31. mars 2007

Mogginn fyrir vanvita

Íslenskur fjölmiðlamarkaður er skrítinn. Hjónakorn sigla gæluverkefni sínu í strand áður en farið er úr innsiglingunni og fyrr en hægt er að depla auga er fjölmiðill sem er lítið hraustari búinn að kaupa brakið. Spaugastofan hefur náð nýjum lægðum í húmor og versnar með hverri vikunni sem líður og samt eru aðstandendur hennar á rausnarlegum launum. Og farið er að gefa út Moggann fyrir fávita.

Það fer fátt meira í taugarnar á mér en heimskt fólk. Þó má nefna eitt. Það er þegar samfélagið tekur ótilhlýðilegt tillit til þessa heimska fólks. Auðlesið efni í Mogganum er dæmi um slíkt. Sunnudagsmogginn leggur blaðsíðu 58 undir fávitana. Fyrirsagnirnar eru:

Íslands-met í afla smá-báta
Bush í átökum við þingið
Aðal-með-ferð lokið
Heima-stjórn á Norður-Írlandi
Cliff klappaður upp
Drengja-landslið í 8 liða úrslit
Fólk


Síða í dagblaði fyrir ólæsa er álíka vitleysa og sjónvarpsfréttir fyrir heyrnarlausa með öskrandi þulum. Texti, sem er sundursprengdur með bandstrikum í hverju einasta samsetta orði, verður að feni fyrir læst fólk. Eina leiðin til að lesa slík ósköp án þjáningar er að stauta sig áfram atkvæði fyrir atkvæði. Sex ára börn lesa þannig. Einhverjir þroskaheftir líka. Hvorugum hópanna koma fréttir við.

Ef maður gúglar yfirskrift síðunnar, „auðlesið efni“, koma enda upp vísanir til fólks með þroskahamlanir og vangefinna auk Moggans.

Alvöru fjölmiðlar eru ekki fyrir þroskahefta. Við umberum vangefna og á tyllidögum köllum við slíkt fólk krydd í mannlífið, en það stendur samt fyrir allt sem við viljum ekki vera. Svo ég noti þekkta klisju andstæðinga kláms, hver myndi vilja sjá dóttur sína vangefna? Vangefnir geta verið krúttlegir og skemmtilegir, eins og önnur gæludýr, en eiga í raun ekkert erindi upp á pall til okkar hinna. Ekki förum við að éta hundamat í tíunda hvert mál til að sýna lögregluhundinum Rex samstöðu.

Mér er misboðið þegar dagblað sem ég kaupi í áskrift, blað sem á í fullu fangi með að réttlæta kaupin og sannfæra mig um að á því starfi hugsandi fólk — tekur skyndilega upp á því að ávarpa mig eins og fífl. Mogginn á að hætta þessari vitleysu. Það er ekki eins og fávitarnir séu að lesa þetta hvort eð er. Þeir eru uppteknir við að slefa hver á annan, ýta boltum niður rennur og ríða eins og halalausir dingóar. Þeirra stærstu áhyggjur í lífinu eru hvort stuðningsfulltrúinn komi inn áður en mongóboy nær að krækja brjóstahaldarann aftur á mongógirl og við slíkar aðstæður skipta samskipti Bush við þing sitt litlu máli.

30. mars 2007

Léleg þýðing á snotru ljóði

Lélegar ljóðaþýðingar eru vanmetin listgrein. Hér er ein slík. En það er svosem ekki eins og frumgerðin hafi verið neitt stórkostlegt listaverk sjálf. En máski að ég geti með lesendum síðunnar meitlað þýðinguna til. Skrifið umbótatillögur í kommentakerfið og sjáum hvort þýðingin verði snilld á endanum. Eða sleppið því.

Á hverjum degi að öllu leyti.

(Dr. Coue: „Ég verð betri og betri á hverjum degi að öllu leyti.“)


Ég vaknaði í morgun
og velti fyrir mér
hvar væri kempa, hetja há.
Jú — sjá, ein stendur hér!

Ég sjálfur hóf minn arm á loft
með sigurhreina lund,
sagði: „Þú ert sannarlega æði!“
og fékk mér hænublund.

Ég greip mig í fang mér sjálfum
datt ekki í hug að telja fé,
ég taldi aðeins sjálfa mig
þar sem yfir vatn ég sté.

Sólin skein af aðdáun,
hafið brosti breitt:
„Þú ert algert æði
Þér fremra er ekki neitt.“

Mig dreymdi mig á engi,
englar sungu sálm.
Á brott ég hrakti dísir og hirða
með sitt leiða fálm.

Stúlka bauð mér epli,
sagði: „Ókeypis fyrir þig.“
„Ég hef enga lyst, mín væna,
ég er að spara mig fyrir mig.“

Mig dreymdi ég væri á himnum,
Guð sagði: „Taktu við!
Þú er algert æði.
Fyrir þér ég bið.“

Enginn syngur betur,
fallegra fés þú aldrei sást.
Stundarhrifning segir kærastan
en ég þekki sanna ást.
Kit Wright

28. mars 2007

Þættinum hefur borist bréf


Stropi, vinur okkar og Konna og Nonna, er frægur maður. Hér er saga af honum frá vini síðunnar sem ég hef fengið leyfi til að stela. En mér finnst sagan eiginlega flott eins og hún er, hún kemur því hér í upprunalegri mynd:


Þegar ég var fimmtán ára var ég sendur í svona vandræðaunglingasveit,
ekki alveg Breiðuvík en sama hugmynd nema bara ekki með refsibúri og
nauðgunum.

Altént, á bænum var vistaður 13 ára þroskaheftur gaur sem var kallaður
Stropi af hinum krökkunum, hann hafði verið rekinn úr
Öskjuhlíðarskólanum fyrir að vera sífellt að kveikja í hlutum eins og
bílum kennarana og svoleiðis.

Stropi átti það til að læðast inn í fjárhús á kvöldin og ríða kálfum
eða amk að reyna það, einusinni vorum við að mjólka beljurnar og þá
heyrðust alltíeinu skaðræðisöskur í Stropa, þegar ég kom að honum var
hann búinn að festa stút af mjaltavél á tillanum og hún saug svo fast
að hann náði ekki að losa sig, í öllum sársaukanum fattaði hann ekki
að beygja slönguna til að stöðva sogið, þessa vikuna datt mjólkin hjá
okkur niður um gæðaflokk vegna óhreininda og við fengum minna borgað
frá mjólkursamlaginu í einhvern tíma á eftir, ekki veit ég hvort það
skrifaðist á vessa úr Stropa eða eitthvað annað.

Stropi varð alltaf alveg gríðarlega hamingjusamur ef hann fékk það og
þurfti þá að segja öðrum frá því, einusinni var hann í baði og
alltíeinu heyrðust gleðióp líkt og úr sæljóni og alveg gríðarlegt
skvamp og Stropi kom hlaupandi nakinn fram í stofu með græna garðkönnu
úr plasti fasta á tillanum og tilkynnti öllum að hann hefði fengið lím
(Ég fékk lím! Ég fékk lím!)

Dauðadaðrarar


Ein af óbeinum afleiðingum silkisóffauppeldis er dauðadaður, til verður manngerðin sem fær sér sæti í samkvæmi lífsins og bíður eftir skemmtiatriðunum. Þegar þau láta á sér standa dæmir hún lífið sem prump og mælir stundarhátt „Út vil ek!“. Lýsir frati í samkvæmið og daðrar við dánarheima, klæðir sig í svart og smyr skósvertu umhverfis augun, kallar sjálfa sig goþþ eða emó eða eitthvað annað með nægilega fáum atkvæðum til að enduróma fánýti þess að nefna sig nokkuð yfirleitt. Hlustar á tónlist sem er sængurkona sjálfsmorðingjans, starir brostnum augum framan í heiminn eins og til að spyrja: „Hvenær ætlarðu að sýna mér að þú eigir mig skilið?“.

Íslendingar hafa lengi verið óttalegir emóar. Vanhugsandi vinnumaurar alla vikuna sem fá útrás um helgar með ærlegu fylleríi. Hver helgi er örsmátt sjálfsmorð. Með hækkandi aldri og dofnandi týru á lífsperunni lengist bilið á milli fylleríanna og grámi hversdagsins verður afgerandi. Til að deyfa stinginn er reynt að glepja hugann með tyllitækifærum. Brúnkusprautun, bikinivax, flatskjárkaup, fótboltaferð, enski boltinn, saumakúbbur. Allt eru þetta svæflar hinna gangandi náa.

Þegar örlar á traustabrestum í hinum freðnu hugum og lækjarspræna lífsþorstans skýst fram úr sprungu í bláum ís er hún umsvifalaust stífluð og virkjuð til eflingar jaðarbyggða heilans, þar sem rykfallnar, vanmegandi skruddur ofureinfaldrar hugmyndafræði eru undirstaða byggðanna. Menn beisla hvern lífspúls við vagna marx og engels, feminisma eða frjálshyggju. Enginn hugmyndafræðanna snýst á endanum um fólk. Þær eru sjálfbærar, módel. Hugmyndafræði um hugmyndir. Markmið þeirra eru skýjaborgir, handan lífsins og lífið verður æ grárra sem þú elur sorg þína lengur.

Stundum er sagt að simpansar séu nánustu ættingjar manna, aðrir — með auga fyrir drama — segja svín. Ég held að við séum skyldust pandabjörnum. Pandabirnir, ekki aðeins líta út eins emóar, heldur hugsa eins og þeir. 98% af fæði þeirra er einhæfur bambus, þeir nenna ekki að bera sig eftir öðru, þeir nenna ekki heldur að stunda kynlíf nema til þess sé hvatt með kinkí, bláum pandaspólum og nú eru þeir hreinlega farnir að drepast úr leiðindum í dýragörðum. Breyttu út af venju þeirra, hafði óvenju mikið líf í kringum þá og þeim verður fyrst ómótt, augnhvítan gulnar og svo leggjast þeir í kör og drepast.

Það eru álíka margir pandabirnir í heiminum og Húsvíkingar. Báðar tegundir eru í útrýmingarhættu. Annarri á að bjarga með flúorausandi málmbræðslu, hinni með hugsanalausu ofeldi. Báðar tegundir sýna sömu merki dauðadaðurs og ættu að fá að deyja hafi þær ekki lengur lyst á lífinu.

Skyldi heimurinn ekki batna ef við hættum framleiðslu geðlyfja, hnýttum í staðinn snörur fyrir lífsleiða? Hættum að halda þeim föngnum sem vilja út? Þunglyndi er auðvitað ekkert annað en leið náttúrunnar til að segja þér, að þér sé ofaukið. Annaðhvort tekurðu þig á eða tekur þig af lífi. Þunglynt fólk eru visnar greinar á samfélagstrénu. Það er heimskulegt að vaxa með þær áfastar. Leyfum þeim að falla til jarðar, þar sem hægt er að týna þær saman og setja á bálið. Einhverjum gæti orðið ylur af því.

Játning

Ég þarf að gera játningu. Ég hef ekki sagt alveg satt. Það eru engir mótorhjólamenn á eftir Tregawattaliðinu. Mig langaði bara að stríða flautublásaranum, Hildi og Þórarni. Það tókst svona með eindæmum vel.

Ég skrifaði tregafull innlegg hjá flautaþyrlinum til að hann gerði sér grein fyrir alvarleika málsins. Hann fór allur í kerfi, sýndi öll stig taugaveiklunar, sjálfsvorkunn, ásakanir og afneitun. Bakkaði svo sjálfan sig upp, eins og hann er vanur, með nafnlausum kommentum. Mótorhjólahálfvitarnir hjá Ruddunum héldu að þeir væru nú aldeilis búnir að slá í gegn og fengu sitt gamalgróna kikk sem þeir laðast svo sterklega að, kikkið sem fylgir því að ganga leðurklæddur og flúraður inn í hóp sex ára barna sem standa stjörf, andaktug og óttaslegin.


