24. desember 2008

Snjóboltinn er lentur

Herra Tussufrusski gerði sér lítið fyrir og varpaði á mig snædjúpsprengju. Lítilli grein um þá klyftarsaft sem dundi á honum og ættuð var frá mér. Boðskapur greinarinnar er sá að ég sé vitlaus. Og að hann sé nógu gáfaður til að geta útskýrt í hverju heimska mín er fólgin.

Af einskærri virðingu minni fyrir sjálfri mér las ég pistil hans vandlega.

Inngangur hr. Tussufrusska er úr kvennafræðaranum. Hann fjallar um þá líffræðilegu staðreynd að aðskotahlutir í sköpum kvenna dragi smám saman úr vitsmunum þeirra.

Inngangurinn er raunar heldur dapurlegt dæmi um ámátlega tilraun Tussukuska í hrökkyrðasmíð. Það sem hann heldur að séu smiðshögg eru í raun bergmál. Bergmál af forsniðinni orðræðu hálfstálpaðs drengsstaula með úðablæti.

Upphafsmálsgrein pistilsins hljómar eins og dularfull tilraun manns til að réttlæta móðurserðingar sínar.

En nóg um stílinn. Skoðum innihaldið. Pjásutási hefur sumsé komist í kynni við svokallaða „rökhugsun“. Samkvæmt henni gerði ég mig seka um algenga rökvillu sem einkum herjar á treggáfað fólk.

Villan er þessi: Mengella hittir morfýsufífl og ályktar þar með að allar morfýsur séu fífl. Mengella hittir snúðuga núðluætu og skokkar burt með óbilandi fordóma gagnvart gulu fólki. Mengella heyrir viðbjóðslegt rapplag og fer að hafa horn í síðu blíngs.

Þessi rökvilla, sem Kusskutussi virðist hafa uppgötvað alveg sjálfur, gæti jafnvel kallast að alhæfa út frá einstökum dæmum. Það er heldur slæmt.

Það er með rökgáfu Kussuhlussa eins og skallann á Ingibjörgu Sólrúnu. Eitt augnablik sérðu hann, það næsta er hann horfinn. Þannig virðist hafa slokknað eitt augnablik á skilningstýrunni þegar hann fjölyrti um sértæka fordóma sem loða við treggáfað fólk.

Með öðrum orðum notaði blessaður rökgervillinn sömu rökvillu og hann hugðist afhjúpa í afhjúpuninni sjálfri. Það er líka heldur slæmt.

Það er ekki víst að rökhugsunin sé heima þegar hann les þetta. Hún gæti allt eins hafa strokið eitthvað út í buskann eða farið í setuverkfall þegar hann gerði zpilljónustu tilraunina til að frelsa heiminn með Zeitgeist. Ég ætla því að stafa þetta ofan í hann.

Skoðum fullyrðinguna:

Treggáfað fólk telur að treggáfað fólk alhæfi um of.

Þetta er það sem yrmlingurinn er að segja. Með því stillir hann sér að sjálfsögðu upp meðal treggáfaðra. Sem um leið verður hjá honum mótsögn. Ástæðan er sú að rökvillan verður manni þá fyrst augljós þegar maður kemst í snertingu við „rökhugsun“. Og þegar maður er farinn að rökhugsa er maður ekki lengur treggáfaður og þá sér maður að rangt er að alhæfa. Líka um hneigðir treggáfaðra til að alhæfa.

Ef skilningsljós Tussukusska er mætt aftur að lestrinum býð ég það velkomið heim og bið það að taka það ekki of nærri sér þegar holtekja heimskunnar híbýli þess leyfir sér að roðna af smán. Það ætti að gerast um það bil ... núna.

Loks segir snáði að ég sé ekki kona heldur karl. Karl sem býr yfir þeim einstaka hæfileika að kunna að kreista graftarbólur yfir tussuna á sér á almannafæri.

Mér þætti annars voða gaman að lenda í alvöru ritdeilu við kauða. En til að það sé eitthvað fútt þá hef ég eitt vinsamlegt ráð: Ekki drekka og deila.

23. desember 2008

Sorpritið hans Ástþórs og Neddi

Gunnar Gunnarsson er kallaður Neddi. Gunnar er búinn að leysa þrautina um tengsl Ástþórs Magnússonar við vefinn Sorprit.com í eitt skipti fyrir öll.

Neddi fletti upp skráningarsögu lénsins Sorprit.com og birti upplýsingarnar á Málefnunum.

Á sama tíma þráast Ástþór við á Sorpvefnum og lofar að loka honum ef DV gengur að ýmsum skilmálum. Einn skilmálanna er lokun á Málefnavefnum.Thor Magnusson er Ástþór Magnússon og hann býr í Vogaseli 1.

Brjóstin á Obama


Má ég kynna: President Man Boobs

Gaukar og glæframenn

Ég auglýsi eftir því að einhver atvinnulaus rannsóknarblaðamaður eða önnur góð sál noti árið 2009 til að skrifa bók um gauka og glæframenn. Það er heill hópur íslenskra karlmanna sem hefur stundað það áratugum saman að ginna fólk til fylgilags við „nýjungar“ sem oftar en ekki eru hreinir fjárglæfrar.

Einhvernveginn skríða þessir menn alltaf fram úr tréverkinu seinna og fullyrða að tímarnir hafi einfaldlega ekki fylgt þeim.

Listinn er langur.

Slík bók hefði ennfremur mikið forvarnargildi.

Hvað segir Illugi?

22. desember 2008

Fótbolti er fyrir homma

Hryðjuverkin í Bónus

Það er á morgun sem nornin og fylgilið ætla að herja á Bónus. Fullt, fullt af kerlingum langar að fara í búðirnar og spilla jólaversluninni til að skemma jólin fyrir feðgunum.

Á sama tíma heldur Stjörnusleikir jólasveinn áfram herferð sinni gegn DV. Nú með því að ganga í fríðan hóp nafnleysingja og senda auglýsendum í DV hótunarbréf.

Nokkrir lofuðu að hætta að auglýsa í DV. Ég þori að veðja að þeir héldu að það væri nornin en ekki Stjörnusleikir sem sendi þeim hótunarbréfið.

Í fyrsta skipti upplifir sveinninn áhrifamátt. Og það í krafti nafnleysis.

Svo var flett ofan af honum.

Lengi lifi nafnleysið.

Eftir jól hef ég hugsað mér að taka upp róttæka stjórnarandstöðu. Og linna henni ekki fyrr en tvennt af þrennu gerist: ríkisstjórnin boðar kosningar sem ekki gegna því hlutverki að breyta stjórnarskrá, ríkisstjórn sýnir fram á að hún hafi tök á ástandinu, tekið verður af krafti á spillingarliðinu.

Ég er komin með nóg af moðsuðu.

En ef ég fer í Bónus á morgun verður það bara til að sjá einhverja sítrónusmettis barnalandskonuna ríghalda í innkaupakerri og hunsa öryggisvörð sem vísar henni út. Það væri bíó.

Áttu Apple tölvu?

Ef svo er þá gerir þú þér væntanlega grein fyrir því að hún er fallin úr ábyrgð. Nýr eigandi umboðsins ætlar ekki að bera lögbundna ábyrgð á þeim vörum sem fyrri eigandi seldi. Ef eitthvað kemur upp á þarf að fara í þrotabúið. Þaðan fær enginn neitt.

Þú skalt því vona að ekkert bili.


(Jólafríið getur beðið ögn, það er margt að gerast.)

Gleðileg jól!

Ég er komin í jólafrí.

Til að komast í viðeigandi jólaskap skaltu horfa á þetta.

20. desember 2008

Nöðrur og brjóst

Ég hefi dálítið velt fyrir mér þeirri stöðu að nöðrurnar hefðu verið hreinsaðar út úr bankakerfinu á einu bretti eins og krafa var um.

Líklegasta niðurstaðan:

Nöðrurnar hefðu lent handan borðs. Átt enga hagsmuni aðra en sína eigin.

Á móti þeim sæti fólk með hreinar sálir en enga reynslu.

Nöðrurnar hefðu stofnað með sér félag og rúllað öllu upp.

Máske að það sé hvorteðer í gangi.

En örlítið sýnishorn höfum við þó í því að Kaupþingsmenn selja nú þjónustu fólki sem vill halda eftir eignum bankans.

Tekinn

Luc Besson skrifaði handritið að Taken. Liam Neeson leikur aðalhlutverkið.

Myndin er stórgóð.

Liam er uppgjafarútsendari bandarískra stjórnvalda. Reynslan hefur gert úr honum mann sem sér hryðjuverkamann undir hverju handklæði og raðmorðingja í hverju rúmi. Heimurinn er barmafullur af barbarisma, ógnum og hættum. Allir eru spilltir. Allir – nema litla prinsessan.

Dóttir hans er ríðilegasta jómfrú hvíta tjaldsins síðan Mjallhvít var og hét. Hún á vinkonu sem er undirförul glyðra. Vinkonunni á eftir að hefnast fyrir það.

Dótturinni er boðið með glyðrunni til Parísar. Mamman, sem þolir ekki Liam, vill óð og uppvæg að hún fari. Þótt ekki sé nema til að hún verði brot af þeirri dræsu sem hún sjálf er. Mamman er hégómlega nornin með spegilinn. Liam er skógarhöggsmaðurinn með stærri samvisku en hníf. En samt með rosa stóran hníf.

Dóttin (sem eitthvað er farin að tapa Guði, þökk sé mömmunni) er í raun að fara að elta rokkband um Evrópu. Rokkbandið, sem við nefnum ekki á nafn, er samlandi Liams. Það spilar fína tónlist til að drepa sig við. En er glatað að öllu öðru leyti.

Stelpan kemst aldrei á tónleika. Henni er rænt af Albönskum ribböldum svotil um leið og hún stígur fæti á franska grund. Það vill svo heppilega til að hún er í símanum þegar henni er rænt og hún getur gefið viðmælandanum nokkrar upplýsingar um glæpamennina. Viðmælandinn: ofsóknarbrjálaður skógarhöggsmaður handan Atlantsála.

Kutinn er brýndur.

Spæjaramaskínan rúllar. Liam hefur tæpa hundrað tíma til að forða dóttur sinni frá örlögum sem eru verri en að elta rokkbandið um Evrópu.

„Naut í flagi“ lýsir frammistöðu hans í myndinni. Vei þeim sem verða á vegi hans. Reiður flugumaður með fírtommu nagla og startkapla er slæmur kokteill. Sérstaklega þegar maður er albanskur mafíósi.

Það skemmtilegasta við myndina er hvað Liam er gamall og gírugur. Hann myndi sparka Bond út í hafsauga. Hann myndi skjóta saklausa heimilisfrú í þann mund sem hún segir gjössovel við hann. Hann myndi skjóta heilt rokkband ef það myndi stoppa för dóttur hans.

Því miður kemur ekki til þess.

Og fyrir það getum við álasað helvítis Albönunum.

Öruggir þrír og hálfur kettlingur af fimm.

Verðlaun

Það er rétt hjá Hildi (og raunar Kjartani líka) að þingkonan er Ásta Möller með augu Katrínar Jak, nef Valgerðar og munn Kollu.

Ég lofaði verðlaunum. Og það veglegum.

Fokk!

En ég hef ákveðið að sigurvegararnir tveir fái að fjarstýra Mengellu. Þau mega velja hvern þann vettvang (sem ekki krefst óheyrilegs aðgangseyris) sem þau kjósa og síðan þarf ég að gera grein fyrir upplifun minni. Skiptir þá engu hvort þau kjósa að senda mig á AA-fund, samkomu hjá Krossinum eða í Bingó í Tónabæ.

