3. febrúar 2007

Lektionen in Finsternis

Myrkvuð kennslustund (Lektionen in Finsternis) er heimildamynd frá 1992 eftir Werner Herzog. Hún fjallar um baráttu slökkviliðsmanna við olíueldana í Kúvæt eftir fyrra Flóastríð.


Og þó. Hún er eiginlega bara stór, dáleiðandi stílæfing. Einhverskonar svefnrofalömun í litum.





Ef hægt er að yrkja með kvikmyndavél, er það gert einhvernveginn svona. Eða með orðum Rítalíns (sem komu sjálfkrafa upp þegar þessi færsla fór inn):


harmengjum
kolkþungan eld
ó, skáldið yfir mér!
blekdauðinn


4 kettlingar af 5.

17 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki dálítíl lágmenning hjá þér?

Mengella sagði...

?

Nafnlaus sagði...

Nei, Werner Herzog er hámenning. Það er ekki spurning. Það er aftur á móti lágmenning að halda að einfalt viðfangsefni kalli á einfaldar úrlausnir listamanna.

ÖE

p.s. Líst mjög vel á þessar kvikmynda-umfjallanir hjá þér.

Nafnlaus sagði...

Gleymdi alltaf að segja þér það - en það er nákvæmlega ekkert athugavert við þessa setningu ef litið er til málfræðinnar:

Fimmtán ára unglingi, Þóroddi Péturssyni, finnst félagi sinn, Elías Einarsson, vera fáviti

Þannig að maðurinn sem skrifaði hana - er ekki fáviti.

ÖE.

Nafnlaus sagði...

ÖE, líttu á myndina sem fylgdi fréttinni.

Nafnlaus sagði...

Ó, það er rétt. Leit ekki einu sinni á helvítis myndina. Hélt hún væri bara skraut.

ÖE.

Ágúst Borgþór sagði...

Vá, þú ert svo gáfuð. Eitthvað annað en spjátrungarnir sem þú lætur hafa það óþvegið og nafnlaust.

Mengella sagði...

Ágúst,

ánægjulegt að sjá að þú kallar sjálfan þig spjátrung (aldrei að vita nema ég færi þig í hinn flokkinn í bókamerkjunum) - ef fordild mín væri ögn meiri eða álit mitt á dómum þínum ef því er að skipta, þá er aldrei að vita nema ég léti þetta stíga mér til höfuðs og myndi skrifa um sjálfa mig lofsverða grein á Wikipedia.

Þú býsnast yfir því að ég komi fram undir dulnefni, er skárra að koma fram undir réttu nafni en sýna ekki sitt rétta andlit?

Ágúst Borgþór sagði...

Þýðir eitthvað að segja við þig að ég hef aldrei skrifað um sjálfan mig á Wikipediu? - Eða að ég var ekki að kommenta nafnlaus hér um daginn þegar þú bauðst mig velkominn? - Þú vilt eflaust alltaf hafa það sem verr hljómar.

Mengella sagði...

Það er í sjálfu sér nógu skondið að þér væri samt fullkomlega trúandi til þess.

Erla Elíasdóttir sagði...

Mengella,

ég hef lesið skrif þín undanfarið og fundist nokkuð mögnuð. Það er magnað að þú skulir vart skrifa orð án þess að drulla rætnasta viðbjóði yfir grandalaust fólk, og það vakti einkum athygli mína sökum þess að mér virtist þú fær og sniðugur penni, og hélt þig því hljóta að geta vakið athygli hugsanlegra lesenda með öðrum aðferðum. Ég held það ekki lengur. Nú held ég að tjáningarþörf þín nærist fyrst og fremst á illgirni og virðingarleysi, að það sé þitt helsta turn-on. Þér er vitanlega jafn frjálst að hunsa þetta komment einsog að svara því, nú eða gera þér frekari mat úr húmorslausum vælukjóum.

Mengella sagði...

Í mér blundar fól.

Nafnlaus sagði...

Af hverju læturðu þér ekki duga að drulla yfir fólk á lagmenning.is? Þorirðu ekki að koma fram undir nafni?

Mengella sagði...

Þvílík sleggja frá anonymous þarna! Ái!

Nafnlaus sagði...

Hér er Mengella á öðru bloggi fyrir nokkrum árum:

http://www.pennyfeather.blogspot.com/

Takið eftir stílnum og mannelskunni sem lekur hér af hverju orði... Og þessum ljúfa anda.

Mengella sagði...

http://shuttleworthy.blogspot.com/

Og hér, ekki gleyma því.

http://hnakkus.blogspot.com/

Þessi er líklegur líka.

http://snilldur.blogspot.com/

Er líka hún.

http://www.matarlist.is/default.asp?cat_id=186

Að ekki sé talað um þessa.

Nafnlaus sagði...

Já, og svo er þessi elska fædd 3.júni, 1970, ef einhver vill skoða stjörnurnar í lífi "hennar".