Nokkur ungskáld byrjuðu að liðast í sundur á límingunum og taugaveiklun greip um sig á furðulegustu stöðum.

Hef ekki skemmt mér svona síðan ég sannfærði stelpu á Barnalandi um að hún gæti ræktað gullfiska úr kavíar.

En ég er samt ekki þetta fólk.

27. mars 2007

Top Gear

Að rífast við vélhjólamenn í rituðu máli er eins og að keppa í sjómann við þalídómíðbörn. Ég er komin með leið á því. Þið getið því sleppt því að skrifa „hið mikla yfirdrull“ að hætti þessa fávita í tölvupóstinn til mín.

Þið megið það svosem líka ef þið viljið. Mér er alveg sama.

Mér er hinsvegar ekki sama um Top Gear. Þvílíkur andans rjómi. Ég hreinlega er kolfallin fyrir þáttunum. Frábær blanda alvöru, sviðsetningar og gamanmála. Og ég, þrátt fyrir að hafa minni áhuga á bílum en á textasmíð Kristjáns Hreinssonar, get vel séð fegurðina í þessum bensínhákum.

Þessi þáttur hér er t.a.m. með þeim betri sem ég man eftir að hafa séð.

Flautusugan

Nú hefur okkar ástkæri flautuleikari komið því til leiðar að hjá heimskustu vélhjólamönnum landsins er eftirfarandi hitlisti orðinn til:

Ásgeir H Ingólfsson

Eiríkur Örn Norðdahl

Hildur Lilliendahl

Ingi Björn Guðnason

Ingólfur Gíslason

Þórarinn Björn Sigurjónsson


Samkvæmt afar áreiðanlegum heimildum er fólk (ef fólk skyldi kalla) nú að melta það með sér hvern eigi að heimsækja fyrst til að hnébrjóta. Sömu heimildir geta þess að Hildur og Þórarinn séu efst á blaði eins og stendur.

Ég reikna ekki með að það skipti neinu fyrir þessi leðurklæddu heilablóðföll þótt ég fullyrði í sentilljónasta skiptið að ég er ekkert af þessu fólki.

Vel gert, flautuleikari!

Svo satt, ekki satt?


Svo mælti rykheilaruddinn:

Einmitt það sem ég hugsaði, enda eru commentin undir pistlunum frá einhverju háskóla kaffihúsa sýktu liði sem spáir ekkert í um hvað hún var hún var að skrifa, spá bara í kommusetningum,frumlagi, sagnfyllingum og innskotssetningum.
En ég verð að viðurkenna að ég hafði gaman að lesa pistilinn hennar, vitandi það að þarna er á ferð illa bitur rauðsokka sem líklega var lögð í einelti af skellinöðru töffurum í skóla, var aldrei boðið á deit og er enþá hrein mey og alla þessa reiði og biturð vill ún skella á hjólamenn og konur frá suðurnesjum.

26. mars 2007

Ó, Guð minn góður!

Af heimasíðu Forsetans:

1. gr. Þjóðsöngur Íslendinga er „Ó Guð vors lands“, ljóð eftir Matthías Jochumsson og lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar.

Matthías orti aldrei ljóð sem heitir Ó Guð vors lands. Hann orti hinsvegar ljóð sem heitir Lofsöngur og hefst á þeim orðum.

Nema Matti hafði að sjálfsögðu vit á því að setja kommu á undan ávarpslið ólíkt málhöltu og óupplýstu skrípunum sem sömdu lögin.

Áfram:

3. gr. Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni.


Lifi íhaldið! En bíðum nú við, hvað er hér?

Hér á eftir fer texti íslenska þjóðsöngsins og einnig þýðingar 1. erindis hans yfir á dönsku, þýsku, ensku, frönsku, norsku, finnsku og sænsku.

Suomentanut
M. Korpilahti
Oi Jumala sä Islannin!
Me sulle nyt laulamme kiitosta näin:
miespolvista aina miespolvihin
virret soi sua päin ylistäin.
Yksi päivä sun eessäsi
vuostuhat on,
ja vuostuhat päivä on vain.
Mut' keskellä kansojen kohtalon
sä suojelet Islannin ain.
Tuhat vuottakin yksi päivä on!
Mut' keskellä kansojen kohtalon
sä suojelet Islannin ain!


Fíflalög!

Hnakkrottuheift

Skrif mín um heimsku og ljótu hnakkrottuna Skúla hafa vakið nokkra athygli. Nokkrir hafa verið svo vænir að skrifa mér línu um málið. Vil ég þakka þar sérstaklega fyrir líflátshótanir — sem ég er óneitanlega nokkuð hreykin af. Þá eru skemmtileg bréf frá brúnkukremsbrenndum bimbóum sem vitna um stimamýkt Skúla og gæðalegt augnaráð. Einkenni á drengnum sem kemur hvorki á óvart í ljósi þess að hann er að öllum líkindum hreinn sveinn og hinsvegar að hann sýnir eindregin merki uppsafnaðrar spennu um leið og hann sest á leður.

En allt þetta fólk sem skrifar á skilið að fá nokkrar línur til baka.

Mér hugnast ágætlega hnakkrottublóðbað á götum úti. Þar er ég þó ekki að meina neina sniglaveislu. Sniglarnir hafa af veikum mætti reynt að verja heiður vélhjólamanna gagnvart andlegum amöbum eins og Skúla, ryðheilunum í Ruddunum og duftsniffandi kókhausum sem af einhverjum ástæðum telja að mótorhjól bæti þeim upp skaðann af því að hafa stöðvast í þroska við skriðdýrsheila. Þetta lið má farga sér fyrir mér, því þetta hyski, sé það ekki þegar dautt, er ekkert annað en mislukkaðir tilræðismenn. Morðvargar sem sveima um í manndrápshug.

Í ljós hefur komið að morðhundar koma við sögu í meirihluta banaslysa á íslenskum vegum. Annað hvort sjálfsmorðingjar (sem er þá gott að losna við) eða reglulegir morðingjar. Fólk sem ekur eins og brjálæðingar, ýmist að gamni sínu eða vegna þess að það kýs að aka undir áhrifum. Nú þykir ekki við hæfi að ásaka þetta fólk. Ýmist er um að ræða nái eða sakbitna aumingja. Skiptir þá engu hvort um er að ræða flón sem dúndrar bíl sínum útaf veginum við Jónasarlund eða dusilmenni sem smyrja vinum sínum utan í ölgerð.

Það fólk, sem augljóslega er ekki hafið yfir skammir (og er ég alls ekki að segja að ekki ætti að skammast í þeim dauðu og þeim sem drápu) eru heimskingjar eins og Skúli. Skúli læsti vefsíðu sinni þegar málið blés upp. Einhverjir fóru því á mis við lesninguna. Ég var þó búin að lesa Skúla fram og aftur áður en ég felldi þann málefnalega dóm að hann væri heimskasti maður Íslands. Ekki aðeins setti hann inn þetta myndband og kallaði forsmekkinn að sumrinu heldur er ofsaakstur ekki neitt nýtt fyrir honum. Hann mun hafa hreykt sér af því að hafa verið tekinn á rúmlega tvöföldum hámarkshraða, á bíl vel að merkja, sem skemmir þá tilgátu hans að hann sé meinlaus því eðlisfræðilega sé útilokað að drepa fleiri en sjálfa sig á vélhjóli (Skúli myndi að sjálfsögðu ekki þekkja hugtakið skriðþunga þótt formúlan væri flúruð á ennið á honum). Þá tekur hann undir með hinum hnakkrottunum og segir að tilræðisiðjunni muni ekki ljúka fyrr en skattborgarar kaupi undir hann, og hjólið hans, leikvöll.

Þá er staðreynd að miðað við höfðatölu eru Keflvíkingar óeðlilega gallað fólk. Ég veit ekki ástæðuna en kannski hefur það eitthvað með það að gera að varla er hægt að reikna með miklum siðferðisstyrk þeirra sníkla sem kjósa að lifa við endaþarmsop Sáms frænda. Kannski er þetta grunnvatnsmengun. Hver veit?

Skúli er of heimskur til að sjá hættuna sem hann skapar öðrum. Fólk af hans sauðahúsi gerir sér enga grein fyrir því að það er að deyja og það er að drepa. Skúli sýndi enga iðrun, kom aðeins með heimskulegt yfirklór um að ekkert væri hægt að sanna — ekki frekar en ef hann kærði mig fyrir róg og IP talan væri rakin til mín að hægt væri að sanna að nákvæmlega mín tölva hefði verið tengd eða ég að skrifa. Standi valið um að Skúli drepi eða drepist — kýs ég að hann drepist. Komi illa stíluð minningargrein um gæðablóðið nefstóra í Mogganum mun ég ekki missa neinn svefn. Það er miklu frekar að mér þyki tilhugsunin um hann þarna úti í fullu fjöri ógeðfelld.

Og enn hef ég ekkert minnst á það að þetta mannræksni er eitt þeirra sem kaus að stunda hnefaleika, láta lemja sig í hausinn (af öllum stöðum) og lemja aðra. Ef þetta verðskuldar ekki titilinn þá verðskuldar hann enginn.

23. mars 2007

Heimskasti maður Íslands

Heimskust af öllum heimsku hnakkrottunum er Skúli Tyson. Hann er fyrsti maðurinn sem kennir sig við brúna dráttaruxann sem raunverulega á möguleika á að teljast heimskari en fyrirmyndin.

Hér er mynd af honum:



Þessi mynd var tekin ófrjálsri hendi á heimasíðunni hans en þótt ég hafi sett hana hér á netið getið þið ekki sannað að það hafi verið ég sem stal henni, hin pollrólega kona.

Skúli er með húfu á myndinni því hann er að verða sköllóttur þrátt fyrir afar ungan aldur. Ástæðan er tvíþætt. Annarsvegar nikkeleitrun úr drykkjarvatninu á Suðurnesjum sem hægt og rólega nagaði sig í gegnum heilann á honum og upp í höfuðleðrið, og hinsvegar sú staðreynd að flestir hársekkirnir hafa verið kýldir úr höfðinu á honum.

Þegar húfan hætti að duga til að plástra hið særða egó snáðans, fór hann að keyra hratt á rauðu mótorhjóli. Honum finnst það voða flott. Því miður hefur hann ekki enn bæst í hóp þeirra tuga Íslendinga sem hafa fargað heimska hylkinu utan af sjálfum sér í umferðarslysum en vonandi náum við Brynjurnar að kippa því í liðinn í sumar. En við munum vera með sérhannaða bryndreka á Garðsvegi - bara fyrir hann.

Ekki aðeins er Skúli nauðaljótur, heldur er innrætið í stíl við útlitið. Hann er næstum alveg óskrifandi, fullkomlega óhugsandi og stórkostlega, yfirgengilega heimskur. Þetta skrifar snillingurinn:


Ef einhver hefur eitthvað vantalað við mig þá getur hann drullast til að koma til mín face to face en ekki vera meið fuckin heigulhátt bak við tölvuna heima hjá sér. Muniði það að ég get séð IP tölurnar ykkar og þ.a.l. fundið út hvar þið eigið heima.

Hvaða fífl sitja á bak við tölvurnar heima hjá sér? Ú, hann getur séð IP-tölurnar okkar og þ.a.l. komist að því hvar við eigum heima. Þvílíkur asni. Þetta er hálfviti sem gæti ekki fundið sand í eyðimörk. En við skulum vona að einhverjir taki heimboðinu. Sá hinn sami mætti endilega taka með sér slurk af sprengiefni og tæta í sundur rauða morðvopnið sem Skúli beitir gegn okkur úti á götu.

