að slá af starfsemi sinni sem sjálfskipðaður refsivöndur og ákveðið að innvinkla réttarkerfið í málið. Eitthvað var hann þvoglumæltur við lögguna, að minnsta kosti tókst honum ekki að vekja áhuga hennar á ósköpunum.


Leið nú og beið.


Mörtröllin fá leið á Háskólanum en fá þeim mun meiri áhuga á gæludýrum og eigendum þeirra. Það greindara þeirra fær að auki áhuga á heilalamaðri stúlku. Hann býður henni í rómantíska heimsókn sem lyktar með holdlegu samneyti. Þótti heldur halla á stúlkuna í þeim gjörningi. Eftir að hafa látið sprundið hesthúsa sperðilinn á sér og skakað sér þannig góða stund kjagar tröllið inn á salerni og lýkur sér af með handafli.


Stúlkan klagar hann fyrir löggunni en dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að hér hefði verið á ferðinni ofur hefðbundið, íslenskt kynlíf.


Bugaður af reynslu sinni flyst tarfurinn inn til vinkonu sinnar í Njarðvíkum. Að auki verður hann ástfanginn og kvænist. Mýkist hann allur upp í þessu góða yfirlæti og fer að blogga. Blogg hans öðlast miklar vinsældir og þakkar hann það meðal annars því að hann hafi stælt bloggátrúnaðargoð sitt, Kela. Bloggið (sem varð einhverskonar samsuða Kelabloggs og StebbaFrbloggs) verður einnig þekkt fyrir eldsnarpar stungur á feminista, sem tröllinu er heldur illa við.


Þá verður allt vitlaust. Aðstandendur þeirrar heilalömuðu fara að ofsækja vininn með athugasemdum og jafnvel bloggum honum til höfuðs. Benda á þá augljósu staðreynd að það að vera ákærður fyrir nauðgun jafngildi sekt. Rökin hljóma kunnuglega í eyrum Barnlendinga sem taka málið upp á sína arma og þar sem Barnaland var á þessum tíma að drepast niður í klofið á sér af leiðindum var tilvalið að hefja keppnisumræður um andstyggð piltsins. Hrúguðust því inn heimsóknir á búðinginn, sem færðist allur í aukana, og hélt að hnífbeittar stungur hans á feminista væru skýringin á auknum hamagangi. Gerist hann svo háfleygur að hann fer að yrkja níð um kerlingar. Að öðru leyti er blogg hans sauðmeinlaust og þess helsti ljóður að hann ákallar guð í tíma og ótíma.


Þá skríður fram úr tréverkinu öfundsjúkur ormur. Hver annar en siðblindi lagabrjóturinn, vinur vor úr háskólanum. Hann miklast yfir vinsældum snáða og rifjar upp það andstyggilegasta sem hann kann um hann.


Samkeppnisaðili bloggveitunnar sér þar leik á borði. Stærsla bloggsamfélag Íslands er ekkert nema klámið. Klámhöfundar, klámhatarar og klámöfuguggar fylla öll efstu sætin yfir heimsóknarfjölda. Boðað er til veislu í fréttatímum samkeppnisaðilans og hamast á málinu. Horft er framhjá lögbrotum vitnisins og ósamkvæmni í framburði þess. Horft er framhjá múgæsingunni sem hlaupin er í málið. Horft er framhjá því að búið er að svo gott sem nafngreina mennina (með því að rifja upp misheppnuðu munnmökin sem enduðu fyrir dómstólum), horft er framhjá því að hér á í hlut vangefið fólk. Horft er framhjá öllu nema hasarnum í málinu.


Og þá fór málið fyrst á flug.


Nú voru stjórnendur bloggveitunnar í stökustu vandræðum. Bloggið var orðið að viðundrasýningu. Brandara. Rotturnar voru farnar að yfirgefa hið sökkvandi skip. Fréttatenging blogga, sem átti að vera svo sniðug, hafði skapað skrímsli. Bloggið var orðið eins og tíu ára barn í sykursjokki í afmæli. Það gerir eitthvað afkáralegt og uppsker fliss nærstaddra og kann sér svo ekki hóf í athyglissýkinni.


Valíumbryðjandi stjórnendur sáu sér þann kost vænstan að fórna peði í tapaðri stöðu. Þeir lokuðu á tarfinn og lugu því uppá hann að hann hefði ítrekað brotið notendaskilmála bloggsins. Nokkuð sem var svo fjarri lagi, því blogg viðkomandi hafði einmitt verið eitthvað það andlausasta í gervöllum bloggheimum (sbr. líkinguna við Kela og StebbaFr).


En með þessari lokun lauk á vissan hátt þeim farsa sem íslenskt blogg hefur orðið í vaxandi mæli í vor og sumar. Vaxtaverkirinir eru orðnir öllum ljósir. Illgresið er byrjað að sölna og brátt munu bara lífvænlegustu sprotarnir lifa. Og Mengella fékk aftur lyst á að blogga.