31. júlí 2007

Að kvitta fyrir sig

Íslendingar hafa í gegnum tíðina sætt sig við ótrúlega einangrun. Til er fólk á lífi, sem ekki sá banana fyrr en um þrítugt. Einveran gat verið sturlandi. Þá sjaldan að komu gestir var nærvera þeirra nýtt til fullnustu. Að vera gestur á íslensku heimili fyrri tíma var afar krefjandi hlutverk. Íslendingum var oft við brugðið fyrir gestrisni og örlæti gagnvart ókunnugum. Raunin var auðvitað sú, að móttakan var hunangið í gildruna - tilraun til að lokka ferskar sálir inn í staðnaða veröld.

Til að alminlega væri hægt að nærast á þessum heimsóknum, voru gestir neyddir til að þakka fyrir sig svart á hvítu. Þegar líða tók að lokum heimsóknar birtist húsfreyja eða -bóndi, með fagurlega skreytta gestabók og otaði kurteislega en ákveðið að komumanni. Í þá bók, átti gesturinn að auðsýna þakklæti sitt með einlægri eða hnyttinni færslu. Hann mátti gjarnan yrkja. Ábúendur gátu svo yljað sér löng vetrarkvöldin við að lesa færslurnar í gestabókinni. Það dró úr einsemdinni.

Fyrir nokkrum áratugum var gestabók álitin nauðsynlegri hverju heimili en klósett með rennandi vatni. Þær voru hinar fullkomnu innflutningsgjafir, gjarnan í útskornum tréspjöldum eða jafnvel bundnar inn í gæru. Smám saman hafa þær þó glatað gildi sínu, því þær eiga raunverulega aðeins við hjá fólki, sem sjaldan fær gesti. Hægt og rólega glötuðu gestakomur yfirspenntu gildi sínu og gamla gestabókin hvarf í geymsluna ásamt útskorna prjónastokkinum, fótanuddtækinu og rokki ömmu.

Undanhald gestabókarinnar er þó mun rólegra á sumum sviðum. Þannig er varla til sú kirkja eða safn á landinu, sem ekki varðar inngöngu með gestabók. Listamenn, sem dvelja mikið einir við sköpun sína, fá fróun í því að láta alla sem berja verk þeirra augum kvitta nafn sitt til sanninda um að vinnan hafi ekki verið til einskis. Fólk í fjallaskálum og sumarbústöðum hefur einnig gaman af því að skilja eftir sönnunargögn um ferðir sínar og gistiheimilaeigendur reyna óspart að láta hrósa sér í gestabækur.

Ég minnist þess ekki, á ferðum mínum erlendis, að hafa oft skrifað nafnið mitt við inngöngu á söfn eða á einkaheimilum. Að vísu geta verið hagnýtar ástæður að baki því. Það hefur jú tíðkast víða að senda þakkarbréf eftir dvöl í véum annarra. En það er deyjandi siður líka.

Netið sker sig dálítið úr að þessu leyti. Á netinu erum við öll hálfgerðir afdalabændur. Endurkoma gestabókarinnar lá því í loftinu. Hún tekur nú á sig nokkrar myndir. Í fyrsta lagi má nefna hefðbundnar gestabækur, þar sem menn gefa deili á sér og hrósa eigandanum fyrir eitthvað tilfallandi. Þá er það athugasemdakerfið, sem ég ætla að hafa nokkur orð um á eftir. Þá tölvupóstur og loks sérhæfð samskiptaforrit.

Athugasemdakerfin eru hlægilegust af þessu öllu. Níutíu og níu prósent af athugasemdum kerfanna eru óþarfa blaður. Oft hjákátlegar tilraunir til að skuldbinda eiganda síðunnar til að koma í heimsókn og kvitta þar fyrir sig. Stundum tilraun til að lofa eða lasta. Sjaldan nokkuð sem skiptir máli.

Ég hef athugasemdakerfi þessarar síðu opið af einni ástæðu. Mér þætti annað ómaklegt. Ég á það til að snúa lensu minni að öðru fólki og mér þykir eðlilegast að hægt sé að veita andsvör, mótmæla því sem ég er að segja. Þá þykir mér einnig réttlæta opið kommentakerfi að stundum skrifar einhver þar skemmtilega pælingu eða bendir á nýjan vinkil á málum. Sjálf skrifa ég svotil aldrei í athugasemdakerfi annarra. Það hefur gerst örsjaldan. Miklu oftar skrifa einhverjir að þykjast vera ég. Þeir bloggarar, sem ég les, hafa fæstir hugmynd um það, að ég er í lesendahópi þeirra. Ég sé enga ástæðu til að breyta því.

Þá eru það blessaðar frægðarhórurnar. Fullt af fólki, og sérstaklega moggabloggarar, hefur gerst áberandi á netinu fyrir ekkert annað en gera sig breiða í athugasemdakerfum annarra. Mogginn tók þá óviturlegu ákvörðun að leyfa þessu fólki líka að lifa sníkjulífi á fréttum (nokkuð, sem vafalaust sér fyrir endann á). ÁBS var á tíma illa haldinn af þessu fólki. Hann mátti ekki skrifa um neitt, án þess að einhverjir aumingjar birtust og pönkuðust á honum. EÖN er/var haldinn sama kvilla. Á tímabili smitaðist ég af þeim.

Manngerðin, sem smitaðist á milli athugasemdakerfanna, er ákaflega lítilsigld. Um er að ræða lítið þroskaða karlmenn, hverra líf hefur verið nokkurnveginn samfelld röð vonbrigða. Þeir lesa mikið og þeirra einu vinir eru bækur. Flestir halda þeir, að þeir séu stórskáld í leynum. Margir hafa dundað við að skrifa, en ekkert hefur orðið úr neinu. Annaðhvort hefur þeim verið neitað eða þeir ekki þorað að láta til skarar skríða.

Sem reglulegir bókaormar hafa viðbrögð þeirra við mótlætinu verið þau að naga sig inn að kjarna vinsælla bóka. Með því að liggja með trýnið ofan í bókum annarra telja þeir að dýrðin smitist yfir á þá. Þeir hafa óþroskaðan smekk og því eru bækurnar, sem þeir tigna, tiltölulega bitlausar en næstum alltaf sígildar í einhverjum kreðsum. EÖN og ÁBS líta þeir á sem starfsbræður í heimi bókmenntanna. Öfund knýr þá til árása.

Þessir gaurar eru ýmist einstæðir eða helgarpabbar. Hafi þeim tekist að barna stelpu var það undantekningalaust ósjáleg hrygðarmynd, sem í augnabliksörvæntingu valdi þann versta þegar útséð var með þann besta. Það, að O-flokks stelpan hafi síðan sparkað aulanum, er uppspretta mikils sálræns vanda.

Það er aldrei kjöt á þeim beinum, sem þeir kasta fram. Alltaf er um að ræða frímínútnaögranir. Og alltaf endurspegla upphrópanir þeirra brothætt sinni þeirra sjálfra. Hver einasta gusa er til marks um einhvern djúpstæðan ótta þess huga sem gýs.

Mér var í lófa lagið að loka á IP-tölur þessara ræfla. Eins er sáralítill vandi að ritskoða athugasemdir. En ég kaus að gera það ekki.

Ástæðan var fyrst og fremst sú, að þrátt fyrir harðneskjulegt yfirbragð á stundum, þá er ég aumingjagóð og með áhuga á mannlegu eðli. Aumingjarnir eru nefnilega ótrúlega áhugaverðir ef grannt er skoðað.

Sjáið vin vorn Aldous, sem einhverjir af lesendum eru farnir að fá leið á. Skoðið hvað heldur honum gangandi. Skoðið hverskonar athugasemdir hann skrifar. Endalausar upphrópanir sem bera vott um óttann við yfirgefningu, einveruna. Hann tekur eigin þjáningar og reynir að smyrja á aðra, leyfa öðrum að glíma við djöflana hans. Nikkið er lán á nafni unglingabókarhöfundar enda telur ræfillinn sér trú um, að hann sé einhverskonar baráttumaður í spilltum heimi. Veröld ný og góð og allt það. Stofnaði m.a.s. sitt eigið blogg undir þeim titli. Blogg, sem enginn les og öllum er sama um. Og hvað skrifaði hann á bloggið sitt? Ekkert sjálfur. Hann dró þangað einungis færslur frá öðrum. Bloggið hans er ekkert annað en tilraun til að vera athugasemdapönkari á heimavelli.

Aldous, þú ert velkominn. Austu úr skálum þínum sem oftast. Í hvert sinn, sem þú birtist, þykir mér vænna um hve náttúran var örlát á vöggugjafir mínar.

30. júlí 2007

Das wohltemperirte Clavier



Bach er minn maður. Ég á mér tvö sérstök uppáhöld eftir hann. Goldberg-tilbrigðin (sérstaklega í léttgeggjaðri útsetningu Goulds, með tilheyrandi umli) og Das wohltemperirte Clavier (sem ég ætla ekki einu sinni að reyna að gefa íslenskan titil).

Í kvöld sat ég með ipodinn minn í fjölmenni og rissaði í mólskinnu einhver ómerkilegheit. Ég lét hendingu ráða röð laganna. Skyndilega varð ég vör við þögnina. Áður en ég gat aðgætt hver ástæðan væri upphófust hinir seyðandi tónar upphafs Das wohltemperirte Clavier. Eitthvað fékk mig til að lyfta höfðinu ofurvarlega og líta í kringum mig. Fyrir framan mig sat akfeit kona í svörtum, sniðlausum kjól. Varir hennar voru skærrauðar og augabrúnirnar skarpar, eins og þær væru klipptar til með garðklippum. Neðan úr holdugum eyrnasneplum héngu ljósakrónueyrnalokkar, sem vafalaust voru hannaðir með frýnilegri eintök kvenstofnsins í huga. Sú feita hafði engan háls svo orð væri á gerandi, svo glitrandi kögur eyrnalokkanna lyppaðist niður á þykkar axlirnar og rann í átt að gríðarstórum brjóstunum, sem börðust við að troða sér leið upp úr gleiðfleygna kjólnum.

Hún talaði án afláts við samferðarmenn sína en til mín barst ekki minnsti ómur af orðum hennar. Hljómur Bachs fyllti alla veröldina, hljóp hringi um feitu konuna. Smám saman sá ég ekkert nema taktfastar hreyfingar þessa skærlitaða munns. Augnablikið var fullkomið.

29. júlí 2007

Borgarfjörður eystri

Ungfrú Torrini, Magni og Kjarval eru þrjár ástæður fyrir því að nápleisið Borgafjörður eystri kemst nokkuð reglulega í fréttir. Öll þrjú eru furðufuglar. Freknótt pollíana, sem hvergi líður betur en hjá útnáraeyjaskeggjum, einhæfur gargari með minni útgeislun en hitabrúsi og snarklikkaður terpentínuþefari, sem skipaði bankagjaldkerum að dansa við sig og málaði myndir úr eigin saur. Og þetta er fólkið sem ber höfuð og herðar yfir aðra Borgfirðinga.

Borgarfjörður eystri er grómtekin líkkista deyjandi lífshátta. Allir, sem ekki eru beinlínis erfðafræðileg úrhrök, eru flúnir þaðan. Og þar, sem flutningabílarnir runnu út úr bænum, góndu sokkin augu þeirra, sem eftir urðu, ásakandi á flóttamanninn. Eftir sat fólkið, sem vissi, að það yrði aldrei neitt annarsstaðar.

Það er ekki haft hátt um það, en ein af ástæðum þess, að álver þurfti á þetta svæði, var úrkynjunin sem var orðin staðreynd á sunnanverðum Austfjörðum. Göngin til Fáskrúðsfjarðar snérust ekki síst um að bora loftgat á fúkkafylltan fjörð. Það má sjá skýr merki um brenglunina í viðurstyggilegum kynferðisglæpum sem reglulega skaut upp á yfirborðið á Austfjörðum á milli sjálfsmorðsfaraldra.

Úrhrökin voru að verða ein eftir fyrir utan farlama gamalmenni og einstaka hugsjónamenn, sem vildu halda lífi í æskuslóðunum.