Af hverju í ósköpunum býr svona margt illa gefið fólk á Suðurnesjum? Ein skýringin getur verið sú að Kaninn hafi aðeins náð að nauðga verst gefnu dætrum Suðurnesjamanna. Hinar hafi flúið í ofboði úr bænum og eftir hafi setið sauðheimskar mæður með nikkelmenguð börn siðblindra feðra. Það er dálítill Alabamasvipur með Skúla.

Skúli, ef þú lest þetta. Ég vona að þú látir þetta ekki á þig fá og haldir áfram að keyra hratt. Einnig vona ég, heitt og innilega að þú munir fljótlega látast í umferðinni, tætast í marga litla bita í rauðu blóðpúðurskýi. Ef ekki þú, þá einhver hnakkrottuvina þinna. Megi sem flestir vélhjólamenn deyja og megi aldrei nokkru sinni koma braut fyrir ykkur til að leika ykkur á.

Dauðadagur þinn verður fánadagur og þekktur sem „dagur hinna miklu erfðaefnishreinsunar“. Gerðu okkur öllum þann greiða að halda áfram að láta stelpurnar forðast þig þangað til svo við sitjum ekki uppi með gangfært sæði þitt í barmi vangefinnar frænku þinnar eftir þinn dag.

Gylltur kúkur

Ég er, eins og allir landsmenn sem ekki óttast nútímann og tipla á tánum framhjá innstungum af ótta við rafmagnsmengun, pínd til að kasta reglulega nokkrum silfurpeningum í skjóðu Rúv.

Nú er mér nokk sama þótt skattar séu allháir á Íslandi og er frekar hrifin af velferðarsamfélaginu - en mikið ofsalega á ég það til að sjá eftir peningunum sem fara upp í Efstaleiti.

Ég er alveg sátt við að Rúv sjái ástæðu til að kaupa undarlegar myndir hverra söguþráður er yfirleitt eitthvað á borð við: serbó-króatískt drama um kórstjóra á eftirlaunum sem uppgötvar að hann er með krabbamein og hittir ungan flautulakkara sem fær hann til að líta líf sitt öðrum augum. Það sem mér er ekki sama um er þegar Rúv sólundar fé, í raun kastar því á glæ, í afspyrnuvonda innlenda dagskrárgerð.

Já, ég er að tala um Spaugstofuna.

Eina fólkið sem hefur reglulega gaman af Spaugstofunni er svo hrumt eða fatlað að hægt væri að skemmta þeim jafn vel hvert laugardagskvöld með því að láta séfferhund hoppa í gegnum gjörð í klukkutíma. Ef hundurinn væri í skrautlegum, litlum buxum, þætti karliðinu það meira að segja skemmtilegra en Spaugstofan. Það myndi kosta 15 þúsund kall á viku.

Hjá öllum, hverri einni og einustu, stjónvarpsstöð í hinum siðmenntaða heimi væri búið að leggja Spaugstofuna af. Ekki vegna áhorfsins, heldur vegna þess hve þátturinn er mikið drasl.

Ég hef aldrei hitt manneskju sem finnst Randver fyndinn. Hlægilegur, jú. En aldrei fyndinn.

Spaugstofan hefur verið á dagskrá í óralangan tíma. Maður hefur tekið henni eins og hverju öðru hundsbiti, jafnvel horft á hana sæmilega reglulega. Hún hefur aldrei verið neitt sérstaklega skemmtileg en þolandi. Í vetur hefur hún snarversnað.

Gæðin á gríninu eru, ef eitthvað er, verri en áður. En steininn tekur úr þegar umgjörðin blæs upp. Enginn fífladjókur virðist vera of lélegur til að kallaðir séu til tuttugu statistar og smiðir Sjónvarpsins séu látnir berja saman lítið sjávarþorp í hlutföllunum 1:20, með máluðum húsum, gervigrasi og litlu plastfólki.

Umgjörðin er orðin viðameiri en grínið. Hún er orðin dónalega mikil. Við, sem heima sitjum, sjáum tíma og peningum sóað í hugmyndir sem fólk myndi ekki einu sinni eyða bloggi í.

Spaugstofuna var hægt að þola meðan sami amatörabragurinn var á umbúðunum og innihaldinu; meðan sama hárkollan kom fram þrisvar í sama þættinum í ólíkum hlutverkum. En nú er nóg komið. Það verður að skera Rúv úr snörunni og sparka Spaugstofunni. Annað er ógn við það litla sem eftir er af góðum smekk hjá stofnuninni.

Áfram klikkhausar!

Það er nokkuð ljóst að aðdráttarafl mitt á geðsjúklinga er ægimikið. Ég var nýbyrjuð að skrifa hér þegar afar veikt fólk fór að ofsækja mig, forsmekk þess má sjá í kommentakerfinu.

Það er áhugavert að hugleiða vinsældir mínar meðal veikra, og það hatur sem ég kveiki hjá enn veikari.

Til heiðurs geðveikum Íslendingum ætla ég að skrifa einn geðsjúkling inn í Konna og Nonna.

Að lokum, hér eru afar mikilvæg skilaboð til þín frá Bandaríkjaforseta. Hann treystir því að þú ráðir dulmálið:

sheenwgdf0dguhyjþyityrgjjkliasdffsfsd

22. mars 2007

Konni og Nonni




Nonni missir sveindóminn

20. mars 2007

Bikar af blóði


Fyrir fáeinum árum komst í tísku að hampa tilfinningum. Heimspekingar og sálfræðingar drógu augu í punga og mæltu íbyggnir að það væri nú heilmikið vit í tilfinningum, að gamla andstæðan á milli tilfinninga og skynsemi væri mýta.

Það má vel vera að það sé vit í tilfinningum. Hitt er þó augljóst að fólk sem flaggar tilfinningum sínum af hvað mestum móð, fer yfirleitt sparlega með vitið.

Ef þið trúið mér ekki, kíkið í Barnaland. Barnaland er þverskurður mannlífskæfunnar - skáskorinn þannig að hann þykkist eftir því sem neðar dró í dósinni.

Sértu í leit að tilfinningum, bornum á borð, þá ferðu ekki í geitarhús að leita ullar í Barnaland. Þar er snökt, grátið, hlegið, flissað, frussað, æmt, æjað, óað, dæst og sogið upp í nefið af áfergju. Öllum er boðið að vera með.

Stundum er mannlífsmýktin svo mikil að prinsessan sem fann baunina í gegnum þrjátíu dýnur hefði ekki hugboð um hina kræklóttu hnúða sem leynast undir flauelsmýkt yfirborðsins. En því mýkra sem yfirborðið er, því myrkari eru álarnir, hrökkálarnir, sem leynast undir.

Þótt engin ástæða sé til að efast um að vit leynist í tilfinningum Barnlendinga eins og annarra þá er ískyggilegt að sjá hversu miklir þrælar þeir eru, húskarlar eigin ólgandi undiröldu. Barnlendingar tala stundum í alvöru um að morð virðist eðlilegur leikur í einhverri tiltekinni stöðu.

Nú nýverið tók vansælt fituhjass sig til í eymd sinni og leitaði á náðir Barnalandsins. Hún bað um hjálp. Og til að kóróna verkið, lýsti hún fjálglega skorti og örvæntingu. Hún gekk svo langt að ljúga upp á sig smábarn sem lægi hungrað í móðurkjöltu og biði dúsunnar.

Tilfinningarnar blésu byrnum undir vængi Barnlendinga og það marraði í heimabönkum og skrjáfaði í ljósleiðurum þegar seðlarnir skriðu um þá á áfangastað. Fitufóðraðir lófar hins lymskufulla svikara tóku áfjáðir við þeim á milli þess sem ítrekuð neyðarköll voru send út En upp komast svik um síðir. Sannleikurinn kom í ljós. Hún átti ekkert barn. Hún hafði svikið út fé.

Ásjónur Barnlendinga hörðnuðu í einu vetfangi og ókennilegur glampi kom í augun. Svik! Prettir! Hefnd! Já, nú skyldi hefnt!

Á augabragði gleymdist öll sú eymd og ónot sem sannarlega höfðu knúið svikarann af stað. Henni bar engin vorkunn, engin miskunn. Flett skyldi ofan af henni. Hún kærð, niðurlægð, myrt!

Birtar voru myndir af henni og systur hennar, heimilisfang foreldra þeirra, rifjaðar upp ósómasögur og hún sögð ill - ill frá æxlun. Hálfgerður Damien. Hýenunurnar söfnuðust saman og hvæstu og geltu. Eggjuðu hverja aðra til að taka bita af hlussunni, grafa upp meiri skít, kæra, særa, æra!

Á milli spjótalaga heyrðist fliss, fruss og gnístran tanna. Í trylltum tilfinningadansi reyndu Barnlendingar að lemja eins og þeir gátu á fórnarlambinu, sem átti þetta allt skilið.

DV drap mann. Barnaland mun gera það sama. Það er bara spurning um tíma.

Ástæðan er sú sama. Sumum lætur betur að láta stjórnast af tilfinningum en viti. Eru með stælt, margþvælt og mikið notað tilfinningasamband, en vitið stöðugt utan þjónustusvæðis.

Sérhvert samfélag, sem vill leyfa sér að sökkva í fen ofsókna, hryllings og hörmunga þarf á svona fólki að halda.

19. mars 2007

Philip Larkin


Ég les stundum Philip Larkin mér til gamans. Hér er lítið ljóð í tilefni þess merka áfanga sem hann deilir með Konna vini vorum.

Annus Mirabilis


Sexual intercourse began
In nineteen sixty-three
(which was rather late for me) -
Between the end of the "Chatterley" ban
And the Beatles' first LP.

Up to then there'd only been
A sort of bargaining,
A wrangle for the ring,
A shame that started at sixteen
And spread to everything.

Then all at once the quarrel sank:
Everyone felt the same,
And every life became
A brilliant breaking of the bank,
A quite unlosable game.

So life was never better than
In nineteen sixty-three
(Though just too late for me) -
Between the end of the "Chatterley" ban
And the Beatles' first LP.


Philip Larkin

Konni og Nonni


Konni missir sveindóminn

Meistarinn


Ég sá að eitt hinna meintu aukasjálfa minna er með færslu um Megas. Það varð til þess að ég ræsti upp iTunes og hlustaði á meistarann í allt gærkvöld. Þvílík sálubót! Megas hefur kastast á milli þess að vera van- og ofmetinn en alltaf hefur virðingin fyrir honum verið óttablandin. Að dást að Megasi er eins og að dást að fallegum vexti einhvers úti á götu og sjá svo að um er að ræða táning. Einhver skömmustuhrollur fylgir því. Þó breytir því ekkert að vald Megasar á tónum og orðum er svo ægilegt og stundum verður til lygilegur galdur.

Tökum sem dæmi Jólanáttburðinn.

Jólanáttburður

Vælir útí
Veðr' og vindum
Vetrarnætur-

Langt meðan
Ljótir kallar
Liggja mömmu

Og pabbi'í druslum
Dauð'r í kompu'
Úr drykkju liggur

Hlandbrunnið
Braggabarn
Í barnavagni
Megas

17. mars 2007

Fyrr má nú rota...

Leit inn á síðu Hlyns Hallssonar fjöllistamanns áðan og var vægast sagt brugðið.




Á forsíðunni má sjá unga stúlku með bleikt höfuðfat í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.

Forsíðumyndin blandar saman sakleysi barnæskunnar (stúlkan er umkringd óspilltri náttúru) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og bleika höfuðfatið). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning. Er slík notkun á táknum, sem eru flestum fullorðnum vel kunnug, viðeigandi á síðu sem er ætluð almenningi?

Skilaboðin sem Hlynur sendir ungum stúlkum eru þessi: Verið undirgefnar kynlífsdúkkur.