Ég þarf að mæta. Lifa. Skrifa.

Talandi um að leggja fallbyssuhlaup upp að enninu.

Einu takmarkanir eru að tímarammi þarf að vera sveigjanlegur og kostnaður í lágmarki.

Náriðlar og saur

Fyrir langa löngu skrifaði ég rýni hér um stórkostlega japanska kvikmynd. Hápunktur myndarinnar var þegar náriðill festist í líki og þurfti á hjálp eiginkonu sinnar að halda til að losna.

Það vildi ég að einhver lesandi benti mér á jafn spennandi mynd, ekki myndi skemma fyrir ef hún væri japönsk. Æskilegast væri að með fylgdi slóð á torrent-síðu,

En á eftir ætla ég að setja inn rýni á mynd sem ég sá í gær. Nokkuð spræk mynd meira að segja.

Maður ársinsVið höldum áfram með tilnefningar á mönnum ársins. Nú er það þingkonan.


Hvaða fjórar hressu þingkonur skapa þessa erkiþingkonu?

19. desember 2008

Og það var rétt!

Kjartan Hallur hefur rétt fyrir sér. Þingmaðurinn er:

Kollurinn á Steingrími Joð, augu Bjarna Ben, nef Árna Johnsen, munnur Birgis Ármanns og restin er Guðjón Arnar.

Verðlaunin munu ekki láta á sér standa. Upplýst um þau á morgun.

Hver er þetta?

Föstudagar eru kviss-dagar. Í tilefni af því er spurt hverjir þekkja þingmanninn. Hann er settur saman úr fimm andlitum þekktra íslenskra þingmanna. Sá sem þekkir flesta fær vegleg verðlaun.

Kaldur dagur í helvíti

Kölska hlýtur að vera svalt á tánum. Þessi færsla mun líklega í hugum flestra bera blak af Símoni Birgissyni.

Gamli-Fauskur skrifar pistil til höfuðs Símoni í dag. Segir að Símon hafi ginnt nokkra usual suspects til að trúa því að hann hefði verið ritskoðaður á DV og hætt vegna þess. Boðskapur pistilsins felst í þessum orðum:

Við þurfum ekki bara að vantreysta fréttum, heldur líka skoðunum á fréttum. Halda ró okkar, gefa okkur tíma.


Nú skyldi enginn halda að mér mislíki boðskapurinn. Ég hefði getað sagt þetta sjálf. Það sem mér mislíkar er boðberinn. Það er hræsnin í Gamla-Fauski.

Stundum verður ísing í ljósvaka andans. Menn hafa hneigðir til að nýta ekki til fulls skynsemi sína. Og vissulega hefur sá gamli rétt fyrir sér að ein birtingarmynd þessa vanda er trúgirni. Og önnur er uppþotasækni.

Ein er þó miklu hættulegri en báðar hinar. Hún liggur m.a.s. til grundvallar þeim. Það er sú óþolandi andlega leti sem felst í því að láta tilfinningu stjórna viðbrögðum við staðreyndum. B. Russell útskýrði þetta vel:

„Ef fullyrðing er borin á borð fyrir mann, og sú fullyrðing stangast á við tilfinningu hans sjálfs, þá gaumgæfir maðurinn hana og, sé hún ekki þeim mun meira sannfærandi, hafnar henni. En verði á vegi hans fullyrðing sem virðist réttlæta að hann hagi breytni sinni í samræmi við tilfinningu sína, þá samþykkir hann hana sama hvað forsendurnar virðast hæpnar. Þannig verða flestar mýtur til.“


Þannig verða líka flest upphlaup á netinu til. Ákveðinn hópur vill trúa öllu illu upp á lögguna. Annar öllu illu upp á mótmælendur. Einn hópur sér ritskoðun í hverju horni. Annar sér ritstjórn. Rýnin ræður yfirleitt hvoru megin maður lendir. Og hún ræðst af fyrirframgefinni tilfinningu.

Allt tal Gamla-Fausks um að fólk eigi að vera gagnrýnið á skoðanir fólks á netinu er tilkomið vegna þess að honum mislíkar þegar gagnrýnisleysið bitnaði á honum. Hann er meira en sáttur þegar slíkt gagnrýnisleysi dillar í takt við hans eigin tilfinningu og skoðanir. Fyrir því eru þúsund dæmi. Og sum hver svo ný, að ljóst er að færsla hans um Símon er engin seinni skírn til betri trúar. Það er enda erfitt að kenna hálfdauðum hundi að standa.

Bara á forsíðu bloggs hans eru eftirfarandi fullyrðingar:

Í skilanefndum er spillt og þjófótt fólk, fólk er of trúgjarnt og ógagnrýnið á skoðanir á netinu (Símonarfærslan), í skilanefndum er óhæft fólk, Thomsen-„landstjóri“ telur sig geta skipað stjórnmálamönnum fyrir um ókomna tið, sá sem styður þingmann í prófkjöri á þann þingmann eftirleiðis, internetið er hjálpfúst miðaldarþorp, Símon Birgisson hætti vegna launa og frétt hans var stöðvuð því hún var stuldur á frétt annars miðils, kapítalisminn er villutrú fyrst Alan Greenspan viðurkennir það – við erum í skít út af ofsavillutrúarfólki, blaðamenn sem segja upp starfi vegna ritstjóra ráða ekki við vinnuna sína, munurinn á því þegar Grikkir henda bensínsprengjum í lögreglumenn og lögreglumenn skjóta tárgasi annarvegar og Íslendingar brjóta rúðu og löggan býður í nefið hinsvegar er tilkominn af því að Íslendingar eru tilfinningalega bældir en Grikkir ekki...

Og svo mætti halda lengi áfram.

Það er bara eitt sem er verra en dómharður bloggari. Og það er dómharður, heimskur bloggari.

Og þá að Símoni Birgissyni.

Símon segir, og Jónas talar þannig um það í fyrstu, að fréttin væri sú að Fréttablaðið lúrði á upplýsingum um eiganda sinn – án þess að birta þær. Það var fréttin. Jónas og Bergsteinn gefa í skyn að Símon hafi verið stoppaður af því hann hafi stolið fréttinni innanhúss.

Það er þvæla. Varla ætlaði Fréttablaðið að birta frétt um að það lúrði á þessum upplýsingum. Það ætlaði að birta ákæru og viðtöl. Það var allt önnur frétt.

Kalli beit mig!!!

Þau eru sum dularfull, æðin sem ganga í netheimum.

Kalli beit mig er líklega það krúttlegasta.Og hér er rímixið sem hittir eiginlega ekki í mark nema maður hafi fundið sig knúna til að horfa a.m.k. fimm sinnum á orginalinn.Og svo auðvitað...

Mótmælendur halda áfram...

... og eru svo elskulegir að auglýsa mótmælin fyrirfram á síðunni sinni.

Fyrir nokkrum vikum fengu margir gæsahúð við að hlusta á Lalla lambsdreyra. Í dag vekja ræður enga gæsahúð lengur. Í dag fær fólk gæsahúð af snjóboltakasti og rúðubroti.

Hvað skyldi það endast lengi?

Fyrst eru það ræður og skrúðgöngur. Svo kristalsnætur með brotnu gleri.

Hvenær skyldi koma að löngu hnífunum?

Rifjum upp lambsdreyrann:

18. desember 2008

Niðurstaða úr könnunum.

Það má segja að þær þrjár kannanir sem ég setti inn hér á dögunum hafi reynst heldur þungar í skauti.

Fyrst var það fortíð bloggaranna.

Meðalhlutfall réttra svara við þeirri könnun er 47% eftir að 110 hafa tekið þátt.

Svörin eru þessi:

Sigurður Þór Guðjónsson kvartaði undan hávaða í miðbænum, Lára Hanna Einarsdóttir var í framboði með Vilmundi Gylfasyni skömmu áður en hann hengdi sig, Matthías Ásgeirsson fermdist í Garðabæ, Egill Helgason þýddi ljóðið, „Allra verða von“ er yfirskrift bloggs Nimbusar, Ágúst Borgþór gaf út Síðasta bílinn, Ói Sindri og - Gneisti eiga afa frá sama bæ í Svarfaðardal, Nanna Rögnvalds þýddi Kvennafræðarann.

Þá var það fortíð ráðherranna.

Meðalhlutfall réttra svara var 45% eftir þátttöku 93.

Svörin voru:

Haarde bar vitni í morðmáli Ásgeirs Ingólfssonar fréttamanns, elst í ríkisstjórn er Jóhanna Sigurðar., Þorgerður Katrín var handboltadómari, það var Sjálfstæðisflokkurinn sem Imba var að reyna að sigra, Guðlaugi Þór þótti sjálfsagt að fara að vilja fólksins og taka þátt í Eurovision, Þórunn Sveinbjarnar. söng í kór, Kristján Möller hafði einkaumboð fyrir allskyns spil, bróðir Haarde var nasisti.

Loks var það getraunin um hvort tilvitanir væru frá 1930 - 1940 eða nýjar.

Hana tóku 42 með 60% réttu svarhlutfalli. Hún var það létt að ég stillti falleinkunn við 70% en 50% í hinum tveimur.

Svörin eru þessi:


„Ég held að aldrei hafi komið víðtækari og þungbærari kreppa í heiminum en sú sem nú stendur yfir. Áhrifa hennar hefur gætt um allan heim. Þessi kreppa er ekki ein þeirra, sem koma á nokkurra ára eða áratuga fresti.“

1930-1940.


„En hvar eru þeir þá, þessir öreigar? Eru þeir nokkuð annað og meira en fornaldarskrímsli, úrelt þjóðfélagsstétt sem á hvergi heima nema í sögubókum og áróðursritum veruleikafirrtra vinstripésa? Svarið er að þeir leynast víðar en maður hyggur. Í fyrsta lagi í fjarlægum löndum: þar eru hinar vinnandi hendur sem sauma fötin og skóna og setja saman vélarnar og raftækin við færibönd.“

Er ný (Af Smugunni)


„Þeir skapa atvinnuleysi — meira atvinnuleysi en var. Og hvers vegna? Vegna þess að þeir sjá ekki út yfir hagsmuni fárra einstaklinga sem vilja að allar byrðar kreppunnar komi yfir á bak hinna vinnandi stétta með atvinnuleysi.“
Hvenær var þetta skrifað?

1930 - 1940

„Spilling þýðir að óeðlilegar forsendur liggja til grundvallar ákvörðunum og viðskiptum. Þingmaður eða ráðherra sem skuldar háar fjárhæðir í bönkunum er spilltur þegar kemur á ákvörðunum er varða umrædda banka.“

Er ný (E-ð Moggablogg)

„Kreppan er engan veginn eins og vindurinn, sem enginn veit hvaðan kemur og hvert fer. Hún er einn þátturinn í viðskiptalífi þjóðanna, og þessi þáttur hefur verið rannsakaður ofan í kjölinn.“

1930 - 1940


„Ástæðan fyrir núverandi fjármálaástandi er alls ekkert flókið mál og því óþarfi að þylja flóknar "þeoríur" og hugdettur. Málið er einfaldlega úrelt öfgafull auðvaldsdellan, "kapítalisminn," sem sumir menn taka sem heilagan átrúnað án þess jafnvel að skilja eðli hans og reynsluna af honum í fjölda liðnar aldir.“

Er ný. (af síðu Ögmundar Jónassonar)


„[Forsætisráðherra ] vildi lítið úr þessu gera. Þó kreppa hefði byrjað [...] í Bandaríkjunum, þyrfti hún ekki að koma hingað.“

1930 - 1940


„Vaxandi kröfur almennings um lífsþægindi, munað o. fl., hafa átt sinn þátt í þessu. Góðæri undanfarinna ára ýtti undir þessar breytingar, sem að sumu leyti voru eðlilegar. Greiður aðgangur að lánsfé, og þá. sérstaklega [...] , gerði fólki kleift að lifa um efni fram, og safna eyðsluskuldum, jafnvel ár frá ári.“
Hvenær var þetta skrifað?

