26. október 2008

Stórkostlegur varnarsigur Baugsmiðils
Það eru ekki til fjölmiðlar á Íslandi. Aðeins málgögn.

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er frétt af stórkostlegum varnarsigri Samfylkingar. Svo stórkostlegum að einhverjum gæti dottið í hug að nú sé tímabært að smeygja holdmiklum drjóla Evrópusambandsins ofan í kokið á þjóðinni.

Hér er lítil dæmisaga:

Einu sinni voru sjö grísir. Þrír þeirra voru vatnsgreiddir með þverslaufur og aurhlífar á klaufunum. Þeir hétu Hannes, Hólmsteinn og Gissur. Þeir kusu alltaf D flokkinn. Tveir grísanna hétu Össur og Imba. Þau voru skyld og litu mjög niður á félagana Hannes, Hólmstein og Gissur, því þeir fengu aldrei að velta sér í forinni eins og Össuri og Imbu fannst að allir eðlilegir grísir ættu að gera. Þau kusu yfirleitt S flokkinn. Einn grísinn hét Gaui. Hann var oggulítið vangefinn. Hann kaus F. Loks var það Steini. Hann hafði lesið yfir sig og komist að því að það væri miklu betra að vera villisvín. Hann kaus því V.

Meðal grísanna skiptust því atkvæði yfirleitt þannig að D fékk 43% atkvæða, S fékk 29%, V og F fengu 14 % hvor. Að auki kaus bóndinn alltaf B - en það er önnur ella.

Nema hvað. Dag einn tókst Össuri og Imbu að fá Hannes, Hólmsteinn og Gissur til að velta sér með þeim í forinni. Skyndilega sáu þau sér til mikillar skelfingar að búið var að drulla í svaðið. Og þar sem þau stóðu öll í uppgötvunarstjarfa byrjuðu Hannes og Hólmsteinn að hrína. Össur fór líka að hrína. Gaui og Steini komu þar að og fóru að hlæja.

Kom þá að blaðamaður og spurði um stjórnmálaskoðanir grísanna. Hannes og Hólmsteinn neituðu að tala við blaðamanninn svona útlítandi. Þeir hlupu heim í bað. Gissur studdi D. Össur sagðist styðja S, en af hálfum hug, því enginn gæti haft allan hugann við stjórnmál ataður saur. Imba átti ekkert erfitt með að hafa hugann við stjórnmál enda ekki vön að líta vel út. Gaui tók spassakast og studdi því sinn flokk ekki nema af hálfum hug. Steini stóð fyllilega með villisvínaflokknum.

Blaðamanninum þóttu undirtektirnar dræmar. Hann hafði verið sendur út af örkinni til að snapa frétt um mikla fylgisuppsveiflu en nú voru meira að segja gamlir gæðagrísir með trýnin í öðrum hlutum. En þá fékk hann hugljómun.

Daginn eftir birtist frétt um mikla fylgisaukningu S og V flokkanna. Nú væri svo komið að S væri með 38% fylgi (1,5 svín af 4, sem tóku afstöðu). Fylgi D og V var nú orðið jafnt, nærri 25% og um fylgi F og B hirti enginn frekar en fyrri daginn.

Nú glöddust S og V flokksmenn mikið og S lista menn lofuðu blaðamanninn í hástert og lofuðu að hann skyldi ekki vera einn af þeim sem yrði rekinn í stóru hreinsuninni sem stóð fyrir dyrum.

En svínin sjö í skóginum gátu engan veginn skilið hvernig fylgi flokks gat aukist um leið og það minnkaði.


Niðurskurður

Það er nokkuð ljóst að samfélagið allt verður að taka á sig lífsgæðaskerðingu.

Það er t.a.m. nokkuð ljóst að við getum ekki leyft okkur að samfélagið sé útungunarverksmiðja fyrir vangefið fólk. Nú ríður á að sett verði lög sem fastsetja hnakkaþykktarmælingu og litningapróf á öllum ófæddum börnum. Standist mæðurnar prófin fá þær mælingarnar endurgreiddar. Standist þær ekki prófin fá þær prófin endurgreidd ef þær fara í fóstureyðingu.