16. mars 2007

Stólpípur og Asperger

Las nokkur blogg í dag, eins og flesta daga. Ákvað af rælni að deila skoðun minni á nokkrum þeirra:

Stebbifr

Stefán Friðrik er tilberi Björns Bjarnasonar. Hann langar að vera Bjössi en lætur sér nægja að grípa lúkufylli af skvapandi læri og sökkva tönnunum í bláæð. Tilgerðarlegri bloggari er vandfundinn. Hann skrifar eins og áhugaleikari myndi mæla fyrir hönd níræðs barnaskólakennara á eftirlaunum. Stefán hefur aldrei neitt að segja. Hann er konungur hins augljósa. Færslurnar hans eru allar á þessa leið: „Snjór á Akureyri í morgun.“, „VG fatast flugið.“, „Hundur bítur barn, stöðvum lausagöngu hunda.“

Tilgangslausasta blogg landsins hjá tilgangslausasta ungstjórnmálamanni norðan Kjalar. Var rassskelltur í prófkjöri en hefur ekki lært að gera það sem allir óska þess að hann gerði - að halda kjafti.

Eyja Margrét

Eyja er svona feministi sem er loðinn upp að nafla. Strákastelpa hvers kynhormónahlutföll eru þau sömu og hjá hálfdrættingnum og alt-sópranóinum Ármanni Jakobssyni. Eyju er kappsmál að fólk telji hana gáfaða, purkunarlausa þegar kemur að kynferðismálum og handlagna föndurkonu. Reglulegar fjöldasjálfsfróanir hennar og hinna nördanna eiga augljóslega rætur í brotnum sjálfsmyndum unglingsáranna þegar lúðinn leit langeygður yfir bókarbríkina á vinsælu krakkanna og strauk kjölinn um leið og hann sótti fróun og fyrirheit í ævintýraheima atviksorðanna. Eyja á það til að missa sig í ofstæki og róttækni þegar kemur að hennar hugsónamálum og þá getur verið gaman að lesa hana.

Óli Gneisti

Óli Gneisti er rafrænt aspergerheilkenni. Vonlaus hugsjónamaður með fánýt og barnaleg áhugamál. Hann er frummyndin af upplýsinga- og bókasafnsfræðingi. Andlegir burðir hans tryggja að hann verður aldrei annað en grúppía eða lýsandi. Væri fótbolti hans vettvangur væri hann Valtýr Björn, væru það stjórnmál væri hann Halla Gunnarsdóttir. Aðdáun hans á völdum sviðum stappar við þráhyggju. Hann er og verður aldrei annað en feitur fiskur í lítilli tunnu.

Jónína Ben

Talandi um þráhyggju. Það er Jónínu hulin ráðgáta hvers vegna hún nýtur ekki hylli í samfélaginu. Jónína er ein af aðal ástæðum þess að megnið af þjóðinni vill fá Baugsmenn sýknaða, án tillits til sektar eða sakleysis. Þegar hún kemur fram opinberlega kafroðnar hún og tístir eins og akurhæna, klæmingar hennar til Styrmis sýndu fram á sjúkan hug og þessi kerlingarálft, sem langt aftanið yljaði sér við kjötkatlana í mjúkum faðmi bónussgríssins trylltist, eins og frek smástelpa, þegar hún stóð á götunni slypp og snauð. Hún hefur loks fundið sinn vettvang, flytur fólk til útlanda sem er jafnvel aumara en hún, girðir niðrum það og setur því stólpípu. Jónína á meira erindi við rassgöt fólks en hlustir.

Þú mátt vita að slím er lífvera!

Kanínurnar sem ollu öllum vandræðunum

Fyrir svo stuttu síðan að jafnvel börn rekur minni til þess var kanínufjölskylda sem bjó nálægt úlfastóði. Úlfarnir tilkynntu að þeim líkuðu ekki lífshættir kanínanna. (Úlfarnir voru mjög hrifnir af eigin lífsháttum, því það voru réttir lífshættir). Nótt eina fórust nokkrir úlfar í jarðskjálfta og var kanínunum kennt þar um, því það er alkunna að kanínur stappa á jörðinni með afturfótunum og valda jarðskjálftum. Aðra nótt drapst einn úlfurinn eftir að eldingu sló niður í hann og var kanínunum einnig kennt um það, því það er alkunna að grænmetisætur valda eldingum. Úlfarnir hótuðu að siða kanínurnar til, ef þær yrðu ekki til friðs, og kanínurnar ákváðu að hlaupast á brott og setjast að á eyðiey. En hin dýrin, sem bjuggu mun lengra frá, skömmuðu þær, og sögðu „Þið verðið að vera kyrrar og vera hugrakkar. Þetta er ekki heimur fyrir þá sem hlaupast á brott. Ef úlfarnir ráðast á ykkur munum við koma ykkur til hjálpar, að öllum líkindum.“ Svo kanínurnar héldu áfram að búa nálægt úlfunum og dag einn varð hræðilegt flóð sem drekkti mörgum úlfinum. Kanínum var þar kennt um, því það er alkunna að gulrótanartarar með löng eyru valda flóðum. Úlfarnir náðu kanínunum og fangelsuðu þær, því það var kanínunum sjálfum fyrir bestu.

Þegar ekkert fréttist af kanínum í nokkrar vikur heimtuðu hin dýrin að fá að vita um afdrif þeirra. Úlfarnir svöruðu því til að kanínurnar hefðu verið étnar, og fyrst þær hefðu verið étnar væri málið nú innanríkismál. En hin dýrin vöruðu við því að þau kynnu að safnast saman gegn úlfunum nema einhver ástæða væri gefin fyrir eyðingu kanínanna. Svo að úlfarnir gáfu þeim ástæðu. „Þær reyndu að flýja“, sögðu úlfarnir „og eins og þið vitið er þetta ekki heimur fyrir þá sem hlaupast á brott.“

Boðskapur sögunnar: Flýðu undir eins til næstu eyðieyjar.


James Thurber


MI:3

Sú sem þetta skrifar er ekki:

Hildur, Pennyfeather, Ólafur Sindir, Shuttleworthy, Bastarður Víkinga (a.k.a. Doddi[?]), Stefán Máni, Auður Haralds, Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Davíð Þór Jónsson, Hnakkus, Glæpaskáldið, Gerður Kristný, Stebbifr, Keli, Eiríkur Örn, Steinar Bragi, Þórarinn Leifsson, Hugleikur, Hallgrímur, Óttar Martin, Kristinn Már „Ég kann að hugsa“ Ársælsson, Sporrong, Birkir Jón Jónsson, Dakota Fanning.

Er ég að gleyma einhverjum?

15. mars 2007

Dagbók vitfirrings


Örstutt saga eftir vin vorn, Maupassant, ber titilinn Dagbók vitfirrings (Un Fou). Hún fjallar um virtan dómara sem gerist raðmorðingi og skráir afrek sín niður. Skriftirnar finnast eftir að dómarinn deyr og vekja mikinn hroll með mönnum. Hér er niðurlagið af þessari skínandi sögu:


30. júní.

Að drepa er lögmálið, því náttúran dáir eilífa æsku. Hún virðist öskra í öllum sínum óræðu athöfnum: ,,Fljótt! fljótt! fljótt!" því meiru sem hún eyðir, þeim mun meira endurnýjar hún sig.

2. júlí.

Það hlýtur að vera ánægjulegt, einstætt, fullt ákafrar fróunar að drepa, hafa fyrir framan sig lifandi, hugsandi veru; að gera í hana lítið gat - ekkert nema agnarlítið gat, og að sjá þennan rauða vökva sem er blóðið, sem er lífið; og hafa svo frammi fyrir sér lífvana haug af holdi, köldu, aðgerðarlausu, hugsunarlausu!

5. ágúst.

Ég, sem hef eytt lífi mínu í að dæma, fordæma, drepa með orðum mínum, drepa með fallöxinni þá sem drepa með hnífnum, ef ég myndi gera eins og allir morðingjarnir sem ég hef gert höfðinu styttri, ég … ég ... hver myndi vita það?

10. ágúst.

Hver gæti mögulega vitað það? Hvern myndi gruna mig, sérstaklega ef ég veldi manneskju sem ég vildi ekkert illt?

22. ágúst.

Ég gat ekki staðist það lengur. Ég drap lítið dýr í tilraunaskyni, sem upphaf.

Jean, þjónn minn, átti gullfinku í búri sem hékk í glugga skrifstofunnar. Ég sendi hann einhverra erinda og tók fuglinn mér í hönd. Í greip minni fann ég hjarta fuglsins slá. Hann var heitur. Ég fór til herbergis míns. Af og til herti ég tökin; hjartað sló örar; hann var hryllilegur og yndislegur. Ég hafði nærri kæft hann. En ég sá ekkert blóð.

Þá tók ég skæri, fíngerð naglaskæri, og ég skar hann á háls með þremur handarhreyfingum, afar varlega. Hann opnaði gogginn, hann reyndi að sleppa, en ég hélt honum, ó já, ég hélt honum ... ég hefði getað haldið óðum hundi ... og ég sá blóðið renna.

Þá gerði ég eins og morðingjar gera, alvöru morðingjar. Ég þvoði skærin og þvoði hendur mínar. Ég skvetti vatninu og tók líkamann, líkið, út í garð og faldi. Ég gróf hann undir jarðarberjarunna. Þar finnur hann enginn. Á hverjum degi get ég borðað jarðarber af þessum runna. Hve hægt er að njóta lífsins, kunni maður á því tökin!

Þjónn minn grét; hann hélt að fuglinn hefði flogið burt. Hvernig gat hann grunað mig? Ha!

25. ágúst.

Ég verð að drepa mann! Ég verð!

30. ágúst.

Því er lokið. Hve ákaflega auðvelt! Ég gekk um skóginn í Vernes. Ég var ekki að hugsa um nokkurn skapaðan hlut, ekki neitt. Taktu eftir! Barn á veginum, lítið barn að borða brauðsneið með smjöri. Hann hætti að borða til að fylgjast með mér ganga hjá og mælti: ,,Góðan dag, herra forseti."

Og hugsunin skaust upp í huga mér: ,,Ætti ég að drepa hann?"

Ég svara: ,,Ertu einn, væni?"

,,Já, herra."

,,Aleinn í skóginum?"

,,Já, herra."

Löngunin í að drepa hann kom mér í vímu eins og vín. Ég nálgaðist hann afar blíðlega, þess fullviss að hann myndi reyna að flýja. Skyndilega greip ég um háls hans. Hann greip um úlnliði mína með litlu höndunum sínum, líkami hans engdist til eins og fjöður í eldslogum. Síðan hætti hann að hreyfa sig. Ég henti líkinu í skurðinn og huldi það með gróðri. Ég snéri heim og naut kvöldverðarins. En auðvelt! Um kvöldið var ég afar kátur, yngdist allur upp og eyddi kvöldinu á Prefects. Þeim fannst ég skemmtilegur. En ég hef ekki séð blóð, ég er ekki í rónni.

31. ágúst.

Þeir fundu líkið. Þeir eru að leita morðingjans. Ha!

1. september.

Tveir flækingar hafa verið handteknir. Það vantar sannanir.

2. september.

Foreldrarnir komu að hitta mig. Þau grétu! Ha!

6. október.

Allt er á huldu. Einhver flækingur sem átti leið um hlýtur að hafa gert það. Ha!

Mér finnst einsýnt að hefði ég séð blóð væri ég rórri núna!

10. október.

Annar! Ég var á göngu við ána, eftir morgunverðinn. Þá sá ég veiðimann sofandi undir pílviðnum. Það var hádegi. Skófla stóð í kartöflugarði þar nærri líkt og hún væri ætluð mér. Ég tók hana. Ég snéri aftur; ég hóf hana til lofts eins og kylfu og með einu höggi eggjarinnar klauf ég höfuð veiðimannsins. Ó, honum blæddi … þessum blæddi! Rósrautt blóð. Það seytlaði rólega í vatnið. Ég gekk burt, þungt hugsi. Hvað ef einhver hefði séð mig! Ó, ég hefði orðið fyrirtaks morðingi.