1930 - 1940 (Um bændur í upphaflegu samhengi)


„Heimskreppan sem nú er skollin á mun hafa í för með sér gífurlegar og sársaukafullar afleiðingar um víða veröld. Vaxandi félagsleg átök blasa við en mestu skiptir að komið verði í veg fyrir ragnarök [...]stríðs. Kapítalisminn hefur beðið hnekki sem erfitt mun reynast að plástra yfir. “

Er ný. (Hjörleifur Guttormsson)

Um motmælendur

Það er með mótmælendur eins og sundlaugar; öll lætin eru í grunna endanum.

Snjóboltinn vefur upp á sig

Það er komið í ljós að herra Tussufrussk er í raun ekki Guðjón Heiðar Valgarðsson. Frussukuskarinn talar að vísu um Guðjón í fyrstu persónu en er engu að síður allt annar karakter. Og sá karakter er, eins og áður er komið fram, illa heimskur.

Hann kastaði snjóboltanum því hann sá þar glufu til að skapa ódauðlegt slappstikk. Og það veit Tútti að það er erfitt að horfa á svoleiðis augnablik koma og fara án þess að hræra legg eða lið.

Atvikið var sumsé svona:

Hr. Tussukusk: „Hey, það er einhver að koma. Það er helvítið hann Björgólfur. Komið krakkar ... Jón Ásgeir?“
Jón Ásgeir: „...svo vil ég ekki hafa það að stjörnuspáin mín sé svona neikvæð. Reka þann sem ... Ooo, eru þessi gerpi mætt.“
Hr. Tussukusk: „Jón, ég þarf að tala við þig. Ég ér með spurningu handa þér.“
Jón Ásgeir (hvíslandi): „Hringið í blöðin og bannið þeim að koma.“ (Hærra) „Sorrí, vinur. Er að flýta mér.“
Hr. Tussukusk: „Ekkert svona góði. Varst það þú sem ritskoðaðir fréttina hans Nonna?“
Jón Ásgeir: „Nonna?“
Hr. Tussukusk: „Láttu ekki eins og þú vitir það ekki. Þessi Nonni“ (Bendir)
Jón Ásgeir: „Meinarðu Kristian Guttesen?“
Hr. Tussukusk: „Segðu satt, þú ritskoðaðir hann.“
Jón Ásgeir: „Ég má ekki vera að þessu.“ (Við fylgdarliðið) „Hver er með lyklana að reinsinum?
Hr. tussukusk: „Ritskoðaðir þú hann?“
(Þögn)

Og hér kviknaði hugmyndin. Einlínungur ævinnar dansaði trylltan dans fyrir hugskotssjónum Hr. Tussukusks. En hann þurfti að henda einhverju. Grímunni? Nei, það rýfur samstöðuna. Vettlingnum. Nei, það er svo kalt úti. Svo mikill snjór. Hmmm... Snjór. Frussutuskandi hlussukuskaður snjór. Auðvitað!

Og Hr. Tussukusk reif upp lúku af storknuðu dívetnisoxíði og öskraði „RITSKOÐAÐU ÞETTA!“

SPLATT!

Það ríkti dauðaþögn. Haftið var rofið. Hr. Tussukusk hafði troðið þrútnum belli sínum gegnum meyjarhaft alræðisríkisins.

Hr. Tussukusk kímdi og byrjaði að flissa. Verst var að litlar líkur voru til að þessi ódauðlega hnyttni kæmi í blöðunum. Auðvaldsblöðunum. Hann var enn að hugleiða hvernig hann gæti kunngert heimsbyggðinni snilli sína þegar skæðadrífan stóð yfir Jón Ásgeir. Andlitslausi herinn hafði fylgt foringja sínum. Snjóslagur!

Hr. Tussukusk settist við tölvuna og bloggaði. Hann átti erfitt með að hitta stafina því fingur hans titruðu við hláturskjökrið.

Hann sofnaði sælum svefni.

Það var Guðjón Heiðar Valgarðsson sem vaknaði í rúmi herra Tussukusks morguninn eftir. Hann kíkti á bloggið sitt og hugsaði: Yfir hundrað pjásur í pjásukerfinu mínu?!

Fokk! Hvað var ég að gera núna?

Herra Matador fer á hausinn.

17. desember 2008

Guðjón Heiðar Valgarðsson, auli með úðablæti


Guðjón Heiðar Valgarðsson hreykir sér af því að hafa „hent snjóbolta í smettið á Jóni Ásgeiri“ í dag.

Örstutt athugun á téðum Guðjóni leiðir í ljós að þar fer fullkomið fífl. Þar ber fyrst að nefna að Guðjón er, og haldið ykkur nú, eitt af viðurstyggilegum afkvæmum Morfýsunnar.

Guðjón heldur að hann sé svalur. Og því svalari sem hann er ófyrirleitnari orðasmiður. Texta sinn kryddar hann með heimatilbúnum hrökkorðum. Og hann virðist trúa því í einlægni að kyngi textans sé slík að gangráðar gefi upp öndina og aldraðar konur missi þvag við lesturinn. Og talandi um klyftarsaft. Nær öll hrökkorð hans eru safarík, klyftarmiðuð eða hvorttveggja. Þar má nefna: „pussuslugs“, „frussukusk“ og „truntuslef“. Úr nafnorðunum getur hann svo smíðað hrökksagnir eins og að pussast, slugsa, frussa, kuska, truntast og slefa. Og honum þykir það ekkert sérstaklega leiðinlegt.

Gaui hefur kannski lent í viðameira ofbeldi en Morfís þegar hann var barn. Mig grunar að hann hafi verið neyddur til að lepja skuðið á einhverri gamalli, farlama frænku. Það myndi útskýra margt. Og kannski hefur frændi hans brundað framan í hann barnungan. Það gæti útskýrt hina einkennilegu ánægju sem hann hafði af því að sjá „hvíta snjóslugsið“ skella á Jóni Ásgeiri. En hver sem ástæðan er, þá er drengurinn skemmdur.

Hann trúir því að hann tilheyri fámennum hópi sannleiksleitenda á Íslandi. Að öðru leyti er heimurinn fullur af bjánum.

Hann hefur barist ötullega fyrir því að RÚV sýni Zeitgeist. Þannig hyggst hann frelsa nokkra bjána til réttrar langömmutrúar. Og núna, þegar hann er líklega kominn í jólafrí frá niðurgreidda náminu eða láglaunastarfinu – þá er kominn tími til að mótmæla. Og ráðast á fólk. Kasta í það „snjóslugsi“ eða frussukuski eða tussuslugsandi pussuhlussum.

Fólk með samssærissýkina á að fá að pussuslugsast í eigin vilpu eins og það vill. En þegar það er farið að grýta aðra (þótt ekki sé með öðru en snjó) þá er kominn tími til að segja stopp.

Að auki legg ég til að Morfýsan verði lögð í eyði.

Sólin og kýrhausinn

Blóðugasta öld mannkyns er að baki. Það er heldur æskilegt að sú, sem er nýbyrjuð, þróist ekki í sömu átt. Fyrir því er samt engin trygging.

Af einhverjum ástæðum er engin mannkynssaga kennd í grunnskóla. Það er lýsandi fyrir metnaðar- og skilningsleysi. Það er líka sáralítil söguleg dýpt í hversdagslegri umræðu.

Vitrir menn hafa ætíð hrópað á torgum varnaðarorð til komandi kynslóða. Aðeins fáeinir vilja hlusta. Sá sem ekki hlustar heyrir ekkert fyrr en hann fer að leita. Það er oft of seint.

það má líta á kreppuna sem æfingarpróf fyrir alvöru hörmungar. Ég hef grun um að einkunnin sé ekki há.

Orðræðan er furðu lík þeirri sem átti sér stað fyrir tæpum 80 árum. Rökin eru þau sömu og orðbragðið keimlíkt. Umræðuefnin eru jafnvel svipuð og – það sem mest er um vert – lausnirnar og skýringarnar ekkert betri nú en þá. Og munum að þeir tóku til við blóðbað um leið og færi gafst.

Ekki taka mín orð trúanleg. Takið sjálf þessa könnun og sjáið, hversu vel ykkur gengur að greina á milli splúnkunýrrar og eldgamallar orðræðu. (Eina breyting mín er að fela einstaka giveaway og samræma oggulítið orðfærið.)

Besti samfélagsrýnir þjóðarinnar

Miðað við magn er langbesti rýnir okkar Halldór Baldursson teiknari [1][2][3].

Það er undantekningalítið broddur í myndunum hans.

Margar eru m.a.s. mjög snjallar.Ef ég sé með hattinn reyni ég pottþétt að ljúga!

Afsökunarbeiðni Reynis Traustasonar er verri en afsögn. Hún er óeinlæg og sneiðir hjá kjarna málsins. Allt er þegar þrennt er. Ef hann gerir ekki yfirbót í dag á hann að segja af sér. Hann hefur ekki axlað ábyrgð.

Í því sambandi er fróðlegt að kasta fram stöndurdum Reynis frá því þegar hann barðist gegn lygum og spillingu í stað þess að taka þátt. Hann lét taka við sig sigurvegaraviðtal þegar hann hafði fellt Árna Johnsen af stalli. Hér er viðtalið:Hér má sjá að hattlaus Reynir Traustason er umtalsvert merkilegri pappír en hinn. Það er kannski ekki skrítið þótt menn, sem þora ekki að gangast við eigin öldrun, hyskist á að gangast við alvöru brestum í eigin fari.

Hér er texti viðtalsins. Ég dekki áhugaverða staði:

„Ég hef mjog mikla samúð með Árna" sagði Reynir. „Það getur enginn glaðst yfir svona örlögum. En það er komið á daginn að hann stal og laug. Árni hefur axlað sína ábyrgð og sagt af sér. Megi honum farnast vel. Ég er fyrst og fremst ánægður með þá íslensku fjólmiðla sem tóku upp málið og kláruðu það."

Almenningur tók að sér eftirlitshlutverkið

Reynir Traustason á DV hóf skrif um mál Árna Johnsen og átti einnig fréttina sem leiddi til afsagnar þingmannsins.

„Okkur tókst að upplýsa málið og klára það," segir Reynir Traustason, ritstjórnarfulltrúi DV og höfundur fyrstu fréttarinnar um mál Árna Johnsen og viðskipti hans í BYKO og einnig fréttarinnar, sem upplýsti hvar tjarnardúkinn dularfulla væri að finna. Tveimur tímum eftir að DV hringdi í Árna í gærmorgun og sagðist hafa hrakið sögu hans sagði þingmaðurinnn af sér.

„Þegar svona spilling á í hlut ber að uppræta hana. Ég hefði kosið á fyrstu stigum að þetta væri eintómur misskilningur, sölumennirnir í BYKO hefðu misskilið Árna og allt væri þetta brengluð mynd af atburðarásinni," sagði Reynir.