Kjósi fólkið að eiga börnin skulu þau skuldbundin til að borga uppeldið sjálf. Slík börn eiga ekki að njóta sjúkratryggingar úr sjóðum hins opinbera.

Það er nokkuð ljóst að með þessu móti verður til lager af eyðingarfóstrum. Best er að dýfa þeim í plast og senda eintak sem spegilskraut til allra mæðra sem eldri eru en 35 ára og enn eru frjóar.

Svona rétt til áminningar.

24. október 2008

Hugaðasta auglýsingastofa allra tíma

Þegar Diesel varð 30 ára á dögunum fengu þeir The Viral Factory, netauglýsingastofuna, til að gera fyrir sig auglýsingu eða boðskort í afmælið. Stofan er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir og dansa á brúninni (auglýstu t.d. Ford Ka með því að afhöfða kött í sóllúgu bílsins). Hún kom fram með þessa auglýsingu. Þær gerast ekki mikið djarfari.Spurning um að siga TVF á Bretana?

22. október 2008

Nóg komið af helvítis barlómi

Hvurslags þvæla er það að láta úrkynjuðustu þjóð veraldar beygja okkur í duftið? Hvers vegna læðast allir Íslendingar eftir syllum á sautjándu hæð með myllustein bundinn um hálsinn? Þurfum við að skammast okkar?

Ehh...

Er einhver nauðsyn að horfast í augu við þá skömm?

Nei, svo sannarlega ekki!

Nú er tími samstöðu runninn upp. Út með Brúnastaði, inn með Hriflu.

Þótt það taki okkur ellefuhundruð ár að borga Tjallanum aurinn sinn til baka, þá getum við gert það með bros á vör í fullvissu þess að fyrir álíka löngu síðan rændum við langalangalangalangalangalangalangalangalangaömmusystrum þeirra - og borguðum ekki krónu.Hlustið á hinn nýja þjóðsöng, hallið ykkur fram, grípið um kálfana og hugsið um Ísland á meðan kámugar kjúkur Kalla frænda róta eftir síðustu aurunum sem þið földuð í ristilfellingunum. Við getum þó alltaf ornað okkur við það að það er umtalsvert skárra að vera blankur Íslendingur en auðugur Breti.

Koma svo!

Ehhh...

20. október 2008

Við kjöftuðum okkur á kúpuna


Við erum á hausnum. Við skiljum það. Við skiljum ekki hvernig við gátum lent hérna. Áttu ekki einhverjir að passa þetta? Af með hausinn á þeim! Til Bastillunnar!

Það er bloggið sem kom okkur á hausinn. Það er kjaftæðið. Það er vaðallinn. Þjóðin var farin að blaðra svo mikið að hún var hætt að kunna að hlusta.

Það er ekki hægt að hugsa í of miklum klið. Það er ekki hægt að komast að niðurstöðu ef of margir taka þátt í samtali. Stjórnvöld geta ekki virkað öðruvísi en svo að þau hlusti á rætur sínar. Að þau viti hvað er að gerast. Öll stjórnvöld sem hafa brugðist hafa brugðist vegna þess að tenging þeirra við veruleikann, við fólkið, hefur brugðist.

Einu sinni áttum við fjölmiðla sem voru lokaðir öllum nema þeim sem báru af í einhverju tilliti. Þær raddir fengu einar að hljóma sem hljómuðu vel. Stundum hljómaði sannleikurinn, stundum lygin. En ef lygin er andstæða sannleikans þá tókst fjölmiðlum æði oft að tylla tá á sannleikann með því að vera alltaf ósammála síðasta ræðumanni.

Síðustu ár hefur netið hertekið allar umræður. Allir hafa rödd. Lesendabréf í blöðum eru minningargreinar. Allir eru jafn sannfærðir. Og þegar allt er sagt og enginn vinsar úr - þá er orðið ómögulegt að vita hvað meikar sens og hvað ekki.

Gengisfall orðræðunnar og sannleikans hefur verið nær algjört síðustu ár. Orðræðan féll og á eftir henni féll efnahagurinn. Án orðræðu blómstrar heimskan og þar sem heimskan blómstrar, þar kreppir að.