25. október.

Veiðimannsmálið hefur valdið miklum usla. Frændi hans og veiðifélagi hefur verið ákærður fyrir morðið.

26. október.

Rannsóknardómarinn hefur ályktað að frændinn sé sekur. Allir bæjarbúar trúa honum. Ha! ha!

27. október.

Frændinn ver sig illa. Hann fullyrðir að hann hafi farið í bæinn til að kaupa brauð og osta. Hann sver að frændi hans hafi verið drepinn í fjarveru hans. Hver ætli trúi því?

28. október.

Frændinn hefur gert allt nema játa, þeir hafa algerlega ruglað hann í rýminu! Ha! Réttlætið!

15. nóvember.

Það eru yfirþyrmandi sannanir gegn frændanum, sem er erfingi frænda síns. Ég á að sitja í dóminum.

25. janúar 1852.

Heill dauðanum! Dauðanum! Dauðanum! Ég lét dæma hann til dauða. Yfirmálaflutningsmaðurinn mælti eins og engill. Ha! Enn einn! Ég ætla að sjá hann tekinn af lífi.

10. mars.

Því er lokið. Þeir settu hann í fallöxina í morgun. Hann dó mjög vel, einstaklega vel. Ég gladdist mikið. En indælt að sjá mann missa höfuðið! Nú bíð ég, ég get beðið. Það þarf svo lítið til að ég náist.

Græn banalega

Ég held, að ef gerð væri óformleg skoðanakönnun, þá kæmi í ljós að almenningi væri svona heldur í nöp við skrattann, mannætur og barnamorðingja. Sumt er bara þannig vaxið að rétt þykir að vera á móti því.

Kvótakerfið er þannig fyrirbæri. Á Vestfjörðum býr fátækt fólk undir hættulegum fjöllum í námunda við hættulega ála - og einhvernveginn, á óljósan hátt - er þetta allt kvótakerfinu að kenna.

Karlægur og dauðvona rétti því Framsóknarflokkurinn fram gulgræna kjúku og tautaði hásri röddu sín andlátsorð: „Kvótakerfið... ekki... skamm.“ Féll svo aftur í rúmið og bjóst til að andvarpa sálinni út í eterinn. Skepnunni fór að elna sóttin. En aðeins um stund. Eftir auðheyrilegt brölt innyflanna og brak í stökkum rifbeinum þegar lungnablöðrurnar reyndu að dæla gasinu í þykknað blóðið, fór skyndilega að færast roði í fölar kinnar. Grómtekinn kroppurinn fór að bæra á sér og andardrátturinn varð taktfastari. Næturnar, sem áður höfðu fyllt hlustir flokksins af hringli beinagrinda og vitin af moldarlykt, voru nú bjartar sem aðfangadagskvöld þar sem stúlkan með lampann vakti yfir honum.

Framsóknarflokkurinn átti aftur séns. Og það, þótt hinir flokkarnir gengu fram og reyndu að sannfæra lýðinn um að þetta væri allt saman misskilningur. Dauðvona píslin hefði hreint ekki sagt neitt um kvótakerfið. Þeir hefðu allir verið viðstaddir banaleguna og ýmist heyrt: „ljóta kertið“ eða „nóttin erfið“, alls ekki neitt um kvótakerfið - enda vissu allir um hlýjan hug þess dauðvona til þeirrar ótuktar. Ef svo ómögulega hefði viljað til að að ekki væri um rangheyrn að ræða, væri skýringin óráðshjál.

Andúð á kvótakerfinu er heilt yfir ekkert annað en ráðvillt aumingjagæska í bland við marxíska minnimáttarkennd. Hatur á því er knúið áfram af samskonar hvötum og réðu hatri okkar á kónginum. Við töldum okkur trú um að Íslendingar hefðu verið kúguð þjóð, hneppt í ofríkisbönd af illgjörnum aðli. Raunverulega ástæða þess að við gengum kóngi á hönd var sú, að við vorum á góðri leið með að tortíma okkur sjálfum.

Kvótakerfið var sett á vegna þess að sjávarbyggðirnar voru komnar með byssukjaftinn upp að gagnauganu og áttu ekkert eftir nema að kippa í gikkinn. Fiskurinn var að hverfa. Það varð að fækka þeim sem fiskuðu. Til að svo mætti verða þurfti að leyfa einhverjum að fiska en öðrum ekki.

Sett var á kvótakerfi sem miðaði við veiðireynslu. Það má vel vera að það hafi ekki verið mjög sanngjarnt hvernig úthlutað var í upphafi en þetta var fyrir meira en tuttugu árum síðan. Að hanga á því að einhverjir hefðu átt að fá kvóta sem ekki fengu er arfaheimsk iðja í ætt við palestínska flóttamannakergju.

Framsalskerfið og eign á kvóta gegnir þeim eina tilgangi að sömu viðskiptalögmál gildi um sjávarútveg og t.d. verslun og iðnað. Á Bíldudal eru ekki lengur framleiddar grænar baunir og á Akureyri eru ekki framleiddar gærur, hví skyldi sjávarútvegurinn einn standa óbreyttur? Hví skyldi frysta þorp og bæi eins og þeir voru á tilteknum tíma? Margir þessara bæja spruttu upp af þeirri einni ástæðu að menn gengu villimannslega nærri auðlindinni og veiddu langt umfram það sem hægt var að bera. Það voru útgerðarmennirnir sem fólkið elti á staðinn, hví skyldi það ekki elta þá þaðan aftur?

Að kenna kvótakerfinu um dauða byggðanna er einkenni hins fákunnandi huga, enda sjáum við vel hverskonar hugmyndir eru bræður og systur kvótaandstöðunnar í kollum þingmanna. Hvernig fólk er þetta sem kyndir ofna kvótahaturs? Ódýrasta sort af hugsjónamellum. Frjálslyndir hatursmangarar og hálfvitar. Það er ekki tilviljun.

Landsbyggðin var helsjúk, svo sjúk að henni hefur ekki batnað enn. Kvótakerfið var tilraun til lækningar. Það verður í versta falli misheppnuð læknisaðgerð, en aldrei sjúkdómurinn sjálfur.

13. mars 2007

Háa skilur hnetti...

Það var dásamleg umfjöllun í Kastljósi í kvöld um Jórdana sem krækti sér í Akureyring. Málið er þetta:

Íslensk kona fer á kaffihús og hittir þar heimilislausan jórdanskan mann sem var, að því er virtist, á götunni eftir að hafa barnað aðra konu. Jórdaninn kolfellur svo fyrir konunni að hann gengur á eftir henni með grasið í skónum þar til hún lætur loks eftir. Hann sefur á sófanum hennar svo vikum eða mánuðum skiptir.


Ægifegurð Ásthildar helgreip heimilislausa Jórdanann


Gekk nú svo nokkurn tíma þar til Jórdaninn sá fram á að setuboð hans á Íslandi rynni út. Um það leyti vildi svo yndislega til að hann var orðinn svo fullkomlega ástfanginn af konunni, sem þó var mun eldri en hann, að hann færði í tal við hana hvort hún væri nokkuð í hjónabandshugleiðingum, og ef svo væri, hvort hann kæmi til álita. Var stúlkunni nokkuð brugðið en eftir að hafa hugsað sig um og litið í ástsjúk augu kærastans veitti hún honum jáyrði.

Boðað var til veislu og giftingin fór fram og Jórdaninn upplifði sinn hamingjuríkasta dag.


Hamingjan skín úr andlitum hjónanna


En Abdullah var ekki lengi í paradís.

Íslensk stjórnvöld höfðu orðið þess áskynja að vaxandi fór um heiminn vanhelgun hjónabandsins. Annarsvegar voru ungmenni neydd í hjónaband af frekum ættmennum og hinsvegar var um að ræða pragmatista sem tóku heitin mátulega alvarlega og prönguðu sjálfum sér inn á álkulegt fólk sem ekki hafði endilega búist við að ganga út, og giftust því - í þeim tilgangi einum að öðlast ríkisborgararétt í velmegandi landi. Nú vildi svo til að dómsmálaráðherra var hamhleypa til stífluþéttinga þegar kom að straumi óæskilegra til landsins og gripið var til þess ráðs að veita ekki ríkisborgararétt þeim sem gengu í hjónaband og voru yngri en 24.

Vöknuðu nú hjónakornin okkar upp við vondan draum því þótt hún væri löngu orðin nógu gömul, var hann enn of ungur og sá fram á brottrekstur. Sem og varð. Honum var tilkynnt um væntanlegan brottrekstur og hnepptur í bönd.

Konan kom miður sín á lögreglustöðina og gerði löggunum ljóst að hér væri verið að traðka á sjálfri ástinni. Sáu hinir einkennisklæddu menn aumur á hjónunum sem svo grimmilega voru slitin í sundur og ákváðu, upp á sitt einsdæmi, að leyfa henni að eyða síðustu mínútunum með spúsa sínum í klefanum. Væntanlega gengu þeir svo inn á kaffistofu, brostu sposkir, hækkuðu í útvarpinu og sögðu dreymnum rómi: „Ef maður væri ungur og ástfanginn.“ Þeim hefur vafalítið verið nokkuð brugðið þegar bankað var innan á klefadyrnar eftir aðeins örstutta stund og konan kom í ljós, búin að klæða sig í kápuna. Hennar ástfangni eiginmaður var svo aðframkominn af sorg að hann gat ekki hugsað sér að eyða síðustu andartökunum með henni í annað en að borða pitsu, og nú skyldi hún sækja hana.

Pitsumáltíðin reyndist þeirra síðasta stund á Íslandi í tvö heil ár. Eða þar til Umboðsmaður Alþingis skammaði yfirvöld fyrir ónærgætni í svona málum. Yfirvöld hefðu ekkert gert til að athuga hinn sólu særri ástarhug ungmennanna. Þau hefðu bara rýnt í töluna 24. Svona væri ekki góð stjórnsýsla. Yirvöld, skömmustuleg að sjálfsögðu, ákváðu að þau nenntu þessu ekki lengur og létu málið niður falla.

Gleði Jórdanans var að vonum mikil er hann frétti af lyktum málsins


Eða eins og segir í ljóðinu:

Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.



Og hjónin mættust á ný í bríma eigin ástúðar og munu vafalaust eiga fyrir höndum langt og farsælt hjónaband og verða margra barna auðið.

Eftir að hafa séð hjónakornin í göngutúr með rottuhundinn sinn, séð hve hamingjusöm þau eru, hve kynþokkinn hreinlega lekur af þeim, hve tær ást þeirra er, get ég ekki annað en furðað mig á mætti þessa heimsins uppbyggingarafls og þakkað um leið fyrir að Íslendingar eru hættir að vísa fólki úr landi vegna augnsjúkdóma eins og í stríðinu hvíta.

12. mars 2007

Glymur

Þvílík andstyggðarhörmung er þetta myndband með Eiríki Haukssyni.

Sú ímynd sem sköpuð er:

Miðaldra, leðurklæddur metamfetamínsali með litaðan lubba uppaf háum kollvikum stendur á klöpp í Hvalfirði, skekur sig og hreyfir varirnar með hallærislegum texta við steindauða lagasmíð, sem á ensku hljómar eins og hún komi úr smiðju Herberts Guðmundssonar.

Frumleiki finnst ekki ef frá skyldi telja einkennilega tilraun til að hafa allar nærmyndir á röngum hraða. Tiltækið allt tekur sjálft sig ofur hátíðlega og verður fyrir vikið vandræðalega hallærislegt.

Gráfiðraður, blautur draumur.