Það skrítna er, að álverið virðist ætla að duga. Smurolíulýðurinn, sem sækir í störfin þar, eru fjöregg byggðanna fyrir austan. Þetta er eins og að slökkva olíueld með dínamíti. Að reka illt út með illu. En það virkar engu að síður.

Það virðist vera að takast að draga Austfirðinga upp á plan farandverkafólks og umhverfissóða. Guði sé lof fyrir það.

Ís

Einhver Sævar Daníel skrifar vaðal þar sem hann er með þokukennda gagnrýni á pistil minn um The Secret og frú Sætran. Hann álasar mér fyrir að dæma myndina eftir aðeins 20 mínútna áhorf en kveðst sjálfur hvorki hafa séð myndina né hafa nokkur áform uppi um að bæta úr því.

Þarf ég að hafa fleiri orð um það?

Varla. En hann bendir einnig á að ómaklegt sé af mér að hallmæla ískristallarannsókninni, sem frú Sætran benti á sem staðfestingu á því hvernig hugarbylgjur mótuðu umhverfið. Hann klykkir út með því að ég, sem hlyti að hafa kynnt mér málið, vissi þar með að þetta væru fjölþjóðlegar og virtar vísindarannsóknir. Raunin er auðvitað sú, að þetta er hvorugt.

Doktor Emoto, sem er aðal pumpan í þessu máli öllu, er menntaður í alþjóðasamskiptum og lauk að auki prófi í óhefðbundnum lækningum (lesist: kukli) frá indverskum bréfaskóla. Prófgráða hans þaðan er álíka merkileg og gráðurnar sem Jón Sigurðsson framsóknarafturganga keypti sér um árið.

Rannsóknirnar fara þannig fram: Tekin eru vatnsílát og þau merkt með orðum. Orðin geta verið jákvæð eða neikvæð. Síðan er vatnið fryst. Loks eru ískristalarnir skoðaðir í smásjá, og leitað að myndefni sem er nægilega í stíl við orðið, sem skrifað var. Þegar það finnst, er smellt af.

Þessar rannsóknir hafa ekkert með vísindi að gera.

En þetta veit Sævar Daníel auðvitað allt, enda búinn að kynna sér málið.

28. júlí 2007

Biden, byssan og brjálæðingurinn

Bandaríkin voru stofnuð af fólki, sem vildi fá að vera í friði með áhugamál sín. Stofnendur ríkjanna skrifuðu plagg, sem átti að binda hendur komandi kynslóða þegar kæmi að því hvernig höndlað væri með þetta frelsi. Í því plaggi er sérstaklega varinn rétturinn til að dútla við næstum allt, sem mann fýsir - og rétturinn til að verja sig gegn náunganum með tilfallandi vopnum.

Í CNN/Youtube kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrata um daginn komst þetta mál í deigluna í eitt skiptið enn. Sýnt var myndband hvers aðalleikari var íklæddur felulituðum biflíubeltisbúningi. Sá hét Jered Townsend. Hann hafði spurningu fyrir pólitíkusana:



Fyrstur til svars var öldungadeildarþingmaðurinn Joe Biden. Biden svaraði spurningunni ekki efnislega en benti á að sá, sem ætti svona elsku þyrfti líklega á hjálp að halda - og að hann væri ekki viss um að fyrirspyrjandinn væri andlega hæfur til að bera skotvopn yfirleitt. Fyrir vikið uppskar hann mikið klapp og hlátur.



Byssubreimandi skoðanabræður fyrirspyrjandans móðguðust nokkuð við þessa léttvægu afgreiðslu málsins. Þeir hafa síðan bent á, og það réttilega, að hér sé um að ræða grundvallarspurningu, sem varði lykilatriði amerísks þjóðskipulags, og að það sé skömm að því að hunsa orðin af þeirri einu ástæðu að þau komu undan yfirskeggi holdtekju amerískrar úrkynjunar.

Jered sjálfur lætur sér fátt um finnast og heldur áfram, að eigin sögn, að freta á skotmörk og sléttuúlfa með elskunni sinni. Hann hefur einnig ítrekað boðið háðfuglinum Joe Biden í heimsókn til að ræða þessi mál í góðu yfirlæti og návist elskunnar. Biden hefur ekki enn svarað boðinu.

27. júlí 2007

Skátar

Skátar hafa verið undarlega fyrirferðarmiklir í fréttum upp á síðkastið. Nú flykkjast þeir á eitthvað skátamót þar sem væntanlega verður gingangúllíað langt fram á nætur í kompaníi við andleg systkini hvaðanæva að. Í nýstraujuðum skyrtunum, með nýstöguð heiðursmerkin hnýta skátagreyin á sig klútana, sem eru órofa hluti af viðbúnaði hvers sanns skáta. Klútlaus skáti er eins og byssulaus soldáti. Með klútnum má safna vatni, binda um sár og kyrkja smávaxin rándýr, sem gera atlögu að lífi og limum skátanna. Og þvílík dýrð að sjá öll börnin trilla um í óaðfinnanlegum einkennisklæðnaði, hrópandi slagorð og heitandi liðsinni við guð og föðurlandið. Skátaskrúðganga á sólríkum degi getur orsakað ótímabært sáðlát hjá hvaða fasista sem er.

Það er virðingarvert að enn skuli finnast fólk, sem nennir að viðhalda þessum langdregna kynóra skápahommans Baden-Powels. Að enn skuli finnast fólk, sem ber virðingu fyrir þeim gildum, sem einkenna þá, er trúa á byrði hvíta mannsins. Og enn er arkað á erlenda velli. Nákvæmlega eins og B-P sjálfur, sem valhoppaði fremstur í sinni sveit til Afríku og gekk brosandi til þeirrar iðju að slátra Súlúnegrum.

Það vantar fólk í nútímasamfélagið, sem kann að hnýta fleiri en fimm hnúta, getur súrrað trönur saman og hefur gaman af að heita guði og Geir Haarde þjónustu sinni í stífpressuðum og vel gyrtum skyrtum. Skátar í dag eru af tvennu sauðahúsi, börn foreldra, sem hefðu á sínum tíma verið meðlimir í nasistaflokknum og félagslega vanfært fólk. Sú tíð er nefnilega löngu liðin að skátar séu öndvegissúlur mannlegrar hreysti. Deyjandi samtök opna fyrr eða síðar dyr sínar fyrir dreggjunum. Feitu og bólugröfnu unglingsstelpunum, sem biðu í röð eftir Harry Potter, og glereygðu guttunum, hverra einu kynni af kvenfólki er nærfataþjófnaður úr sameiginlegum þvottahúsum fjölbýlishúsa.

26. júlí 2007

Helgi hundingsbani



Þær hækka með hverjum degi tölurnar yfir fjölda þeirra sem Helgi Rafn, meintur morðingi ófrýnilega hundspottsins Lúkasar, ætlar að kæra fyrir meiðyrði og hótanir. Í dag stendur málið þannig að Helgi ætlar að kæra á að giska íbúafjölda Hafna á Reykjanesi.

Þessi viðbrögð eru hvorki Helga né lögmanni hans til hróss. Málið lyktar nú af þvermóðskufullri hefnigirni. Lögmaðurinn hefur látið frá sér fara ögrandi fullyrðingar um að tilgangslaust sé að flýja, fólk verði þá bara skotið á flótta. Saman göslast lögmaðurinn og Helgi í þeirri fullvissu að þeir hafi siðferðilega yfirhönd í málinu.

Ég hef áður sagt skoðun mína á viðbrögðum múgsins í máli Helga og hundsins. Þau voru til skammar. Sé Helgi saklaus liggur þung sök hjá þeim, sem báru hann þessum ákúrum. Ég man alveg hvaðan nafn hans kom í umræðuna, hvar það birtist fyrst og hvenær. Gegn því fólki á Helgi að beina vandlætingu sinni. Það fólk á að kæra. Öll súpan. Allt sauðheimska hyskið, sem svallaði með í forarvilpunni, á hann að láta í friði.

Einhverjir líta svo á, sem að hér sé kominn einhver dómsdagur yfir samskiptamátum á netinu. Þess vegna skuli reiða hátt til höggs og temja óargadýrið í eitt skipti fyrir öll. Og vissulega er hér tækifæri til að taka á afar hættulegum kima netsins. En netið er vandmeðfarin skepna og hana þarf að lagfæra með skurðhníf en ekki sláttuvél. Subbulegar fjöldaaftökur kjaftóðra netverja geta ekki haft neitt uppbyggilegt í för með sér. Það er álíka gáfulegt og að hefja fjöldahandtökur vegna aksturs yfir 90 km/klst eða ölvunar á almannafæri á laugardagsnóttum. Strangt til tekið er hvorttveggja löglegt. Eins gæti Bjarni Guðjónsson kært hundrað Keflvíkinga fyrir meiðyrði (og jafnvel hótanir) úr stúkunni. En það er ekki gert.

Að hluta til vegna þess að við erum einfaldlega ekki fullkomnari dýrategund en svo, að allrahanda breyskleiki er hluti af eðli okkar, en aðallega vegna þess, að slík ofsarefsigleði væri ekki uppbyggileg heldur niðurnjörvandi. Við viljum ekki búa í slíku samfélagi. Við höfum lengi horft til Ameríku og hlegið af formlegheitunum í samskiptum, sérstaklega þegar kemur að deilum og dómum, við viljum ekki feta í þá átt - en það er nákvæmlega þangað, sem lögmaðurinn og Helgi eru að þoka málinu. Þeir eru að kæra af þeirri einföldu ástæðu að þeir geta það. Og vegna þess að það svalar frumstæðri hefnigirni og sýniþörf.

Þeir minna á þá sem sóttu Baug til saka. Vaðið var af stað með alltof óskýrar kröfur, alltof ómarkviss eggvopn og málið leystist upp í farsa. Eins mun fara fyrir þessu máli. Ef málið verður sótt af fullum þunga mun það engu skila, nema því, að þetta stóra úrtak mun leiða til þess að netdólgar munu fá uppskrift að flóttaleiðum. Þ.e. við munum öll fá hin langþráðu fordæmi þess hvað er tækt og hvað ótækt í íslensku réttarkerfi. Eftir það getum við myrt mann og annan úr öruggu launsátri ef okkur sýnist svo.

Nú er það lögreglan, sem ákveður næstu skref. Hún mun líklega leita leiða til að vinda ofan af málinu. Velja örfáa og hengja þá öðrum til viðvörunar. Þeim er varla stætt á öðru eins og er. Nema auðvitað einhver nýr vinkill birtist á málinu. Það skyldi ekki útilokað.

En viðbrögð Helga og lögmannsins eru einungis til þess fallin að slökkva þá litlu samúð, sem kviknuð var með honum. Fólkið, sem gleðst yfir hinum væntanlegu fjöldaréttarhöldum eru nákvæmlega sömu tilfinningarúnkhórurnar og þær, sem hötuðust við Helga. Ögn smáborgaralegri hórur en hórur engu að síður.

25. júlí 2007

The Secret

Einhverja nóttina fyrir alllöngu sótti ég mér myndina The Secret eftir að hafa haft ávæning af því að um æði væri að ræða. Tuttugu mínútum eftir að myndin hófst slökkti ég á henni í snarhasti og henti í skjáborðsruslatunnuna. Ég var ekki í rónni fyrr en ég hafði tæmt tunnuna á eftir. Myndin er algjört drasl. Enn ein áróðursmyndin fyrir auðtrúa sálir sem eiga fleiri aura en heilafrumur.

Upp á síðkastið hefur mbl.is birt á forsíðu hjá sér netgrein eftir einhverja frú Sætran (ég er ekki að ljúga þessu) sem mærir Leyndarmálið óskaplega. Frú Sætran, sem titlar sjálfa sig sem kennslufræðing, er að upplagi dönskukennari og henni er því viss vorkunn. Dönskukennarar eru undantekningalaust einkennilegt fólk. Og einmitt fólk, sem þykir gaman, að hópast um vonlausan og óvinsælan málstað. Frú Sætran fullyrðir kinnroðalaust að:

Allt í umhverfi okkar byggist á ákveðnu orkuflæði. Þar sem hugsanir þínar sendi eftir eðli sínu ýmist jákvæðar eða neikvæðar orkubylgjur út í umhverfið getir þú nýtt þér aðdráttarlögmálið (Law of Attraction) þér í hag.


