25. nóvember 2008

Að skipta um kyn


Það var fróðlegt að sjá „nauðgunarsenuna“ úr Dagvaktinni (sem annars er hundleiðinlegt sjónvarpsefni) sviðsetta þar sem víxlað var kynhlutverkum. Mér fannst það raunar bara fyndnara þannig.

Önnur kynjaskipti væru áhugaverð. Það væri ef Árni Johnsen væri settur í hlutverk Steingríms J. Sigfússonar í „Éttann sjálfur“ málinu. Þá er ég að vísa til þess þegar Steingrímur rýkur af stað og stendur ógnandi (eða eins ógnandi og honum er unnt) fyrir framan pontuna. Hleypur svo til Geirs og danglar í hann kvartandi yfir Bjössa.

Ímyndum okkur nú að Steingrímur sjálfur hefði verið í pontu og Árni gert nákvæmlega það sama og Steingrímur gerði. Um hvað væri talað á blogginu? Um hvað væru fréttirnar?

Ég skal segja ykkur það. Þær væri um stórlega vanstilltan þingmann sem ætti að segja af sér fyrir þá skömm að draga eigið fúla eðli inn í þingsali.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er fín ábending hjá þér. En í stóra samhenginu felst vandinn í því að ekki er hefð fyrir að rökstyðja mál sitt í ræðustól á Alþingi frekar en í Morfís-keppni. BB gat þar af leiðandi ausið þessum skít yfir SJS án þess að þurfa nokkurn tíma að færa rök fyrir neinu.

Hefði Steingrímur verið í ræðustól hefði sennilega mátt búast við málefnalegri framgöngu en Björn varð uppvís að og Árna Johnsen því varla verið stætt á því að hlaupa svona upp eins og Steingrímur gerði.

Ég skil Steingrím vel að hafa ekki setið þegjandi undir þessum málflutningi. Og það þyrfti að setja í lög að þingmenn verði að færa rök fyrir hverri einustu fullyrðingu sem kemur frá þeim í ræðustól þingsins. Annað er þjóðþingi ekki sæmandi.

Nafnlaus sagði...

Svona málefnalegri framgöngu eins og þegar hann sagði fyrrverandi formanni framsóknar að þegja?

Nafnlaus sagði...

Nei, ekki þannig. Steingrímur getur alveg verið málefnalegur, þótt hann segi stundum mönnum til syndanna með úrillum hætti.