Að drepast úr hita

Horfði á áleitna mynd í gær, The Great Global Warming Swindle, sem er nokkurskonar andsvar við An Inconvenient Truth. Röksemdafærslurnar í henni eru nokkuð sannfærandi á meðan Al Gore notaði engin rök. Hann sýndi að fylgni hefur verið á milli hitastigs á jörðinni og losunar CO2 með línuriti en það var allt og sumt. Ekkert hjá honum sannfærði mig um að fylgnin væri vegna orsakasambandsins CO2 -> hiti frekar en hiti -> CO2 eða hvort um væri að ræða sameiginlega þriðju orsök. Í raun fannst mér, þegar ég horfði á myndina, ekkert eðlilegra en að CO2 losun ykist þegar hlýnaði á jörðinni. Þá ætti lífmassinn að margfaldast með allri sinni losun, eða hvað? Þá þótti mér einkennileg hræðslan við að jörðin færi að tortímast í ofsaveðrum og stiknun vegna hlýnunar, minnug þess að öll mín uppvaxtarár var kenningin sú að við værum enn í miðri ísöld eða jafnvel á leiðinni í nýja.

Samkvæmt myndinni komst kafhlýnun jarðar á kortið sem framúrstefnuleg sænsk kenning sem fékk byr undir báða vængi vegna þess að...

  • Margaret Thatcher, seinþreytt á kolanámuverkföllum og æst í fjölgun kjarnorkuvera, hampaði henni,
  • umhverfissinnar voru lentir í lognmollu vegna almenns velvilja „valdsins“ og fögnuðu nýrri baráttu,
  • nýmarxistar og andstæðingar nútímasamfélagsins og Bandaríkjanna sérstaklega stukku með á vagninn og
  • hratt urðu til stórir hópar vísindamanna sem áttu styrkveitingar og afkomu sína undir því að um raunverulegt vandamál væri að ræða.


Nú þykir sumum málið orðið eins og 2K-vandinn og til að komast í fjölmiðla og vekja á sér athygli sé eina leiðin að spá nægilega miklum hörmungum.

Ekkert af ofangreindu er mjög málefnalegt. Á móti er ekkert mál að dæma alla þessa vísindamenn sem komu að The Great Global Warming Swindle, sem þann hóp sem alltaf er til og veðjar á halta hestinn. Velur einhverja skoðun sem er svo úr takti að enginn annar hefur valið hana og vonast eftir heimsfrægð ef hún reynist rétt eða verður móðins.

Vísindalegu rökin eru það eina sem skiptir einhverju máli í þessari mynd. Slagurinn við vinstraliðið er ómerkilegur og leiðinlegur. Rökin sem skipta einhverju máli eru þessi:

  • Ekkert bendi til þess að gróðurhúsalofttegundir, aðrar en vatnsgufa, skipti sköpum um hlýnun jarðar.
  • Al Gore snúi tengslum CO2 og hlýnunar við í mynd sinni. Hlýnunin komi á undan en CO2 aukist í kjölfarið.
  • Hitabreytingar séu miklu algengari á jörðinni en sumir álíta. Ofsahlýtt var um það bil sem Ísland byggðist, fimbulkuldi útrýmdi byggð norrænna á Grænlandi og olli harðindum og landflótta og í upphafi þessarar aldar fór að hlýna á ný.
  • Mynstrið sé í hreinni mótsögn við kenninguna. Fram undir miðja öldina hlýnaði mjög skarpt á meðan iðnaður gekk hægt, t.d. vegna stríða, en þegar iðnaður rauk upp úr öllu valdi með allri sinni CO2 losun eftir síðari heimsstyrjöld kólnaði í marga áratugi. Nú er byrjað að hlýna aftur.
  • Langmikilvirkasta hlýnunaraðferð jarðar sé með skýjum en fjöldi þeirra fer talsvert eftir virkni sólar. Sólvindar koma í veg fyrir myndun skýja með því að feykja burt ögnum sem annars myndu ganga inn í andrúmsloftið og verða kjarninn í vatnsgufudropum. Virkni sólar má mæla með fjölda sólbletta. Langnærtækast sé að álykta sem svo að hitabreytingar á jörðinni stafi af mismunandi virkni sólar og að CO2 hafi óveruleg áhrif.

Mér þykja rökin nokkuð athyglisverð. Nú þarf ég að finna eitthvað skárra en Gore til að skoða hina hliðina betur.

10. mars 2007

Yfirdrepsskapur og uppskafning

Ég skal játa fyrst allra að auðveldara er að koma auga á gallana í fari fólks en kostina. Flestir eru einhverskonar töggótt samsuða hvorstveggja. Þó vilja hlutföllin vera fólki undarlega óhagstæð.


Mér þykir ekkert skemmtilegra en að uppgötva fólk sem vit er í. Ég hreinlega nýt þess að lesa texta eftir skynsamt og orðheppið fólk. En af einhverjum ástæðum verður alltaf erfiðara að finna það.


Blogg opinberar persónuleikann á bak við það. Það þarf einstaka stílista til að hylja fínni drætti persónuleika síns og halda óræðri ásjónu í skrifum sínum.


Ég lék mér að því (þar sem ég er áhugamaður um persónusköpun) að greina nokkra þekkta persónuleika í bloggheimum:


Guðmundur Steingrímsson:


Guðmundur er fram úr hófi hégómlegur bloggari. Kallaðu upp síðuna hans og við þér blasa þrjár myndir af honum. Stór af glyrnunum í honum, portrettmynd af honum í afkáralegri hryggskekkjustellingu og skjáfryst sjónvarpskappræðumynd af honum í miðri ræðu, n.t.t. miðju sérhljóði með spaðann í valdmannslegri stöðu. Guðmundi þykir þetta vafalítið voðalega flott hjá sér, en er bara broslegur. Ef Ricky Gervais myndi gera þætti um getulítinn en hégómlegan stjórnmálamann myndi hann tækla persónuna eins og Guðmundur tæklar sjálfan sig. Efnislega virðist sem svo að Guðmundur telji sig einhverskonar frónskan David Cameron. Reynir voða mikið að virðast blanda af gáfumenni, húmorista og atorkumanni. Gallinn er að Guðmundur hefur álíka miklar gáfur og þokka í öllum líkamanum eins og Cameron hefur í nefinu einu - en það er að vísu stórt nef. Loks heldur hvimleitt mállýtið aftur af Guðmundi.


Brynja Björk:


Mér líður núna eins og ég sé að fara að tala illa um þroskahefta. Það er erfitt að vita hvar maður byrjar á Brynju Björk. Hún setur stemmninguna fyrir síðuna með yfirskriftinni: „Aldrei hefja rifrildi við einhvern sem kaupir blek í tunnum.“ Ég hef reynt að forðast heldur bloggið hennar, en rambað inn á það af rælni nokkrum sinnum. Ég meira að segja skrifaði athugasemd við eina af færslunum hennar.


Afsakið?

Gleymdi einhver að segja mér að ég væri með minni heila en karlmenn? Af hverju þurfa konur að keppa í sérflokki í skák???

Ég benti henni vinsamlegast á að hún ætti líklega kollgátuna því, eins og flestir sem lokið hafa grunnskóla vita, hafa konur einmitt minni heila en karlmenn. Og ég bætti við vinalegum grunsemdum mínum um að hennar væri líklega í minna lagi. Þetta var að sjálfsögðu áður en ég tók eftir hótun hennar um blekbaðið og ég prísa mig sæla yfir því að svo virðist sem það hafi einmitt verið blektunnuberinn sem átti að koma til hennar upplýsingum um heilastærð þegar hann skottaðist til hennar með blektunnuna. Því hvorugt virtist hafa skilað sér. Hinsvegar er enginn hörgull á strokleðri í hennar búi. Brynja er þessi dæmigerða smástelpa sem lætur sig dreyma um að vera heimsborgari. Miðað við myndirnar á síðunni uppfyllir hún öll skilyrði þess. Spúsi hennar er annað hvort með öldrunarsjúkdóm eða var byrjaður að drekka og sofa hjá þegar Brynja lá með sitt myndarlega nef ofan í Enid Blyton. Síðan hefur ekkert gerst annað en það að Enid innprentaði í Brynju þá ranghugmynd að heimurinn yrði einhvers bættari við skrif hennar og spúsinn varð fyrir því óláni að hrumleikinn prentaði á hann mynd manns með strokukollu, þ.e. hár sem augljóslega er að reyna að flýja afturfyrir hvirfilinn, niður á bakið. Sambönd gerast ekki gæfulegri. Aldurhnigið útlit hans og fagurgali um að hann hrífist af greind hennar sannfærir hana um að hún sé í raun og veru einhvers gildandi í heimi fullorðinna. Og hann fær að ríða síðgelgjukroppi.


Sigmar Guðmundsson:


Sigmar Guðmundsson er eins og hálffrosið kaffimeðlæti hjá gamalli, ringlaðri frænku. Sú gamla heldur að það sé ómissandi en allir hennar gestir hálf kvíða því þegar þeir heyra hana bjástra við bakkann frammi í eldhúsi. Enginn hefur hjarta í sér að hryggja þá gömlu með sannleikanum um bakkelsið. Af óskiljanlegum ástæðum hefur einhver innan Rúv kosið að sparsla upp í hverja einustu dagskrárglufu með Sigmari. Hann er hvergi neitt sérstakur. Hann kemst nokkuð skammlaust frá flestu en hefur enga útgeislun. Af honum stafar ekkert náðarvald. Hann er eins bloggari. Meðan hann bloggar um nauðaómerkilega hluti eins og fótbolta og yfirborðskennt þvaður um daginn og veginn er hann sæmilegur. Um leið og hann þykist gáfaður eða einlægur missir maður áhugann. Yfir öllu er einhver óþolandi Morfísbragur sem loðir við hann eins og lyktin við betlarann. Sigmar er öldruð útgáfa af vinum Eyvindar Karlssonar.


Vélstýran:


Áhuginn á Vélstýrunni blossaði upp með Moggablogginu. Í fyrstu var um að ræða venjulegan áhuga margmennis á viðundrum. Það vildu allir sjá þessa konu hvers typpi lagði í landvinninga upp í kviðarholið og gerðist í leiðinni brautryðjandi á leið annarra typpa upp í sama hol. Svo kom bara í ljós að Vélstýran var svo miklu meira en innfallið typpi. Hún er ágætis penni. Hún er ekki smáfríð og á að baki æði grugguga fortíð með vændiskonum og leðurfésum en hún fellur í kram tveggja hópa fólks. Annarsvegar þeirra sem hafa áhuga á fréttum líðandi stundar, hinsvegar hinum ógeðslega hópi vinasafnara á Moggablogginu. Þessi stærsti leshringur landsins tryggir Vélstýrunni stöðugan straum lesenda. Við hin þolum það alveg að sjá af nokkrum mínútum á viku í að lesa bloggið hennar.

Lofsöngur (Scrabble Version)

Fyrsta erindið í þjóðsöng Íslendinga býður upp á áhugaverða túlkun ef notuð eru ensk anagröm. Hér er lítið ljóð sem ort er með því einu að endurraða bókstöfum séra Matta. Ljóðið segir frá dramatísku kvöldi, trylltu kynlífi, gegndarlausri lyfjanotkun og drögum að sjálfsmorði. Ég er nokkuð viss að þessi leyndu skilaboð í textanum eru engin tilviljun, enda Matti fær enskumaður.

VULGAR, ODD SONS.

VULGAR, ODD SONS.

I FELT VOMIT IN AFGHAN ALE. I LAUGH. *HEART*.

AHA! SMOKE SULFUR, RENT NANNY, THRASH MINK!

AIR, RATHER SHRINK A FAT MAN'S INN.

FURRY SEMEN. A FURRY GRIN! DRAINED TURRETS, HUH?

DRUG. SHOTGUN. I'M RARE, ADIEU!

BEDLAM MOMS FIRED A TIDIER, NAIL-TIT, TART.