Reynir sagði að starfsmennirnir á gólfinu í BYKO væru hetjurnar í málinu, það hefði aldrei upplýst nema af því að þeim ofbauð framferði þingmannsins. Hins vegar varð hann fyrir vonbrigðum með framferði millistjórnenda BYKO, sem reyndu að hylma yfir með Árna í nokkra daga, áður en forstjóri fyrirtækisins tók af skarið og sagði allt af létta með úttektir þingmannsins í nafni Þjóðleikhússins. „Menn voru mikið að tala um trúnað við viðskiptavin sinn og ég veit til þess að það var rætt á þeim nótum við mennina á gólfinu, sem voru að hjálpa okkur að upplýsa málið. En það átti ekki að halda trúnað við þann sem var að greiða reikninginn, heldur við þann sem var að reyna að stela."

Reynir segir að fyrsta fréttin hafi verið marga daga í vinnslu og hún hafi ekki verið birt fyrr en fyrir lágu gögn, sem staðfestu frásagnir fjölmargra vitna. Auk sín hafi margir blaðamenn DV unnið að málinu í framhaldi af fyrstu frétt og allir lagst á árarnar með það að leiðartjósi að upplýsa um sannleikann og taka ekki mark á sógusögnum. „Við leyfðum okkur ekki neitt slúður í neinu formi um málið enda var maðurinn Árni Johnsen undir í málinu. Það var eins með „stóra dúkamálið". Við héldum okkur frá því í upphafi þangað til við gátum sagt nákvæmlega frá því hvað gerðist."

Hann segist telja að Árnamálið muni hafa varanleg áhrif.

„Það var almenningur sem tók að sér eftirlitshlutverkið; fyrst almennir starfsmenn BYKO og svo starfsmenn Vöruflutningamiðstöðvarinnar og Svansprents í dúkamálinu. Ég held að þetta muni breyta því að siðferðismælikvarðinn verði allt annar en áður. Nú eru menn á vaktinni um allan bæ hvað varðar spillingarmál."

Gerum gott úr 'essu!

Þegar Róm brann spilaði Neró á hörpu. Eða fiðlu. Eða eitthvað allt annað. Hann skemmti sér allavega.

Í allan dag ætla ég að taka Pollíönnu á kreppuna. Og jafnvel lengur.

Í góðum félagsskap


Ótalandi og óskrifandi gerpið sem ætlaði að láta fólk á barmi fátæktar skara eld að köku sinni var glaðhlakkalegur í Moskvu fyrir mörgum árum. Hann er appelsínuklæddur á myndinni.

Og hver er á hinum endanum annar en ungur og sprækur Lárus Welding.

Það er oft stutt á milli smá- og stórkrimma.

Myndin er héðan.

Éttann sjálfur!

Jólabókin í ár er hiklaust Die Letzten Papua. Hún fjallar m.a. um mannætur. Einhverjar af mannætunum fundu sig knúnar til að raupa um bragðgæði mismunandi kynþátta. Hvítir fá falleinkunn. Kjötið af þeim angar og er brimsalt. Kjöt af Japönum er mesta lostætið. Kvennakjöt er betra en karlakjöt.

16. desember 2008

„...og þá verður allt miklu heilbrigðara.“

Tölfræði

Níu af hverjum tíu hommum ku hafa ánægju af hópnauðgunum.

Ég minni á Dauðavaktina. Smíði Helgrímunnar gengur vel. Hún verður veglegur gripur.

Nafnlausum láðist að láta fylgja netfang með þessari ágætu ágiskun: Hallbjörn Hjartarson 1935, Hermann Gunnarsson 1946, Þráinn Bertelsson 1944 = 2,84.Ekki skipta um ráðherra!

Var það ekki Óskar Wilde sem sagði að rómantískar sálir sem neyðast til að liggja í ræsinu horfi til stjarnanna? Hvernig skyldi Illuga líka það?

Hann finnur ekki eins skarpt fyrir eðjunni á meðan.

Ég ætla að róta aðeins í ræsinu. Stundum er það stíflað og þá þarf að óhreinka sig. Sá sem liggur kjurr og horfir til himins drukknar á endanum.

Í fyrsta lagi á Reynir Traustason ekki að segja af sér. Og sonur hans ekki heldur.

Í öðru lagi á ekki að skipta um ráðherra í ríkisstjórn.

Mannfórnir eru billeg lausn við áföllum og trúnaðarbrotum. Þær eru líka óeinlægar. Þær eru alls ekki til marks um það sem mest er um vert – að einhver fyrirverði sig. Í þeim felst engin von um betrun. Batnandi manni er best að lifa. Enginn batnar við að hopa af hólmi.

Það þarf að kenna Íslendingum að biðjast afsökunar. Og þótt afsökun fari ævinlega fram í núinu þá er hún ekki neitt nema hún horfi bæði til fortíðar og framtíðar. Hún þarf að vera viðurkenning á því sem orðið er og loforð um betrun.

Reynir Traustason þarf að viðurkenna að hann reyndi að beita aflsmunum til að ófrægja ungan mann. Hann þarf líka að viðurkenna að hann lét hagsmuni auðmanna hafa áhrif á ritstjórn sína, að minnsta kosti í orði – ef ekki á borði. Og það stuttu eftir að hann gaf það loforð að slíkt yrði ekki gert. Hann hefur orðið uppvís að ítrekaðri blekkingu.

Loks þarf hann að lofa betrun. Það verður honum erfitt.

Ríkisstjórnin þarf að viðurkenna hvað fór úrskeiðis. Og ef hún ætlar að skipta út fólki þarf að viðurkenna það að það fólk sem fer ráði ekki við verkefnin. Loks þarf að færa rök fyrir því að sá sem kemur í staðinn sé líklegri til að ráða við verkið .

Ef Imba ætlar að skera Björgvin burt þarf hún fyrst að viðurkenna sinn hlut. Hvers vegna miðlaði hún ekki upplýsingum til hans frá Seðlabanka? Er slíkt í stíl við starfshætti ríkisstjórnarinnar?

En drengilegast væri af ríkisstjórninni að boða hreinlega kosningar. Þar myndi hún verða dæmd af verkum sínum. Það virðist nefnilega vera hætta á því að ríkisstjórnin ætli að nota stólaskipti til þess eins að losa sig undan ábyrgð á klúðri undangenginna vikna og missera. Fórna manni fjöldanum til fróunnar. Og þegar kemur að skuldadögum þá standi í forsvari fólk sem ber ekki persónulega ábyrgð.

Ríkisstjórnin þarf að biðjast afsökunar og horfa bæði aftur og fram í þeirri afsökunarbeiðni.

Og við eigum að fá að kjósa.

Móab er mundlaug mín

Það sem eftir lifir dags ætla ég bara að skrifa um homma.

Ég hef verið að lesa Móab er mundlaug mín, sjálfsævisögu Stephen Fry. Þar segir hann frá fyrstu tuttugu árum ævi sinnar.

Hann segir meðal annars frá því hvernig sumir af eldri strákunum í heimavistarskólanum þóttust vera sofandi þegar yngri strákarnir komu til að vekja þá. Það var hörð refsing við því að vekja ekki alla – og sumir strákanna harðneituðu að vakna fyrr en þeim væri rúnkað í gang.

Er nema von að það hvarfli að manni að einhver tilfelli samkynhneigðar komi til af brengluðu uppeldi.

Refsivöndurinn er úr silki

Það athyglisverðasta við DV-málið er að í ljós hefur komið hvers vegna fjölmiðlar hafa brugðist nær fullkomnlega í aðhaldi á stjórnmála- og fjármálafólki. Það er staðreynd að Reynir Traustason stoppaði nauðaómerkilega frétt um einn af fjármáladólgunum. Hann þorði ekki í „óvininn“ nema hann hefði rothögg. Fjölmiðlar sem þora ekki að slá nema þeir séu vissir um rothögg eru heiglar. Heiglar vega menn úr launsátri. Fjölmiðill þarf að þora í fleiri en eina lotu.

Þá eru viðbrögð DV-manna við uppljóstrun Jóns óverjandi. Reynir reyndi mannorðsmorð. Sonur hans skrifaði „Ritstjórar stóðu frammi fyrir því að láta undan hótun reynslulítils blaðamanns og brjóta gegn sanngjarnri blaðamennsku með birtingu óljósra ávirðinga út í loftið, eða ella taka högg frá blaðamanninum þegar hann myndi ráðast gegn trúverðugleika blaðsins. Ákveðið var að taka höggið.“ Alþýðuhetjunni Illuga Jökulssyni rennur blóðið til skyldunnar og rifjar upp með sjálfum sér að hann kann líka að hræra í drullunni með penna sínum.

Viðbrögð sorppésafólksins, Reynis, Jóns og Illuga, eru öll á sömu bókina lærð. Þeir bregðast við með aðferðum sem þeir eru vanir. Þeir nota varnir fólksins sem þeir hafa sjálfir ráðist á í gegnum tíðina.

Nema þeir eru kannski heldur subbulegri.

Við bíðum eftir að Jónas opni sig.

15. desember 2008

Enn er Reynir hleraður

Í morgun gerði ég lítið úr Jóni Bjarka.

Ég bið hann hér með afsökunar.

Það er málstaðurinn sem gerir menn að píslarvottum, ekki dauðinn. Og þótt ekki séu öll kurl komin til grafar um hugsanlega vankanta og jafnvel vanstillingu Jóns. Og þótt Reynir hafi kannski verið að ástunda ábyrga ritstjórn með andlega heilsu Sigurjóns í huga (sbr. lögreglumanninn sem fyrirfór sér) – þá er fréttnæmt að Reynir skuli segja berum orðum að ásakanir um áhrif vandamikilla manna á ritstjórnir séu sannar.

Það má vel vera að Reynir trúi því sjálfur að hann sé óháður, jafnvel meðan hann er sjálfur að afsanna það.

Afsökunarbeiðni DV í kreppubyrjun er skrum.

Jón Bjarki verður hetja ársins hjá DV.

Þar liggur fyndnin. Superegó DV verður að horfast í augu við Idið.

Dauðavaktin 2009


Fræga fólkið hrynur niður eins og flugur. Það gefur okkur von um að árið 2009 verði ár Dauðavaktarinnar. Henni er hér með hleypt af stokkunum. Leikurinn er keppni um Helgrímuna, verðlaunagrip sem ég hannaði sjálf. Sá hlýtur Helgrímuna sem fær hæstan stuðul þegar dauðsföll ársins 2009 eru rakin saman.

Sjálfsmorð og manndráp ógilda andlát.

Stinga má upp á hverjum sem er og stuðull er ævinlega einn komma fæðingarár.

Stuðlar eru margfaldaðir saman og mynda heildarstuðul. Aðeins eru taldir stuðlar þeirra sem hafa rétt fyrir sér um ÖLL andlát sem þeir spá fyrir.

Hægt er að senda mér tölvupóst á mengella@gmail.com eða setja pjásu í pjásukerfið. Aðeins persónugreinanlegir einstaklingar mega taka þátt. Persónan má þó vera huldumaður. Allir sem spáð er dauða verða að vera raunverulegir einstaklingar.

Lokað verður fyrir skráningar 31.12.2008.

Dæmi um stuðlaútreikning:

A telur að þessir deyi árið 2009:

Helgi Hálfdanarson, þýðandi og lyfsali (1911), Steingrímur Hermannsson, stjórnmálamaður (1928) og Flosi Ólafsson, leikari (1929).

