30. júní 2007

Harmdauði

Þrátt fyrir ýmis harðindi í Palestínu er því að fagna að margvísleg menning stendur þar í blóma. Einn litfagrasti blómhnappur þeirrar menningar var hin arabíski Mikki mús eða Farfour mús eins og hann hét á þeirra ástkæra og ylhýra. Já, ég segi hét, því músin hreinlynda er ekki á meðal vor lengur. Lymskulegur júði vildi kaupa af henni músarholuna hennar og þegar hún harðneitaði að selja uppskar hún slíkar barsmíðar að það lyktaði með dauða hennar. Palestínsku börnin sátu stjörf af skelfingu fyrir framan sjónvarpsskjáina og náðu vafalaust ekki gleði sinni á ný fyrr en í auglýsingatímanum þar sem mér er ekki til efs að hafi verið boðin til kaups sjálfsmorðssprengjubelti í barnastærðum.



Við skulum minnast látinnar hetju með myndbroti af því þegar hún var í fullu fjöri. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ísland-Palestína.

4 ummæli:

Einar Steinn sagði...

Oh, please. ég sel nú þetta "Palestinian media watch"-kjaftæði ekki dýrara en ég kaupi það...

Hefurðu þá séð myndbandið með morðóða palestínska tuskukjúklingnum, honum Tarabashi? Það er sko fiðurfé sem ég myndi ekki vilja mæta í dimmu húsasundi. :Þ

Mengella sagði...

Það er rétt, þetta er vafalaust júðasamsæri - allt úr ísraelsku myndveri og aröbunum kennt um.

Mengella sagði...

Áttu link á kjúllann?

Einar Steinn sagði...

Kjúllinn er hér: http://www.youtube.com/watch?v=VEcaI7zQG3E