Þorsti eftir kjarna málsins var enn til hjá mörgum. Margir vildu kjarnann en ekki hismið. En aðstæður buðu ekki upp á það. Það bar ekkert af. Allt var sama moðið. Eina afdrep slíkra manna varð samsærisiðnaðurinn. Sannleikselskendur sóttu í þúsundatali í höfuðvígi lyginnar, samsærissmiðjuna. Zeitgeist, Loose Change og vangefnar íslenskar hliðstæður hafa dafnað.

Samsærisást er berlegasta hnignunarmerki nútímaþjóða. Í fornöld var orðið stutt eftir þegar eðlilegt þótti að ríða smádrengjum. Í dag trúa menn á New World Order.

Orðræðan skapaði heim óteljandi möguleika. Öll lögmál voru upphafin. Heimurinn var kúplaður frá gangvirkinu. Skyndilega var allt mögulegt. Og ekkert. Allt hlaut að fara á einn veginn, og annan, og þriðja...

Við vissum ekkert hvert við vorum að fara og það skipti ekki lengur máli hvaðan við komum. Við vissum hvar við vorum. Við vorum í allsnægtum. Þessar allsnægtir urðu eini mælikvarðinn á sannleikann. Fortíð og framtíð urðu orsakir og afleiðingar þessa allsnægtaástands.

Við skiptum því orðræðunni í tvennt. Það sem hljómaði allsnægtalegt. Í því hlaut að vera sannleikskorn. Og hitt. Bölmóður var gamaldags, afleiðing af óuppfærðu forriti. Orðræða 1.0 í stýrikerfi 2.0. Bölmóður hafði sannarlega ekki gert okkur rík. Hví skyldi hann fara að virka núna?

Og svo hrundi allt.

Nú er er búið að uppfæra bölmóðinn enda er farsældin frosin. Við höfum samt ekkert lært. Enn er sannleikurinn sú rödd sem best dregur dám af bakgrunninum. Enn óma þúsund raddir. Vettvangurinn er fullur af hljóðum. Enginn veit hvaða rödd ber með sér sannleikann. Í taugaveiklun sinni er talað hærra, hærra og meira. Við hljótum að geta blaðrað okkur niður á lausn á vandanum.

Nú þarf þögn. Það þarf að frysta eignir moggabloggsins. Það þarf að loka lánalínum stjórnmálamanna. Það þarf að þagga niður í gömlum kommum sem telja að nú hafi gamli Marx fengið uppreisn æru.

Við þurfum þögn og síðan að hleypa einum að í einu.

Blaður gerir okkur öll að bavíönum.

16. október 2008

Konni og Nonni mótmæla


Smellið fyrir stærri útgáfu.

15. október 2008

1000101110110010110010010111000000000000Sex hundruð milljarðar eru upphæðin sem við gætum þurft að borga vegna útrásar bankanna ef allt færi á allra versta veg.

Það er upphæð sem er auðvitað miklu stærri en íslenska peningakerfið. Hún gæti aðeins orðið til sem rafræn stærð. Hún myndi þá heita:

1000101110110010110010010111000000000000

En ef hægt væri að slá þessa upphæð sem krónupeninga þyrfti 1.800.000 tonn af kopar og 600.000 tonn af nikkeli. Það væri svo engin smá krónugomma sem yrði til. Hægt væri að gera úr krónunum brú frá Lækjartorgi til Trafalgar Square sem væri 146 metrar (og sextíu og sjö sentimetrum betur) breið.

Ef krónunum yrði raðað í einfalda röð myndi sú röð ná rúmlega 33 sinnum til tunglsins.


Það væri auðvitað miklu praktískara að prenta 5.000 kalla. Þeir myndu ekki vega nema 120 tonn. Og ef þeim væri raðað langsum væri röðin ekki nema 18.600 km löng. Það þýðir að hægt væri að búa til 14 seðla breiða röð fimmþúsundkalla eftir hringveginum (eða 10 seðla breiða röð til London).

13. október 2008

Bloggætt Binga

Bingi er byrjaður að blogga. Hann er að reyna að auglýsa þátt sinn, Markaðinn.

Nú ætla ég ekki að fjalla um tilfinnanlegan skort Binga fyrr og nú á tímasetningum. Maðurinn sem reyndi að koma síðustu auðlindum Íslendinga í hendurnar á útrásarvíkingunum og byrjaði með þátt um markaðinn á nákvæmlega sama tíma og markaðurinn hætti að vera til. Bingi er eins og pólskur gyðingur um 1930 sem ákveður að leggja fyrir sig skorsteinasmíðar. Alltaf eitthvað annarlegt við tímasetningar hans.