Þvílíkt endemis kjaftæði. Vissulega senda hugsanir rafsegulbylgjur út í umhverfi sitt, það gerir öll hröðun rafhleðslu. Þú sendir mun meira af bylgjum úr handleggnum á þér út í umhverfið með hressilegri sjálfsfróun, en með því að hugsa um lótusblóm í klukkutíma. Og þegar einhver af gestum frú Sætran leyfði sér að efast um þessar fullyrðingar (og það var bara einn, restin af gestunum er svoleiðis blóðskrúbbaður af Nýalnum), þá sagði frú Sætran:

Það er hins vegar talið vísindalega sannað að hugsanir fólks hafi áhrif út fyrir líkamann. Sjá www.hado.com
Japanskar rannsóknir hafa þannig m.a. sýnt fram á breytingar á vatnkristöllum eftir því hvernig hugsanir eru ríkjandi nálægt vatninu.


Og ef maður freistast til að smella á linkinn, þá hefur maður umsvifalaust óræka sönnunina fyrir augunum:



Mér leiðast vitleysingar.

Svo vont...

...að það verður næstum gott.

Er að horfa á Plan 9 From Outer Space í fyrsta skipti.

Ef þið deilið reynsluleysi mínu af þessari perlu kvikmyndasögunnar þá er myndin hér:

24. júlí 2007

Dawkins i bobba



Ég kom óvænt inn í þátt af HARDtalk á BBC og sá hvar Stephen Sackur gerði sitt ýtrasta til að rekja garnirnar úr títtnefndum Richard Dawkins. Mér þótti nokkuð til Dawkins koma, þar sem hann vék sér fimlega undan hverju spjótalaginu á fætur öðru. Sackur átti í megnustu vandræðum með að koma á hann stungu. En skyndilega kom spurning sem Dawkins átti í miklum vandræðum með. Látbragð hans breyttist, hann varð flóttalegur til augnanna og málrómurinn einkenndist ekki af sömu vissu og áður. Spurningin var raunar snilldarlega einföld. Hún var svona (í tilhlýðilegri umritun minni):

„Þú hefur haldið því fram, að drifkraftur lífsins sé darwinísk þróun þar sem sjálfselsk gen eru í aðalhlutverki. Öll starfsemi genanna hnitast um sjálfselskan tilgang og þau hafa áhrif á athafnir og hugsun lífvera. Ef við gefum okkur að þú hafir rétt fyrir þér, þá er sólu særra að trúarbrögð leika augljóst hlutverk í þessum tilgangi genanna. Hvers vegna ertu þá að pönkast á móti þeim?“

Eina svar Dawkins var það, að mikilvægi trúarbragða fyrir þróunarlegan tilgang mannanna gerði þau ekki sönn. En hér er Dawkins í virkilegum bobba. Ef hugsun manna mótast af markmiðum sjálfselskra gena þá eru það sömu genin sem gera okkur kleift að greina á milli þess, sem rétt er og rangt er, og hneigja fólk til trúar. Með því að berjast gegn trúarbrögðum er Dawkins því að berjast gegn hinum sjálfselsku genum. Það þarf ekki að framlengja þessa hugsun langt til að sjá, að Dawkins er í æði vandræðalegri stöðu.

20. júlí 2007

Á ferð og flugi

Ég brá undir mig betra fætinum og hélt í sólarátt. Reikna ekki með að blogga allra næstu daga. Það gæti svosem gerst.

19. júlí 2007

Klæmax




Síðustu bókarinnar um Harry Potter og félaga er beðið með óþreyju enda stutt í útgáfu hennar. Harðkjarna Potter aðdáendur skiptast í tvo hópa. Þann ofvirka með athyglisbrestinn, sem búinn er að sækja bókina á torrent fyrir nokkru og lesa alla spoilera sem komandi er yfir, og hinn, sem býr við sjálfskipaða einangrun þessa dagana af ótta við að spilla fyrir sér lestrinum.

Nú er komið í ljós, að 0,01% af upplagi bókarinnar í Bandaríkjunum var selt fyrir tímann. Munaði þar mestu um ótímabæra sölubyrjun vefsölunnar Deep Discounts. Blaðamenn The New York Times rákust svo á bókina á flandri sínu um götur borgarinnar og hafa þegar ritrýnt hana. Þar má lesa fullt af leyndarmálum, sem reynt hefur verið að vernda betur en nokkur önnur í sögu bókaútgáfu í heiminum.

Umræðurnar um bókina eru orðnar kostulegar víðsvegar um netið. Sum netsamfélög lifa í stöðugum ótta við að einhver leysi frá skjóðunni önnur henda gaman að þessu öllu saman. Þannig má lesa eftirfarandi spoiler á einum skemmtilegum spjallvef:

Malcophast Thimblewhistle totally stole the Grimblethisp from Bephaseus Nipplefist. Then he used it to summon a Porcupast with an Ejaculabatorus hex. Professor Tainty McSyphillwax died when he showed them his Spatulus.

Like no one saw that coming.


Og einn ætlar ekki að missa af skemmtilegri opnun, þrátt fyrir að hafa krækt sér snemma í bókina:

I'm doing something spectacular come Friday night.

Not to let on to what I'm planning too much, but it involves an expensive projector, a midnight book launch and some important spoilers.

Aulahrollur

Í viðleitni sinni til að koma Íslandi í Öryggisráðið hefur Ingibjörg Sólrún hafið visitasiu á slóðum Abrahams og Nóa. Nú ætlast ég ekki til þess að Ingibjörg, enn blaut á bak við eyrun í starfi, komi fyrir sem fagmennskan uppmáluð í heimsókn sinni en hingað til hefur heimsóknin verið íslenskri utanríkisþjónustu til mikils vansa.

Fyrst var það, þegar júðarnir drógu Imbu grátbólgna og klökka inn í rústir heimilis, sem orðið hafði fyrir sprengjuárás. Brella, sem Ísraelar reyna ekki einu sinni við alvöru diplómata. Ódýrasta áróðursbragð í bókinni og beint upp úr leiðarvísi Ráðstjórnarríkjanna um það hvernig slá skuli glýju í augu minni spámanna. Alvöru stjórnmálamaður hefði ekki tekið í mál, að láta teyma sig eins og asna í gegnum slík sýndarréttarhöld.

Þá er það fundur hennar með Peresi. Þarna fékk Imba tækifæri til að rekja garnirnar úr einum af toppunum í ísraelskri pólitík. Spyrja erfiðra spurninga. Heilla karlgarminn með uppástungum um úrbætur. En í staðinn hlammar hún sér í stólinn við hliðina á honum og gufar út úr sér spurningunni: „Hérna Símon. Má ég kalla þig Símon? Sko. Af hverju viljið þið ekki semja við Hamas? “

Hjá öllum, og ég fullyrði öllum, alvöru utanríkisþjónustum í heiminum hefði einhver bent ráðherranum á, að svarið við spurningunni væri hægt að finna í þúsund ræðum og fimmþúsund fréttum víðsvegar um heimshvelin. Að spyrja að þessu er álíka fánýtt og að spyrja um veðrið. Svona spyr enginn, nema sá, sem hefur ekkert að segja.

Og sjá, upphófst sama ræðan í þúsundastaogfyrsta skiptið, sami áróðurinn um að þeir sem ekki búi við ógnir eigi ekki að dæma, að Hamas sé svona og hinsegin o.s.frv. Peres grillaði Imbu, sem kom fyrir eins og fákunnandi og vanhæfur sendimaður frá frumstæðu ríki í myrkustu álfum heimsins.

Og þar sannaðist, að þetta er allt hégómi. Íslendingar vilja ekki í Öryggisráðið til að hafa áhrif, til að segja eitthvað. Þeir vilja bara vera með. Sitja þægir og stilltir og spjalla um veðrið við sessunautana meðan slökkt er á myndavélunum og gera sitt besta til að koma vel fyrir ef kastljósinu er beint að þeim.

18. júlí 2007

Vísindi og fréttir


Á langri sögu opinberunar á fávísi fréttamanna þegar kemur að vísindum held ég að þessi frétt úr Mogganum í dag skapi nýjan standard í heiladauðri og ruglkenndri fréttamennsku. Fyrri hluti fréttarinnar er ofur skýr og kemur alls ekki á óvart. Tíðni húðkrabbameina eykst langmest hjá ríkasta hluta heimsbyggðarinnar, enda rándýrt að útvega sér næga rafsegulgeislun til að fá krabbann. En kommon:

Raunar eru líkurnar á því að sjúklingar lifi sjúkdóminn af ríflega 100%

17. júlí 2007

Geisp!

Án þess að ég nenni út í enn eina Hver er ég? umræðuna þá er rétt að benda eltihrelli Ingólfs á að hann sver af sér allan skyldleik við mig í dag. Þú verður því framvegis að viðra tennisolnbogann á hans síðu.

Bastarður Víkinga er einnig að missa sig þessa dagana yfir því að ég sveifli atgeirnum ekki af sömu ástríðu og áður, ég sé því önnur Mengella en ég var. Þessi áráttukennda hamsleysa hans vakti með mér nokkrar furður, þar til ég las þá yfirgengilega barnalegu athugasemd hans um að ég hefði kannski fengið á broddinn (sic), enda væri það þekkt banamein mikilla anda, sem yrðu við brundlosun að deigum andans dvergum.




Það má vel vera að fyrir manninum á myndinni, sem kennir sig við bastarða, sé það almanaksviðburður að vera leginn. Það má einnig vera að í þessari eindæma veðurblíðu, þar sem náttúran virðist lögst í lið með öllum Íslendingum, öðrum en honum, þá verði brundfyllisgremjan óbærileg.

Það er jú þekkt einkenni á yfirspenntum sálum að þær sjái ekkert nema hægaganginn hjá öðrum.

Þetta er skemmtilegt

Um Mengellu I: Heimsku mannanna

Birgir skrifar boðaðan pistil á Vantrú sína. Hann vill réttilega skerpa fókusinn á deiluefninu svo að umræðan fari ekki um víðan völl. En þar með lýkur hinum réttu vinnubrögðum. Hann eyðir mestu plássi í að rífast við vofu, sem ég vakti ekki upp - og kemur mér ekkert við.

Hann segir:

Þarna greinir okkur Mengellu á. Hún virðist trúa þeim áróðri boðenda trúarinnar að boðskapurinn sé fagur í sjálfu sér, en það séu einfaldlega heimskir menn sem dragi þessar fögru hugmyndir niður í svaðið og hegði sér svo á ómanneskjulegan hátt í samræmi við eigin skrípamynd af hugmyndunum.


Það er skemmtilegt að Birgir noti sögnina að trúa í þessari snyrtilegu rökvillu þar sem hann reynir að gera mig að ginningarfífli trúboða. En hér er Birgir óralangt frá markinu. Við vorum að rökræða hvort trú væri í sjálfu sér skaðleg. Ef við nálgumst þetta nú vísindalega (eins og Vantrúarmönnum ætti að vera gleðiefni), þá verðum við að einangra breytuna sem rannsaka á.

Birgir, er eins og maður, sem vill sanna að sveppir séu eitraðir með því að drepa hvern smakkarann á fætur öðrum á eggjakökum, sem vissulega innihalda sveppi. Gallinn er, að það eru um tuttugu önnur innihaldsefni í hverri köku. Hann er því ekki að sanna neitt. Þú sannar ekki að trú sé í sjálfri sér skaðleg, með því að benda á voðaverk trúaðs fólks, ekki einu sinni þótt fólkið hafi framið voðaverkin í nafni trúar sinnar.

Trú er einlæg játun skoðunar, sem ekki verður sönnuð með óyggjandi rökum. Að vísu er hægt að skilgreina hana á ótal aðra vegu. Það getur verið einhverskonar trú, án þess hún sé einlæg, og eins má víkka hugtakið út í trú t.d. á óskeikulleik páfa. En slík hugtök eru subbuleg og ónákvæm.