Stuðlarnir eru: 1,11 x 1,28 x 1,29 = 1,83.

B telur að þessir deyi:

Örnólfur Thorlacius, fjölfræðingur (1931), Raggi Bjarna, söngvari (1934) og Jón Baldvin Hannibalsson, stjórnmálamaður (1939)

Stuðlarnir eru: 1,31 x 1,34 x 1,39 = 2,44


Sjálf set ég fram þessa spá:

Á árinu 2009 deyja: Helgi Hálfdanarson, þýðandi og lyfsali (1911), Jónas Kristjánsson, bloggari (1940) og Örnólfur Thorlacius, fjölfræðingur (1931) og Edda Heiðrún Bachman (1957). Stuðullinn er 3,20.

Ástþór Magnússon er lögbrjótur

Þvílíkur endemis sauður er Ástþór Magnússon. Hann birtir sigri hrósandi símtal sitt við Reyni Traustason og telur sig hafa sannað hvurslags skítseiði Reynir er. Nú dylst engum að Reynir er bévítans skítseiði en annað mætti ráða af símtalinu við Ástþór.

Reynir er stillingin uppmáluð í samtalinu við spæjaragogginn Ástþór.

Ástþór brýtur í símtalinu gegn meginreglu laga um upptökur á símtölum (gr. 48, 81/2003). Hann tilkynnir Reyni ekki að hann sé að gera upptöku af samtalinu. Og síðan bítur hann hausinn af skömminni með því að birta símtalið opinberlega.

Já, þið eruð að bregðast okkur, Jón Bjarki.

Ef þessi hálfvolga atvinnuauglýsing fyrir Sigurjón, sem „áhrifamenn“ sáu ástæðu til að stöðva, var það sem DV kallaði hið nýja aðhald og óvægna fréttamennsku – þá má segja að DV hafi brugðist algjörlega. Það var ekkert bit í fréttinni. Engar erfiðar spurningar. Engin fordæming, engar ályktanir. Ekki neitt nema sjálfhygli gamla bankastjórans, sem þó reyndi að vera hógvær.

Það er ekki svona moðgrautur sem við þurfum á að halda. Við þurfum reyndar ekki á fáránlegum ritstjórnartilburðum að halda heldur. Fréttamenn þurfa að spyrja miklu, miklu erfiðari spurninga. Og hætta að krafsa í forina og verða hofmóðugir í hvert skipti sem þeir finna stein. Ef þeir grafa dýpra finna þeir fjöldagröf.

14. desember 2008

Ég líkbrenndi Sam McGee

Eitt þekktasta kvæði Ameríku er sagan af líkbrennslu kuldaskræfunnar Sáms McGees eftir Róbert W. Service. Það var ekki fyrr en í dag að ég uppgötvaði að íslensk þýðing kvæðisins er til. Það var Bjarni Þorsteinsson frá Höfn í Borgarfirði sem þýddi. Bjarni flutti til Winnipeg og hefur líklega kynnst kvæðinu þar. Hér er þýðing hans:

Eg líkbrendi Sam McGee
Robert W. Service

Margt kynlegt er gert, sem ei getið er bert,
meðal gullnema und miðnætur-sól.
Geymir norðursvegs-slóð ríkan sagnanna sjóð,
sollinn hryllingu, í þögn sem hún fól.
Og norðurljós fá margar feyknir að sjá;
en ferlegast öllu af því
var samt þessi sjón, er við Lebarge-lón
eg líkbrendi Sam McGee.

Nú, téður McGee var frá Tennessee;
þar tína menn baðmull í sveit.
En hversvegna hann burt úr hlýviðri rann
út í heimsskautslönd, Guð einn veit.
Hann síkaldur var, eins og seiðbundinn þar
við svörðinn þar gullið er.
"Mundi eg velja mér stað," oft hann veinandi kvað
"í víti langt fremur en hér."

Það á jóladag var; okkur áfram vel bar
með akhunda á Dawson-slóð.
En hvað frostið vart hart, eins og hremsum það snart
okkar hold gegnum loðklæðin góð.
Gegn um samfrosnar brár gerðist sjónin ei klár,
svo við sáum þá stundum lítt fram.
Okkar kjör voru ei sæl, en ei kvein eða væl
heyrðist koma frá öðrum en Sam.

Svo þá komið var kvöld og við kúrðum í feld;
höfðum kastað til hundanna skamt.
Uppi stjörnurnar hátt stigu dansandi dátt;
en við dottuðum, röbbuðum samt.
"Heyrðu, kafteinn," hann tér "að mér feigðin nú fer;
hún mig fellir á þessari braut.
Veit eg drenglund þín væn ekki bregst þeirri bæn
er eg bið þig í síðustu þraut."

Það á svip hans eg sá, hann var sárhryggur þá;
mundi synjun þó auka hans mein.
"Fjandans kuldinn" hann kvað "sárast amar mér að;
eg er innkulsa, frosinn í bein.
Eg ei hræðist minn deyð; en mér hrollir sú neyð
að eg hýrist í freðinni mold.
Því eg beiðist af þér, nær minn bana að ber,
að þú brennir til ösku mitt hold.

Veit eg, síðsta bæn manns það er hugðarmál hans;
svo eg hét því að bregðast ei þar.
Við, er dagaði í ský, hófum dagleið á ný;
en, minn Drottinn, hve fölur hann var.
Hann á sleðanum lá, benti óráðshjalp á
að hans önd væri í Tennessee.
Seig að aftaninn grár; aðeins andvana nár
var þá eftir af Sam McGee.

Það andaði ei gráð um hið lífvana láð,
þar sem, lostinn af hrolli, eg fór
flutti andvana mann, til þess eiðskyldu fann,
þó mér armæða væri það stór.
Hann á sleðanum þar freðinn, fjötraður, var;
en mér fanst hann með gletnisvip tjá:
"Veit eg ljúft er ei þér, hvað þú lofaðir mér;
en því loforði sleppurðu ei frá."

Þegar loforð er veitt, er sem gjald það ógreitt;
og grimm eru lögin á braut.
Þó mér fyndist það leitt, því eg fékk eigi breytt;
en fjandi var örðug sú þraut.
Út í auðnanna nátt gólu hundarnir hátt.
Var ei hugfró þeim kveinstöfum að.
Og ækið mitt þar fyrir augum mér var.
Hvílík andstygð! Eg hataði það.

Og hvern daginn sem rann fanst mér drápþyngri hann
sem þar dauður á sleðanum lá.
Og hundanna þrótt fann eg hverfandi ótt;
einnig hraðan gekk matföngin á.
Hin illfæra braut var mér ögrandi þraut,
þó eg einbeittur fast sækti á.
Eg hóf oft upp ljóð fyrir hvimleiðan skrjóð;
og hann hlustaði glottandi þá.

Eg að lokum mig þó fram til Lebarge-vatns dróg;
og þá leit eg þar eimknúið fley.
Það var niðurlags-far, framar nothæft ei var;
og nafn þess eg las: "Alice May".
Þar eg starði á skeið og eg stansaði á leið
og eg starði á ækið um sinn.
Fram að lendingu eg hljóp, rak upp langdregið óp:
"Hér er lík-brensl-u ofn-inn minn."

Til eg þreklega þreif og úr þilfari reif
þykka planka og kurlaði smátt;
inn í ofninn það bar, sló svo eldi í þar,
innan stundar hann blossaði hátt.
Tíndi trjávið og kol í hinn biksvarta bol;
unz það bál myndi nema við ský.
Síðan holu eg gróf niður í kolanna kóf
og eg keyrði þar inn Sam McGee.

En það hvissaði og sauð; svo mér hvæs það ofbauð
að eg hörfaði burt þaðan skjótt.
Leizt mér hvelfingin há sýna heiftarsvip þá;
jafnvel hundunum var ekki rótt.
Nepjan helkalda hló; en á hlýrum mér þó
svitinn heitur sem steypiflóð rann.
Reykur biksvartur rauk, út á regindjúp fauk;
ríkur svælu af efni sem brann.

Hversu lengi eg lá láði snæþöktu á
lítt eg gætti, því hugstola var.
Unz mig blástjörnu blik mintu, brosandi kvik,
gæta bálfarar skyldi eg þar.
Þó af óttanum nær væri umhugsun f jær,
eg mig áttaði og hugsaði brátt:
Eflaust steiktur hann er; samt það aðgæta ber,"
Síðan ofnhurð eg svifti upp á gátt.

Alt í eldflaumi svam þarna inni og Sam
sat þar ennþá; nú leið honum vel.
Nú hann brosti svo hlýtt og hann hjalaði þýtt:
"Luktu hurðinni, gerðu svo vel.
Eg nú fagna við það að eg fundið hef stað,
þann fyrsta sem dveljandi er í.
Hleyptu ei heljunni inn. Mér er hlýtt fyrsta sinn
síðan hvarf eg frá Tennessee."

Margt kynlegt er gert, sem ei getið er bert,
meðal gullnema und miðnætur-sól.
Geymir norðursvegs-slóð ríkan sagnanna sjóð,
sollinn hryllingu, í þögn sem hún fól.
Og norðurljós fá margar feyknir að sjá;
en ferlegust öllu af því,
var samt þessi sjón, er við Lebarge-lón
eg líkbrendi Sam McGee.

B. Thorsteinsson

Sullenberger og Ben um Jón Ásgeir - myndband


Ég hef í mörg ár notið þess að hlusta og horfa á Freddie syngja með Caballé. Nú er svo komið að ég get ekki horft á þau saman án þess að þau ummyndist fyrir sjónum mér í Jónínu Ben og Jón Gerald. Og alltaf finnst mér þau vera að syngja um Jón Ásgeir. 

Hér má sjá þau syngja um Gulldrenginn. Hrokafulla framapotarann sem krækti sér í ísprinsessuna. En sambandið var dæmt til að deyja því hann var farinn að trúa því að væri jafn magnaður og aðrir álitu hann vera. Leiðir skilja. Hann kvakar: „Það er þögn þín sem ég elska...“

Blond Versus Viking


Það er alveg pottþétt að Lúðvík „Allir eru að gera sitt besta“ Bergvinsson skellti sér í Thee Viking í góðri trú. Það er samt pínulítið fyndið að fyrirsögn þessarar færslu er hægt að búa til úr stöfunun: l, u, d, v, i, k, b, e, r, g, v, i, n, s, s, o, n.

Lýðhollusta Imbu


Almennt hlýtur að teljast frekar dapurlegur aðdragandi kreppu að oddviti stjórnvalda láti minnka í sér heilann. Og þó, það er kannski ekki svo slæmt. Það slæma er að oddvitinn láti minnka í sér heilann – og haldi svo áfram að vinna. 

Allur gangur okkar inn í þessa kreppu hefur verið í sama stíl. Dapurlegur. 

Einhver kaus að skilja eftir pjásu (ég kýs að kalla kommentin pjásur) í pjásukerfinu mínu, þess efnis að ákvörðun Imbu um að við skyldum sækja um ESB væri afbragð lýðræðislegra vinnubragða. Ástæðan: það þarf að kjósa, annarsvegar til að breyta stjórnarskrá og hinsvegar um aðild.

Ingibjörg Sólrún er ekki að setja Sjálfstæðisflokknum afarkosti vegna slíkra kosninga, heldur þrátt fyrir þær. Hún veit sem er, að ef aðildarviðræður klárast, þá er líklegt að við færum inn í sambandið á skriðþunganum. Ingibjörg vill inn í sambandið. Það dylst engum. Af því leiðir að hún vill líka að þjóðin vilji það. Sá sem vill að þjóðin vilji það sama og hann, en ekki að hann vilji það sama og þjóðin – hann er ekki lýðræðislegur fulltrúi þjóðarinnar. Hann vill ekki að lýðurinn ráði, hann vill ráða yfir lýðnum – það er allt önnur sort af lýðræði.

