3. febrúar 2007

Morfís og fíflið

Fátt er andstyggilegra til í heiminum en Morfís. Undir gunnfána þess sameinast reglulega lægstu lífsform íslensks menntakerfis. Morfís er klæðskerasaumað utan um einhverfa, kjaftfora hálfbjána. Hyski, sem heldur virkilega að gagnrýnin hugsun þeirra sé á hraðri uppleið við iðkun málæðisins.


Einu sinni þekkti ég tvo framhaldsskólanemendur, annan á Suðurnesjum - hinn á Akureyri. Þessir kunningjar mínir mættu báðir á Morfískeppni milli FS og MA í Keflavík. Umræðuefnið var, skjöplist mér ekki, þjóðernishyggja.


Ég man ekki hvernig keppninni lauk, en vafalítið hafa froðusnakkarnir í liðunum farið mikinn. Hitt man ég að báðum vitnunum bar saman um, að eftir keppnina hafi dómari stigið á stokk og haldið tölu yfir mannskapnum. Dómarinn hét Kristinn Már Ársælsson og var (og er líklega enn) fífl.


Þarna var sum sé samankominn hópur af þrautþjálfuðum mælskuþjörkum og rökhugsuðum. Dómaraóbermið gekk fram fyrir allan þennan lýð og hélt ræðu, hverrar inntak var þetta:


Ég heiti Kristinn. Ég er að læra heimspeki í Háskólanum. Í heimspeki hef ég lært hvernig á að hugsa. Hér hefur verið rætt um þjóðerniskennd á Íslandi. Aðalatriði málsins hefur farið framhjá ykkur öllum. Það er bullandi þjóðerniskennd á Íslandi!

Og undir þessu sátu hinir æfðu mælskumenn og -konur og sögðu ekki múkk. Horfðu einungis lotningarfullt á hina holdteknu mynd valdsins sem þarna stóð í pontu og rúnkaði eigin egói.


Fólk sem tekur þátt í Morfís er enda gjörsneitt allri raunverulegri rökhugsun, í þeim blundar engin réttlætiskennd, þau bera ekkert skynbragð á gildi orðræðu. Þau blaðra bara út í blámann. Þau hlusta á hljóm orðanna en ekki inntak. Andleg örverpi upp til hópa. Það er því ekki von nema keppnin sé vinsæl hjá ungliðum stjórnmálaflokkanna.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þvaður.

Vissulega er þetta yfirborðskennt á köflum en reynt er að stemma stigu við slíkri ræðumennsku. Almennt er sóst eftir vitsmunalegum og djúpum rökræðum með "réttlætiskennd" í fararbroddi, þó vissulega séu misjafnar áherslur ræðumanna í þeim efnum.

Það sem þetta gengur út á er mælskulist og rökræður, stundum í óheppilegum hlutföllum, en engu að síður eru þetta tvær grunnstoðir Morfís og þær eru öllum gagnlegar í daglegu lífi jafnt sem starfi.

Einnig ber þess að geta að ekki er hefð fyrir því að grípa fram í fyrir oddadómurum meðan þeir kveða upp dóm sinn og meðdómenda sinna, hversu ósammála sem maður er honum.

Slíkt kallast dónaskapur.

Mengella sagði...

Menn sem setja réttlætiskennd innan gæsalappa í þessu samhengi þekkja hana í besta falli af afspurn.

Það þarf ekki að grípa fram í fyrir fíflum til að gera þeim það ljóst að þeir bulla.

Nafnlaus sagði...

Ég setti réttlætiskennd bara í gæsalappir vegna þess að þú notaðir það orð. Fremur ódýrt að hengja sig á slík smáatriði :)

En rétt er það, ekki þarf að grípa fram í fíflum til að gera þeim ljóst að þau séu að bulla, hins vegar hlýtur þér að vera ljóst að misjafnar skoðanir eru á því hver er fífl og hver ekki.

Þú gagnrýnir í þessu bloggi af einhverjum undarlegum ástæðum áhangendur Morfís fyrir að hafa "ekki sagt múkk" meðan hann var að tala. Semsagt þeir gripu ekki fram í.

Gerirðu þér grein fyrir hvílíkar ofsafengnar netdeilur hafa átt sér stað einmitt vegna oddadómara, ræðna þeirra og fleira.

Ef ekki bendi ég þér t.d. á þetta:

http://www.morfis.is/bbspjall/viewtopic.php?t=28

Og einnig bendi ég þér á að líta aðeins á hversu ósanngjörn og illa ígrunduð gagnrýni þetta blogg þitt var.

Mengella sagði...

Ég gagnrýndi áhangendur ekki, ég gagnrýndi keppendur. Sömu keppendur og höfðu beitt allri hinni djúpu íhygli og rökhugsun en gátu svo ekki gufast til að beita neinu slíku þegar reglusettum ræðutíma lauk.

Hvað sannar þessi linkur? Að morfísfólk sé ástríðufullt? Jú, mikil ósköp. Að þetta sé fólk í þingmannaleik? Efast ekki um það. Að þetta fólk kunni að hugsa? Hreint ekki.

Hvernig í andskotanum á hugsjón og réttlætiskennd að geta ráðið för þegar maður dregur afstöðu upp úr hatti?

Hví í andskotanum rökræða menn ekki mál sem þeir hafa raunverulega mismunandi skoðanir á?

Hví?

Jú, því þeir hafa engar hugsjónir. Þeir beita ekki andlegum burðum til að verða meiri menn. Þeir leika sér að þeim í agalausum kjaftavaðli, öllu vitibornu fólki til háðungar.