Birgir snýr á haus lýsingu minni á því hvernig greint fólk geti komist til trúar. Ég lýsti því svona:
Fólk fær hugboð eða opinberun um einhver sannindi. Það trúir á þau. Þessi sannindi geta verið margvísleg.

Þetta fólk getur síðan fundið samsvörun í skipulögðum trúarbrögðum við grundvallarskoðanir sínar. Þannig getur það laðast að hugmyndinni um æðri mátt, helgi lífsins, kærleiksboðorðið eða bænina og því farið að iðka kristna trú, islam eða eitthvað annað. Þetta fólk er ekki að gera neitt annað eða verra en Queen-aðdáandi eða fylgjandi Liverpool. Það hefur tiltekið fyrirbæri upp á stall í nokkurskonar dýrkun sjálfu sér til ánægju og fróunar án þess að hafa endilega haldbær rök til að réttlæta sitt val umfram val fólksins í næsta húsi. Og án nokkura pottþéttra raka til að réttlæta tignunina sem slíka. Það trúir einfaldlega að kristin trú sé í samræmi við mikilvægar lífsskoðanir, það trúir að Queen sé til marks um mikilvæga dægradvöl og Liverpool sömuleiðis. Og þetta er allt í himnabesta lagi.

Þið í Vantrú berjist gegn hindurvitni og hjátrú. Þið berjist gegn skaðlegum fylgifiskum trúarbragðanna og þið berjist fyrir óþvinguðum rétti fólks til trúar. Um allt þetta er ég fullkomlega sammála ykkur. Enda var ég ekki að tala um starfsemi Vantrúar. Ég var, svo ég bendi á það einu sinni enn, að tala um þá hugmyndafræði, sem liggur til grundvallar hugsjóninni hjá mörgum ykkar. Hugmyndafræði, sem oft sést í gegnum annars málefnalegan málatilbúnað og einkennist af sleggjudómum.

Hér er raunar einkennileg samsvörun eða hliðstæða. Ég veitist að þeim persónulega grunni sem fær menn til að fylgja málstað Vantrúar. Birgir skilur það ranglega, sem árásir á starf Vantrúar. Ég er að fjalla um þann persónulega grunn, sem fær fólk til að aðhyllast einhver trúarbrögð, Birgir heldur að umfjöllunarefnið sé starfsemi trúarbragðanna.

Birgir þarf að stilla fókusinn á hið rétta deiluefni. Og til að hjálpa honum eru hér örfáar spurningar, sem ég bið hann að svara.

1. Við höfum hæfileikann til að hafa það sem sannara reynist. Hvers vegna ættum við að gera það? Eigum við að gera það alltaf?

2. Getur greint fólk fylgt fótboltafélagi svo dyggilega að málum að það taki þátt í seremóníum eins og fjöldasöng og ópum og köllum? Er fótbolti trúarbrögð?

3. Getur trúlaus maður skapað sinn eigin tilgang með lífinu? Hvað er það, sem fær hann til að velja þann tilgang umfram tilgang nágrannans? Geta gáfaðir menn skapað sér misvísandi tilgang?


Birgir má svo spyrja mig beinna spurninga og ég mun ekki koma mér undan því að svara beinskeytt.

15. júlí 2007

Þekkir þú þessa konu?

Í netheimum stendur nú yfir leit að konu, sem sendi giftum manni mynd af skuðinu á sér. Nafn hennar er ekki þekkt frekar en augn- og háraliturinn. Eina vísbendingin er þessi mynd (18+).

Kona mannsins skrifaði þetta bréf með myndinni:



Þessa píku fann ég í tölvu mannsins míns. Í received files nánar tiltekið. Fyrir þá sem ekki átta sig er received files mappan sem safnar skrám sem notandi tekur við í gegnum msn eða aðrar gerðir vefspjalls. Þið sjáið að tökudagsetning myndarinnar er merktur inn á hana. Tímasetninguna sá ég í tölvunni. Maðurinn minn tók á móti henni mjög seint aðfaranótt laugardags. Ég var farin að sofa. Hann var fúll út í mig fyrir að vilja ekki fara út að djamma. Sagði að giftir menn færu ekki án konunnar sinnar út að djamma. Við rifumst. Ég fór að sofa. Hann breiddi samt ofan á mig og kyssti mig góða nótt. Mér fannst leiðinlegt við hefðum rifist. En mér datt ekki í hug að hann myndi gera eitthvað svona ljótt. Við höfum rætt um það hvar mörkin liggja í okkar sambandi. Svona hegðun er utan þeirra. Hann vissi það.

Hann var enn fullur í tölvunni þegar ég vaknaði um morguninn. Ég sendi hann að sofa. Auðvitað fór ég í tölvuna að athuga hvað hann hefði verið að gera. Skoðaði history í vafranum, smelli á recent documents í startflipanum til að sjá hvað væri þar. Sá að hann hafði síðast skoðað þessa mynd sem heitir ekkiviðhæfi_047.

Mér er sama þótt maðurinn minn skoði klám. En að mynd merkt íslenskum titli, tekin þessa sömu nótt endi í received files möppunni þýðir bara eitt. Maðurinn minn hefur verið að klæmast við íslenska konu á internetinu og hún hefur verið að taka af sér klámmyndir og senda honum.

Hann segist ekki muna hver þetta er. Segir þetta hafi verið einhver af msn listanum hans. Ég fór fram á að fá að skoða hann. Sá að á msn listanum hans eru 160 konur með nöfn á borð við sexy eitthvað og sweetsally og svo framvegis. Hann segist ekki muna við hvern hann var að tala. Ég á erfitt með að trúa honum. Ég trúi honum ekki.

Ég hef áður verið í þessari stöðu. Þá lét ég mig hafa það að fyrirgefa. Síðasta sólarhring er ég búin að reyna og reyna að rifja það upp hvernig ég fór að því. Ég man það ekki. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Hvað á ég að gera? Afhverju ætti ég að trúa því hann sjái eftir þessu? Fyrirgefið ef framsetningin á þessum pælingum mínum er ruglingsleg. Mér finnst eins og allt sé ónýtt.


Elías, getur þú ekki hjálpað til við að varpa ljósi á málið?

Einar Oddur dáinn

Ég verð að játa, að það eina, sem ég hugsaði þegar ég fregnaði lát Einars Odds var að ég skyldi hundur heita ef Stebbi Fr. bloggaði ekki um það.

14. júlí 2007

Bjargandi Íslandi

Ég hef verið tvístígandi í afstöðu minni gagnvart Saving Iceland. Að vissu leyti finnst mér aðdáunarvert þegar menn standa á sannfæringu sinni. En það er eitthvað við þessa haugskítugu, hamppúandi hippa, sem kemur í veg fyrir að ég geti haft samúð með þeim.

Ég er komin á þá skoðun, að um sé að ræða óheflaða lýðskrumara sem beita fávísum sakleysingjum fyrir vagna sína. Markmiðið er ekki að koma í veg fyrir eitt né neitt. Þetta snýst ekkert um heiðargæsir eða hagamýs. Þetta snýst um að valda óróa, að komast í fréttir. Fyrst og fremst um að komast í fréttir, til að réttlæta róttækan lífsstíl þurfalinga. Öllum brögðum er beitt. Og hvert tækifæri til að skapa ólgu er nýtt.

Aðilinn, sem fékk þá afkáralegu hugmynd, að fá hingað til lands hinn forheimskaða séra Billy, sem stóð og prédikaði gegn neyslu í Kringlunni, á ekkert betra skilið en að vera velt upp úr krydduðu feitmeti og þvínæst læstur inni í litlum klefa með hungruðum rottum. Þvílíkt skrum. Þvílík lágkúra. Þvílíkur amerískur óþverri. Séra Billy er versta fyrirtæki í heimi.


Geldklerkurinn Billy í ham.


Trúðslætin í dag enduðu með handtökum og látum. Hópnum tókst ekki að rölta niður í bæ. Það grátlega er, að einmitt þessi endalok voru það, sem hyskið vildi. Það vildi læti, það vildi píslarvætti og ólgu. Þetta snýst ekki um neitt annað. Það eina, sem sameinar þessar smásálir er löngunin til að leika fórnarlömb. Hinir sönnu hugsjónamenn standa ringlaðir í þvögunni og örvænta.

Það er nákvæmlega enginn munur á Saving Iceland og Sea Shepherd. Það eru sömu fíflin á vegum beggja, metnaðarlausir iðjuleysingjar, sem grípa þann auðvelda kost að rúnka sér á ólgandi og ofureinfölduðum málstað. Styrksjúgandi unglingaklíkur. Hugsjónirnar aukaatriði.

Skítapakk.

Ornela


Það var dálítið skondið að fylgjast með fréttum af rússnesku vændiskonunni Ornelu sem kom til Reykjavíkur á dögunum. Svo virðist, sem að í ljósi þess að hún hafi ekki brotið nein lög, þá hafi löggan kosið að láta nægja að bögga hana og fæla hana þannig frá hinni gómorsku iðju.

Það er áhugavert að lesa um þá þjónustu sem Ornela veitir.

Í Moskvu kostar klukkutíminn með henni 200 evrur eða 16.600 kr. Í Reykjavík kostaði hann 50 evrur aukalega, eða alls tæpar 21 þús. kr. Hver klukkutími í viðbót er síðan ódýrari en sá fyrsti. Alls virðist vera hægt að kaupa þjónustu hennar í þrjá klukkutíma í einu fyrir tæpar 50 þús. kr.

Hún er 23 ára og 160 cm á hæð. Talar góða ensku og ögn í frönsku. Málin hennar eru 88C - 58-88.

Hún veitir margvíslega þjónustu sem hluta af staðalbúnaði, en einnig er hægt að kaupa sérþjónustu.

(uppfært)
Það , sem er innifalið í pakkanum er eftirfarandi: DFK (Djúpur franskur koss), OWO (Verjulaus munnmök), CIF (Brundur á andlit), CIM (Brundur í munn), COB (Brundur á búk), GFE (?), EXTRABALLS (?) og EROTIC MASSAGE. Fyrir 50 evrur í viðbót má kaupa A-LEVEL (Typpi í rass).



Blogghali

Það er svo óskaplega leiðinlegt að lesa langa hala í kommentakerfinu að ég set hér gagnrýni þeirra Elíasar og Birgis og svör mín við því. Ég lengi svo kannski þessa færslu ef orrahríðin heldur áfram.

Elías segir:

Ég lít á þetta sem algert feilhögg.

Vantrú gengur fyrst og fremst út á að stöðva hamslausa trúvæðingu samfélagsins.

Hin sjálfsagða og óumdeilanlega staðreynd að trú er þvættingur er auðvitað oft nefnd í því sambandi, en er í rauninni ekki nauðsynleg.

Ég svara:

Það var aldrei tilgangur minn að lýsa því yfir að Vantrú væri á villigötum að öllu leyti. Að mörgu leyti er ég sammála Vantrúuðum.

Þú í raun orðar þetta vel. Það, sem Vantrú berst gegn er að mestu leyti óháð trú sem slíkri.

Það sem ég var að ráðast á er sú þroskahamlaða hugsun sem felst í orðunum "Hin sjálfsagða og óumdeilanlega staðreynd að trú er þvættingur".

Það má vel vera að trú sé þvættingur. En hún er staðreynd á nákvæmlega sama hátt og húmor. Húmor er nefnilega þvættingur ef reyna á að færa vísindaleg rök fyrir honum. Eina sem hægt er að segja um hann er, að hann er til. Það er trú líka.

Vanþroski vantrúarmanna (og þinn) sést á rökvillu (sem er skemmtilegt í ljósi aðdáunar Vantrúaðra á rökvillum). Rökvillan er þessi:

F1. X er trúaður og heldur Y fram.
F2. Y er vitleysa.
ergo: Þar sem X heldur fram vitleysu og er trúaður, þá er hlýtur trúin að vera vitleysa einnig.

Nákvæmlega eins og þú sagðir sjálfur.

Það er hægt að stúta því sem Vantrú ræðst gegn, án þess að vísa til trúar. En það er samt oft ranglega gert.