Meira að segja rugl eins og umsókn Íslands að Öryggisráðinu hefði líklega verið samþykkt hefði það komið í hlut þjóðarinnar að taka endanlega ákvörðun. Ekki vegna þess að þjóðin hefði viljað í ráðið, heldur vegna þess að þjóðin hefði talið betra að fara í ráðið úr því sem komið var.

Það er ekkert mál fyrir Imbu að stýra okkur inn í ESB ef hún fær að stjórna leiknum. Hún hefur ótal leiðir til að stýra málum þannig að þjóðin segi já, úr því sem komið verður.

Aðildarviðræður að ESB eru ekki lukkupakkadráttur. Það þarf að stoppa af það fólk sem ætlar að vinna upp krepputapið með því að taka þátt í enn stærra happdrætti. Þannig er spilafíkn skilgreind. 

Það sem við þurfum að fá á borðið eru skilgreind samningsmarkmið Íslands og samantekt á reynslu annarra þjóða og eðli ESB, auk greiningar á því hvernig hag okkar yrði líklega komið í ESB, samanborðið við að standa utan þess. Síðan eigum við að kjósa. Kjósa um það hvort við eigum að sækja um. 

Ingibjörgu er ekki stætt á því að sleppa kosningum í vor (og endurnýja með því umboð sitt) á þeirri forsendu að hún sé svo upptekin við að spila í nýja, stóra happdrættinu til að bæta okkur tapið af kreppunni. 

Henni er heldur ekki stætt á því að stökkva á svona lausn til að deyfa persónulegar óvinsældir sínar. Óvinsældir sem nóta bene voru henni sjálfri alfarið að kenna. Þvílíkt fífl sem hún hefur verið. „Þið eruð ekki þjóðin“ er einhver ömurlegasta frammistaða stjórnmálamanns í sögu landsins. 

Ingibjörg hefur nóg að gera. Hún á eftir að taka á kreppunni. Það á eftir að hreinsa hér til. Skoða aðdragandann. Finna lausnir. Hún á ekki að komast upp með að taka að sér ný, vandmeðfarin verkefni, meðan hún hefur ekki sýnt að hún ráði við hin einfaldari.

Við erum rasandi yfir því að stjórnendur gömlu bankanna fái að reka bankana áfram. Bankarnir hafi enda farið á hausinn. Ættum við ekki að vera eins rasandi yfir því að sá sem klúðraði stórkostlega umsókn landsins í Öryggisráðið ætli að stýra enn mikilvægari umsókn í ESB?

Best væri að losna við allt fólk af þingi sem ber meiri virðingu fyrir flokksþingum en Alþingi. Og enn betra væri að losna við allt fólk úr stjórnmálum sem ber meiri virðingu fyrir Alþingi en þjóðinni.

Hefndin er sæt


Thomas Gilan er 46 ára. Myndarmaður eins og færslan ber með sér. Hann lenti upp á kant við konuna sína og þau skildu.

Nema hvað, hann skellti sér á stefnumótasíðu og birti þar nektarmyndir af frúnni. Þegar hann hafði sökkt önglinum í einhverja þá dólga sem líklegir voru til afreka tilkynnti hin falska frú að hún ætti sér enga fantasíu æðri en að sviðsetja nauðgun. Að sig langaði óskaplega til að vera heima að vaska upp þegar það væri dinglað. Hún færi til dyra og þar stæði hár og ruddalegur karlmaður. Hann myndi ryðjast inn og rífa hana úr fötunum. Sjálf myndi hún emja og æpa og þykjast voðalega hrædd. Hann myndi svo koma fram vilja sínum þrátt fyrir áköf mótmæli. 

Vafalaust hefur hún haft eitthvað öryggisorð. Ég held það hafi verið „flottur jakki“.

13. desember 2008

Misjöfn fortíð ráðherranna

No Intel(ligence) Inside

„[Þ]ví ólýðræðislegri verði meðferð þeirra...“


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók upp á sitt einsdæmi þá ákvörðun í dag að Ísland skyldi í ESB. Ákvörðun sem byltir umtalsvert þeim grunni sem stjórnarsamstarfið hvílir á. Þar með hefur hvorttveggja breyst, allt efnahagsumhverfi þjóðarinnar og grundvallarmarkmið stjórnendanna, og það án þess að Ingibjörg sjái ástæðu til endurnýjunar umboðs stjórnvalda. Þvert á móti raunar, því þessi umbreyting á stefnunni er sett beinlínis með það að takmarki að komast hjá því að leita álits hjá þjóðinni með kosningum.


Hvergi hefur komið fram hvernig aðild að ESB á að vera lækning á þeim krankleika sem herjar á þjóðarlíkamann. Hún er enda réttlætt með því einu að sjúkdómurinn lækni sig ekki sjálfur.
Ingibjörg hefur lært margt frá því hún skreið inn í stjórnmálin fyrir afar löngu síðan. En hún var afar fljót að ná grundvallaratriðunum:

„Eftir minn stutta stans í borgarstjórn er reynsla mín sú, að eftir því sem mál eru stærri, því ólýðræðislegri verði meðferð þeirra, umræða um þau minni og ákvörðun um þau tekin af færri.“ (ISG, 13.7.1982)

Er hægt að toppa slík vinnubrögð betur en að taka ákvörðun um hag heillar þjóðar – um alla framtíð – í einu vetfangi af því manni er orðið heitt á rassinum.


Jólalagið í ár...

...Er Santa Claus Will Take You to Hell, og er með kirkjukór Westborough Babtist Church (God Hates Fags!).

Það var kominn tími til að einhverjir stæðu uppi í skegginu á Sveinka.

Ég læt hér fljóta með þýddan og staðfærðan texta lagsins á hlandvolga, ásthýra. Það heitir Jólasveinn þér kemur í hel.Jólasveinn þér kemur í hel

Já, farðu með gát, gættu að þér.
Hér er dimm hola, þú skalt fela þig hér,
því jólasveinn þér kemur í hel.

Þú dýrkar hann og dáir, þú stígur við hann dans.
Á dómsdegi það dugar ei – þú ferð beint til andskotans.

Já, áttaðu þig og hlustaðu' á mig.
Það var helvítið hann Jóli sem reið krónunni' á slig.
Jólasveinn þér kemur í hel.

Aldrei hjá honum skildu' eftir börn,
hann flettir þau klæðum og tekur í görn.
Jólasveinn þér kemur í hel.

Er barnið spyrt hvort sé hann til,
þú lýgur roðalaust.
Þín syndum troðna sálarpísl,
lýgur vetur, vor og haust.

Já, áttaðu þig – þú ert nix, þú er núll,
Það var bévítans Jóli sem drap Rúnna Júll.
Jólasveinn þér kemur í hel.


Hér má sjá myndbandið (á ensku). Íslenska þýðingin er almenningseign. Gerið svo vel að gera ykkar eigin LiveAid-útgáfur.

Nýjar jólabækur ókeypis – í takmarkaðan tíma


Upp á síðkastið hafa unglingar stundað það að stela efni af ftp-þjónum íslenskra stórfyrirtækja. Um nokkra hríð hafa prentsmiðjur geymt jólabækurnar aðgengilegar á ftp.oddi.is og Ísafoldarprentsmiðjan stóð líka opin. Þeim hefur nú verið læst en ftp-þjónn Rúv (ftp.ruv.is) stendur enn galopinn og virðist hver sem er geta sótt þangað hvað sem hann vill og, það sem meira er, jafnvel hlaðið þangað inn því efni sem viðkomandi hefur áhuga á.

Uppfært (12:16): Rúv hefur nú lokað sínum þjóni.

Hækka! Hækka!

Ef Geir hækkar álögur á almenning öllu meira – þá slitnar spottinn.

12. desember 2008

Fróaði nemanda sínum...Það er ég viss um að jafnvel þótt einhver sveittur ökukennari væri stanslaust að þjösnast á g-blettinum mínum þá næði ég prófinu á minna en tveimur og hálfu ári.

Eins dauði er annars brauð.

Það er merkilegt hve margir vinstrimenn þykjast naskir á nálykt af frjálshyggjunni þrátt fyrir að hafa verið algjörlega skynlausir á sömu lykt 1989.

11. desember 2008

Ráðherra.com

Það er fróðlegt að skoða hvað kemur upp ef maður slær inn upphafsstafi ráðherranna okkar í vafra. Vafrinn rýkur sjálfkrafa á viðeigandi dottkomm-síðu. Það er merkilegt hverjir hafa kosið upphafsstafi ráðherranna að léni.

Árni M. Mathiesen (AMM) kallar fram heimasíðu Málmmarkaðs BNA (American Metal Market). Það fyrsta sem blasir við: stór mynd af brostnu gulleggi.Björgvin G. Sigurðarson (BGS) kallar fram heimasíðu viðskiptalögfræðinganna, Barna, Guzy og Steffens.Björn Bjarnason (BB) kallar fram vef um netbækur. Sem við betri skoðun reynist vera gríma fyrir innantóma, allsherjar sölumennsku.Einar K. Guðfinnsson (EKG) kallar fram hið hógværa apparat Einstein Komputer Group. Tákn hennar er hjartalínurit. Að öllu öðru leyti er síðan dauð.Þegar Geir H. Haarde (GHH) ríður á vaðið kemur upp einkennileg síða. Einhevrskonar safnhaugur fyrir vanrækt áhugamál. Áhugamálin eru háþróuð bréfskutlugerð, sólúr, sjálfsvörn og ofdekraðir kettir. Tekið er fram að síðan er svotil aldrei uppfærð og tákn hennar er kögullóarvefur.Guðlaugur Þór Þórðarson (GTHTH) kallar fram villu. Það sést hvorki af honum tangur né tetur.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (ISG) kallar fram þessar upplýsingar:Jóhanna Sigurðardóttir (JS) kallar fram pakístanska fjárfestasíðu.Kristján L. Möller (KLM). Samgönguráðherrann kallar fram flugfélag,Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (THKG) kallar fram einfalda spurningu:Þórunn Sveinbjarnardóttir (THS) er leitandi:og

Össur Skarphéðinsson (OS), iðnaðarráðherra, kallar fram Tæknitíðindi.

Rúnkið ykkur yfir þessu.

Það er fullt af liði sem hatar lögguna. Alveg eins og Vantrú hatar Ésú. Svo er lið sem hatar liðið sem hatar lögguna. Það er alveg eins og liðið sem hatar vantrú.

Svo er það ég. Sem hata liðið sem hatar liðið sem hatar lögguna. Og hatur mitt er eins og flæðandi lind niður alla málsgreinina, það umlykur öll nafnorðin.

Í kreppum blómstrar fegurðin ein. Fólk borðar hollar, hittir börnin sín oftar og sefur oftar hjá. Því vilja a.m.k. sumir trúa. Á sama tíma stela allir öllu steini léttara. Ekki bara útrásarvíkingarnir. Það verða allir gerpi. Nema þeir sem elska Ésú.