En ég ætla ekki að fjalla um það. Ég ætla að fjalla um bloggstílinn.

Bingi bloggar eins og Stebbi Fr.

Færslurnar eru andlausar endursagnir innrammaðar með hálfgegnsærri kýrvömb tilfinningalífs bloggarans.

Hér er tímamótafærsla:

Fasteignablað Moggans í dag er átta síður. Þar af er ein heilsíðuauglýsing frá blaðinu sjálfu. Þetta er örugglega til marks um ástandið á fasteignamarkaðnum.

Þar hreyfist ekkert. Enginn kaupir, allrasíst á meðan enginn veit hvað er nákvæmlega framundan í íslensku efnahagslífi.

Fasteignaspekúlantar, sem ég hef rætt við síðustu daga, eru mjög svartsýnir. Segja að sá eiginfjárbruni sem hafi orðið síðustu vikur, tekjutap margra og aukið atvinnuleysi muni setja svip sinn á fasteignamarkaðinn svo um munar næstu mánuði og misseri.

Raunar segja þeir þetta þegar komið fram. Verðlækkun upp á tugi prósenta hljóti að vera í pípunum.

Verði sú raunin, mun þorri íslensku þjóðarinnar verða með áhvílandi lán á sínum húseignum sem eru mun meiri en sem nemur söluverðmætinu.


Til hvers? Hvað rekur manninn til að slá inn aðra eins bráðaugljósa undanrennu?

Og ekki eru nýju færslurnar skárri. Tveggja línu inngangar að löngum beinum tilvitnunum.

Stundum hefði ég viljað að netheimar hefðu hrunið en ekki peningaheimarnir.

11. október 2008

Upphæðin sem við ætlum (ekki?) að stela frá Bretum


Þrátt fyrir að aðeins brot af innistæðunum ICESAVE sé tryggt af okkur, Íslendingum, þá er það engu að síður væn upphæð. Tveir komma tveir milljarðar punda samkvæmt breskum fjölmiðlum.

Þessir tveir komma tveir milljarðar eru samt ekki nema hluti af innstæðunum sem nú er hlaupist frá. Og út af þessu varð Gordon Brown æfur. Hann hélt að Ísland ætlaði ekki að borga sinn skerf.

Ég legg til að við borgum ekki krónu og njótum þessara peninga. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir:

Fyrst kaupum við Magna Carta. Hún kostar 21 milljón dollara og er dýrasti texti alheimsins. Bretar snobba voðalega fyrir henni og ef þeir eru eitthvað erfiðir getum við kveikt í henni, bara til að ergja þá.


Þá kaupum við dýrasta málverk sögunnar, No. 5, 1948, eftir Pollock. $150 milljón dollarar farnir í viðbót.


Og til að toppa okkur snúum við upp á handlegginn á Frökkum og kaupum Monu Lisu fyrir $670 milljónirnar sem hún er metin á. Þeir gefa sig í Louvre, hafa ekki einu sinni efni á að tryggja hana.


Einhversstaðar þurfum við að gista þegar við erum í Bretlandi að eyða pundunum okkar og við kaupum því dýrasta hús eyjanna á andvirði $119 milljón dollares.Dýrasti hamborgari heims kostar 200 dollara. Splæsum einu stykki á hvern íslending. $62 millur.Og uppar þurfa að eiga flottar tölvur. Splæsum nýrri MacBook Pro á hvern íslending. Það er tífalt dýrara en hamborgararnir.


Svo legg ég til að við gerum alla íslenska alþingismenn að túristum. Kaupum far fyrir þá út í geim með fyrstu almennu geimferðaflauginni á næsta ári (það verður víst að borga báðar leiðir). $12,6 milljónir.Fyrir okkur hin kaupum við stærstu farþegaþotu heims, Airbus A380. Það tekur hana akkúrat ár að flytja alla Íslendinga út til Bretlands ef hún fer eina ferð á dag. Hún fer samt ekki tóm til baka. Hún flytur 1,1 milljarð króna til baka í hverri ferð og verður þá eftir árið búin að flytja báða milljarðana sem við ætlum að stela af Bretum. $320 millur á reikninginn.