Elías svarar:

Ég játa á mig ónákvæmni í orðavali. Með "trú" meinti ég ekki hugarástand hins trúaða heldur hinar meintu staðreyndir sem hann heldur fram. Sem sagt Y í yrðingunni að ofan.


Ég svara:

Enda hef ég hvergi sagt að rökréttar árásir gegn dogma séu til merkis um vanþroska.

En lífsviðhorf flestra Vantrúaðra er miklu róttækara en það. Þeir hafna trú alfarið og ráðast ítrekað að henni með rökum, sem (eins og þú bentir á) koma trúnni ekki við frekar en að hægt sé að hafna tilvist húmors með því að benda á Spaugstofuna.

Vantrúaðir hafa nefnilega (eins og ég skrifaði) gert þá kvíarvillu í huga sér að þar sem barnatrúin var uppfull af vitleysum, þá beri að hafna trú í heild sinni. Líta gjarnan á sig sem hetjur, fólk sem þorir að lifa í heimi án trúar án þess að fyllast vonleysi.

Trúin á, að halda beri í vonina í guðlausum heimi er trú (hún er ekki skynsemissannindi). Þ.e. í þeim skilningi að þrátt fyrir að það skorti endanleg rök til að fallast á fullyrðinguna, þá sé rétt að gera það samt.


Birgir segir:

Væru trúarhugmyndir ekki í rótina skaðlegar samfélaginu værum við ekki að þessu. Það er þessi barátta við skaðsemina sem Mengella kemur ekki auga á í starfi okkar. Hún gerir okkur upp annan tilgang en við höfum og fremur þar með strámannsrökvilluna.

Það er ekkert að því að benda á rökvillur heldur er það þvert á móti nauðsynlegt til að koma mönnum í skilning um hvar þá ber af leið í því sameiginlega keppikefli rökræðenda að komast að haldbærri niðurstöðu.

Við erum eins og tóbaksvarnarráð eða Amnesty þegar kemur að því að benda á skaðsemi trúarhugmynda. Ég get ekki séð að það sé neitt þroskaheft við slíka hugsjónabaráttu. En auðvitað getur vel verið að við séum að berjast við vindmillur, að skaðsemin sé aðeins ranghugmynd í okkar eigin haus. En þá þarf bara að sýna okkur fram að á svo sé í stað þess að koma bara með einhverjar óljósar fullyrðingar um þroskaskerðingu.

En auðvitað er margt gott í grein Mengellu, enda gellan bæði skynsöm og gagnrýnin í hugsun. En myndi í hennar sporum ekki vera svona viss um að ekki sé hægt að fjalla um og skilgreina grundvöll húmors og stíltilfinningar. Á hvaða rökum byggir hún eiginlega þessa afstöðu?

Ég svara:

Birgir.

Ég kem vissulega auga á skaðsemina. Enda er ég málefnalega áreiðanlega sammála Vantrúuðum um flesta hluti.

Okkur greinir á um eina grundvallarforsendu. Þið rekið skaðsemina til trúar, ég rek hana til almennrar, mannlegrar heimsku.

Strámannsrökvillan er gripin úr lausu lofti, ég gerði ykkur aldrei upp tilgang, ég greindi einfaldlega hugmyndafræðilegan grundvöll margra sem koma að Vantrú. Það er ekki það sama.

Ég er að fjalla um það, sem kristallast kannski best í því sem Elías missti út úr sér og nú þú, þegar þú segir að trúarhugmyndir séu í rótina skaðlegar samfélaginu.

Trúarhugmyndir sjáðu, ekki iðkun trúarbragða.

Þetta er órökrétt niðurstaða, knúin fram af glámskyggni. Þið getið ekki greint á milli trúar og trúarbragða. Þið fordæmið og hafnið trúnni vegna þeirra hluta sem framkvæmdir eru í nafni hennar. Þrátt fyrir það, að vita jafnvel og ég, að a.m.k. 90% af því sem þið berjist gegn er illsamrýmanlegt við sjálfan grundvöll þeirra trúarbragða sem vísað er til.

Ég segi aðeins, að gáfað fólk geti vel hræsnislaust haft trú. Og það er þroskamerki að átta sig á því. Trú á tilgang með lífinu, trú á tvíhyggju varðandi sál og líkama, trú á merkingu með jarðlífinu, trú á eitthvað meira en blasir við. Og að þessi trú geti verið sprottin af nákvæmlega eins ástæðum og sannfæra mann um að tónlist sé mikilvæg, nú eða húmor.

Síðan getur þetta trúaða fólk fundið samsvörun í t.d. kristni eða Islam og hafið iðkun þeirra trúarbragða. Og allt án þess að falla í þá gryfju að halda að trúarritin eða prestarnir séu óskeikulir.

Tökum hliðstætt dæmi. Einhverjir meðlimir Vantrúar hafa væntanlega dálæti á tónlist. Þeir geta ekki rökstutt þetta dálæti öðruvísi en út frá þeim kenndum sem hlustunin veitir. Segjum nú, að á einhverju tímaskeiði rekist viðkomandi á hljómsveit, sem hann fellur fyrir. Segjum bara að hljómsveitin sé Queen.

Viðkomandi verður áhangandi Queen. Tekur upp hanskann fyrir hljómsveitina ef henni er hallmælt, leggur lykkju á leið sína til að læra öll smáatriði um hana sem á vegi hans verða, klæðist fatnaði með merki hljómsveitarinnar, fer jafnvel að boða dásemdir hennar fyrir öðrum og fyrirgefur henni auðsveipur þegar henni verður á.

Ef grannt er skoðað, er ótrúlega lítill munur á hefðbundum safnaðarmeðlim í kirkju og harðkjarna Queen aðdáanda. Allt sem þú finnur í fari þess trúaða er að finna í fari hins.

Sama gildir um fótboltaáhugamenn. Fótboltaáhugi stjórnast ekki af skynsemi og liðshollusta er goðumlík.

Ódæði er að finna í tengslum við allt þrennt, trú, fótbolta og tónlist. Að ég byrji ekki á stjórnmálum og slíkum ellum.

En ódæðin eru ekki VEGNA trúarinnar, tónlistarinnar eða fótboltans. Þau eru vegna sammannlegrar heimsku, sem skín í gegn í öllum verkum mannanna.

Rökfræði mun seint geta varpað ljósi á eigin undirstöður, það er erfitt (ef ekki útilokað) að færa rök fyrir því að eitthvað sé A eða ekki A á tilteknum tíma en ekki bæði. Það er bara svoleiðis.

Ég enda í bili á litlu dæmi. Segjum að þú sért fangi misyndismanna. Þeir lofa að sleppa þér ef þú selur saklaust fólk í hendur þeirra. Fólkið yrði vafalaust myrt. Ef þú neitar verður þú myrtur. Enginn mun nokkru sinni vita hvað þú valdir og eftir viku verða allir óþokkarnir dauðir (og þú verður að svara strax). Hvað gerir þú?

Ég hugsa að margir svokallaðir trúlausir myndu fórna sér í slíkri aðstöðu. Að minnsta kosti er ég viss um að Vantrúarmenn væru ósammála því að slík fórn væri aðeins á færi trúaðra.

En fyrir hvað fórnaðir þú þér?

Jú, vissu um einhvern tilgang. Að það, að breyta rétt væri mikilvægt fyrir þig persónulega. Jafnvel þegar afleiðingarnar eru að öllu leyti skelfilegar fyrir þig.

Hvað ljær þessari vissu mikilvægi sitt?

Jú, ekkert annað en trú þín á hana.

Við getum svo leikið okkur í freudiskum sálgreiningarleikjum og útskýrt útfrá einhverri kenningu hvers vegna þú myndir haga þér svona. Nú eða sálvefrænt. Eða bara eðlisfræðilega. En um leið myndum við taka hugtökin rétt og rangt út úr jöfnunni. Eða ætti ég að segja gott og illt.

Í lífi okkar skipta hugtökin rétt og rangt máli og í dæminu skipta þau öllu máli, þótt þau geri það ekki í eðlisfræði (nema í merkingunni satt og ósatt). Og trú er hluti af þessu lífi á sama hátt og tónlist.

Og þið ættuð að una öðru fólki þess að trúa, á sama hátt og þið leyfið hverju öðru að vera áhangendur Queen.

Það er heimska sem þið eigið að berjast gegn. Og hún getur birst hvort sem er, með kjánalegu dálæti á lögunum í Mósebókunum eða kjánalegu dálæti á lögunum á Hot Space. Hvort tveggja eru sorgleg börn síns tíma.

Birgir svarar:

Sæl Mengella!

Fyrst um strámannsrökin: Þú segir í greininni:

„Fólkið í kringum Vantrú er að stofninum til óþroskað og staðnað í sinni andlegu þrautagöngu. Það sést best á því hve merkileg þeim finnst þau sannindi að guð biflíunnar sé falskur héri. Þeir eru ekki búnir að uppgötva neitt merkilegt. Þeir eru eins og samtök sem nenna að rífast um tilvist trölla, jólasveina eða álfa.“

Þarna gerirðu því skóna að markmið okkar sé einfaldlega að rífast um tilvist einhvers. Auðvitað er það ekki stefnumið okkar, því þá væri Vantrú svo sannarlega bjánaleg hreyfing. Þetta gengur út á miklu meira en það að trúa ekki.

Svo segirðu um trúarhugmyndir versus iðkun trúarbragða:

"Þetta er órökrétt niðurstaða, knúin fram af glámskyggni. Þið getið ekki greint á milli trúar og trúarbragða."

Það er skaðsemin sem knýr okkur áfram, skaðsemi hugmyndanna sjálfra, ekki bara heimska þeirra sem haldnir eru þeim. Hvað segirðu t.d. um hina kristnu hugmynd um illa anda? Er það ekki hugmyndin sjálf sem fær fólk á ýmsum tímum til að pynta geðsjúklinga, flogaveika og jafnvel börn? Heimska þeirra sem pynta er ekkert óháð hugmyndinni, hún er bein afleiðing af því að hugmyndin er boðuð til að byrja með. Iðkun trúarbragða er hegðun sem stjórnast af þeim trúarhugmyndum sem eru boðaðar. Trúin sjálf er alls ekkert stikkfrí í þessu samhengi.

Þetta viðhorf þitt er ótrúlega algengt í samfélaginu, að fría trúna en kenna skipulögðu trúarstarfinu um. En ég hef fyrir löngu komist á þá skoðun að þessi afstaða sé ranghugmynd.

Trúin er samansafn skoðana, trúarskoðana. Skoðanirnar sem við höfum móta athafnir okkar. Skoðanir geta verið fagrar og uppbyggilegar en líka skaðlegar. Og aldrei eru þær einkamál manna, því þær lita alltaf hegðun okkar og talanda.

Þú segir að heimsku mannanna sé um að kenna og það er rétt ályktað. En hvað er þessi heimska annað en samansafn þeirra skoðana sem ráða hugarstarfinu? Trúarskoðanir eru einfaldlega heimskar skoðanir, enda byggja þær ekki á staðreyndum eða raunveruleika.

Það var trúarskoðun sem sendi menn í krossferðirnar, sú skoðun að til væri heilög borg sem saurguð væri af heiðingjunum sem hana byggðu. Þessi trúarskoðun er ein af þeim skaðlegri sem sést hefur í sögunni. Önnur skaðleg hljóðar upp á áhrif djöfulsins á hugi manna og kostaði ótal mannslíf í nornafárinu.

Við erum í rótina sammála, en ég held að þú áttir þig ekki á því hvað það er sem mótar heimskulegar gjörðir þeirra sem farið hafa fram með skaðlegar athafnir í nafni trúarinnar, nefnilega trúin sjálf.

Meira um allt þetta í þessum greinum: http://www.vantru.is/2005/04/26/00.48/ og http://www.vantru.is/2005/10/28/00.00/

Svo er hér ein um skaðann af hugmyndinni um tilvist illra anda í nútímanum: http://www.vantru.is/2005/08/26/00.00/


Ég svara:


Sæll, Birgir.

Hér gerist þú aftur sekur um strámannsrökin. Að segja að til séu samtök sem nenni að rífast um tilvist x er ekki það sama og að segja að þeirra eina markmið sé að rífast um tilvist x. Þetta ætti að vera þér, rökfróðum manninum, ljóst.