Ef einhver velkist í vafa um hegðun fólks í kreppu þá ætti hinn sami að skoða myndbandið hér að neðan. Ímyndið ykkur svo að Wal*Mart sé bankakerfið á Íslandi, þjófóttu svertingjarnir séu þjóðin og löggan, já blessuð löggan, er fólkið sem á að passa bankakerfið meðan kreppan stendur yfir. Litli hommapésinn sem lætur hommafóbíu þularins hindra gripdeild – hann elskar Ésú.


10. desember 2008

Hún er dáin!

Hvað veist þú um fortíð bloggaranna sem þú lest?

Lausnin

Lausnin ætlar að láta á sér standa. Össur taðreykur, Óminnis-Björgvin og Höfuðlausnar-Imba líta á það sem sitt hlutverk að gæta þess að ekki sullist upp úr kjötkötlunum meðan þeir eru fluttir á nýjar hlóðir. Ágangur skrílsins er enda orðinn þvílíkur að olnbogi a röngum stað gæti hvolft heilum katli og þar með gert öll sílspikuðu og mauksoðnu hnakkastykkin að ólystugu gumsi.

Rafbyssu-Björn, Árni aur og Gufu-Geir rembast hvað þeir geta við að tendra eld í nýjum hlóðum. En raki er hlaupinn í eldiviðinn og þeir freistast til að nota logandi drumba úr gömlum eldstæðum. Sem munu halda áfram að hita katlana sem hingað til - og eignast með því innvolsið.

Nema hvað. Í öllu havaríinu er leitað að hlutlausum eldhúsum. En í ljós hefur komið að sá sem á eldhús a er sonur þess sem á eldhús b sem um leið er mágur eiganda eldhúss c sem spilar golf með eldabuskunni í d sem, o.s.frv. o.s.frv.

Það þýðir ekki að leita að lausnara af holdi og blóði. Þótt það sé desember.

Lausn vandans í dag er ekki svar við hver-spurningu. Spurningin byrjar á hvað.

Setja þarf regluverk, siðareglur, starfslýsingu. Heimspekingurinn ráðherrann hýtur að fara að átta sig á því. Nú vantar lýsingu á endursköpun íslenskra fjármála sem allir þurfa síðan að fylgja. Sé henni ekki fylgt þarf það að vera refsivert.

Lýsingin inniheldur siðaramma sem fylgja ber auk þess að kveða á um lágmarksábyrgð út frá hagsmunum þjóðrinnar.

Það verður bannað að taka ákvarðanir sem hygla óeðlilega hagsmunum djöflamerganna sem komu okkur í kúkinn. Það verður bannað að hygla ættingjum. Það verður bannað að níðast á fjölskyldum og smáfyrirtækjum. Halda skal upp atvinnu með öllum þeim leiðum sem ekki stangast á við augljósar siðferðiskröfur. Greina skal á milli feigs og ófeigs. Setja skilyrði um hollustuvernd í eldhúsi áður en kjötketillinn er borinn inn.

Það skiptis svo ekki máli hver kemur að ákvörðun. Hvort það er Birna djúpúðga sem meira að segja græðir milljara við það eitt að fokka upp ásetningi sínum eða Bogi barnsínsgæla,

Þeir sem vinna gegn hagsmunum heildarinnar geta í dag rökstutt það með því að það viti hvort eð er enginn hvað sé best að gera,

9. desember 2008

Össur dóphaus

Einhver Jóhann Þröstur kvartar undan því á bloggsíðu sinni að hasshausinn, Össur Skarphéðinsson, sé við völd. Birgitta Jónsdóttir atvinnumótmælandi staðfestir hassneysluna og hættir í kjölfarið að blogga.

En það sem mig langar að vita er hvort Össur hafi stungið vindli í skuðið á einhverri annarri en doktornum.

7. desember 2008

Of friðsamleg mótmæli

Það er óhepplegt að velja mann til forystu í mótmælum sem er mjög vanur að láta taka sig í rassgatið.

6. desember 2008

Tilbrigði við stef

Þegar sá í jakkafötunum fitlar við krónuna einblínir fíflið á gengið.

Rokkurinn er þagnaður

Nú hefur aðalrokkurinn bæst í þann ört stækkandi hóp sem yfirgefur jarðvistina á öldurhúsi í Reykjanesbæ. Hringrásin hætti þar sem hann sté á stokk. Skaparinn væntanlega orðinn langeygur eftir að Rúnni efndi heit sitt um að flytja úr bænum. Fjórtán ár eru yfrið nægur tími.

4. desember 2008

Tvískinnungur

Opinn borgarafundur hf. meinar kjaftforum trúði að vera áheyrnarfulltrúi á fundi eftir að hafa látið sinn eigin kjaftfora trúð krefjast áheyrnar á fundum hjá ríkisstjórn.

Hörður Torfa bannar Ásgerði Jónu að flytja erindi á Austurvelli þar sem hún er starfandi í Frjálslynda flokknum. Við hlustum í staðinn á frambjóðanda VG í Reykjavík norður, Kristínu Tómasdóttur.

„Hættu, hættu, hættu að sleikja píkuna mína.“

Við búum í gölnu landi. Fertugur perri laumast inn um glugga að nóttu til og finnur fimm ára stúlku sofandi í örmum ömmu sinnar. Og hann tekur þá litlu úr buxunum og sleikir á henni pjölluna þar til báðar vakna.


Þá fellur dómur í málum beggja Byrgishjónakornanna í sama vetfangi. Helga dólgsnautur Járnherranns gerðist svo óforskömmuð að kæra dévaff og fórnarlömb sín því fyrir óviðurkvæmilegt orðalag í sinn garð. Fórnarlömbin sögðu hana hafa tekið þátt í fjörinu, haft hug á einkatímum með þeim, hafa verið í vangæfu hjónabandi og vera skítakarakter sem ekki ætti að starfa á grunnskóla.

Dómarinn hafnar flestum kröfum Helgu. Þátttaka hennar var rækilega skilgreind í báðum dómum yfir manni hennar. Hún var með. Dómstóllinn hefur skorið úr um það. En síðan segir dómarinn að þrátt fyrir allt þurfi nú fórnarlömbin að gæta hófs og ummælin: „[...] þessi manneskja er kolrugluð. Ég get ekki séð að hún hafi nokkuð að bjóða sem stuðningsfulltrúi eða í hjálparstarfi yfirhöfuð. Ég veit ekki hvað hún er að gera í þessum skóla [...] ekki við hæfi að sú sem veiðir fyrir hann vinni í grunnskóla“ séu í senn óviðeigandi og aðdróttun um að hún hafi gert eitthvað ólöglegt þegar hún flengreið fórnarlömbum manns síns.

!

Hvers vegna í fjandanum var þessi Helga ekki ákærð með manni sínum?

Hvernig getur verið rétt að kona sem ítrekað tekur þátt í misnotkun á ógæfufólki skuli starfa með börnum? Og það án þess að hafa nokkru sinni gengist við sínum hlut í málinu?

Það eina sem getur réttlætt það að þessi kerling fari ekki í fangelsi er ef hún er sjálf fórnarlamb. Sjálf sauðringlað barn í höndunum á þeim óþverra sem maður hennar er. Og það vekur líka spurningar um hvort hún ætti að starfa í skóla eða hjálparstarfi.

Í það minnsta ættu dómstólar ekki að vera meðvirkir í þeirri þöggun sem hún vildi fá fram með kærunni. Sektardómurinn er rugl.

Á Íslandi er hægt að kæra þig fyrir að koma ekki fólki í nauð til hjálpar. Það á auðvitað að vera refsivert að auka á neyð fólks með þeim hætti sem Helga gerði.

Það á að ákæra Helgu strax.

3. desember 2008

Er ekki kominn tími til að ...

Vandi Íslands er siðferðislegur. Það var djúpstæð siðblinda sem kom okkur á kaf í kúkinn. Það eimir enn eftir af þessari blindu. Sérstaklega hjá fólki sem trúir því að kreppan sé þjóðinni allri að kenna og það sé því bara þokkalega eðlilegt að þjóðin þurfi öll að kyngja eitrinu.

Þessir menn telja að það sé það sama, að kreppan sé einhverjum að kenna og að einhver fái að kenna á kreppunni. Það var ekki þjóðin sem lokaði landamærum Íslands fyrir tuttugustu og fyrstu öldinni. Það var siðblindur hópur vankunnandi óþokka.

Hryðjuverkamaður gæti falið sprengju í ísbíl. Hann gæti svo beðið meðan mannfjöldi hópaðist að bílnum og svo – búmm! Beinflísar í bragðaref. Þeir siðblindu myndu segja:„Fórnarlömbin áttu nú sinn þátt. Þau þurftu ekki að vera svona sólgin í ís.“


Það er lögmál í forritun að ef verkefni er komið fram yfir síðasta skiladag þá seinki því enn meira ef fleiri forriturum er bætt við. Stjórnvöld telja sér stætt að starfa samkvæmt þessu lögmáli. Of margir kokkar spilla soðinu. Stjórnvöld telja það siðferðilega ábyrgð sína að hvika hvergi. Klára það sem byrjað er á.

Það er rangt. Stjórnvöldum ber hiklaust að fara frá. Siðferðileg skylda þeirra felst í því. Hinsvegar ber stjórnvöldum að valda ekki meiri skaða en þau hafa þegar valdið.

Og þá kemur í ljós að siðblindan og stallsystir hennar, heimskan, er ekki eingöngu bundin við áhrifaöflin.

Engin frumleg hugsun hefur komið fram í kreppunni sem nálgast getur það að vera lausn. Þorvaldur Gylfason sá loks tækifæri til að öðlast þá hylli sem honum rann úr greipum þegar Davíð Oddsson sigraði hann í Inspectorskjöri í MR.

Kýrnar telja augljóst að vandinn stafi af því að ekki sé nóg baulað. Ærnar telja að nú þurfi að jarma sig út úr vandanum og Tófan telur að gott gagg geti a.m.k. ekki komið að sök. Róttæklingurinn reynir að róttækla íhaldssegginn. Íhaldsseggurinn tekur fram gasið. Evrópusinninn litar gular stjörnur á vegabréfið sitt og rasistinn vonar að nógu margir missi vinnuna til að það komist í tísku að berja útlendinga.

Nú vantar frumleikann. Allar óskir sem urðu að lausnum við það eitt að við lentum í vanda eru ótækar.

Sópum siðblinda liðinu frá borði. Sendum þá sem sköðuðu okkur í fangelsi eða setjum þá í þegnskylduvinnu.

Gerum þá kröfu til okkar sjálfra að hugsa nú einu sinni ögn dýpra en við erum vön. Þöggum niður í ræðumönnum sem segja ekkert nýtt. Látum þá ekki gegnisfella tungumálið frekar.


Gerum byltingu. Hugarfarsbyltingu. Menntum okkur aftur. Látum okkur nægja að syngja halelúja yfir blájólin en köstum eftir það sálmabókinni á bálið. Sem og öllu sem ekki er frumlegt. Ef það er frumlegt skoðum við hvort vit er í því. Ef ekki, á bálið með það. Það sem situr eftir, það gerum við.

26. nóvember 2008

Þjóðin, það er ég!

G. Pétur telur að lítisvirðing sýnd sér sé lítilsvirðing í garð þjóðarinnar. Haarde telur að lélegar og áróðurskenndar spurningar fréttamanns séu lítilsvirðing í sinn garð og embættisins.

Annar gengst upp í því embætti sem hann gegnir. Hinn telur sig þjóðina sjálfa.

Hvor er sá hrokafulli?