Það er kannski hægt að fá Neverland-búgarðinn ódýrt. En við þurfum ekki að nurla. Kaupum hann fullu verði. $120 millur.Svo er full ástæða til að kaupa 10 dýrustu bílategundirnar sem hægt er að finna. Tíu bílar = $5,9 milljónir.
En nú dugar ekkert hálfkák. Við kaupum nú eitt stykki ný Hvalfjarðargöng. Og fyrst við erum að því, ein slík göng í hvern landsfjórðung. $280 millur.


En það dugar ekki að bora undir alla firði. Við kaupum Grímseyjarferju, eina í hvern af hinum 48 íslensku fjörðum (líka þá sem við borum undir). $156 millur.


Svo er auðvitað ótækt að slíkt ríki sé rekið með halla. Við tökum frá pening til að borga áætlaðan halla á fjárlögunum fram til 2011. $531 milla.

Og nú er peningurinn að verða búinn. Við skulum samt láta okkur hafa það að kaupa tvær tunnur af olíu fyrir hvern Íslending í hverjum mánuði næsta árið. $673 millur.Og þá höfum við eytt 3740 milljónum dollara eða jafngildi 2200 milljóna punda.

(Uppfært: Sem er ríflega 24 sinnum meiri peningar en til eru á Íslandi skv. þessu sem er fengið héðan.)


En Brown þarf ekki að örvænta. Við ætlum auðvitað að borga þetta sjálf.

8. október 2008

Kvenlæg kreppugildi


Feministar hafa vaknað til lífsins eftir að hafa greint skræka rödd foringja síns, Steingríms Joðs, innan úr híði sínu. Nú er lag fyrir þá. Lag að því tæi þegar vonlausir vonbiðlar ganga með grasið í skónum á eftir öllum sem hlotið hafa tilfinningalegt skipbrot.

Nú kalla feministarnir eftir því að fjármálalífið hafi hliðsjón af kvenlægari gildum en hingað til.

Horfum framhjá því að það er erfiðara að máta slíka hugmynd við afneitunina um karl- og kveneðli en að fá bankamann til að skipta slétt á krónu og evru. Látum nægja að horfa á þá einföldu staðreynd að feministarnir nenna ekki einu sinni að lyfta appelsínuhúðinni af sessunum til að breyta einhverju hingað til.

Aðferð feminista í viðskiptum hefur verið tvískipt, og ræðst skiptingin af testósterónmagni viðkomandi. Hörkufeministar stunda viðskipti á nákvæmlega sama hátt og karlar. Hinir stunda viðskipti eins og bænalíf.

Feministar vilja helst geta merkt nafnið sitt með bleiku dollaramerki í símaskránni. Þeir vilja svo að eigendur stórfyrirtækja hringi í þá og bjóði þeim að koma og vinna fyrir stórfé.

Þeim finnst að sitjandi krákur eigi að fá jafn marga orma og þær sem fljúga vegna þess að krákur hafi nú rass ekki síður en vængi - og því hljóti að eiga að verðlauna þá sem nota þær guðsgjafir ekki síður en hinar.

Á sama hátt finnst ljótu fólki sjálfsagt bæði sanngjarnt og eðlilegt að það njóti kynhylli til jafns við okkur hin.

En heimur feminista og ljótra (sem furðu oft er einn og sami heimurinn) lyktar af öllu öðru en kaffi. Heimur þeirra er þokuveröld. Uppástungur þeirra hafa álíka mikið vægi fyrir annað fólk eins og uppástungur frjálslyndra, hvítasunnumanna og annarra fasista.

Þótt feministar telji beitingu ofbeldis gjarnan karllæga dygð, þá hefur ofbeldi ætíð verið þeirra eina leið að árangri.

Lykillinn að öllu starfi þeirra hefur verið að komast í þá aðstöðu að geta neytt aðra til betrunar. Hvort sem þeir vilja það eða ekki.

Áður en feministum er hleypt af stað með umkvartanir og umbótatillögur er rétt að krefja þá svars við einni einfaldri spurningu:

Ef samfélagið hefði verið stórlega bætt með kvenlægari viðskiptaháttum, bæði mælt í efnislegum og óefnislegum árangri, hvaða afsökun hafa feministar þá fyrir því að hafa ekki lyft litlaputta til að stuðla að þessum bótum?