Dæmið um illa andann er gott. Og varpar ljósi á efnið betur en þú kannski hugðir. Var það ekki tilvist illa andans, sem fékk fólk til að framkvæma óhæfuverk? Svarið er eindregið og sjálfsagt nei. Til að svo væri þyrfti einber tilvist illa andans að leiða af sér þessar athafnir. Þ.e., að voðaverkin væru óumflýjanleg afleiðing af tilvist þess illa. Hið rétta er, að engu slíku er til að dreifa.

Þið sjálfir hengið alla ykkar starfsemi á trúna á gott og illt og hafið sjálfir skapað illan anda í hugmyndakerfi ykkar. Sá er ekki persónulegur en er illur andi engu að síður. Andi fáfræðis, hindurvitna og, ja, trúarbragða. Þið eruð sjálfir í krossferð, því þið trúið því að þið hafið réttan málstað en einhverjir aðrir vondan. Það sem felst í tilvist hins illa anda, í sinni einföldustu merkingu, er í sjálfu sér ekkert umfram það, sem þið sjálfir innleiðið í ykkar hugarheim og starf.

Þú greinir ekki rétt, hvernig heimska mannanna og skoðanir tengjast. Þú spyrð hvort hún sé nokkuð annað en samansafn skoðananna. Jú, hún er það. Heimskulegar skoðanir eru til marks um heimskuna en ekki öfugt.

Um það, hve trúin sé í sjálfu sér slæm, þá er það röng ályktun. Trúin hefur tilhneigingu til að verða málstaður þeirra sem hana aðhyllast. Á nákvæmlega sama hátt og fótboltafélag eða baráttan gegn hjátrú. Það eru síðan mannkostir þeirra sem aðhyllast málstaðinn sem ráða afleiðingunum auk félagslegra aðstæðna.

Það má segja Vantrú til hróss, að þið hafið látið nægja að rökræða um skaðsemi trúarinnar. Ykkar eigin málstaður hefði í höndum fóla vel getað afsökun fyrir því að spilla helgihaldi, fremja skemmdarverk á kirkjum og berja miðla.

Ef einhver í ykkar hópi myndi nú stinga upp á því að kominn væri tími til að frelsa Háskólann úr klóm þeirra kristnu, þar sem Háskólinn væri helgur staður skynsemisdýrkenda og væri saurgaður af síngjörnu hindurvitnahyski. Þá væri þar um að ræða fullkomna hliðstæðu Krossferðanna. Ef slíkar aðgerðir yrðu ofbeldisfullar, er ekki lífsskoðununinni um trúleysi að kenna, hún er einfaldlega notuð sem átylla fyrir ofbeldinu.

Þið getið vel bent á þúsund dæmi þess, að trú hafi verið þáttur í hörmungum og skelfingum. En hætt er við að þið séuð haldnir fyrirsagnaveiki, þ.e. að þið horfið framhjá hinum milljónunum sem aldrei komast í fréttir, því trú er ekki skaðlegra afl í lífi þeirra en t.a.m. áhuginn á íþróttum eða kynhvötin.

Til eru söfnuðir sem í raun réttri eru að berjast gegn kynhvötinni. Og það vantar ekki rökin. Hugsið ykkur allar þær hörmungar sem óheft kynhvöt hefur kallað yfir heiminn, heilu lífin ónýt á unga aldri. En slík barátta er heimskuleg því hún neitar mönnum um þann sjálfsagða rétt að vera mannlegir. Þið eruð að gera það sama. Þið teljið ykkur hafa komist að þeirri niðurstöðu að líf ykkar (eins og kaþólskra presta) geti verið blómlegt og fullnægjandi, án tiltekinnar mannlegrar kenndar. En í stað þess að vera sáttir við ykkar val og berjast, réttilega gegn heimsku, fáið þið mikilmennskuglampa í augun og viljið að allir verði eins og þið.

Loks um vísindin. Þegar Popper skilgreinir vísindi utan um afsannanlega hluti, varð stór hluti af jarðlífinu eftir fyrir utan. Það er líf fyrir utan vísindin. En það er annar þráður.

13. júlí 2007

Að lesa yfir sig

Menning víðsvegar um heiminn líður fyrir oflestur menningarvitanna. Menn lesa of mikið og hugsa of lítið. Þetta gildir jafnt um bókmenntaheiminn og háskólasamfélög.

Lestur í hófi er til bóta. En of mikill lestur myndar móðu á skartsteinum mannsandans. Flest háskólafólk í dag er í hópi lágfleygra fugla. Vinnumaurar, sem nálgast viðfangsefni sín eins og leitarvélar á netinu. Í hugvísindum er ástandið þannig að flestar bækur, sem innihalda eiga fræ frjóleikans, eru steingeld uppflettirit, þar sem tíundað er hvað x, y og z hafa sagt um eitthvað tiltekið efni og klykkt út með því að stilla upp unninni skák. Einhver ómerkileg brella, sem sanna á að x, y og z hafi haft rangt fyrir sér og gjarnan sé lausnin einhver syntesa hugmynda þeirra.

Nú er augljóst, að ef heill fræðaheimur lætur efnistök sín snúast fyrst og fremst um kenningar x, y og z, þá verður ekkert til annað en sífellt fágaðari útgáfur af þeim takmörkuðu kenningum. Fræðimenn eru enda aldir upp í röngum vinnubrögðum. Í grunn- og menntaskólum er eini undirbúningurinn fyrir frekara nám sá, að fólki er kennt að skrifa heimildaritgerðir. Oft þannig að fyrst er sagt hve margar heimildirnar eigi að vera og hverskonar.

Frumleiki og framþróun þrífst ekki í því umhverfi að sest sé niður með bókastafla og hugsunin fóðruð. Þvert á móti á lesturinn að hætta um leið og maður fær hugboð um áhugavert efni. Síðan á að hugsa. Við hugsunina vakna spurningar og stundum má finna svör við þeim með lestri. En fyrst og fremst á að hugsa.

Fólk, sem safnar bókum, er oft eins og fólk sem safnar myllusteinum um háls sér. Bókaeigendur hefðu gott af því að losa sig við bókasöfn sín á fárra ára fresti. Margir, t.d. Vídalín og EÖN, snobba fyrir bókum. Þeir vaxa vonandi upp úr því. Báðir hafa vafalaust hæfileika í einhverjum mæli, en þeir hafa kosið að streyma sína leið í framræstu landi. Alvöruskáld skafa sín eigin gil en fara ekki eftir skurðum.

ÁBS hefur ekki enn vaxið upp úr bókasnobbi. Honum þykir enn mikið til þess koma að sjá nafnið sitt á bókarkápu. Hann veit samt, innst inni, að bækurnar eru aðeins hylki utan um hugsanir og orð. Og að hugsanirnar í útgefnu bókunum hans ferðast miklum mun minna um himinhvolfin en þau orð sem rata á bloggsíðuna hans.

Það er of lítið hugsað. Það er of mikið lesið. Háskólafólk leitar of auðveldra leiða til að uppfylla rannsóknar- og ritskyldu. Það reiðir of lágt til höggs. Það gerist baunateljarar.

Alvöru stórskáld hötuðu að þýða verk annarra. Jafnvel þótt enginn gerði það betur (sbr. Laxness og Birtíng). Of mörg íslensk skáld (á öllum aldri) eru í raun bara þýðendur. Rit þeirra eru ekkert annað en snaraðir innblástrar annarra.

Mætti ég biðja um smá frumleika?

Kristmann

Hlustaði á nokkuð áhugaverða úttekt Þórdísar og Þorgerðar á Kristmanni Guðmundssyni. Þær komu ágætlega til skila ýmsum erfiðum dráttum í skapferli hans, en kannski umfram allt situr eftir hugmyndin um lítinn félagsþroska íslensku þjóðarinnar. Kristmann, sem var lausaleiksbarn og yfirgefinn af móður sinni, átti erfitt með að finna lífsförunaut. Hann varð mikill kvennabósi og kvæntist oft. Samfélag einkvænismanna var ekki að gúddera slíkan mann og því varð að finna einhverja skýringu á lífsháttum hans, sem meikuðu sens í hugum hinna betri borgara. Nærtækasta skýringin var sú að hann væri kynferðisglæpamaður. Maður, sem misþyrmdi konum sínum með viðurstyggilegum hætti. Biti af þeim brjóstin og hvaðeina.

Kristmann var meingölluð persóna. Þó held ég að gallaðasta persónan hafi verið og sé enn, þjóðin sjálf.

12. júlí 2007

Vantrúin hleður fjöll

Fólk, sem trúir einlægt á guð biflíunnar, er þrennskonar. Það er hrætt, grunnhyggið eða lasið. Byrjum á grunnhyggna fólkinu.

Til er kenning, sem útskýrir deja vu þannig að um sé að ræða nokkurskonar tölvufrost, þ.e. að eitt augnablik detti maður út og það þurfi að endurræsa vitundina. Þá geti það gerst, að skynjun, sem var í vinnsluminninu þegar frostið kom, lendi óvart á harða diskinum. Hoppi á milli minna. Síðan byrjar vinnsla á ný en þar sem næsta skynjun eftir hrunið er afar áþekk þeirri síðustu fyrir það, þá rennur upp fyrir fólki að það muni óljóst eftir þessum aðstæðum og atburðarás.

Mér finnst þetta flott kenning. Og jafnvel þótt hún reynist röng, varpar hún ljósi á það, hvers vegna sumt fólk er trúað. Börn læra ung um staðreynir (eldavélin er heit, mamma er eldri en pabbi...) og í hugum þeirra verður til skúffa undir þessar staðreyndir. Mömmur og pabbar, ýmist af síngirni eða hrekkskap, hrúga í þessa skúffu allskyns rugli um jólasveina, álfa, galdra og guð. Þegar við fullorðnumst byrjum við hægt og rólega að sía ofan á þessa hillu. Sáldin hefur misstóra möskva eftir einstaklingum og sumir hafa hana svo þéttriðna að næstum ekkert kemst þar ofaní. Menn bregða á það ráð að raða í hilluna eftir mikilvægi og óvéfengjanleik staðreyndanna. Efst á hrúguna eru settar staðreyndir, sem eru léttvægastar og gætu fokið í næsta byr. Á botninum hvíla þær, sem hafnar eru yfir vafa - og þær, sem eru gamlar.

Við höfum aðeins eina leið til að greina á milli grundvallarsanninda og gamalla sanninda. Hún er sú, að bera slík sannindi saman - og ef þau eru ósamrýmanleg, velja að henda öðru.

Flestir meðlimir Vantrúar, en þessi pistill er á endanum um þá, komust þannig til sinnar vantrúar. Þeir öðluðust einhver ný sannindi og þar sem þeir sátu og röðuðu í staðreyndaskúffuna þóttust þeir sjá, að þetta samrýmdist ekki því sem var fyrir - og hentu því gamla.

Sumt trúað fólk hefur aldrei farið í þennan samanburð. Annaðhvort af því að það hefur ekki lagt í hann eða vegna þess, að það hefur ekki fengið tilefni til þess. Hvorttveggja er til marks um grunnhyggni.

Sumt trúað fólk er hrætt. Einn daginn hefur það uppgötvað að tilvist þess í heiminum er hverful/þjáningarfull og vill með einhverju móti framlengja/bæta hana. Því meiri hörmungar sem dunið hafa yfir hópi fólks, því fleiri trúaðir eru meðal þeirra.

Loks er fólk sem trúir vegna þess að það veit. Guð talar til þess og Jesú felur þeim verkefni. Það fólk er sjúkt.

Allt ofangreint á við um fólk, sem trúir á Guð biflíunnar. Guðinn sem er skilgreindur af Páli postula og hefur persónulegan áhuga á jarðlífinu.