Nú skora ég á þig sem einn af æðstu morfískoppum í búri að færa almennileg rök fyrir þeirri skoðun að morfís bæti samfélagið í þeirri mynd sem það (morfís) er í dag . Ég skal birta það hér á síðunni (reyndu að hafa það ekki of langt) ásamt gagnrýni minni. Við getum svo rökrætt ágreiningsefnin.

Þ.e. Ef þú vilt vitiborna umræðu.

Mengella sagði...

þú getur sent mér pistilinn á mengella@gmail.com

Nafnlaus sagði...

Nújæja, ég túlkaði þetta sem gagnrýni á áhangendur þar sem aðstandendur Morfís eru iðulega í salnum að horfa á og þar með úr hópi hinna æfðu mælskumanna- og kvenna. En gott og vel, þú gagnrýndir keppendur fyrir að hafa ekki gripið fram í. Ég sé engan mun þar á, satt að segja.

Þessi linkur sýnir þér fram á að þó að keppendur grípi ekki fram í fyrir heimskum (að einhverra mati) oddadómararæðum þá horfa þeir ekki lotningarfullt á hina holdteknu ímynd valdsins rúnka eigin egói. Þeir kvarta ef þeim þykir brotið á þeim. Þeir beita sinni djúpu íhygli og rökhugsun til að gagnrýna það sem oddadómarinn (í þessu tilfelli) sagði.

Þetta svar þykir mér sýna fram á hversu lítið þú veist um Morfís og hversu handahófskennd þessi gagnrýni þín er.

Lið draga nefninlega ekki afstöðu upp úr hatti, fyrsti dagur undirbúningsvikunnar fer í langa og stranga samninga milli liða um eitthvað sem þeir vilja keppa um og eru bæði sátt við. Svo að þeir rökræða bara víst málefni sem þeir hafa mismunandi skoðun á.

Afgangurinn af svari þínu er eiginlega innihaldslaust skítkast sem fellur með þeirri einföldu staðreyndavillu þinni.

Ég þarf ekki að senda þér tölvupóst, ég skal bara segja þér það hér og þú mátt alveg birta það í bloggi þínu:

Í fyrsta lagi hef ég viðurkennt að sumir ræðumenn misbeita keppninni til að koma með innihaldslaus rök í fallegum búning, það fer í taugarnar á mér og fleiri Morfísfólki þegar það er gert, en auðvitað getur keppnin sjálf ekki bannað það, málfrelsi er ein af mikilvægari undirstöðum Morfís og þeir ráða hvernig þeir haga sínum málflutningi.

Hinsvegar er reynt að tryggja almennilega rökræðu í keppninni, t.d. með dómblaðinu sem dómararnir dæma eftir.

Þó skal því ekki neitað að mælskulistin og hæfileikinn að fá fólk á sitt band er hluti af ræðumennsku og ef einhver er mjög góður í því á hann hrós skilið.

En Morfís, í þeirri mynd sem það er í dag, bætir samfélagið m.a. svo:

1. Æfir mann mjög vel í að koma fram. Síðan ég fór í ræðumennsku hefur t.d. reynst mér ekkert mál að koma óundirbúinn fyrir framan fullt af fólki og segja eitthvað, áður en ég fór í ræðukeppnir var það mjög stressandi tilhugsun.

Þetta þykir almennt mjög mikilvægur eiginleiki í samfélaginu og áfangar í framhaldsskóla ganga stundum út á að þróa þennan hæfileika með fólki. Morfís gerir það vel.

2. Kennir fólki gagnrýna hugsun. Við að taka þátt í rökræðukeppni lærir maður að líta á allar hliðar og sjá hvað er bogið við málflutning annarra. Ef maður er t.d. með óvenjulegan pól lærir maður að það eru, jú, til rök með og á móti næstum öllu.

3. Æfir keppendur í rökræðum. Hvað svo sem þú kannt að halda eiga sér stað rökræður í ræðukeppnum, þar sem t.d eru skrifuð mótrök við málflutningi andstæðinganna á staðnum. Fyrir utan þann óheyrilega tíma sem fer í að búa til ræður fyrirfram. Heilinn er vöðvi, Morfísrökræður þjálfa keppendur í alvöru rökrænni hugsun.

4. Maður æfist mjög mikið í að skrifa texta. Óumdeilanleg framför verður á getu þeirra sem skrifa ræður til að skrifa hverskyns texta, orðaforði eykst, málfar helst í góðri æfingu, uppbygging lærist og fólk lærir að skrifa áhrifaríkan texta þegar með þarf, þetta er mjög gagnlegur hæfileiki í lífinu.

5. Hvað svo sem þér kann að finnast um það eru margir skemmtikraftar, sjónvarpsmenn/konur og stjórnmálamenn/konur komin úr Morfís. Það er vegna þess að þau kunna að koma fram, kunna að færa rök fyrir máli sínu og kunna að koma vel fyrir. Ekki vegna innihaldsleysi og spillingar.

6. Morfís er skemmtilegt, veitir ótalmörgum framhaldsskólanemendum, keppendum, áhorfendum og öðrum aðstandendum ómælda ánægju.

Nafnlaus sagði...

Það er fátt jafn langt frá rökræðum og þessi úldna kappræðukeppni. Margir sem rugla þessu saman, sérstaklega þeir sem lenda í stjórnmálum.

kv. Rabbi

R.C. Citer. sagði...

Burtséð frá öllu þessu - þið öll sem skrifið hérna eruð í ykkar litla morfís leik. Morfís er góð leið til þess að þjálfa fólk fyrir frekari framkomu í lífinu.