26. febrúar 2007

Skari skrípó



Ég hef mikið gaman af kvikmyndum. Ég get meira að segja haft nokkuð gaman af hollívúddmyndum, set það ekkert sérstaklega fyrir mig að þær eru gjarnan andlaus froða að inntaki. Ég set þá grunnreglu að bíómynd sé ekki leiðinleg.

Af einhverjum ástæðum hafa nýlega flætt yfir mig hrútleiðinlegar og langdregnar myndir sem mjög hafa verið mærðar. Síðasti kóngur Skotlands um mannætuskömmuna Úganda-Idi er dæmi um svona mynd. Ógnarlangdregin og leiðinleg. Ágætlega leikin og allt það, en handritið alger ígerð. Sofnaði þrisvar yfir henni.

Babel er eins. (Ég veit að hún á ekki heima á listanum en...) Ofsalega leiðinleg og langdregin. Á enn eftir síðasta korterið eftir að hafa sest niður til að horfa á hana fimm sinnum. Ógeðslega leiðinleg mynd. Hápunktur myndarinnar er barnaklámatriðið þar sem smávaxinn smali rúnkar sér undir steini og dembir sér þvínæst í að skjóta túrista með riffli.

Drottningin var ágæt. Sá hana í einu lagi. Strásykursæti Tony Blair og úrkynjuðu kastalaviðrinin náðu að halda uppi stemmningunni með ágætum. Alveg sátt við hana.

Ég byrjaði á Lífi annarra (Das Leben der Anderen) í gær. Ekkert hressilegra en austur-þýsk njósnasæla. Hætti eftir hálftíma og horfði á Inspector Jack Frost í staðinn. Hún bíður dóms, en er langdregin (a.m.k. framanaf). Mig grunar að ég viti plottið. Það er sniðugt. Ef raunverulega plottið er verra en það ímyndaða á hún ekki von á góðu.

Draumastúlkurnar er drasl.

Áróðursmynd Al Gore er langþvífrá nógu góð, full af lélegum tölfræði- og rökbrellum.

Glaumiljar (Happy Feet) er átakanlegt rusl.

Að verðlauna ofangreindar tvær myndir er álíka vitlaust og að að veita Andra Snæ Magnasyni bókmenntaverðlaun.

Ungfrú Sólarglenna (Little Miss Sunshine) er hreint ekki eins góð og af er látið. Vel leikin, vissulega og margt sniðugt í handritinu en hana vantar frumleika. Hún er eins og bútasaumsteppi byggt á nokkrum vel þekktum myndum. Það er ekkert í henni sem ekki hefur sést annarsstaðar.

Völundarhús fánsins (El Laberinto del Fauno) er ekki merkileg saga en snotur kvikmynd. Dálítið ölvandi. Spænska er fallegt mál.

Spennumyndin hans Scorsese var ágæt, ekki meira en það. Hreint ekkert meistaraverk. Ófrumleg með afbrigðum. Ekkert nýtt.

Eða, með öðrum orðum, heldur rýrt úrval mynda sem Akademían sá ástæðu til að heiðra. Whittaker og Mirren + fánninn voru vel að vegsauka komin. Scorsese, Gore, mörgæsafjandarnir og bakröddin áttu ekkert skilið.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu búin að sjá Pan's Labyrinth? Hún er góð.

Nafnlaus sagði...

Ókei, biðst forláts. Ég náði að stökkva yfir gagnrýnina á Pan's Labyrinth. Skjúsmí.

Nafnlaus sagði...

Jahá. Spurning að skella Clueless í tækið?

Nafnlaus sagði...

Jæja, komdu nú með eitthvað hressandi.

Nafnlaus sagði...

æ, fátt fressandi hér. Mig vantar eitthvað fressandi, eitthvað sem er ekki bara andstyggilegt eða þreytt, svæfandi og rauðeygt. Eitthvað fressandi.

Mengella sagði...

Leyfist mér að stinga upp á metamfetamíni?

Nafnlaus sagði...

Russian Distributor of obsolete & discontinued electrical parts & circuits. Specializing in hard to find parts produced in Rissia, Ukraine, Belarus and former USSR countries.

Best regards,

Alexander

please contact us:
e-mail us :stock-nelikvid@mail.ru
fax: +38 067 236 8637
skype: radiodetali123

Nafnlaus sagði...

заводские неликвиды выкупаем

ICQ 586-179-503
tel:+380958561468
Наталья

Sony Ericsson T200/R600 Нижний разъем 7дн
2РМТ33КПН32ШnВ(А)1(ЛБ)В
Разъем G0.000.0086.3 -G0.000.0086.3 Запрос WE
Разъем 1х 4 (м) для пайки на плату (PBS-4)
2РТТ20КУЭ5Г40В
DJK-02A Разъем пит. шт. 2,1мм (п) AE809487
DIP-14 разъем DIP на шлейф 14к.узк.
ШР28П1НШn-К
ГРПП3-24Г-В роз. 79г индивид. Упак.
Разъем PH-4FC розетка на кабель < 100
Разъем РПИ-Мн 2,5-7-0,8
1-263G, Разъем RCA "гн" металл "позолоченный" на кабель, синий
СНО63-64/95*9р-24-2-в группа Разъемы ---818770
Соединитель GST18i3K1BS 25H 20WS -92.238.2060.2 Запрос WE
ШР20П3НГn-К
ШР60П47ЭГn-К
4РТ28Б7ГnОВ
РРС3-50-9-3(4…12)-В
ШР55П30ЭШ1 розетка рос Коннектор "5"
Разъем на плату 6-4 (тип 2) (TJ2-6P4C)
Разъем на плоский кабель 2х 5 (п) (IDM-10A)
РРС4-7-А-9-3(4…12)-В
1-100, (NP-202), Разъем аудио 6.35мм "шт" моно пластик на кабель
Разъем 2рт20п5эг7-а
СНП59-64В-21-2 0687 (вилка) РАЗЪЕМ
2РМГД33БПЭ32ШnЕ1(2)(Б)
2РТТ36КУЭ15Ш20В
Разъем 2рм24кпн19ш1в1
2РМТ22КПН10Г1В1В роз.
РРС6-10-9-3(4…12)-В
Гнездо KIA Radio - переходник на разъем EVRO
Разъем а/магн. PIONEER DEH-P 80MP
СНЦ281-4/14В1-1(2)(а,б,в,г)В
BNCI-BJ разъем +
Разъем PANASONIC 35 а/магн.
Разъем а/магн. PIONEER AVH-P 7800/7900
Соединитель GST18i3K1BS 25 70WS -92.238.7000.2 Запрос WE
ШР55П31ЭШ3Н РАЗЪЕМ
СР50-638ФВ СОЕДИНИТЕЛЬ РАДИОЧАСТОТНЫЙ. 1990-2010 ГОДА.
USB A - FR разъем +
Шнур ТЛФ 10 м. (отечественный разъем)
1-208, Разъем RCA "шт" металл на кабель,пайка, черный,2 полосы
СШР48П20ЭШ2 розетка каб.с прям.кож. ГЕО.364.107ТУ 5" СССР"
2РМП22Б10Ш1(2)В1
2РТТ20КПН2Ш4В
МРН1-102-2В
РПКМ1-57Г1-В "Коннектор" 5 86
2РМТ33КУН20ШnВ(А)1(ЛБ)В
2рмд24кпн10г1в1в группа Разъемы ---811309
1-001, (NP-124), Разъем аудио 2.5мм "шт" стерео пластик на кабель


95596