Gáfað fólk sem er trúað, trúir ekki þannig. Það trúir á miklu dýpri en óljósari hátt. Það hefur einhverskonar hugboð um lífstilgang og merkingu á sama hátt og Vantrúaðir hafa hugboð um húmor eða stíl. Og sumir sjá endurspeglun þessa tilgangs, t.d. í orðum Jesú eða þeirri athöfn að biðja bænir. Á nákvæmlega sama hátt og trúlausir sjá endurspeglun húmorsins í myndum Monty Python eða árásum Richard Dawkins á kristna. Myndir Dawkins eru innblásnar af hæðni og húmor.


Fólkið í kringum Vantrú er að stofninum til óþroskað og staðnað í sinni andlegu þrautagöngu. Það sést best á því hve merkileg þeim finnst þau sannindi að guð biflíunnar sé falskur héri. Þeir eru ekki búnir að uppgötva neitt merkilegt. Þeir eru eins og samtök sem nenna að rífast um tilvist trölla, jólasveina eða álfa. Fólk, sem komið er til þroska, myndi aldrei eyða tíma sínum í slíkt bull. Þegar maður svarar slíku fólki er maður að segja að það sé svaranna vert. Vantrúarliðið ber meiri virðingu fyrir fólkinu, sem það hæðist að og sakar um einfeldni, en nokkur annar hópur.

Vantrúarfólkið aðhyllist sín eigin trúarbrögð (og þetta hatar það að heyra) og það eru trúarbrögð félagsvísindanna. Vantrúarfólkið heldur að vísindin hafi lagt þann þekkingarfræðilega grundvöll á síðustu tveimur til þremur öldum að hægt sé að vita af eða á um hluti eins og trú.

Sannleikurinn er sá, að við vitum enn ekkert um grundvöll trúar. Ekki frekar en skopskyns eða tilfinningu fyrir stíl. Trú er staðreynd og hún hefur tilhneigingu til að taka á sig persónulega mynd í lífi fólks. Þessi eða hinn aðilinn er til marks um trú, hann er smurður. Þessi eða hin bókin sömuleiðis, sem og þessi eða hin athöfnin, sbr. bænir.

Hið nákvæmlega sama á við um húmor. Meira að segja Þorgrímur Þráinsson gæti viðurkennt að Denis Leary sé smurður af húmorsandanum.

Barnatrúin er sett í staðreyndaskúffuna þegar við erum óþroskuð, á milli tektar og tvítugs tökum við hana til endurskoðunar og hendum jafnvel og setjum í staðinn eitthvað annað, sem er til marks um hina ólgandi skynsemi sem við þykjumst hafa lært að höndla (frjálshyggja og marxismi eru eins að þessu leyti, kenningarnar fá stuðning af því að vera augljós skynsemissannindi), hér stoppuðu Vantrúarmenn í þroska. Lífið býður upp á meiri þroska en Vantrúarmenn hafa kosið að láta nægja. Þeir eru því grunnhyggnir á sama hátt og þeir sem kosið hafa að deyja upp á sína barnatrú.


Allt gengur þetta auðvitað útfrá því, að það að þroskast og fægja hugmyndir sínar í sannleiksleit, hafi einhvern tilgang. Hvað skyldi ljá því þann tilgang?

11. júlí 2007

Ljósleiftur og dauði

Hefði fólk vitað að sú tíð myndi renna upp, að hægt væri að umrita hljóð, mynd og texta leikandi létt á tungumál ljósleiftra á svotil hverju einasta heimili og senda á ógnarhraða á milli fólks hvar sem er á jörðinni, til hvers skyldi það hafa haldið að tæknin yrði notuð?

Ég er nokkuð viss um, að seint hefði hvarflað að fólki að framtíðarsálir hefðu einna mesta ánægju af því að spæja dauðastríð hvers annars um ljósþræðina. En þannig er það samt orðið. Stór hluti ljósleiftranna er lagður undir fréttir af dauðum og deyjandi. Hetjubloggin og mæspeissíður, sem lifa eigendur sína, eru að sölsa undir sig netið eins og krabbamein.

Sjúklingarnir fá fróun við að rekja raunir sínar og við hin njótum þess að það eru jú þeir sem eru að deyja en ekki við.

Þetta er hætt að snúast um samhygð, þetta er orðið eitt allsherjar, risastórt rúnk.

Hetjubloggararnir eru ekkert annað en nútíma skylmingaþrælar. Við njótum þess að sjá þá deyja, við fáum kikk útúr því. Ef hetjubloggari myndi öðlast kraftaverkalækningu og verða alheill þætti okkur það antiklæmax. Ef dauðastríðið teygist á langinn verðum við óþolinmóð og missum jafnvel áhugann. Ef dauðinn vofir yfir skoðum við oft á dag. Okkur finnst gaman að þetta fólk er að deyja. Þetta er afþreying fyrir okkur.

Það er bara spurning um tíma hvenær hetjublogg kemst upp á næsta þrep, dauða í beinni útsendingu. Tæknin er til staðar, það eina sem þarf er ögn meiri tími. Dauðinn, sem þögn og síðan stutt tilkynning frá aðstandendum, þarf að verða ögn hversdagslegri. Og við munum elska það, elska það að horfa á fólk slást við að ná andanum, fíla það í tætlur að sjá nábjargirnar veittar.

Og eftir það eru það skylmingaþrælarnir.

Blað brotið...

Mikið hefur verið fjallað um hve stórkostlegt myndbandið við nýjasta lag Páls Óskars sé, það hafi verið svo dýrt og sé svo tæknilega framandi, að verið sé að brjóta blað í sögu tónlistarmyndbanda á Íslandi.

Mér finnst myndbandið asnalegt og lagið leiðinlegt. Einhæft rjómagutl sem hljómar eins og tímavilltur umskiptingur. Tölvueffektarnir eru allt í lagi, ekkert meira en það. Eru svona þremur til fimm árum á eftir nútímanum í kúli.

Eitt er þó athyglisvert. Það hvernig hægt virðist vera að liggja í skjannahvítri skyrtu í blóðpolli án þess að skíta hana út.

Sicko

Ég horfði nýlega á Sicko, nýjustu mynd Michael Moore. Myndin er samansafn af hryllingssögum frá Ameríku og hugljúfum ævintýrum frá Evrópu. Niðurstaðan er einföld. Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna er dýrt og þjónustu þess er misskipt.

CNN boðaði Michael í viðtal útaf myndinni en á undan var sýnd 4 mínútna úttekt stöðvarinnar á staðreyndum myndarinnar. Moore var brjálaður þegar viðtalið við hann hófst og vændi CNN um óhróðursbrögð og kvað stöðina eiga að skammast sín.

Í gær mætti Moore aftur í viðtal (pt.2, pt.3) hjá CNN og nú var til svara höfundur fréttaskýringarinnar sem hafði farið svona í skapið á honum. Larry King stjórnaði rökræðunum.

Mitt mat: Þótt Moore sé augljóslega sekur um leikræn tilþrif og áróður, sýnist mér að þetta fréttaskot CNN sé algjört drasl og að Moore sigri þessa rimmu.

En af hverju nennir enginn að gera almennilegar áróðursmyndir íslenskar? Af nógu er að taka: Síðustu dagar Dabba og Dóra og stuðningurinn við Íraksstríðið, Baugsmálið, SavingIceland.org.

10. júlí 2007

Skilvindustrætó

Skilvindur eru mögnuð fyrirbæri. Ég held jafnvel að fáar uppfinningar beri hugviti manna fegurra vitni. Skilvindur eru svo sáraeinfaldar en um leið fjarstæðukenndar að maður á erfitt með að forðast andakt með mynd þeirra í huganum. Mér skilst að nú sé hafin framleiðsla á ryksuguskilvindum. Ryksugur sem soga loft og ryk og smádrasl upp í keilulaga tromlu og aðskotahlutirnir þeytist í henni hring eftir hring en hreint loft þeytist í burtu. Svo er slökkt og ryk og drulla sitja föst í tromlunni. Þannig á að þrífa. Að sjúga loft, ryk og annað drasl í gegnum grisju er fáránleg orkusóun og því subbuleg uppfinning. Svona álíka hagkvæmt og að kæla mjólkurpott með því að snöggfrysta heilt eldhús eða flytja 56 kg gamla konu frá A til B í 1400 kg stálferlíki. En máttur vanans er mikill.

Ég hef upp á síðkastið reynt að velja orkuvænni lífsmáta. Ég hef að vísu ekki enn fundið ryksuguskilvindu en ég hef gert dálítið af því að taka strætó og skilið bryndrekann eftir heima. Og það var í strætó áðan að ég uppgötvaði að ég sat um borð í skilvindu.

Ég hef veitt því athygli að hin almennt glaðsinna ég fór undantekningarlaust að dofna eftir u.þ.b. stundarfjórðungssetu í strætó. Dagarnir fóru hægt og rólega að glata sínum lit. Bílstjórarnir í litlu dollunum umhverfis mig, sem sátu og boruðu í nefið eða kreistu bólu hættu að vera áhugaverðir. Heimurinn varð einhvernveginn grárri.

Þetta þunglyndi, sem lagðist hægt og rólega yfir mig í strætó, var mér nokkur ráðgáta. Ég er manneskja, sem get gleymt mér í klukkutíma við að stara á maura bera brauðmola eða í hugleiðingar um það hvað valdi þjöppun kolsýrings í drykkjum. Hvernig gat staðið á því að ég var hægt og rólega að ummyndast í holmenni?

Lausnin var sú að strætó er botninn á samfélagsskilvindunni. Steinfólkið tekur strætó. Fólk sem á fátt sameiginlegt annað en lítinn vitsmunaþroska, þjakandi lífsskilyrði og óspennandi framtíðarsýn. Yfir þessu öllu drottnar bílstjórinn, sem af einhverjum ástæðum hefur valið sér andstyggilegasta starf á öllu Íslandi. Ófleygar sálir með hnullung í maganum.

Strætóferðir eru mannskemmandi. Ég veit ekki hvort ástæðan er sú að eitthvað við ferðamátann skemmi fólk eða það að skemmt fólk taki strætó og svo rotni útfrá þeim. Mig grunar að það sé einhver blanda. Að fá far með strætó er eins og að húkka líkbíl. Augu farþeganna eru dauð. Þar er enginn útitekinn eða rjóður í kinnum. Brúna fólkið í strætó fæddist brúnt. Enginn brosir. Flestir bera heiminn á herðum sér. Hugur þeirra hverfist um það hvort strætó muni ekki örugglega stoppa á réttum stað eða með hvaða tón maður skyldi biðja um skiptimiða í dag.

Af og til koma börn og unglingar í strætóinn. Þá er eins og hlýr vorblær streymi inn um rifu á feysknum vegg. Blærinn leikur um vanga þeirra sem sitja fremst í vagninum, en oftar en ekki er komið logn um miðbikið. Börnin setjast þegjandaleg í sætin og lífið er sett á hóld. Þau lifna ekki við fyrren þau sleppa úr vagninum aftur.

Ef fólk aðeins þyrði að spjalla saman í strætó myndi losna um klakaböndin. Maðurinn er félagsvera, honum er ekki ætlað að sitja í þögulli hunsun á umhverfinu. En fólk talar aldrei saman. Þeir sem byrja að blaðra er eina hýra fólkið sem tekur strætó, ær gamalmenni og geðsjúklingar. Þar sem opið viðmót er til marks um geðveiki loka allir aðrir skelinni sinni, setja heyrnartól í eyrun og reyna að hverfa.

Það er óhollt fyrir hrifnæmar sálir að taka strætó. Maður kemur út smitaður af vanda annarra. Með þyngd fjögurra bónuspoka einstæðu móðurinnar á örmunum, svip gamla mannsins, sem heimsótti heilabilaða konu sína og á sér þann óeigingjarna draum að hún lifi skemur en hann, á andlitinu og kræklað vaxtarlag öryrkjans. Ég held ég hætti að taka strætó.

Nema stjórnendum strætó auðnist sú gæfa að fegra líf farþeganna með listum. Skáld lesi upp úr bókum sínum, lítill leikþáttur sé settur á svið á ganginum eða lifandi tónlist. Þá myndi ég kaupa mér græna kortið.

9. júlí 2007

Raundúkkur


Svo virðist sem lesendur síðunnar hafi lagst í nokkrar rannsóknir á Raundúkkunum sem ég vísaði á um daginn. Kann ég þeim þakkir fyrir það.

