Hugarheimur smáfuglanna
Í athugasemdum fáum við óvænta innsýn í hugarheim smáfuglanna. ÁBS hefur lónað við mynni síðunnar eftir að ég gerði honum þann heiður að nefna hann á nafn. Nú fer fyrir brjóstið á honum að ég leggi Vídalín í einelti. Vídalín sjálfur sleikir sár sín og elur sorg sína í einrúmi. Lætur nægja að tauta eitthvað um tilfinnanlega réttlát málalok við vildarvini sína, þá er þeir hittast.
Enn halda áfram tilraunir við að fletta ofan af mér. Ég get fullyrt að það eru nákvæmlega 4 manneskjur í heiminum sem vita hver Mengella er. Engin þeirra er líkleg til að fletta ofan af mér hér. Allt annað er myrkrafálm.
Loks hef ég ákveðið að vekja til lífsins nýja tegund bloggs. Örblogg. Það fer þannig fram að ég blogga um eitthvað tilfallandi málefni og læt svo færsluna hverfa innan stundar og aldrei sjást aftur. Panta rei! Nú þegar hafa 2 færslur farið þá leið. Megi þær verða fleiri.
Að lokum.
Til að fá enn frekari útrás listrænna hæfileika minna hef ég ákveðið að hanna myndefni. Hið fyrsta á verkskránni er þessi fíni T-bolur:
3 ummæli:
ojjj!
en samt fyndið...
Kann að meta þetta.
Þú gætir kannski líka hannað einkennisbúning starfsmanna í Byrginu.
Nei, glæru sletturnar framan á þeim bolum myndu aldrei sjást almennilega ...
Skrifa ummæli