25. nóvember 2008

Að skipta um kyn


Það var fróðlegt að sjá „nauðgunarsenuna“ úr Dagvaktinni (sem annars er hundleiðinlegt sjónvarpsefni) sviðsetta þar sem víxlað var kynhlutverkum. Mér fannst það raunar bara fyndnara þannig.

Önnur kynjaskipti væru áhugaverð. Það væri ef Árni Johnsen væri settur í hlutverk Steingríms J. Sigfússonar í „Éttann sjálfur“ málinu. Þá er ég að vísa til þess þegar Steingrímur rýkur af stað og stendur ógnandi (eða eins ógnandi og honum er unnt) fyrir framan pontuna. Hleypur svo til Geirs og danglar í hann kvartandi yfir Bjössa.

Ímyndum okkur nú að Steingrímur sjálfur hefði verið í pontu og Árni gert nákvæmlega það sama og Steingrímur gerði. Um hvað væri talað á blogginu? Um hvað væru fréttirnar?

Ég skal segja ykkur það. Þær væri um stórlega vanstilltan þingmann sem ætti að segja af sér fyrir þá skömm að draga eigið fúla eðli inn í þingsali.

Félagi Napóleón!


Það hafa ýmsir orðið til þess að vísa í Dýrabæ upp á síðkastið. Dýrabær er ekki flókin bók en samt er greinilegt að flestir þeirra sem vitna til hennar misskilja hana í grundvallaratriðum. Haarde er ekki Napóleón. Haarde er sinnulausi bóndinn.

Það segir sig svo sjálft hverjir eru svínin.

Nýja-Ísland


Jenný Anna Baldursdóttir: „Á nýja Íslandi sem verður gegnsætt, laust við foringjadýrkun og undirlægjuhátt...“

Steingrímur J. Sigfússon: „Hið nýja Ísland, sem við reisum, verður opið og lýðræðislegt, samábyrgt norrænt velferðarsamfélag í anda þess allra besta sem við þekkjum úr þeirri átt. Þar verður blandað hagkerfi: hið opinbera stendur fyrir og ábyrgist almannaþjónustu og tryggir öfluga innviði samfélagsins, samgöngur og fjarskipti, heilbrigðisþjónustu og menntun og öflugt velferðarkerfi. Leiðsögnin í atvinnuuppbyggingu og sambúð við landið verða leikreglur sjálfbærrar þróunar. Í hinu nýja Íslandi taka konur fullan þátt á öllum sviðum til jafns við karla. Því verður ekki stjórnað af fámennum hópi jakkafataklæddra karla. “

Calvín: „Á Nýja Íslandi bú nýir Íslendingar. Á nýja Íslandi verður orðið græðgi bannað. Einnig orðin einkavæðing, einkavinavæðing, samræðustjórnmál, sægreifar, kvóti og útrás. Á Nýja Íslandi verður enginn forseti enda hefur þjóðin ekki efni á slíkum munaði. Auðlindirnar verða sameign þjóðarinnar. Alþingi verður lagt niður enda hafa þar 63 þingmenn sofið á verðinum eða stundað áskriftarferðir til útlanda. Þeir sem eru ennþá í útlöndum skulu vera þar áfram sem fulltrúar gamla Íslands. Stjórnmálaflokkarnir verða bannaðir og allir karlaklúbbar sem hafa makkað um völd og fjármuni í reykfylltum bakherbergjum.“

Birgir Rúnar Sæmundsson: „Ísland hið nýja: Í Jesús Kristi við sjáum ljós,/Ljósið sem eilíft mun skína./Hann elskar þig Ísland,/þú ástfagra land,/og alla íbúa þína.“

Þorsteinn Pálsson: „Getum við byrjað að reka Nýja-Ísland með gamla gjaldmiðlinum?"

Hólmdís Hjartardóttir: „Heimsmyndin verður gjörbreytt eftir að þessari kreppu líkur. Valdahlutföll eiga eftir að breytast í heiminum. Og Nýja Ísland verður öðruvísi en það sem við þekkjum núna. Mörg uppgjör eiga eftir að fara fram. Og einhverjir verða að axla ábyrgð. Kannski er loksins kominn tími jafnréttis? Ég held að tími kvenna sé að koma á ÍSLANDI. Verðmætamatið á eftir að gjörbreytast sem ég held að verði gott.“

Ásthildur Cecil Þórðardóttir: „Því við mælum einum munni. Við viljum breytingar, við viljum réttlæti og við viljum sjá nýtt Ísland rísa. Allir góðir vættir blessi ykkur og verndi. Heill þér nýja Ísland!“

Barrabbas á sviðið


Þegar múgur telur sig ranglæti beittan bregst hann yfirleitt við á fyrirsjáanlegan hátt. Smám saman flyst þunginn yfir á hrifnæmi múgsins af hrifnæmishöftum. Menn hrífast með þeim sem hrífast auðveldlegast í stað þess að láta þá tregustu drepa alla stemmningu niður.

Múgur blindast gjarnan svo af ranglætinu að drulludelar, sem samfélagi hefur venjulega í öflugum þumalskrúfum, ná að beita honum fyrir sig í frelsun sinni og sinna. Þannig halda Frakkar hátíðlegan daginn sem þeir hleyptu viðbjóðslegum vibbum úr Bastillunni og júðamúgurinn sleppti Barrabbas lausum til að geta tekið í lurginn á honum Ésu. Helvítinu honum Ésu sem var ekkert nema hrokinn og yfirlætið.

Heimildir telja að Barrabbass, sem var hreinræktaður drulludeli, hafi setið í fangelsi af því hann var ólæknandi rósturseggur. Hann var það róttækasta af öllu róttæku í samtökunum Saving Palestina. Og hafði í óeirðum gegn oki Rómverja kálað manni. Sjálfsagt einhverjum sem átti það skilið. Einhverju auðvaldssvíninu. En morðingi var hann engu að síður. Barrabass hefði vafalaust setið til dánardags í rómversku fangelsi hefði ekki komið til múgvirkjunnar. Og virkjun múgs er skapadægur glæpamanna og geðsjúklinga. Allt í einu eru allir eins og þeir – og þeir eins og allir. Samhljómur.

Í októberbyltingunni íslensku sjáum við sama heilkennið á ferð. Það er búið að frelsa Barrabass. Og skyndilega er hann bara eins og einn af okkur. Hrokinn og yfirlætið í helvítis stjórnarpakkinu kallar á viðbrögð. Nú er orðið tímabært að meiða einhvern. Eða drepa.

En bylting á sér aldrei stað án þess að einhver stjórni henni. Stjórnendur vorrar dásemdarbyltingar eru tveir hópar fólks. Öfgamenn og lúserar.

Öfgamenn eru þeir sem búnir eru að komast að því að fólk er fífl. Fífl sem gera sér ekki grein fyrir því að hegðun þeirra er óásættanleg. Jafnframt þarf maður að vera tilbúinn að breyta hegðuninni til betri vegar, hvort sem hegðandinn vill það eður ei. Þá fyrst er maður sannur öfgamaður. Öfgamenn virka aldrei við eðlilegar aðstæður vegna þess að þeir njóta eðlilega lítillar lýðhylli. Þeir virka raunar ekki fyrr en þeir beina sjónum að afmörkuðum, frekar óvinsælum hópi. Hvort sem það eru Sjálfstæðismenn eða Sígaunar. Hópi sem flestir vildu sjá breytast – nú eða bara hverfa. Þá er múgurinn vís með að fylgja þeim. Og hefur ekki hugmynd um það að hann er næstur á efnisskránni þegar búið er að losa heiminn við fyrri óværuna.

Lúserar októberbyltingarinnar er allt fólkið sem búið var að spæla. Slíkt fólk leitar alltaf hefnda. Sérstaklega gegn þeim sem spældu. Spælt fólk hefur hátt og er fullt fordæmingar í garð annarra. Það hefur líka einstaklega gaman af því að tilheyra hópi. Það er svo einmanalegt að vera spældur.

Fremst í liði öfgamanna í októberbyltingunni okkar eru anarkistar, mótmælendatrúaða hettupeysuliðið, feministar og einstaka smáhópar eins og hlustendur útvarps sögu, marxískir kristniboðar og gamlir, uppþornaðir alkar.

Fremst í liði spældra ganga menn eins og Vilhjálmur Bjarnason, Þorvaldur Gylfason, Einar Már Guðmundsson, Benedikt Sigurðarson, Egill Helgason, G. Pétur Matthíasson og fleiri. Það vekur kannski athygli hve hátt hlutfall karla er í spælda hópnum. Það er einfaldlega auðveldara að fá konur til að leggja heilann á hilluna með róttækri hugmyndafræði en hégóma. Karlar eru allir fyrir hégómann.

Vilhjálmur Bjarnason hefur verið afræktur allt góðærið. Hann var fíflið sem fékk ekki að vera með. Leiðinlegi náunginn á öllum aðalfundum sem stóð í vegi fyrir því að hægt væri að byrja djammið.

Þorvaldur Gylfason hefur ekki haft nokkurn áhrifamátt í íslenskum stjórnmálum og áhrif hans á hagkerfið eru minni en áhrif nærgætins draugs. Tvennt hefur drifið hann áfram. Einlægt hatur á kvótakerfinu og áköf trú á heimsendi íslenska hagkerfisins. Hann hefur spáð efnahagslegu hruni áratugum saman. Og það er nú einfaldlega svo að ef maður spáir kreppu nógu lengi þá er maður dæmdur til að hafa rétt fyrir sér á endanum. Og það gerir mann yfirleitt ekki að messíasi. En nú getur Þorvaldur óvænt svotil valið sér einn af þremur stólum: ráðherra, seðlabankastjóra eða forseta lýðveldisins. Og múgurinn klappar fyrir honum, meira að segja þegar hann fær sér vatnssopa.

Egill Helgason er Don King, umboðsmaður aulanna. Maðurinn sem aldrei missti trúna á þá sem voru útundan. Sá sem alltaf hafði tíma fyrir þá. Sá sem nú telur sig hafa veðjað á réttan hest. Staðreyndin er samt auðvitað sú að ástæða þess að hann baðaði þessa menn svo rækilega í sviðsljósi sínu er sú að fáir aðrir vildu tala við hann.

Einar Már hætti að fá borgað fyrir nöldur sitt. Gengi þess hrundi og þá hljóp í hann verðbólga. Hann malaði sem aldrei fyrr. Og nú var ekki bara hann fúll. Allir voru fúlir. Hann var kominn heim.

Menn hafa ekki haft undan að afþakka liðsinni Bensa í gegn um tíðina. Hann hefur misst nálega hvert einasta embætti sem hann hefur fengið (og hann hefur verið ólatur við að bjóða sig fram til allra verka, stórra og smárra). Hann er líklega spælingartröll landsins. Það er skondið að sjá hann nudda öxlum við feminista þegar haft er í huga að Bensi er maðurinn sem meinaði framkvæmdastjóra KEA að fara í fæðingarorlof því „menn á svona launum“ ættu að sjá sóma sinn í því að vinna.

G. Pétur Matthíasson er einn af þessum frétttamönnum með sjarma undir frostmarki. Haarde spældi hann og Géið ákvað að nota langdræga flaug á móti.

Það má vel vera að liðið á Alþingi sé óheppilegur þverskurður þjóðarinnar. En það er ansi svalt í helvíti þegar lúserar og öfgamenn komast upp með að þykjast vera málssvarar þjóðarinnar. Auðvitað gengur það ekki lengur en þann tíma sem það tekur þjóðina að komast yfir mestu gremjuna og áttar sig á því að helvítið hann Barrabbas er betur settur bak við rimla.