Anna bendir á að Raundúkkur séu líka til fyrir konur og vísar á þessa glæsilegu dúkku sem myndin er af. Ef vel er að gáð má sjá beinstífan gleðipinnann gægjast upp úr froðunni. Anna er búin að panta sér eina og vafalaust fylgja fleiri í kjölfarið.

Ég efast þó um þá ályktun Önnu um að þessar dúkkur séu hugsaðar fyrir konur.

Þú ert sjöa!

Var að keyra um daginn og varð fyrir því einstaka láni að lenda inni í þætti Hermundar Rósinkrans (minnir mig hann heiti). Hermundur er einn af þessum rugludöllum sem lifir á því að ljúga að enn meiri rugludöllum. Þú getur sagt honum hvenær þú ert fædd og hann romsar upp veðurhorfum næstu ára í lífi þínu.

Einn karlgarmur hringdi inn og reyndist vera sjöa. Og sem sjöa mætti hann búast við að verða eldri en píramídarnir, því sjöur eru næstum ódrepandi. Karlinum þótti auðvitað nokkuð til þess koma, sérstaklega í ljósi þess að hann var einn á lífi úr stórum barnahópi. Þegar Hermundur henti þetta á lofti bætti hann við, að vissulega þyrftu sjöur að passa sig, því það væri svoleiðis allt vaðandi í kransæðastíflum og öðrum hjartameinum hjá þeim.

Miðlar og aðrir kuklarar eiga sér aðeins tvennar málsbætur. Sú fyrri er geðveila, sem heiðarlegir miðlar eru haldnir, eðli málsins samkvæmt. Sú síðari er þær nytjar, sem eru af miðlum. Þeir láta sumu fólki líða vel.

Nú er það svo að fyrirtæki geta átt yfir höfði sér himinháar sektir gerist þau sek um oggulítil skrök í auglýsingum. Sá sem lýgur fyrir dómi getur verið rimlaður inni. En miðlar fá að ljúga þindarlaust og það gegn himinháum launum. Og að fólki sem á yfirleitt um verulega sárt að binda.

Það er eitthvað ógeðfellt við þetta.

Það er lausn á þessu. Lausnin er þessi. Samkeppniseftirlitið eða Neytendastofa kaupir spilabunka. Hver sá, sem verður uppvís að því að selja miðilshæfileika sína verður að sanna gæði þeirra með því að vita hver þrjú efstu spilin eru í stokknum eftir væna stokkun. Þeir sem klikka, fá háar sektir og fangelsisdóma.

6. júlí 2007

Guys and Dolls

Horfði nýlega á frekar truflandi heimildamynd um karlmenn, sem hafa kosið að kaupa sér gúmmíkærustur. Þær eru fimmtíu kíló, með stór brjóst, ekta skaparhár frá Svíþjóð og hægt er að hafa við þær margvísleg mök. Fyrir þá, sem hafa áhuga á hinum brengluðu hliðum mannlífsins er þetta ágætis skemmtun, þótt myndin verði endurtekningarsöm þegar á líður.


5. júlí 2007

Karlpungur að sýnast


Rakst í dag á bókina Að vera eða sýnast eftir Hörð Bergmann. Bókin er gefin út af Skruddu, sem virðist hafa einstakt lag á að hanna foráttuljótar bókakápur (í guðanna bænum, ÁBS, ekki láta þá hanna nýju bókarkápuna fyrir þig, sú síðasta var andstyggileg).

Ég kíkti ekki í bókina því ég mundi vel eftir viðtalinu við Hörð í Silfrinu þegar bókin kom út. Þvílíkur endemis karlpungur. Grobbið, pervisið gamalmenni sat þar með postulínskaffibolla og lét eins og holdtekja sjálfrar upplýsingarinnar. Hápunktinum var náð þegar gamalmennið leiddi okkur inn í forneskjulegan fortíðarheim sinnis síns með því að hallmæla feðraorlofinu með þeim rökum, að heimskulegt væri að hvetja feður til að vera heima fyrstu ævimánuði barnsins. „Til hvers?,“ spurði hann. „Til að horfa á börnin sofa? Hver er tilgangurinn með því?“

4. júlí 2007

Nafnleysi - taka 2

Kristján Atli, fylgitungl Eyvindar Karlssonar, hefur þanið upp kassann og síðan básúnað endurkomu mína í netheima undir fyrirsögninni The Bitch is Back.

Efni pistilsins er rýrt. Að ég sé leiðindaskarfur en höfði um leið til hans, og annarra, skítlegustu hvata og að ég hafi sama rétt til að tjá mig um nafnleysi og barnaníðingur um kynferðisbrotalöggjöf.

Sá ljóður er á ráði Kristjáns að hann er ekkert óskaplega vel læs. Hann verður því hratt ringlaður þegar dempt er á hann torskildu lesmáli. Það væri svosem ekki svo slæmt, nema vegna þess að hann telur sig skuldbundinn að hafa skoðun á öllu sem hann les. Það er slæm blanda.

Annar galli á honum er sá, að hann er af manngerðinni eltitík. Það er reyndar ekki hending. Fólk sem á erfitt með að hugsa óhlutbundið (sbr. lestrarörðugleikana) verður gjarnan að þeirri manngerð. Þetta er fólk sem þarfnast svart/hvíts veruleika og átrúnaðargoða. Kristján er af þessari sort. Eltitíkur einkennast af fátæklegu hugarstarfi, einföldum áhugamálum og andlegum stásshillum. Þannig þola eltitíkur yfirleitt ekki annað enn að eiga fá og skýrt skilgreind uppáhöld. Uppáhaldstónlistarmenn, uppáhalds höfunda, uppáhalds fótboltalið og uppáhaldsvini.

Öll efahyggja er eltitíkum erfið. Og kem ég þar inn í mynd eltitíkarinnar Kristjáns.

Kristjáni þykir stundum gaman að lesa bloggið mitt. En hann þolir illa nafnleysingja og harkalegt orðbragð. 90% lesenda minna eru í nákvæmlega sömu stöðu. Þeir lesa mig því eitthvað við skrif mín hugnast þeim en þeir eiga erfitt með að þola eitthvað annað í fari mínu.

En þeir lesendur minna, sem ekki eru eltitíkur þola það vel, að bloggið sem þeir lesa sé skrifað af manneskju, sem þeir ekki geta lagt blessun sína yfir að öllu leyti. Þeir vita, að þannig er veruleikinn hjá greindu fólki. Öllum bögglum fylgja skammrif. Þeir allra gáfuðustu af lesendum mínum hafa síðan gengið enn lengra og áttað sig á því, að svona megi þetta bara vera.

Á botninum liggur Kristján litli, ráðvilltur og óttasleginn. Þolir það ekki að hér sé komin manneskja sem í senn er ædol og asni, veit ekki hvort hann á að setja hana á svörtu eða hvítu hilluna í huganum, skilur ekki allt sem hún segir en hefur hugboð um að það sé slæmt, það í raun hljóti að vera slæmt fyrst hún komi ekki fram undir nafni. Á sama hátt mun Kristján líklega ekkert skilja í þessari færslu. Aðeins sjá hana sem árás.

Kristján minn, ég veit ekki hví ég er að eyða orðum í þig. Ég er svo miklu gáfaðri en þú að það er næstum erfitt að leggjast niður á þitt plan. Þú hefur svo takmarkaða andlega burði að það er útséð með að þú getir skilið það sem ég hef við þig að segja. Umkvörtunarefni þín í minn garð eru svo ómerkileg og einföld að það er skömm að því, að þú nennir að draga þau fram á borð aftur. Helmingurinn af eldri færslu þinni er misskilningur, sprottinn af því hve illa þú ert læs.

What Do Women Want?

I want a red dress.

I want it flimsy and cheap,

I want it too tight, I want to wear it

until someone tears it off me.

I want it sleeveless and backless,

this dress, so no one has to guess

what's underneath. I want to walk down

the street past Thrifty's and the hardware store

with all those keys glittering in the window,

past Mr. and Mrs. Wong selling day-old

donuts in their café, past the Guerra brothers

slinging pigs from the truck and onto the dolly,

hoisting the slick snouts over their shoulders.

I want to walk like I'm the only

woman on earth and I can have my pick.

I want that red dress bad.

I want it to confirm

your worst fears about me,

to show you how little I care about you

or anything except what

I want. When I find it, I'll pull that garment

from its hanger like I'm choosing a body

to carry me into this world, through

the birth-cries and the love-cries too,

and I'll wear it like bones, like skin,

it'll be the goddamned

dress they bury me in.

-Kim Addonizio

2. júlí 2007

Þjarkurinn Ellý

Það hlýtur að reyna á að semja nýja og glóðheita erótíska smásögu á hverjum degi eins og bloggstirnið Ellý. Ekki er alltaf hægt að reiða sig á hugmyndaflugið eitt. Það er augljóst að bloggsamfélagið allt er siðferðilega skuldbundið til að leggja hönd á plóg þessarar merku menningarframleiðslu.

Ég hef því ákveðið að gefa Mag. Cand. Rítalín verðskuldað sumarfrí og kynni til sögunnar Upphafssetningaþjarkinn Ellýju. Staðsetningin er sú sama og áður, hérna vinstra megin.

Meðal upphafssetninga þjarksins eru:

"Hann reyndi eggið mitt," sagði dvergvaxna vinkona mín sem alltaf var græn og óþroskuð.
"Ég sleikti sultuna," sagði 14 ára vinkona mín sem oft var þumbaraleg.
"Hjónin tæmdu hundinn," sagði víðlesna vinkona mín sem var nefstór.
"Við bleyttum sængurfötin," sagði spikfeita vinkona mín sem var ófullnægð.
"Pabbi bleytti rúmið," sagði 14 ára vinkona mín sem var óttaslegin.

Þetta er of gott til að vera lygi

Ég hugsa að Geir eigi meiri séns á að fá Nancy Sinatra til að taka syngjandi ménage à trois á sviði með sér og tékkneska eldri borgaranum en að fá nafna sinn til að skrifa undir þetta bréf.



To whom it might concern.


I am pleased to confirm that Mr. Gisli Gudmundsson who has been a good friend of mine for a long time is a trustworthy businessman in Iceland. He has for the last 40 years been leading one of the major car import companies, and served as a chairman of the board of The Leif Eiriksson terminal in Keflavik, undertaking major constructiong developments there.


It is highly appreciated all help that you can render to Mr. Gudmundsson and his collegau Mr Geir Ólafsson on their mission to California.



Yours truly,




_________________________
Geir H. Haarde Prime Minister of Iceland



ps. Nancy Sinatra is one of my very best old favorite artist and it would give me a great pleasure to enjoy her performance in Iceland.

1. júlí 2007

Ljóð eftir Tim Burton

Barn eitt með nagla í augunum

Barn eitt með nagla í augunum

setti jólatré upp alveg eitt.

Það kom skringilega út

því það sá ekki neitt.




Eitraði drengurinn



Þeir sem þekktu’ hann

-vinir hans-

kölluðu hann Jón.

Í augum allra annarra

var hann aðeins eitruð sjón.


Hann elskaði ammoníak og asbest

og sígarettureyk.

Það loft sem fyllti lungu hans

gerði hreystimenni veik.


Hann átti sér uppáhalds dót,

brúsa með eitruðu spreyi.

Það var mikið sem hann hlakkaði til

að úða á hverjum degi.



Í bílskúrinn stundum laumaðist

og færðist fullt í fang

við að fela sig á góðum stað

uns bíllinn fór í gang.

Ég sá hann gráta einu sinni.

Hann alveg fór á taugunum

þegar slatti af natríum klóríð

endaði í augunum.


Eitt sinn kaus hún mamma hans

að viðra’ hann úti í garði.

Hann byrjaði að skrælna upp

og var skorpinn fyrr en varði.


Hans stutta ævi endaði

Hann er dáinn! hátt var argað.

Hver hefði getað trúað því

að ferskt loft gæti fargað?

Þegar sál hans flaug á brott.

í þögulli bæn ég sat.

Hún gufaði upp til himna

og gerði' á ósónlagið gat.