LO!, I DRUGGED MY BI STUD SINNER!

DARN SLUT HAD SINUS,

LARD NUTS AND SUSHI.

DIE BALD. A RAT - MOM'S RAT. NEED RIFT? LIMIT IT!

NERDY DINGUS, BUT MILD EGO, SIR.

Músin sem fór í sveitarferð

Sunnudag einn ákvað húsamús að heimsækja hagamús í sveitina. Hún faldi sig í lest sem hagamúsin hafði sagt henni að taka, en frétti þá fyrst að á sunnudögum stoppaði lestin hreint ekki í Beddatúni. Húsamúsin gat því ekki farið úr lestinni í Beddatúni og tekið þaðan rútuna til Síðberjamóta þangað sem hún átti að hitta hagamúsina. Raunar ferðaðist húsamúsin alla leið til Miðborgar og þar beið hún í þrjár klukkustundir eftir lest til baka. Þegar hún kom í Beddatún komst hún að því að síðasta rútan til Síðberjamóta hafði þegar lagt af stað. Hún hljóp og hljóp og hljóp uns hún náði loks rútunni og gat laumast um borð. En þá var þetta hreint ekki rútan til Síðberjamóta. Þessi rúta var á leið í þveröfuga átt, um Pelalund og Gróm til staðar sem hét Vimpubær. Þegar rútan nam loks staðar stökk húsamúsin frá borði út í grenjandi rigningu og komst að því að engar rútur voru til nokkurra staða. „Fari það hoppandi sem!“ sagði húsamúsin og gekk alla leið heim til borgarinnar.

Boðskapur: Ekki fara neitt, það fer ágætlega um þig þar sem þú ert.

James Thurber

9. mars 2007

Sérstaklega steindauður

Það er löngu vitað að í utanríkisráðherra Íslands leynist mikill ritsnillingur, jafnvígur á margar tungur. Af kerskni sinni ákvað loðdýrabóndinn að slá á létta strengi í minningargrein um séra Pétur sem birtist í Mogganum í dag:

Miðvikudagsmorguninn 1. mars berast þau dapurlegu tíðindi að Pétur í Laufási sé látinn. [...] Pétur var einstaklega vel látinn...

8. mars 2007

7. mars 2007

Le Horla


Le Horla er ein af þessum dásamlegu bókmenntaperlum sem ég reyni að lesa með fárra missera fresti. Ég hef leitað logandi ljósi að íslenskri þýðingu hennar, en aldrei fundið. Það er skammarlegt. Sé þýðingin til er glámskyggni mín skammarleg, sé hún ekki til er bókmenntasmekkur þjóðarinnar skammarlegur.

Le Horla er eftir Frakkann Guy de Maupassant. Maupassant, eins og t.d. Jón Sómi Sigurðsson og Nietzsche, brynnti fola sínum í einhverri portforarvilpunni og dró út aftur þungaðan af sárasótt. Sárasóttin skreið um kroppa þeirra alla og knúði loks dyra í heilanum. Í tilfelli Jóns með þeim hætti að hann fékk loks útrás fyrir allar innilokuðu tilfinningarnar sem hann hafði bælt innra með sér síðan hann var sifjaspelltur og ginntur í trúlofun af siðlausri drykkjuhrútsdótturinni Imbu, frænku sinni, sem hann var þá búinn að forðast eins og lífhræddur héri árum saman. Jón fór, í fyrsta skipti síðan niður gengu á honum eistun, að rífa kjaft. Nietzsche faðmaði hest og fór að skrifa undir bréfin sín sem Guð. Maupassant skrifaði geggjun sína í Le Horla.

Nú ætla ég ekki að draga úr gildi þess að rífast við embættismenn og faðma hesta, en ég held að að öllum ólöstuðum - þá gerði Maupassant sér skemmtilegastan leik úr kynsjúkdómnum. Vafalítið dró heldur úr dampinum fyrir hann þegar hann var læstur inni á hæli eftir að hafa dregið brýnda egg gegnum hálsinn á sér og dó þar við illan leik skömmu síðar.

Í stuttu máli fjallar Horla um ungan, efnaðan iðjuleysingja sem situr í leti sinni í skugga trjákrónu og dásamar lífið þegar honum verður litið út á Signu, sem streymir meðfram landareign hans, og sér fallegt, hvítmálað, þrímastra skip. Hann kætist eins og lítill krakki og leyfir sér að hrópa kveðju að skipinu. Skipið skilur kveðjuna að sjálfsögðu ekki en Horla skilur hana mætavel. Horla er ógeðslegt skrímsli sem hefur gaman af því að valda hægfara dauða hjá sofandi fólki. Þegar Horlan sér þennan hvítklædda uppa veifa ofan af grasflötinni stekkur hún frá borði og skríður, ósýnileg, uppeftir til hans.

Skyndilega hverfur öll kátína og gleði mannsins og drungaleg og grá ónotakennd umlykur hann. Hann sekkur dýpra og dýpra ofan í óþægilegar tilfinningar og hugsanir og þegar hann hefur sokkið nógu djúpt fer Horlan að stelast til að drekka af vatninu hans á nóttunni. Verður það herranum til yfirnáttúrulegs hryllings og í vantrú sinni á hina ósýnilegu möru leggur hann fyrir Horluna ýmiskonar gildrur. En Horlan misskilur tilfæringar hans sem tilboð um að æsa leikinn og byrjar að murka úr honum lífið á nóttunni. Klifra í myrkrinu upp á sængina hans og vefja hrækalda, óefnislega lúkuna um hálsinn á honum. Kreista svo, laust í fyrstu, en herða svo tökin þar til maðurinn vaknar mitt á milli heims og helju og berst fyrir lífi sínu. Þá dregur hún sig í hlé. Í bili...

Karlkvölin reynir allt sér til heilsubótar. Fer í ferðalög og göngutúra en ekkert dugar nema skamma stund í einu [Þeir sem ekki vilja vita hvernig sagan endar ættu að hætta núna að lesa]. Horlan laumast alltaf uppað honum aftur. Ofsækjandi, lamandi, myrðandi gengur hún sífellt nær bráð sinni. Uns svo er komið að hann þolir ekki meira. Hann ákveður að leika hættulegan leik. Reyna að snúa á Horluna. Hann leyfir henni að nálgast sig, finnur hana koma, finnur ógnina sem steðjar frá henni. En um leið og hann er handviss um að hún sé í þann mund að hremma sig stingur hann sér út um dyrnar og lokar á eftir sér, hleypur út úr húsinu en kveikir í því fyrst. Skellir rækilega í lás svo Horlunni sé enginn flótti mögulegur.

Við skulum enda með orðum Maupassants sjálfs:

Ég leit á húsið og beið. Hví tók þetta svona langan tíma?! Ég var farinn að halda að eldurinn hefði kulnað, eða hún [Le Horla er eins og nafnið gefur til kynna „hann“ en mér finnst „hún“ betra] slökkt hann. En í þann mund splundraðist rúða í glugga á neðri hæð hússins undan ægiþunga eldsins og mjóslegin rauð eldtunga sleikti sig upp eftir veggnum alla leið að þakbrúninni.

Birtan baðaði trén, greinarnar, laufin og jafnvel þau skulfu af ótta eins og ég. Fuglarnir vöknuðu, hundarnir ýlfruðu og mér virtist sem dagrenning væri runnin upp. Á svipstundu mölvaði eldurinn tvo aðra glugga mélinu smærra og öll neðri hæð hússins stóð í ljósum logum. Öskur, hroðalegt öskur, angistaróp sem skar inn að beini, kvenmannsöskur ómaði gegnum nóttina og tveir kvistgluggar opnuðust. Ég hafði gleymt þjónustufólkinu! Ég sá andlit þeirra skelfingu lostin þar sem þau böðuðu út handleggjunum í fullkominni örvæntingu!...

Þá, yfirkominn af skelfingu, tók ég á rás í átt að þorpinu og hrópaði: „Hjálp! Hjálp! Eldur! Eldur!“ Ég mætti fólki sem hafði orðið eldsins vart og snéri aftur með því að húsinu.

Þegar við komum til baka mætti okkur aðeins skelfilegur og mikilfenglegur valköstur sem lýsti upp allt héraðið, legstaður brennandi fólks - og þar brann hún líka. Hún, hún, fanginn minn, hin nýtilkomna vera, hinn nýtilkomni drottnari, Horlan! Skyndilega féll þakið niður á milli veggjanna og eldtungurnar gusu upp. Í gegnum gluggana sá ég logana skjótast um og ég hugsaði um að þarna væri hún, í þessum afli, dauð.

Dauð? Hver veit? ... Var lík? Var hægt að granda hinum ósýnilega líkama með þeim vopnum sem bitu okkur, dauðlega?

En ef hún var ekki dauð? ... Kannski fær aðeins tíminn grandað þessari ósýnilegu og ógnvekjandi skepnu. Hvers vegna væri hún annars í þessum gegnsæja, óáþreifanlega vofulíkama ef hún þyrfti að óttast sjúkdóma, veikleika og ótímabæran dauða?

Ótímabær dauði. Hann er rót allrar skelfingar mannsins! Maðurinn kom á undan, Horlan í kjölfarið. Fylgdi á eftir honum, sem gat dáið á hverjum degi, á hverri stundu, á hverju augnabliki, í hvaða slysi sem var, hún kom, sú sem aðeins myndi deyja þegar hinn rétta stund rynni upp því hún var þegar komin að endimörkum eigin tilvistar!

Nei... nei... það þarf ekki að efast lengur... hún er ekki dáin... Ég... ég... hef engan annan kost en að drepa mig!...

6. mars 2007

Marxistar í Köben



Skoðun mín á Ungmennahússmálinu:

Algert rugl að hrekja liðið úr húsinu áður en það var rifið.

Rugludallur

Eftir því sem lengri tími líður verð ég vissari um að ofsafengin umræða um klám og feminisma og allt það kjaftæði er samfélaginu holl. Það er gott að menn nenna að takast á um grundvallargildi. Þeir sem vilja stoppa umræðuna af því að hún sé gamlar fréttir eru yfirborðskennd fífl sem komin eru með leið á því að hugsa (ef þau hafa byrjað á því á annað borð).

Þó stendur umræðunni fyrir þrifum hve margt illa gefið fólk tekur þátt í henni. Dæmi um slíkt er Sóley Tómasdóttir. Sóley er hégómagjarn kjáni. Ekki aðeins verður henni það á, að gera þá sorglegu hugarvillu að mótmæli fólks við hennar hugskynjunum stafi af því að hugmyndir hennar séu ofvaxnar skilningi þess, heldur brennir hún allar brýr sem hún fer yfir að baki sér í andlegu undanhaldi.

Hugmyndafræði Sóleyjar er líkari spakmælabók en fræðilegri ritgerð. Hún áttar sig engan veginn á því. Hún heldur að órjúfanleg tengsl kláms við ofbeldi og mansal séu vísindaleg staðreynd. Þegar einhver mótmælir kemur í hana þykkja. Hún klæðir sig í háskólabolinn og segir: „Ekki myndirðu biðja veðurfræðing að rökstyðja af hverju hæð er yfir Grænlandi. Drullaðu þér bara í kynjafræði ef þú vilt skilja, fíflið þitt.“

Þegar hún brýtur odd af oflæti sínu og ávarpar múginn er alþýðlega skýringin á þessa leið: „Konur sem leika í klámi hafa brotna sjálfsmynd og erfiðleikarnir leiða þær í klámið.“

Sem er merkilegt, því það vill nú svo til að nákvæmlega sama kvengerðin, sú kúgaða, einstæða með brotnu sjálfsmyndina, er undirstaðan í nemendahópi kynjafræðinnar og hefur alltaf verið. Með sömu rökum er því kynjafræðin sama kúgunartækið og klámið.