Fyrr en gott svar kemur við þessu ber þeim að halda kjafti.

Að flengja þroskaheftar konur ... fast


Það er að mörgu leyti rökrétt að vana vangefna. Það er skynsemi í náttúrunni og mér er til efs að það hafi verið fyrr en frekar nýlega að vangefið fólk fór að hitta hvert annað í stað þess að vera tjóðrað við hestasteina hvert í sínu horni.

Fólk sem ekki kann að leysa hnút á auðvitað ekki að fjölga sér. Það er mjög tæpt að það eigi að njóta líkamlegs samneytis við aðrar manneskjur. Flest slíkt fólk mundi vafalaust una hag sínum vel við fjölbreytileg sjálfsfróunartilþrif á dauðum hlutum og einstaka skoltröku dýri.

Í dag er netið orðið svo einfalt að jafnvel vangefið fólk þvælist þar um, sjálfu sér til ævarandi háðungar að sjálfsögðu. Með tveim fingrum hnitar það hring yfir sér- og samhljóðum uns þokukennd hugsunin hefur hnoðað saman setningu eða tvær.

Svo er ýtt á Publish.

Það er illmögulegt fyrir Persónuvernd að loka á skrif þessa fólks. Þó eru ærin tilefni. Raunar er svo komið að fýsilegt verður að telja að stofna sérstaka netheima fyrir vangefna. Ég sé fyrir mér að forsíðu heimanna sé læst með nokkrum laufléttum spurningum sem öllum þarf að svara vitlaust til að fá aðgang.

Þar inni getur vangefið fólk haldið áfram að birta myndir af helbláum, andvana börnum sínum. Þar getur Tryllirinn haldið áfram að trúlofa sig á tveggja vikna fresti. Þar getur Korntoppurinn haldið áfram að spilla kvennamálum Tryllisins. Þar getur Jens Guð haldið áfram reyna að hylja það að hann rúnkar sér yfir afrekum Ed Geins og Ted Bundys.


Við hin verðum svo að læra að lifa án gullkorna eins og þessa úr væntanlegri bók Tryllisins, Hvernig gerirðu konurnar þínar hamingjusamar?:


Tryllirinn er að verða vel skafinn 127 kg að skjóðuþyngd og dömurnar hugsa sér gott til glóðarinnar. Spurning hvort að ég nenni eitthvað að æfa en þá helst til þess að auka flengingarkraftinn í bólinu :) Það eru tvær sem hafa kvartað yfir of miklum flengingarmætti en þá var þeim bara svarað að hætta þessu væli, það er annað hvort að gera það almennilega eða sleppa því …….

Sérhannaður bíll fyrir konur

Ef eitthvað er að marka Morgunblaðið þá hefur bílaframleiðandi í Íran hafið framleiðslu á bíl sem er sérhannaður fyrir konur.

Mér þykir einsýnt að hann sé kominn í myndinni hér að neðan.

7. október 2008

Rúbluþjófurinn Bjórgólfur

Ákvörðun Rússa um að borga Íslendinga út úr kreppunni minnir um margt á ákvörðun Símans um að kaupa Skjá einn.

Sporgöngumenn spörfugla

Íslendingur í útrás

Íslendingar eru, voru og munu alltaf vera ófærir um sjálfsbjörg. Þetta er einfalt genetískt dæmi. Þá skortir eirð til að draga fram lífið. Þeir ráfa um þar til þeir ramba fyrir ætternisstapa. Það er eitthvað að heilastarfseminni.

Á víkingaöld sigldum við til Bretlands, myrtum þar bændasyni og nauðguðum systrum þeirra.

Nú nauðgum við gírugum ellilífeyrisþegum, hverra áar kreistust úr sköpum téðra systra .

Árið 1262 missti þjóðin sjálfstæði sitt í skiptum fyrir vöruskipti við útlönd. Í dag endurtekur sagan sig. Í þetta skiptið ætlum við að gangast á hönd viðurstyggilegasta dofranum í ófríðum flokki þrjóta.

Maður verður að toppa sig.