14. október 2007

Hvað klikkaði?

Þegar stórt er spurt er stundum nokkuð fátt um svör. Auðvitað má benda á nokkrar augljósar ástæður. Í fyrsta lagi er ljóst að samfélag stökkra slagæðaveggja hefur staðið með sínum manni, þá er einnig ljóst að allir þeir, sem hafa vott af smekk fyrir tónlist og hafa efni á að taka þátt í fjárplógsstarfsemi eins og símakosning er, voru í höllinni að horfa á Megas, loks var Ísinn heldur illa hljóðblandaður í beinni útsendingu. Undirspil og bakraddir voru alltof daufar og þetta hljómaði eins og Heiða í sólói og álfar á kóræfingu í næsta húsi. En ekkert af þessu er auðvitað meginástæðan fyrir tapinu.

Ástæðan er auðvitað sú að mongólíta(barna)kórinn var fjarri góðu gamni og augnalausu stúlkurnar sömuleiðis. Glæpsamleg yfirsjón.

3 ummæli:

Hildur Lilliendahl sagði...

Einhverjir þinna aðdáenda voru líka í Þjóðleikhússkjallara. Það er ekkert símasamband þar.

Nafnlaus sagði...

Tough luck. Hvernig er textinn (hann heyrðist illa)?

Nafnlaus sagði...

Það keppir enginn við Magga Eiríks sko, hann hefði getað mætt á svæðið og prumpað í 3 mínútur og samt fengið atkvæði þjóðarinnar.

Valtýr/Elvis2