„Konur í kynjafræði hafa brotna sjálfsmynd og erfiðleikarnir leiða þær í námið.“

Svar við fyrirspurn.

Ég hef á síðustu dögum fengið fleiri en eina fyrirspurn um það hvort ég geti séð hverjir panta úr Nýlenduvöruverzlun Mengellu og eins hvort ég græði á kaupunum. Loks vildi einhver vita hvort fleiri vörur væru væntanlegar.

Svörin eru þessi:

Ég sé ekki hver pantar, aðeins hvað er pantað og til hvaða lands er sent.

Fyrir hverja vöru sem seld er græði ég eina evru (minnir þó að það sé ein og hálf fyrir dýrari Breiðavíkurbolinn).

Einhvern næstu daga kemur í verzlunina Páskabolurinn. Ég er að leggja lokahönd á hönnunina og er afar sátt við útlitið.

Annars ætti þetta að svara spurningum um Spreadshirt: FAQ.

5. mars 2007

Meistaravörurnar

Nýlenduvöruverzlun Mengellu fagnar starfsafmæli sínu með því að bjóða í fyrsta skipti á Íslandi (er það ekki furðulegt?!) Meistaravörurnar:

Hver vill ekki ylja sér á nöpru síðkvöldi með bolla af rjúkandi heitu mokkakaffi, setjast síðan fyrir framan tölvuna og sækja innblástur í ásjónu Meistarans. Loksins er það hægt og nú færð þú ritstíflueyðinn og kaffigeyminn, Meistarabollann, á vægast sagt hlægilegu verði.

Þess má geta að bollinn er framleiddur í Þýskalandi.


Eins og alþjóð veit hafa fumlausar og opinskáar kynlífslýsingar Meistarans aukið kvenhylli hans hröðum skrefum. Er svo komið að eftirspurn eftir Meistarabolum fyrir konur er í sögulegu hámarki. Tilvalinn fyrir grasekkjur eða piparjónkur. Nú þurfa þær ekki lengur að fara einar í rúmið.

Bolurinn er að sjálfsögðu framleiddur í Þýskalandi.



Athugið að Meistaravörurnar verða aðeins fáanlegar í afar takmarkaðan tíma. Eða þar til eitt af þrennu gerist: Meistarinn lýsir sig andvígan slíkri persónudýrkun, vörurnar klárast eða Meistarinn (guð forði því) dettur úr tísku.

Þá er það komið á hreint.

Salvör hefur leyst gátuna. Munurinn á klámi og erótík er orðinn ljós.

Klám er efni sem tengir kynlíf og/eða kynfæri við misnotkun eða vanvirðingu á hátt sem virðist styðja, afsaka eða ýta undir þess konar hegðun. Erótík er hins vegar kynferðislega örvandi efni sem er laust við kynjamismunun, kynþáttarfordóma og fordóma gegn samkynhneigðum og sýnir virðingu fyrir öllum manneskjum og dýrum sem þar birtast.


Benda má á þessa skemmtilegu mynd sem einmitt fangar hugmyndina erótík dásamlega.

Sönn saga úr daglega lífinu

Á fjörur Barnalands rekur stundum slípaða skrautsteina. Einn slíkur er stórkostleg saga, sem er nær örugglega dagsönn, um konu sem brá sér í mat á veitingastað í borginni. Hún er svona:

Kona ein í fryggðarhug dembdi á spúsa sinn ástleitnum augum, setti stút á munninn og hóf þvínæst upp raust sína: „Elskan mín, eigum við ekki að borða úti til hátíðarbrigða?“ Spúsinn kenndi góðan hug kvinnu sinnar og tók lofsamlega undir orð hennar, hrósaði henni fyrir ráðvendni og hugmyndaauðgi og gaut augunum flóttalega að ósnertu hádegisuppvaskinu. Karlinn valhoppaði að símanum, lauk greip sinni um tólið og fletti í gulu síðunum með fingurgómum lausu handarinnar. „Langar þig í ítalskt, dúllan mín?“ kallaði hann að kvinnu sinni, sem sat og reimaði á sig skóna. „Mér er alveg sama“ hrópaði hún til baka og herti á lykkjunni um leið. „Nei, fáum okkur eitthvað sterkt.“ sagði karl, mestmegnis við sjálfan sig og síaði út símanúmer hins útvalda veitingastaðar með áræðnum glyrnunum. Hann hringdi. Hann pantaði borð.

Alla leiðina á veitingastaðinn voru skötuhjúin í ógnargóðu skapi. Hún söng hástöfum með lögunum í útvarpinu. Hann trommaði undir á stýrið.

Þau renndu upp að veitingastaðnum í hálfrökkri og voru svo heppin að fá strax stæði. Vonarbirta ljómaði út um glugga vertshússins. Maðurinn bauð maninu arminn og saman leiddust þau inn um anddyrið.

Brosin stirðnuðu á andlitum þeirra. Greiðasalan var í óreiðu. Glysklæddir þjónar hlupu ráðvilltir fram og aftur. Enginn veitti hjónakornunum minnstu athygli. Á strjálum borðum sat feitt fólk, með enn feitari börn, og graðgaði í sig eldpipraðan og fitugljáðan matinn. Við barinn sat einmana boldungs barfluga og sötraði af glasi. Barþjónninn stóð álengdar og pússaði glös.

Til að bæta gráu ofan í svart ruddist framhjá þeim svartklæddur hópur uppskafinna skoffína sem samstundis dró að sér athygli þjónanna. Svartstakkarnir voru sestir og komnir úr jökkum og kápum og enn gaf enginn unga parinu gaum. Spúsinn sá sitt óvænna, þandi út brjóstið og greip um olnboga svitastorkins og bólugrafins þjónsræfils. Hann heimtaði borð af honum með þjósti. Þjónninn tvísté örvinglaður nokkra stund en teymdi loks parið að lágstemmdu borði sem hvíldi í skugga feitvöxnu barflugunnar. Angan af ilmsteinum barst frá salerninu sem lónaði nokkra faðma í burtu. Unga parið settist og þjónninn skottaðist eftir matseðlum. Fituhlassið snéri þykkum hnakkanum til að líta á þau og hálffellingafalið bros opinberaði skort á framtönn. Með erfiðismunum snéri hún höfðinu aftur til baka, sökk ögn dýpra á barstólinn og lágvært söturhljóð ómaði um veitingastaðinn.

Kiðfættur kom þjónninn til baka með matseðlana. Hann rétti manninum annan seðilinn og með hörkudrætti í andlitinu handlangaði maðurinn seðilinn til konu sinnar og þreif hinn úr höndum þjónsins. Þjónninn gerði sig líklegan til að flögra á braut en maðurinn sagði skipandi: „Bíddu.“ Þjónninn þjappaði niður fótunum. „Við ætlum að fá kjúklingavængi. Í forrétt. Og bjór. Eitt glas af bjór og eitt af dæetkók.“ Þjónninn meðtók skipunina og gerði sig líklegan til að taka matseðilinn aftur. Maðurinn sleppti ekki takinu og einblíndi á aðalréttalistann. Þjónninn læddist á braut.

Ró færðist yfir unga parið. Kliður frá feitum, smjattandi börnum og lágvært sorlhljóð frá barnum myndaði ögn rómantíska umgjörð. Þau horfðust í augu og töluðu í hálfum hljóðum um lélega afgreiðslu og krefjandi aðalréttaval. Þau voru einmitt að byrja að ræða enn á ný um vanhæfni þjónsins, þegar hann kom skoppandi með ilmandi kjúklingavængi á fati. Þau litu upp og í sömu mund heyrðist marr í barstól fiskiflugunnar. Sex augu störðu á kryddaðan matinn á bakkanum. Tvö þeirra litu undan og héldu áfram að rangeygjast ofan í glas.

Þjónninn gekk á braut með skrifblokkina ögn þyngri af grafíti og blýantinn sem því nam léttari. Parið gæddi sér á vængjunum. Vel hirtar tennurnar slitu í sundur vöðvavef og sinar og skófu grunn för í beinpíplur fuglsins. Þau rifu hverja kámuga kjöttæjuna af annari af festingum sínum og svolgruðu niður með ísköldum veigunum. Notaleg kennd hríslaðist um líkama þeirra. Þeim fipaðist hvorki við að akfeitur krakki í þverröndóttum bol rúllaði framhjá þeim inn á klósettið né að barflugan slengdi rasskinnunum á barstólinn til skiptis með tilheyrandi braki. Hún var byrjuð að merjast undan eigin þunga.

Sæl hölluðu þau sér aftur á bak í sætunum og ýttu diskunum frá sér með þófum lófa sinna. Á diskunum lágu kjöttætt, hálfnöguð bein. Þjónninn kom glaðlegur askvaðandi enda greindust sinnaskiptin á þeim úr órafjarlægð. „Aðalrétturinn er á leiðinni.“ upplýsti hann þau brosandi. Þau brostu til baka.

Þjónninn gekk glaðsinna af stað með tæjur mannsins, konan ákvað að naga sínar ögn betur. Þau horfðust í augu. Skyndilega kvað við brestur mikill þegar barflugan setti allan sinn þunga á hægri rasskinnina og hallaði sér pískrandi í átt að þjóninum: „Pssssst!“ Þjónninn nam staðar og leit í augu flugunnar. „Hérna, þessi bein sem þú ert með...“ sagði hún ögn drafandi röddu. „...hérna, hvað ætlarðu að gera við þau? Ég meina. Má ég kannski fá þau? Til trúariðkana sko.“

Þjónninn var sem steinrunninn. Hann hagræddi takinu á diskinum og leit örsnöggt í átt að borði elskendanna. Honum mætti hrein forundran á formi augnaráðs. Það virtist kveikja í honum ljós og í flýti veitti hann fituskassinu afsvar og hraðaði sér í burtu.

Hægt og rólega runnu sjónir hjúanna upp skvapholda kvenmanninn þar sem hún hlunkaðist með brosgrettu neðan af stólnum. Átökin gerðu hana móða. Hún gekk vaggandi að borði þeirra og leit ekki af hálfnöguðum beinastúfum konunnar. Hún var komin þétt uppað þeim. Þung remma barst úr vitum hennar og henni var þungt um andardrátt. „Sæl, vinan.“ Orðin bergmáluðu úr digrum barka hennar. „Ég sé að þú ert með kjúklingabein. Viltu nú ekki leyfa mér að eiga þau? Ég nota þau til trúariðkunar.“ Hún brosti svo að ekki skein í tennurnar sem hana vantaði.

Unga konan sat lömuð með hálfnagað bein á milli tveggja fingra. Lystin var þorrin. Hún sleppti beininu og mjakaði diskinum í att til hlussunnar. Brosandi fór flykkið einbeittum höndum um diskinn og stóð upp aftur með lófana fulla af hræi kjúklingsins. Án þess að nefna orð af vörum hljóp hún eins hratt og stubbarnir báru hana inn á salernið. Unga fólkið horfði á eftir henni.

Þjónninn kom með aðalréttina. Horfði glaður á auðan barstólinn og skildi ekkert í fálæti hjónanna. Undrandi tók hann tóman forréttadiskinn og gekk í burtu. Parið sat lengi vel án þess að yrða. Loks áræddu þau að handleika amboðin og kroppa í aðalréttinn. Í sömu svifum sveiflaðist upp salernishurðin og út kom ferlíkið sjálft, enn með beinin í hendinni en óræðan ánægjusvip á smettinu. Barflugan flögraði sem leið lá framhjá borði þeirra án þess að svo mikið sem að líta á þau. Ungu konunni varð ómótt. Á andliti skassins sá hún greinilega fitubrákina og úr öðru munnvikinu lafði kjúklingasin. Í lófanum bar hún gljáfægð og uppnöguð beinin.

Hin rómantíska máltíð tók þar með bráðan enda.